Dagur - 06.12.1958, Side 5

Dagur - 06.12.1958, Side 5
Laugardaginn 6. desember 1958- D A G U R 5 'iiiiiiiimiiiiiiiimiiiimiimiiiiiiimmmmmmmmMiiimiiiiimiiiiiMimiinmiiiimiiiiiiiiiiiiiimiimmiimmuimiiiiiimiiiniiimimimmimMummiiimmiiiiiiiiiiiiiiii <• Útvarpserindi Stefáns Jónssonar: KÝPURIÁLIN MeS endalokum Kýpurinálsins á Allsherjarþinginu haustið 1954 var teningunum kastað. — Orðin höfðu verið fullreynd í viður- eigninni við brezka heimsveldið. Kýpur-Grikkjum var nú aðeins ein leið fær til frelsis, — og hún var ekki rudd öðruvísi en með vopnum. Skæruhernaður Grikkja á Kýp- ur hófst síðan fyrir alvöru árið 1955. Baráttuaðferðin hefði verið þrautreynd áður annars staðar og gefist vel, þar sem snauður al- múgi átti við ofurefli hers og auðs að etja. Hún varð raunar til í þessari mynd á heimsstyrjald- arárunum í löndunum, sem Þjóð- verjar hernámu. Eftir stríðið heittu Marokkómenn og Túnis- búar henni í viðureign sinni við Frakka, með góðum árangri. í skæruhernaði, sem þessum, er leikurinn svo ójafn, að nærri liggur að vopnabúnaður skipti ekki máli. Samheldni kjarnans úr þjóðinni, harkan, eldmóðurinn og fórnarlundin eru það, sem gilda. 1 heilögu stríði við ofuerfli er það málstaðurinn einn sem blívur, og gengi mannlífsins er aðeins mið- að við hann. Það er athyglisvert, að í byrjun grísku uppreisnarinnar á Kýpur var tyrkneski minnihlutinn á eynni síður en svo andstæður þjóðfrelsismönnum. Tyrkirnir gættu að mestu hlutleysis, og þau afskipti, sem þeir höfðu af mál- inu voru Grikkjum fremur vin- samleg. Þess eru dæmi frá fyrstu mánuðum baráttunnar, að tyrkneskir menn földu upp- reisnarmenn fyrir Bretum. — Það var ekki fyrr en síðar, að Bretum tókst að egna þá gegn Grikkjum. Baráttan var hörð strax í upp- hafi. í viðureign við jötunn hef- ur dvergurinn vissulega ekki efni á riddaramennsku. Fyrstu mánuðina hefur brezka stjórnin ef til vill trúað því sjálf, sem hún sagði, að EOKA væri félagsskapur ofstækisfullra þjóð- ernissinna, tiltölulega fárra, sem væru handbendi öfganna í æðstu embættum grísku kirkjunnar á eynni. — En það er áreiðanlega orðið tímakorn síðan hún hætti að trúa því, þótt hún haldi áfram að segja það. Grískir . menn á Kýpur eru EOKA-menn, — 400 þúsund að tölu. — Hver einasti Grikki á Kýpur, karl og kona, barnaskóla- börn og öldungar, taka virkan þátt í baráttunni. Þjóðhöfðingi þeirra er útlaginn Makaríos erkibiskup. — Herstjórnandi þeirra er Grivas ofursti, sem hlaut reynslu sína í skæruhern- aði gegn Þjóðverjum á stríðsár- unum, og gat sér frægð í vörn Grikklands gegn innrás búlg- örsku kommúnistanna 1946. Og hvað oft, sem brezka ný- lendumálaráðuneytið ítrekar full yrðingar sínar um að EOKA- félagsskapurinn sé aðeins samtök blóðþyrstra illmenna. Hvað oft, sem Hugh Fost landstjóri fullyrð ir, að EOKA-leynifélagið verði uprætt, þá vita þessir aðilar það fullvel af reynslunni, að til þess að uppræta EOKA þyrftu þeir að uppræta alla Grikki á Kýpur. Brezkur hermaður er hvergi óhultur á Kýpur, frekar en Þjóð- verji var öruggur í Noregi á stríðsárunum. — Það eru dyna- mitpatrónur undir ávöxtunum í körfunni, sem ungu stúlkurnar bera á milli sín. — Gamla konan með garðhrífuna er að slétta yfir rifflana, sem sonur hennar gróf í kálgarðinn hennar í nótt. Prest- urinn þarna bcr handvélbyssu undir hempunni sinni. Það er handsprengja en ekki bolti, sem litli strákurinn í tíu ára bekk heldur utan um í vasa sínum. Og með viðbrögðum sínum hef- ur brezka landstjórnin á eynni viðurkennt þá staðreynd, að Grikkir á Kýpur eru EOKA- menn, Að EOKA er aðeins heiti á skipulagi grísku frelsisbarátt- unnar. — Fyrsta viðurkenningin fólst í sóknarsektunum. Þegar heilar kirkjusóknir voru látnar greiða sekt, ef EOKA vann .víg eða skemmdarverk í sókninni og hinn seki náðist ekki. — Þar næst komu svo fjöldafangelsanir og pyndingar án tillits til aldurs eða heilsu. Grikkir á Kýpur eru allir EOKA-menn. Þeir eru allir sekir í augum brezku landstjórn- arinnar, — barnið jafnt sem öld- ungurinn. Og hundruðum saman nafa þeir verið teknir af handa- hófi og pyndaðir til sagna. Vitaskuld segir brezka land- stjórnin allt slíkt ósatt, þó að ekki væri nema vegna þess, að viðurkenning á alþýðupynding- um væri jafnframt viðurkenning á algerri uppreisn Kýpurbúa. Þó hafa verið færðar fram fyr- ir þessu ærnar sannanir, — og skal aðeins tilgreint eitt dæmi af mörgum um það, hvernig kött- urinn slapp úr sekknum, þrátt fyrir alla svardagahnútana: Það var í Worswood Scrubs fangelsinu í Englandi 17. júlí í fyrrasumar, að tveir af þing- mönnum brezka Verkamanna- flokksins skoðuðu ársgamla áverka á fimm grískum föngum, sem höfðu verið fluttir þangað fyrir skemmstu frá Kýpur. Þingmennirnir voru JennieLee, kona Bevans, formælanda Verka mannaflokksins um utanríkismál, og Brockway — þingmaður fyrir Eton og Slough kjördæmið. Brockway lýsti skoðuninni þannig í viðtali við Daily Herald: „Orin, sem þeir sýndu okkur, voru enn skýr, þótt ár sé liðið síðan þeir voru handteknir. Sumir þeirra gátu ekki nafn- greint kvalara sína, af því að það var bundið fyrir augun á þeim fyrst, en aðrir hafa nafngreint menn, sem stóðu hjá og horfðu á. Einn var með brotið nef og mjög ljóta bólgu undir rifjum. Annar var með merki eftir barsmíð með leðuról, og sást greinilega farið ennþá eftir málm sylgju í ólarendanum. Sá þriðji sagði okkur frá því, hvernig honum var lyft upp í axlarhæð og kastað milli kvalara sinna, þannig að hann skall oft í gólfið og á bekkjum og borðum í skólastofunni, þar sem yfir- heyrslan fór fram. Enn annar var með djúp för á úlnliðum eftir grannan streng, sem hann hafði verið bundinn með og látinn liggja með klukku stundum saman, reirðan inn að beini. Við munum krefjast þess af ný- lendumálaráðuneytinu, að óháð rannsókn verði látin fara fram í málinu.“ Þessi heimsókn þeirra, Jennie Lee og Brockways leiddi til um- ræðu í neðrideild brezka þingsins um tíðar og háværar raddir um misþyrmingar á saklausu fólki í fangelsum á Kýpur. Þau tví- menningarnir kröfðust opinberr- ar rannsóknar og nutu stuðnings fleiri góðra manna. Lennox Boyd nýlendumála- ráðherra varð fyrir svörum. Hann kvað kröfu þingmann- anna eiga rætur sínar að rekja til ái'óðu'rsherferðar EOKA gegn brezka hernum og lögreglunni á Kýpur. Einkum væri liún þó runnin undan rifjum Makaríosar erkibiskups, sem ýmist helgaði sig hryðjuverkum, ellegar sæti við að sjóða upp fáránlegustu ákærui' á brezka borgara á Kýp- ur, sem — eins og hann sagði: — Leysa af hendi örðug skyldustörf með því hugrekki og þeirri still- ingu, sem einkenna brezka lög- reglu og brezkan her hvarvetna. — Bætti hann því síðan við, að hann treysti því, að þingmenn tryðu ekki svona löguðu á brezka ríkisborgara. — Hins vegar yrði það aðeins til þess að bæta ái'óð- ursaðstöðu Makaríosar og EOKA ef farið yrði að skipa raimsókn- arnefnd vegna þess arna, rétt eins og brezka stjórnin treysti ekki landstjóra sínum á Kýpur og löggæzluliði. Jennie Lee spurði ráðherrann þá, hvoi't hann gerði sér grein fyrir því, að ef ekki yrði látin fara fram rannsókn í málinu, jafngilti það því, að brezka stjórnin hefði játað sekt sína í augum alheims. SÍÐARI HLUTI Umræður skulu ekki raktar nánar, — en þeim lauk mcð því um sinn, að Lennox Boyd lagði fram vottorð frá fangelsislæknin- um í Worswood Scrubs fangelsi um — eins og stendur í vottorð- inu : — að „engin ör, hruflur né neitt annað, sem gefið geti til kynna meiðsli eða illa meðferð, sáust á neinum þessara manna.“ Níunda júlí var málið enn til umræðu. Enn hafði ekki verið fyrirskipuð nein rannsókn. — Brockway og Jennie Lee bættu því nú hins vegar við fyrri kröf- ur sínar, að skipuð yrði hlutlaus nefnd til að skoða fangana, sem fyrr er frá sagt, til að skera úr um það, hvort þau, eða fangelsis- læknirinn, segðu ósatt. — Þau hefðu séð örin á föngunum. Læknirinn segði, að engin ör væru á þeim, þau hefðu ekki sézt við læknisskoðun. Boyd nýlendumálaráðherra mælti einniggegn þeirri rannsókn, og þegar á leið umræðurnar upp- lýsti hann, að ástæðan fyrir því, að fangelsislæknirinn hefði ekki séð neitt á föngunum, hefði verið sú, að hann hefði ekki skoðað þá. Þeir hefðu ekki viljað leyfa hon- um að skoða sig. Og það var sem sagt ekþi fyr- irskipuð nein opinber rannsókn. Þetta er aðeins örstutt ágrip af einni af mörgum umræðum í brezka þinginu um fréttirnar, sem borizt hafa út um framferði brezku landstjórnarinnar og lög- reglunnar á Kýpur. En hún gefur dálitla hugmynd um það, með hvaða hætti brezka stjórnin hef- ur komið fyrir kattarnef óþægi- legum sannleika varðpndi frels- isbaráttu Grikkja á Kýpur, — og skýrir nokkuð hvernig á því stendur, að biskupinn af Kant- araborg skuli enn þora að segja meinlausum, brezkum almenn- ingi, að brezki herinn á Kýpur berjist í Jesúnafni. Við sanmingu þessa erindis hef eg fyrir framan mig bók, sem Kirkjuráðið á Kýpur lét prenta í fyrrahaust. Bókin heitir „Mann- rcttindabrot á Kýpur. — Heim- ildargögn“. — í henni segir frá því, hvernig brezka lögreglan r.otar sér heimild landstjórans til að halda mönnum í 28 daga gæzluvarðhaldi án sakfellingar. Þar er að finna skrá yfir hundruð eiðsvarinna vottorða um óttalegustu pyndingar á fólki, sem er sekt um það eitt að vera Grikkir. Lýsingar, undirritaðar og eiðsvarnar af mönnunum sjálfum, sem pyndaðir voru til sagna, eiðsvarnar lýsingar lög- reglumanna, sem voru vitni að pyndingunum, þar á meðal brezkra lögreglumanna. Lýsingar á því, hvernig brezku dómararn- ir á eynni dæma Kýpurbúa til dauða eftir vitnisburði, sem fenginn hefur verið með pynd- ingum, eða játningu, sem pynduð hefur verið út úr þeim, og loka augunum fyrir áverkunum, sem glotta framan í þá, eins og fang- elsislæknirinn í Worswood Scrubbs. Og svo síðast, en ekki sízt, lýsingar á vonlausri viðleitni hundraðanna, sem misþyrmt hef- ur verið. í þessari bók segja unglingar og aldurhnignir prestai' frá því, hvernig þeim hefur verið haldið í hlekkjum dögum saman, þeir barðir miskunnarlaust í böndun- um og misþyrmt á annan hátt. Slitnar af þeim neglur á tám og fingrum og blóðrásin úr kvikunni stöðvuð með logandi sígarettum, — viðkvæmustu, ytri líffæri lieirra kramin og jafnvel lamin i María Þorsteinsdóttir frá Sel- árbakka á Árskógsströnd lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 25. f. m. og var jarðsett að Stærra-Árskógi 29. sama mán- aðar. María var fædd á Grund í Þor- valdsdal 5. nóv. 1869, vantaði því ekki fullt ár á níræðisaldur. For- eldrar Maríu voru Þorsteinn Þorláksson bóndi á Grund og Helga Árnadóttir kona hans, bæði ættuð af Svalbarðsströnd. Þorsteinn dó á Grund áður en María náði fermingaraldri. Börn Grundarhjóna voru 6, fimm dætur og einn sonur. Þær eru nú allar dánar, en sonurinn er enn á lífi og mun hann hafa verið yngstur þeirra systkina. Hann heitir Oskar og nú til lieimilis hjá sonum sínum í Kjartans- staðakoti í Skagafirði. Systurnar voru þessar: Jako- bína, lengst til heimilis í Arnar- neshreppi, ógift, Sigríður, gift Jóhanni frá Bragholti í Arnar- neshreppi, Anna, gift Jóhanni Þórðarsyni bónda á Hnjúki og síðar á Karlsá í Svarfaðardal, Petrea, kona Sigfúsar Jónssonar prests á Mælifelli og síðar kaup- félagsstjóra, og svo María. Við fráfall Þorsteins fluttist María að Reistará. Um tvítugs- aldur giftist hún Jóni smið Jóns- syni, Stefánssonar frá Hraukbæ. Byrjuðu þau búskap að Baldurs- heimi, en fluttu þaðan eftir tvö ár, að Hrafnagili í Þorvaldsdal og bjuggu þar í 5 ár, fluttu svo það- an að Rauðuvík og byggðu þar timburhús. Huggðist Jón nú gera smíðarnar að aðalatvinnu, því að hann var eftirsóttur húsasmiður. En ekki bjuggu þau lengi að þessu nýbyggða heimili, því að 20. sept. árið 1900 fauk húsið af klessu með byssuskeptum. Þarna eru eiðsvarnar lýsingar ungra síúlkna á svo svívirðilegum mis- þyrmingum, að ekki jafnast á við neitt, nema ef vera skyldi ótta- legustu frásagnir úr fangabúðum þýzku nazistanna. — Og hér, eins og þar, er unnið skipulega og að yfirlögðu ráði. — Brezkir her- læknar taka við fórnardýrunum á eftir og lappa upp á þau undir næstu yfirheyrslu. Eg tek það fram aftur, að þessi bók er prentuð í fyrrahaust, þannig, að þar eru ekki með tal- in dæmin frá því í sumai', þegar Grikkii' sögðu að 600 hefði verið misþyrmt á einum degi, — Lenn- ox Boyd nýlendumálaráðherra sagði að þeir hefðu ekki verið nema 250. Einstakar lýsingar verða ekki lesnar upp hér úr þessari bók Kirkjuráðsins, — enda ef til vill einum of langt gengið að segja frá efni þeirra í útvarpi. — En enginn sá, sem gluggar í hana, mun furða sig á því framar, með hvaða hætti grísk börn bíða bana við yfirheyrslur Breta á Kýpur. Nú kunna einhver ykkar, — sem trúa á vernd sinnar þjóðar í f.ornri menningu og góðri ætt, að spyrja: — En hvers vegna er þetta liðið? Eldri menningarþjóð eru Grikkir en við íslendingar, (Framhald á 7. bls.) grunni og brotnaði í spón. Jón bóndi var ekki heima þegar þetta gerðist, en María húsfreyja ásamt fjórum börnum þeirra hjóna. Tvö börnin dóu þegar húsið fauk, Oskar Aðalsteinn 9 4 ára og Katrín 12 ára. Var þetta mikið áfall fyrir þau hjónin, að missa svona skyndilega tvö efni- leg börn ásamt nýreistu heimili. Næsta vetur dvöldu þau á Syðri- Reistará hjá Hólmfríði systur Jóns, en um vorið fóru þau að búa að Baldursheimi. Þaðan fluttu þau eftir 7 ár að Stærra- Árskógi og voru þar í 10 ár, en byggðu sér þá bæ hjá Bratta- völlum og nefndu Vallholt. Þar voru þau í 10 ár, en fluttu þá að Selárbakka og hættu þá búskap að mestu. Þar dó Jón 1941. Auk barnanna, sem þau misstu, eignuðust þau, Jón og María, 5 börn og eru 4 þeirra á lífi. Þau eru: Valtýr bóndi á Selárbakka, Jón, iðnverkamaður, giftur Sig- urbjörgu Magnúsdóttur, Akur- eyri, Petrea, kona Jóns Níelsson- ar, verzlunarmanns á Akureyri, og Helga, gift Gunnari Níelssyni, útgei'ðarmanni, Hauganesi. Öll eru þessi börn mjög myndarleg og atorkusöm. Einn son misstu þau um tvítugsaldur, Oskar Kató Aðalstein. Hét hann eftir börn- unum, sem fórust. María var fríðleikskona, eins og fleiri þæi' systui', stjórnsöm og með afbrigðum dugleg húsmóðii'. Þó að María væri ekki þreklega vaxin, afkastaði hún óvenju- miklu dagsvei'ki, sem kunnugir munu lengi minnast. Síðustu ár- in voru þó kraftarnir þrotnir og dvaldi hún þá í sjúkrahúsi. V Sveitungarnir minnast Maríu Þorsteinsdóttur með virðingu og [ þakklæti. — Kristján. María Þorsfeinsdóftir MINNINGARORÐ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.