Dagur - 06.12.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 06.12.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 6. desember 1958 Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Haganesvík 2. des. Slátrun hjá Samvinnufélagi Fljótamanna hófst 24. september og lauk 17. október. Alls var slátrað 6100 kindum, en 4762 í fyrrahaust. Meðalþungi dilka var 13,75 kg., en var 14,32 kg. ár- ið áður. Þetta er mesta sauðfjár- slátrun, sem hér hefur nokkurn tíma verið. Ber tvennt til: Bændur áttu fleira fé en áður og urðu ennfremur að fækka á fóðr- um vegna harðinda í vor, svo að fyrningar gengu allar til þurrðar, og einnig vegna ótíðarinnar. í sumar og þar af leiðandi lítilla heyja í haust. í Fljótum er einmuna tíðeinsog annars staðar á Norðurlandi. Féð gengur úti og er ekki hýst nema stöku nótt. Sáralítið hefur verið róið, en fiskur hefur verið töluverður þegar á sjó er farið. 1 haust var lokið við byggingu hraðfrystihússins, sem verið hef- ur í byggingu undanfarið og tek- ið vai' til notkunar í fyrra, að nokkru leyti. Mcstallt kjötið var fryst og er geymt í þessu húsi. Skurðgrafa á vegum Landnáms ríkisins hefur unnið í Holts- hreppi síðan um mitt sumar og fram á haust. En hún hafði ekki unnið nema hluta þess verkefnis, sem fyrii' lá. Bjargráðasjóður lánar bændum í Flj ótahreppum 400 þús. krónur vegna harðindanna í vor og sum- ar. Er það stórmikil aðstoð og nauðsynleg eins og á stóð á þess- um harðbýla stað. Stutt viðtal við Jón Sisurðsson í Yzta-Felli Jón Sigurðsson í Yztafelli var hér nýlega á ferð' og greip blaðið tækifærið og ræddi við hann um stund. Lagði það fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði góðfúslega á eftirfarandi hátt: Hverja félagsmálahreyfingu tel- ur þú merkasta um þessar mundir? Spurningin er of víðfeðm til að hægt sé að gera henni skil í ör- stuttu máli, segii' Jón, og tek eg því þann kostinn, að miða við mitt hérað eða sýslu. Hjá okkur tel eg félagsheimilamálið einna merkast. í því eru þrjár stefnur uppi. Hin fyrsta sú, að hver sveit byggi fyrii' sig félagsheimili eftir efnum og ástæðum. Onnur er sú, að t. d. Ljósavatns-, Háls- og Bárðdælahreppar byggi félags- heimili saman, helzt á heitum stað, svo sem að Stóru-Tjörnum, en Aðaldæla-, Reyklæla- og Reykjahreppar yrðu svo saman um annað félagsheimili nálægt Stöðunum. Þriðja stefnan er sú, að allt héraðið milli Vaðlaheiðar og Reykjaheiðar byggi verulega stórt og vandað héraðsheimili til félags- og menningarnota, en hvert hreppsfélag hefði þá lítið funda- og samkomuhús fyrir sig. Þessi þriðja stefna var vakin á fundi Bændafélagsins í haust og borin fram^af Þrándi Indriða- syni á Aðalbóli. Á þessum bænda fundi virtist þessi tillaga hafa mjög mikið fylgi og var nefnd kosin til undirbúnings í málinu. Nú íeika um ykkur haustvind- ar og bæta afkomuna? Já, rétt er það, sggir hinn aldni bóndi hýr á svip, og ég heldþetta séu þeir jafnhlýjustu haustmán- uðir, sept., okt., og nóv., sem eg man eftir. Heyfengur varð í minna lagi í sumar og þó munar meira á því, miðað við það, sem oft er, að heyfirningar urðu eng- ar teljandi í vor. Fénu fækkar no’kkuð í sveitunum að þessu sinni. En mikið fóður hefui' spar- azt. Til dæmis voru nautgripir á beit fram til veturnótta og féð iiggur ennþá víða úti og íer vel með sig. — Aldr- ei hefur verið frost í jörðu, sem staðið hefur deginum lengur, svo að hægt hefur vei'ið að vinna að byggingum og' jarðrækt, sem um hásumar væri. Til dæmis' er dag hvern verið að vinna með jarð- ýtum og skurðgröfu, jafnvel dag og nótt. Féð var víðast hvar heldur rýrara en í fyrra. Orsakir þess voru fyrst vorkuldarnir og hve seint greri og síðan hin kalda tíð í ágúst. Hvernig finnst þér að búa núna? Ágætt, miðað við það sem áður vai', til dæmis í mínu ungdæmi. Þá var bæði tíðarfai'ið verra og tæknin öll minni. Allt varð að vinna með höndum og hesturn, þó með litlum tækjum og kunn- áttu. Smám saman þokaðist þetta í áttina og störfin ui'ðu léttari en afköstin margföld. Bóndinn er þó ennþá hvern dag ársins bundinn skyldustörf- unum, þótt tæknin hafi aukizt? Já, en þau gefa meira í aðra hönd, og nú getur bóndinn veitt séi' margs konar lífsþægindi, sem áður var útilokað. Eitt má þó aldrei skorta: Vakandi alúð að rækta hvern blett á réttan hátt, svo að hann gefi sem mest af sér og kvikfénað allan til hámarksaf- urða. Ennþá vei'ður bóndinn að vera vakandi og eiga allt sitt undir sól Með blóm í liöndum Þriðja desember voru ane- mónur enn blómstrandi í Lysti- garðinum á Akureyri. Þann dag gekk á með hríðaréljum. Lysti- garðsstjórinn, Jón Rögnvaldsson, sýndi fréttamönnum nokkur spellvirki, er framin höfðu verið í garðinum þá undanfarið. Nokk- ur tré höfðu verið skemmd og greinar brotnar af öðrum. Von- andi sjá menn sóma sinn í því eftirleiðis, að valda ekki spjöll- um á jafn fögrum stað. Það vakti nokkra undrun vegfarenda, þeg- ar fréttamenn komu úr ferð þessari með blómvendi í hönd- um.Og anmemónururnar breiddu út blóm sín þegar inn kom. og regni, frosti óg snjó, án þess að bú hans brenni eða kali, segir Jón að lokum. Síðan var tekið upp léttara hjal og eg gleymdi að skrifa. En það einkenndist ekki af neinum kveinstöfum hjá bóndanum í Yztafelli, svo sem títt er hjá ýmsum þeim, sem halda, að þeir geri stétt sinni óleik í baráttunni um daglegt brauð, ef þeir viður- kenna opinberlega að þeir hafi sæmileg'a til hnífs og skeiðar. Á það raunar ekki fremur við um eina stétt eða aðra. Blaðið þakkar svörin og samtalið allt. E. D. Kristinn Lórenzson, Stefán Árnason, Jón Gíslason. Knútur Val- . niundsson og Róbert Árnason. Sigorsæl róorarsvei! frá Piltarnir úr róðrarsveit Æsknlýðsfélags Akui eyrarkirk ju unnu íslandsmótið í sumar Um miðjan ágúst í sumar var haldið íslandsmót í róðri. ICepp- endur vöru aðeins tvéir: Sveit úr Róðrai'félagi Reykjavíkur og önnur frá róðrarklúbb ÆFAK. Keppt vai' á þremur vegalengd- um og sigraði Akureyrarsveit- in í þeim öllum og hlaut verð- launabikar Róðrarsveitin frá Akureyri var þannig skipuð: Gísli Kr. Lórenz- (Framhald af 1. síðu.) LAUSNÁRBEIÐNIN VAR ÓHJÁKVÆMILEG. Síðan frestuninni var hafnað og vísitöluhækkunin gekk í gildi, hefur verið reynt að ná sam- komulagi um málið innan ríkis- stjórngrinnar, en án árangurs. — Það hefði verið algert óráð og ábyrgðarleysi, ef ríkisstjórnin hefði ekki beðizt lausnar undir þessum kringumstæðum. Það, sem öllu veldur um það, að þannig hefur farið, er afstaða forkólfa Sósíalistaflokksins, sem nú í'áða orðið lögum og lofum innan Alþýðubandalagsins, svo að það er raunar ckki lengur annað en nafnið cit. Þeir höfnuðu tillögum Framsóknarflokksins og son, stýrimaður, Knútur Val- mundsson, Stefán Árnason, Ró- bei't Ái-nason og Jón Gíslason. En þessi róðrarsveit hefur áður ver- ið sigursæl, sigraði til dæmis á fyrsta drengjamótinu, sem haldið var í þessari íþróttagrein hér á landi. Einnig sigraði hún íslands- meistarana árið 1957 í keppni, sem fram fór hér á sjómannadag- inn. bentu ekki á annað en óraun- hæft skrum í staðinn. Þeir vildu ekki veita hinn umbcðna frest. Þeir réðu mestu eða raunar öllu um hina óraunhæfu afstöðu Al- þýðubandalagsins. Frá hendi Alþýðuflokksins hafa ekki komið fram tillögur fyrr en nú eftir flokksþing hans, en þar var samþykkt ályktun, sem að verulegu leyti nálgaðist sjónar- mið Framsóknarflokksins, t. d. varðandi eftirgjöf launþega og bænda á einhverjum hluta vísi- töluhækkunarinnai'. Kommún- istar hafa hins vegar aldrei vilj- að ljá máls á slíku og haldið sig við hinar óraunhæfu skrumtil- lögur sínar. Þess vegna er stjórnin fallin. Síðastl. fimmtudag var kapp- í'óðrarmönnunum haldið samsæti af félögum sínum og fór það fram í kirkjukapellunni. Þar sagði Gísli Kr. Lórenzson frá förinni suður og keppninni, en formaður aðalfélagsins þakkaði þeim góða frammistöðu á mótinu. Kappróðrar eru lítt í tízku, enn sem komið er. Sennilega er of stutt liðið, síðan menn notuðu árina í alvöru við alla sjósókn hér á landi, og gleðja sig fremur af því að vera lausir við róður- inn en að taka hann upp að nýju, sem íþróttagrein. Róðrarsveitin á tvo kappróðr- arbáta. Enn vantar reglur um gerð kappróðrarbátanna, sem notaðir eru í opinberri keppni hér á landi. Jólatrén eru komin Eins og að undanförnu eru flutt inn frá Danmörku jólatré og grenigreinar á vegurn Land- græðslusjóðs. Til Akureyrar 'er nú væntanleg með ,,Heklu“ sending af jólatrjám og greinum. Verður það aðallega selt á veg- um Skógræktarfélags Eyfirðinga. Mun félagið hefja sölu á því um miðja næstu viku. DAGUR kemur næst út miðvikudag- inn 10. deseniber. — Aug- lýsingum sé skilað fyrir kj. 2 á þriðjudag. - Ríkisstjórnin baðst lausnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.