Dagur - 11.12.1958, Page 1

Dagur - 11.12.1958, Page 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út laugar- daginn 13. desember. XLI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 11. desember 1958 62. tbl. Tillögur Sjálfslæðisfl. í kjördæmamálinu Sigurvegararnir í skákkeppni UMSE, 4 aðalmenn og 3 varamenn. Frá vinstri: Ingimar Friðfinnsson, Ari Friðfinnsson, Sturla Eiðsson, Ármann Biíason, Friðfinnur Friðfinnsson, Búi Guðmundsson og Guðmundur Eiðsson. — (Ljósmynd: V. G.). Skákmóti U.M.S. E. lokið Ungmennafélag Skriðuiirepps varð sigursælast Undanfarnar vikur hefur stað- ið yfir skákkeppni innan Ung- mennasambands Eyjafjarðar og hófst það 30. október. Tefldar voru 9 umferðir og fór keppnin fram í sveitunum til skiptis. Tíu 4 manna sveitir tóku þátt í þessari keppni. Mótstjóri var Albert Sigurðsson. Ungmennafélögin tóku ágæta vel ó mó_ti keppendunum og voru þessi skákkvöld mjög ánægjuleg. Keppendur voru á ýmsum aldri, allt frá fermingu og að sextugsaldri. Keppt var um hið fagra skákborð, sem Jón Stef- ónsson á Dalvík gaf til þessa og nú var keppt um í þi-iðja sinn. Ungmennafél. Svarfdæla varð eigurvegari í fyrsta sinn. Næsta ár UMF Skriðuhrepps og einnig nú, í nýafstaðinni keppni. Sveit. TJMF SkriðuhrepDS var skipuð þessum mönnum: Guðm. Eiðsson, Ármann Búason, Ari Friðfinnsson og Ingimar Frið- finnsson. Sveitin hlaut 3OV2 vinning af 36 mögulegum. Um 50 manns tóku þátt í þessari íþróttagrein. Urslitin í hinu nýafstaðna skákmóti UMSE urðu sem hér segir: 1. Sveit UMF Skriðuhrepps 30% vinning. 2. A-sveit UMF Svarfdæla 28V2 vinning. 3. UMF Möðruvallasóknar 22Va vinning. Ákureyrarfogarar Kaldbakur fiskar á heimamið- um fyrir Þýzkalandsmarkað. Svalbakur seldi í Cauxhaven 180 tonn fyrir 146 þús. mörk. Harðbakur er á heimleið af Ritumiður með fullfermi af karfa. Kemur væntanlega á sunnudaginn. Slélbakur er á heimamiðum og mun leggaj afla sinn upp hér á Akureyri. 4. Ársól og Árroðinn 19 Vi v. 5. UMF Saurbæjarhr. og Dal- búinn 17 vinninga. 6. UMF Framtíðin 16 vinninga. 7. B-sveit UMF Svarfdæla 13% vinning. 8. UMF Æskan 11% vinning. 9. —10. UMF Dagsbrún 10 9.10. UMF Öxndæla 10% v. 9.—10. UMF Dagsbrún 10% v. Verðlaun hlutu þeir, sem hæsta vinningatölu höfðu á hverju borði. Á 1. borði Guðm. Eiðsson 88,8% vinninga. Á 2. borði Ármann Búason 83,3% vinninga. Á 3. borði Bergur Lárusson 87,5% vinninga. Á 4. borði Jón Stefánsson 77,7% vinninga. Unglingaverðlaun hlaut Jó- hann Páll Árnason. Nú hafa ungmennafélagar í sýslunni keppt við Akureyringa á 50 borðum. Lauk þeirri keppni með sigri Ak 30:20. íslenzkir froskmenn Á laugardaginn útskrifuðust tveir nýjir froskmenn er höfðu lært hjá Guðmundi Guðjónssyni, sem fyrstur íslendinga lærði ficskmannsköfun árið 1953 úti í Danmörku. Námið stóð yfir í mánaðartíma og lauk með köfun úti í Faxaflóa. Sjálfur kafaði Guðmundur þar 41 meter, og er það mesta dýpi, sem froskmaður hefur farið. Síðan fóru nemend- urnir og köfuðu 12 metra. Nýju froskmennirnir heita Sveinbjörn Finnsson og ÞrösturSigtryggsson og eru báðir stýrimenn hjá Landhelgisgæzlunni. Gömlu kjördæmin verði lögð niður Eins og áður hefur verið sagt frá, sneri formaður Sjálf- stæðisflokksins sér til Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins síðastl. föstudag og óskaði eftir að þessir flokkar tilnefndu full- trúa, er ræddu um kjördæma- málið á breiðum grundvelli við fulltrúa frá Sjálfstæðisflokknum. Viðræður hófust svo milli þess- ara flokka um helgina og hafa haldið áfram látlaust síðan. Á fundum þessum hefur Sjálf- stæðisflokkurinn lagt fram til- lögur, sem eru í aðalatriðum á þessa leið: Vöntun á byggingarefni í Evrópu 1 næstum öllum löndum Vest- ur-Evrópu var nægilegt bygg- ingarefni fyrir hendi árið 1957 til óhindraðra framkvæmda á fyrir- ætluðum byggingum. En vöntun á byggingarefnum tafði fyrir byggingaráætlunum í Austur- og Suður- Evrópulöndunum. — Frá Glerárskóla Hinn 3. des. sl. var foreldra- fundur í Glerárskóla. Kennsla féll niður frá hádegi og voru kennarar til viðtals frá klukkan 1. Þrótt fyrir óhagstætt veðui', mættu allmargar mæður ogstóðu viðræður til kl. hálf sex. Voru allir ánægðir yfir að hafa átt þess kost að hittast og ræða málefni skólans. Kennarar Glerárskóla eru þakklátir þeim, sem komu, og telja þeir það mikils virði fyr- ir starf skólans, að slík samtöl fari fram og hafa því í huga að boða síðar á vetrinum til annaars foreldradags. Fyrsta vetrarveðrið á Norðurlandi Samgöngur enn greiðar á f jölförnustu leiðunum Á sunnudagskvöldið tók að snjóa og kom nokkurt föl víða á Norðurlandi þá um nóttina og næstu daga. Var það vonum seinna að vetur konungur kveddi dyra með snjó og frosti. í gær bætti enn á og var þá komið 12— 14 síiga frost í innsveitum, en minna við sjóinn. Allar leiðir á landi voru opnar í gær, nema Siglul'jarðarska'rð. Leiðin Rvík—Akureyri var snjó- laus að kalla fyrri partinn í gær. og mjög greiðfær, en lítils háttar snjór var þó á Oxnadalsheiðinni og í Oxnadal framanverðum. Vaðlaheiði var fær í gær, en nókkurn snjó hafði sett að Fnjóskárbrú og í Vaðlaheiðina austanverða. Fram á síðustu helgi var jörð þýð og snjólaus með öllu. Verðhækkun byggingarkostnaðar hélt áfram í næstum öllum þeim löndum, sem skýrsla ECE nær yfir. í flestum landanna hækk- uðu vinnulaunin tiltölulega meira en verð á efni, en í mörg- um fylgdi samtímis aukin fram- leiðsla í kjölfar launahækkan- anna. Skýrsla sú, sem hér hefur ver- ið vitnað í um þróun húsnæðis- bygginga í Evrópu 1957, er byggð á hagfræðilegu efni, sem sum- part er almennt aðgengilegt en sumpart látið í té af stjórnum hinna einstöku landa sérstaklega til afnota í Quarterly Bulletin of Höusing and Building Statistics for Europe“. Ennfr. hafa rík- isstjórnirnar gefið viðbótarupp- lýsingar í skrifum til skrifstofu ECE með sérstöku tilliti til samningu skýslunnar. Álfadans íþróttafélagið Þór hefur ákveð- ið að halda álfadans 4. janúar. — Félagið vill fara þess á leit við þá bæjarbúa, sem vilja losna við timbur, pappakassa eða annað gott í brennu, að snúa sér til Víkings Björnssonar, sem mun sjá um, að þetta eldsneyti verði sótt til þeirra. Framsóknarhúsið í Reykjavík. Öll núverandi kjördæmi verði lögð niðujr, nema Reykjavík. í stað núverandi kjördæma utan Iíeykjavíkur komi sjö kjördæmi, svo að alls verði kjördæmin átta og verða þingmenn þar kjörnir hlutfallskosningum. Kjördæmin ciga að vera þessi: Reykjavík 12 eða 15 þinmenn. Reykjaneskjördæmi (í stað Gull bringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar) 5 þingmenn. Vesturlandskjördæmi (í stað Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu ogDalasýslu) 5 þingmenn. Vestfjarðarkjördæmi (í stað Barðastrandarsýslu, ísafjarð- ar og Strandasýslu) 5 þing- menn. Norðurlandskjördæmi vestanvert (í stað Húnavatnssýslna, Skaga fjarðarsýslu, Siglufjarðar) 5 þingmenn. Norðurlandskjördæmi vestanvert (í stað Eyjafjarðarsýslu, Ak- ureyrar, Þingeyjarsýslna) 6 þingmenn. Austurlandskjördæmi (í stað Múlasýslna, Seyðisfjarðar og Austur-Skaftafellssýslu) 5 þingmenn. Suðurlandskjördæmi (í stað Vestur-Skaftafellssýslu, Rang- árvallasýslu, Árnessýslu, Vest- mannaeyja) 6 þingmenn. Samkvæmt þessu á að kjósa í þessum kjördæmum 49 eða 52 þingmenn. Tala þeirra á að fara eftir því, hvort þingmannatala Reykjavíkur verður ákveðin 12 eða 15. Auk þess eiga að vera 8 eða 11 uppbótarmenn og mun tala þeirra fara eftir því, hvað mai'gir þingmenn Reykjavíkur vei'ða. Alls eiga þingmenn að verða 60 eða 8 fleiri en nú. Þótt formlegar umræður hefj- ist ekki um þetta mál milli áður- nefndra flokka fyrr en nú, hafa leynilegar viðræður lengi átt sér stað milli fulltrúa frá Sjálfstæð- isflokknum og stjórnarandstæð- ingum í Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Er ekki ósenni legt, að það hafi átt sinn þátt í stjórnarslitunum, Það, sem fyrst vekur athygli í cambandi við þessar tillögur, er hið algera blygðunarleysi Sjálfstæðisflokksins, að leggja til, eð öll hin gömlu kjördæmi verði lögð niður, því að megin- þcrri þess fólks, sem kaus haim þar í seinustu kosning- um, mun vissulega hafa gert það í allt annarri trú en þeirri, að þeir væru að fela honuni umbcð til að leggja kjördæmi þeirra niður. Oft hefur Sjálf- stæðisflokkurinn farið aftan að kjósendum sínum, en þó aldrei jafn blygðunarlaust og nú. (Tírninn.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.