Dagur - 11.12.1958, Page 4

Dagur - 11.12.1958, Page 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 11. desembcr 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingast jóri: Þorkell Björnsson Skrifstola í Hafnarstræti 90 — Sínii 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kommúnistar bera ábyrgðina Einn er sá íslenzkur stjórnmálaflokkur og aðeins einn, sem ekki hefur tekið neina aðra afstöðu til efnahagsmálanna síðastliðin tvö og hálft ár en þá, að rífa niður með öllum tiltækum ráðum það, sent vinstri stjórnin býggði upp. Þessi flokkur er stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn. Morgunhlaðið hefur haldið uppi látlausu nöldri urn það síðustu daga, að stjórnin liafi ekki lagt fram ákveðnar tillögur um lausn efnahagsmálanna fyrir Alþingi og jafnvel haft um það stærri orð en venju- lega tíðkast. Sjálfstæðisflokkurinn veit það ósköp vel, að stjórnarflokkarnir höfðu komið sér saman um það við stjórnarmyndunina, að bera eliki fram á Al- þingi mikilsvarðandi mál hver í sínu lagi, svo sem í efnahagsmálum, en ltafa í þess stað nána samvinnu um þau. Af jxessum ástæðum kom mál þetta ekki til kasta Alþingis, eins og Sjálfstæðisflokkurinn þrástag- ast á. Sjálfstæðisílokkurinn gengur frani hjá þessu atriði, eins og það væri ekki til, nema að hann telji samninga einskis virði og að rétt sé, að svíkja gefin loforð. Hins vegar lögðu allir flokkarnir, sem stóðu að ríkisstjórninni fram ákveðnar tillögur í efnahagsmál- um, sem birtar hafa verið í blöðurn og útvarpi, og liggja þær því fyrir til athugunar og umræðu. Það var aðcins einn stjórnmálaflokkur, sem ekki hafði þann háttinn á, og það var Sjálfstæðisflokkurinn. Kemur það mörgum undarlega fyrir sjónir, að ein- mitt þessi flokkur skuli krefjast umræðna um efna- hagsmál á Alþingi. Þeir, sent höfnuðu tilmælum forsætisráðherra um frest til að stöðva verðbólguna, en það voru fyrst og fremst kommúnistar og ihaldsmenn, svo og þeir menn aðrir, sem enn trúa á krónufjöldann, ættu nú að vera farnuir að átta sig á óhappaverki sínu. Þarf ekki annað en benda þeim á samþykktir útvegsmanna og að þeir hafa þegar boðað stöðvun bátaflotans um áramótin, nema þá að gerðar hafi verið viðeigandi ráðstafanir til að tryggja reksturinn á næsta ári. Út- vegsmönnum var það vel ljóst, að kaupvísitalan mátti alls ekki fara yfir 185 stig. Geta menn þá gcrt sér í hugarlund, hversu fara muni, þegar vísitalan fer í 250—270 stig. En líklegt er, að hún fari það strax á næsta ári, ef ekki verður að gert. Þetta eina atriði efnahagslífsins er vissulega næg sönnun fyrir því, að það var nauðsyn að stöðva verðbólguna með hverj- um tiltækun ráðurn, sem fyrir hendi voru. Andstæð- ingar Framsóknarflokksins lokuðu öllum leiðum að þessu marki. Ovissan í efnahagsmálunum er mesti voðinn um þessar mundir. Hreinræktaðir kommúnistar álíta réttilega, að efnahagslegt hrun verði vatn á þeirra myllu, og þess vcgna vilja þeir að straumurinn vcrði sent stríðastur, og mun þetta vera afleiðing þess, að Moskvakommúnistar ráða in'x meira í Alþýðu- bandalaginu en fyrr. Óábyrgir braskraar, þar með talinn kjarni Sjálfstæðisfíokksins, mun ef til vill ennþá trúa því, að Jxeir geti dansað ofan á myllu- steinum Moskvukvarnarinnar. Foringjar íhaldsins og kommúnista, þeir Ólafur Thors og Einar Olgeirsson, liafa lengi nuddað saman nefjum og ált mörg launmál saman. Þeir hafa haldið dyggílega saman í andstöðunni við vinstri stjórnina, og nú mun þá dreyma stóra draurna um nýtt valda- skcið. En undarlega ber það að. Blöð þessara flokka túlka engan sameiginlegan grundvöll í cfnahagsmál- um, og þar er ihaldið alveg jafn botnlaust og fyrr. En blöðin leggja aftur á móti ofur- kapp á breytingu á kjördæmaskip- uninni, og eru foringjarnir að reyna að fóta sig á því tnáli á leið sinni i ráðherrastólana. Af íhaldinu var aldrei við miklu að búast samkvæmt reynslu undan- farandi ára. En með þvi framferði sínu að fella ríkisstjórnina, liafa nú kominúnistar lileypt af stað nýju dýrtíðarflóði og stefnt atvinnuör- yggi alþýðustéttanna í kaupstöðun- um og annars staðar í landinu í hinn mesta voða. Enn hafa blaðinu borizt nokk- ur bréf í Fokdreifaþáttinn. „X“ skrifar á þessa leið: „TALIÐ ER LÍKLEGT, að fiokkarnir þrír, Sjálfstæðisfl., Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, ef um semst með þeim um stjórnarmyndun, muni breyta kjördæmaskipuninni þannig, að völd dreifbýlsins minnki á Al- þingi en vald Reykjavíkur vaxi að sama skapi. Þetta er málið, sem þeim finnst nauðsynlegast þjóðinni eins og sakir standa — ekki dýrtíðarskrúfan, ekki at- vinnustöðvunin, sem við blasir af hennar völdum. Finnst þér ekki, lesandi góður, að kjördæmabreyting sé nú nauð synlegust af öllu fyrir þjóðina? Ef þú hefur lesið blöð áður- nefndra flokka nú hina síðustu daga, þá hlýtur þú að vita, að allir vilja þeir gjarnan bjai-ga þjóðinni, og þeir hafa ráðið handbært: Aukið vald mann- fjöldans á Seltjarnarnesi en minna vald hinna, sem annars staðar búa. Finnur þú ekki sárt til þess — eins og þeir — hve lít- il áhrif Reykjavík hefur á gang mála á landi hér? Jú, auðvitað geiár þú það. Þú átt kannski þess kost áður en langt líður að að- stoða með atkvæði þínu þessa þjóðhollu bax-áttu Reykvíking- anna. Hitt skiptir auðvitað minna máli, þót skrúfan haldi áfram, þessi skemmtilega. Það er alls ekki útilokað, að þú þurfir seinna tunnupoka undir kaupið þitt. Kjördæmamálið er auðvitað eina úrræðið í efnahagsmálun- um. — X.“ Á hið sama eftir að gerast á íslandi? í 30. tölublaði „Hjemmet" í ár skrifar danski rithöfundurinn Harald Stubman grein, sem hann nefnir „Á verði við arnarhreiðr- ið“. Þar segir svo: „Nú eru aðeins fá þúsund haf- arna til á jarðhnetti okkar. Dag- ar þessarar tignarlegu fuglateg- undar eru brátt taldir. Það er því engin furða, þótt við Danir gæt- um vel arnarhreiðursins í Suður Sjálandi. Við staðgi'einum ekki hreiðrið nánar, og þess er strang- lega gætt af lögreglunni, svo að enginn óviðkomandi fari inn fyrir girðinguna, sem reist hefur verið um svæðið í kringum hreiðrið. Við, sem stöndum vörð um hreiðrið, göngum með leyfisbréf upp á vasann, um, að við megum vísa öllum óviðkomandi burt.“ Rithöfundurinn annaðist þessa varðstöðu sumarið 1957. Árið 1906 var talið, að hafernir hafi síðast verpt í Danmörku, en sá gleðilegi atburður gerðist 1956, að haförnum tókst undir vernd að klekja út tveimur ungum. — Síðsumars hvarf karlörninn. — Sumarið 1957 kom ekkjan aftur á svipaðar slóðir og hafði með sér ungan örn. Þau byggðu hreiður, Dönum til mikillar ánægju. Þeg- ar egg voru komin í hreiðrið, urðu Danir mjög ánægðir — en karlörninn hvarf og kvenörnin hætti að sitja á eggjunum, svo að danskir hafarnarungar sáu ekki dagsins Ijós. í ár hefur ekkjan verpt, en eggin reyndust ófrjóvguð. Grein sína endar H. Stubman þannig: „Framtíðin mun sýna okkur, hvort assa verður áfram ekkja eða hvort seinni maki hennar snýr heim aftur. Framtíð arnarins er háð því að okkur takizt að verja hann. Með þeirri ósk í huga var greinin rituð.“ Hér á landi virðist vera að gerast sama sagan og í Dan- mörku 1906 — og ef áframhald verður á eitrun og áreitni við ís- lenzka örninn, þá verðum við kannski fljótlega vitni að því, að íslenzki örninn njóti lögreglu- verndar á varpstöðvum eins og í Danmörku, ef Alþingi, ríkisstjórn náttúruverndarráð réynist hafa nægan skilning á verndun ís- lenzkrar náttúru. — Þ. E. (Dýraverndarinn.) Útlit fyiir góða upp- skeru 1958-1959 Uppskeran í heiminum upp- skeruhaustið 1958—1959 ætti að verða með betra móti og mun betri en í fyrra, segja landbúnað- arsérfræðingar FAO. Framkvæmdaráð Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, en í því eiga sæti 24 fulltrúar, kom nýlega saman á fund í Rómaborg, þar sem þessi mál voru meðal annars rædd. Á fundinum ríkti sem sagt almenn bjartsýni um uppskeruhorfur, þar sem veður hefui' verið hag- stætt. Einkum er búizt við mik- illi kornuppskeru í ár. Fregnir frá stærstu kornrækt- arlöndum heimsins: Bandaríkj- ixnum, Sovétríkjunum og Kína (meginlandið) herma, að upp- skeran verði mikil í ár, komi ekki neitt óvænt fyrir á síðustu stundu. Afleiðing þessa verður vafalaust, að enn bætist við kornfyi'ningar í heiminum, sem voru álitlegar fyrir. Kaffiuppskeran ætti einnig að reynast góð í ár og í Evrópu er reiknað með aukinni kjötfram- leiðslu, mjólkurafurðum, eggja-, blóma- og ávaxtaframleiðslu. Eréfasamband. Bandarísk stúlka óskar eftir að komast íbréfasam- band við einhverjar íslenzkar stúlkui' eða konui'. Nafn hennar og heimilisfang: Virginia Smith, Box 1213, State St. Station, Huntington Park, California, U. S. A. ÞANKAR 06 ÞÝÐiNGAR Fólk, sem ætíð er að hugsa um heilsu sína, er eins og nirflarnir, sem eru alltaf að raka saman fé, sem þeir hafa aldrei neinn hug til þess að eyða. — Sterne. -----o------ Það er allt í lagi þar, sem blöðin eru frjáls og allir læsir. — Jefferson. Sönnustu hlutar blaðanna eru auglýsingarnar. — Jefferson. -----o------ Bágt á sá, sem hefur ekki verið skáld a. m. k. einu sinni á ævinni. — Lamartine. -----o------ En hve stjórnmálin hafa lítil siðferðileg áhrif á þjóðina. Ein góð bók hefur miklu meiri áhrif á fólkið. — Gladstone. ■ -----o------ Heiðarlegur stjórnmálamaður er sá, sem skiptir ekki um eiganda, eftir að haía einu sinni verið keyptur. — Cameron. -----o------ „Er þessi háskólaganga sonar þíns til nokkurs gagns, heldurðu?‘ „Jú, vissulega. Móðir hans er hætt að gorta af honum.“ -----o------ Frelsi, sem ekki er frelsi til að láta sér skjátlast, er einskis nýtt. — Gandhi. -----o------ Enginn vitringur óskaði þess nokkum tíma, að hann væri orðiim yngri. — Swift. -----o------ Löng ræða, lítil áhrif. -----o------ Drcngurinn: Pabbi sendi mig og bað mig að spyrja, hvort þú vildir gjöra gvo vel að lána sér tappatogara sem snöggvast. Nágranninn: Sjálfsagt, góði. Þér er óhætt að fara. Eg skal koma með hann. -----o------ . Störf kvenna innanhúss eru críiðari en sum karl- mannsstörf. Áheit á Dalvíkurkirkjii 1958 Þóra Jóhannesdóttir 100 kr. — Gunnar Kristins- son 200 kr. — Lárus Frímannsson 150 kr. — Krist- ján Jónsson, Sólheimum, 200 kr. — Jón Arngríms- son 400 kr. — Hallgrímur Einarsson 200 kr. — Ragnar Guðmundsson 100 kr. — Sveinn Frið- björnsson 500 kr. — Svanbjörg Jónsdóttir 100 kr. — Jón Stefánsson, Hvoli, 400 kr. — Stefán Jónsson, FIvoli, 500 kr. — Petrína Jónsdóttir 200 kr. — Rúnar Þorleifsson 200 kr. — Bergljót Loftsdóttir 300 kr. — Sigurður Jóhannesson 500 kr. — S. S. S. 250 kr. — Ingibjörg Jóhannesdóttir 250 kr. — Ragna Jónsdóttir 100 kr. — Baldvina Jóhannsdótt- ir 200 kr. — Guðrún Júlíusdóttir 50 kr. — S. J. 50 kr. — Albína Bergsdóttir 200 kr. — Ásta Svein- björnsdóttir 100 kr. — Halldór Sigurðsson 300 kr. — Steingrímur Jónsson 100 kr. — Anna Gunn- laugsdóttir 50 kr. — Þorláksína Valdemarsdóttir 100 kr. — Sigui'laug Sölvadóttir 100 kr. — Árni Arngrímsson 100 kr. — Anna Stefánsdótir, Brúar- landi 100 kr. — Jóhanna Þorleifsdóttir 500 kr. — Friðleifur Sigurðsson 400 kr. — Stefanía Jónsdótt- ir 300 kr. — Arngrímur Arngrímsson 1000 kr. — Ónefndur 2000 kr. — Beztu þakkir. Stefán J. T. Traustason. Auglýsið í DEGI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.