Dagur - 11.12.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 11.12.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 11. desember 1958 D AGUR Lengi er barnaskólana á fslandi búið tilfinnanlega að vanta námsbókarhefti í framhaldi af íslandssögu Jónasar Jónssonar (sem endar við þjóðhátíðina 1874). Vanzalaust getur ekki tal- izt, að slíkt skyldi dregið langt fram yfir hinn sögulega viðburð 1944, er lýðveldið var stofnað. — Hefur sögukennslan fyrir þetta nýjasta tímabil íslandssögunnar áreiðanlega orðið mun lakari í ýmsum efnum, heldur en skyldi, þó að vitað sé um marga kenn- ara, er hafa sjálfir gert sér upp- kast að slíkri sögu og fjölritað það handa nemendum sínum, því að enginn áhugasamur sögu- kennari hefur getað annað, en bætt miklu við námsbókina, þó að flestir muni hafa gert það munnlega. Nú er úr þessu bætt að nokkru með fslands sögu Þorsteins M. Jónssonar, fyrrv. skólastjóra, er út kom hjá Ríkisútgáfu náms- bóka á sl. hausti. Þetta er lítil bók, aðeins um 50 lesmálssíður, en prýdd 55 myndum, og öll mjög snoturlega úr garði gerð. — Getur höfundur þess í eftirmála, að sér hafi verið markaður þröngur bás með stærð heftisins, en gefur jafnframt í skyn, að því muni valda, að þann hátt eigi nú að taka upp, um gerð námsbóka, í& hafa þær stuttar og efnið sam- anþjappað, en gefa jafnframt út hliðstæð leshefti um sama efni, er verði skemmtilegri aflestrar. Munu menn vafalaust deila um þá stefnu í námsbókagerð, en ástæðu tel eg til að álíta hana timabæra og heppilega. Hún krefst aðeins mikillar útgáfu á fáum árum, ef vel á að vera. Sé þessi stefna hér með upp tekin, mun mega vænta fyrr en seinna fjölbreyttra og skemmtilegra les- hefta úr seinni tíma sögu þjóð- arinnar o. fl. Er það mikið til- hlökkunarefni. Þessi litla bók er full af fróð- leik um nýjasta og skemmtileg- asta tímabil íslandssögunnar, og er nærri ótrúlega miklu efni fyr- ir komið á svo fáum blaðsíðum. Þetta verður svo auðvitað til þess, að frásögn öll er stuttara- leg, jafnvel aðeins drepið á stóra viðburði og merkismenn. Aðal- kaflarnir eru fjórir, en hefðu þurft að vera a. m. k. fimm (siá síðar), og er efninu mest öllu skipt á milli kaflanna, í tímaröð fyrir hvern þeirra. Reynt er eftir mætti að drepa jöfnuni höndum á athafnalíf og menningarstarfsemi, stórviðburði af náttúrunnar völdum og þá heimsviðburði, er skarpast hafa gripið inn í sögu okkar á þessu skeiði. Hefur þar margt vel tekizt. Harðast virðast skáldin verða úti, enda hefur þar verið úr svo miklu að velja, að illt hefur verið við að fást. Sum fá ekki nema rúmlega eina línu, og önnur enga. Furðar mig, að skáldkonan Hulda skyldi alveg verða út undan, og einnig Guð- mundur á Sandi. Sjálfur hefði eg líka kosið Valdemar Briem og Pál J. Árdal, — en um slíkt má endalaust deila. Fyrirsagnir aðalkaflanna eru ekki skemmtilegar, þó að þær séu í mesta máta rökréttar og Ný námsbók: Islands sag eftir Þorstein M. Jónsson eðlilegar, eftir röðun efnisins. En 22ja og 23ja stafa orð eins og Landshöfðingjatímabilið og Heimastjórnartímabilið, eru óheppileg, því að fleiri koma tii með að nota þessa bók, en flug- læsir eru orðnir. Nafnið Andóf hefði ekki lýst lakar hinu fyrr- nefnda, og Heimastjórn hefði vérið nóg fyrir seinna tímabilið. Þriðji kaflinn átti aðeins að heita Fullveldi, og svo hefði fjórði kafli átt að hefjast með heilsýðu- myndinni á bls. 53, og heita Lýð- veldi. Gat sú fyrirsögn farið vel efst í myndinni. Það er galli á bókinni, að hún skuli ekki ná al- veg út til yfirstandandi árs. Eg tel, að því ætti hiklaust að breyta við næstu prentun, eins og fleiru, sem síðar mun nefnt verða. Annáls-snið það, sem er á bók- inni, er erfitt að sakast um, úr því að efninu er skipað niður í svona kafla og rás stærstu at- burða látin móta allt snið aðal- hluta bókarinnar. Fyrir það kubbast auðvitað margt sundur, sem saman á, og finnst mér þó að stundum hefði mátt komast hjá þeirri meðferð á efninu. Eg nefni sem dæmi, að á þrem stöðum er sagt frá fólksfjölda hér á landi, og tölurnar „látnar tala". Þær ganga nú misvel í blessuð böi'nin, ekki síður en marga fullorðna, og því verr, sem slíkt efni er meira sundur slitið. I þetta yfirlit vant- ar fyrst og fremst nýjustu tölur, og svo hefði verið mun heppi- legra, að koma þessu fyrir á einn stað (aftast), og sýna breyting- arnar jafnframt í línuriti. Talna- klausurnar eru líflitlar, og torsótt námsefni, enda ekkert algengara en að slíkt sé útfært „skema- tiskt", t. d. í ei'lendum námsbók- um. Einkennilegt er, hvernig mynd- unum er fyrir komið, einkum mannamyndunum. Þeim virðist raðað af handahófi, mörgum. En til þess að myndir komi að góðu gagni, einkum fyrir börn, er áríðandi, að þær séu felldar inn í lesmálið af mikilli nákvæmni. — Hér virðist það hafa verið eitt- hvert kappsmál, að koma þrem jaiínstórum mannamyndum fyr- ir efst á blaðsíðunum, svo lengi sem þrjár jafnstórar fyrirfund- ust. Þetta er vitanlega fráleitt, og verður að ráða bót á því, strax og unnt er. Til að nefna dæmi má benda á, að mynd af Torfa frá Ólafsdal er á bls. 20, en lesmálið um hann 7 síðum framar. Um Thor Jensen er kafli á bls. 27, en myndin 3 síðum aftar. Á Hall- grím Kristinsson er minnzt á bls. 46—7, en mynd hans 16 síðum framar. Stjórnmálaflokkar og stjórn- málamenn skipa helzti mikið rúm í þessari barnabók. Lakastar eru blaðsíðurnar 40—42. Grein- arnar um fhaldsflokkinn og stjórnmálaflokka 1930 mættu hverfa, og hálf blaðsíða um nú- lifandi stjórnmálaforingja hefði j betur verði til annars notuð. Með fullri virðingu fyrir persónum þeirra manna, tel eg allsendis óviðeigandi að ritað sé um þá í námsbók barna. Jónas Jónsson hefur þar nokkra sérstöðu, en viðkunnanlegra hefði mér þótt, að þess hefði verið getið, að hann samdi námsbækur fyrir barna- skóla og hluta af fslendingasögu Menningarsjóðs, heldur en að hann hefði ritað í pólitíska blaðið Tímann og ráðið fyrir Fram- sóknarflokknum. — Sjálfsagt var að hafa smákafla um Ásgeir Ás- geirsson, en alls ekki á þessum stað í bókinni. Hann átti að vera aftast í kafla um lýðveldið, mynd af honum þar, og önnur af Bessastöðum. Stjórnmál samtímans eiga naumast heima í námsbókum fullorðinna, hvað þá barna, og sé um þau fjallað í skólum, verða þau að vera ópersónuleg, þ. e. um stefnurnar, ekki mennina. Hlut- laus uppfræðsla um stjórnmál er nauðsynleg í unglinga- og fram- haldsskólum, en hún er vanda- söm. Sambandslagamálið hefði ekki þurft þrjár blaðsíður í bók sem þessari. Að vísu er þar með talin hálfrar síðu mynd, sem líka var hægt að vera án. En þar vantar litprentaða fánamynd, og helzt tvær, því að svo snar var þáttur Hvítbláins í sögu fánamálsins, að vel hefði sómt að birta mynd af honum á sömu blaðsíðu (en minni hefði hún gjarnan mátt vera). í væntanlegu leshefti má ekki vanta hrífandi sögur af bar- áttunni fyrir fánanum, fsem á þeim árum var alltaf Hvítbláinn). Um það mál er reyndar til ritl- ingur eftir Jón Emil Guðjónsson, framkvæmdastjóra, er vel gæti komið inn í væntanlegan les- heftaflokk. Heyrt hef eg menn deila um það, hvort ástæða sg til að geta svo rækilega, sem þarna er gert, um baráttuna gegn áfengisbölinu og bindindisfélögin. Þetta tel eg óhjákvæmilegt, svo mjög sem þessi mál hafa verið áberandi í þjóðlífinu, mótað fjölda ágætra manna og markað þýðingarmikil spor. Annálsform bókarinnar veldur því, að sums staðar lendir saman allóskyldum efnum, svo sem á bls. 37—8, þar sem Kötlugosið og Spanska veikin eiga fimm línur inni í kaflanum um fullveldis- málið. Annað aæmi um leiðin- lega efnisröðun má finna á bls. 28 —9, þar sem eru undir einni að- alfyrirsögn og inni í löngum kafla, ásamt mörgu fleiru, smá- greinar um setningu fræðslulaga, Sláturfélag Suðurlands og vatns- veituna í Reykjavík. Þróun iðnaðarins og hinar stór- felldu framkvæmdir á því sviði, eiga of lítið rúm í bókinni. Tvær smágreinar (bls. 29 og 47), sam- tals 8 línur, er hið eina um þau efni, utan þess, sem við kemur sjávarútveginum. Um þetta þyrfti að bæta, nefna a. m. k. Áburðarverksmiðjuna og Se- mentsverksmiðjuna. Síðasti kafli bókarinnar, Nokkr- ir menningarþættir, tekur yfir allt tímabili heftisins, og er að því leyti heillegastur. Þar skjót- ast einstök atriði, sem tilheyra lýðveldistímanum, inn í, — af ofur eðlilegum ástæðum, — þó í ósamræmi sé við ramma bókar- innar. Þar er Laxness búinn að hljóta Nóbelsverðlunin, Einar myndhöggvari og Páll Eggert báðir látnir, o. fl. Þetta minnir á, að bókin verður að ná lengra en til 1944, svo að vel fari á. Aftast í bókinni er atburða- skrá, raðað í tímaröð. Af því að allt efni bókarinnar er í tímaröð, hefði farið vel á- því, að þessum aðalatriðum hefði verið raðað í stafrófsröð, og hver atburður haft sína sérstöku línu. Þar vant- ar tilfinnanlega stofnun Skóg- ræktarfélags fslands, en aftur mættu falla niður stofnár stjórn- málaflokka, ártöl lagasetninga og atriðin um konungkjörna og landkjörna þingmenn og kannski eitthvað fleira, — a. m. k. ef þetta er ætlað til náms. Öðru máli gegndi, ef þessi kafli væri til að slá upp í, sem væri líklega heppilegast, og þá ætti að raða eftir atriðum, en ekki ártólum. Þetta mun líklega þykja nóg, sem komið er af aðfinnslum, enda læt eg þeim nú lokið. Engu að síður tel eg mikinn feng að bók þessari, og eg efast ekki um að hún standi til bóta. Mér er fyllilega ljóst, hvílíkur vandi það er að semja bók, og engin ástæða finnst mér til að ætlast til þess, að hún yrði gallalaus í fyrstu at- rennu. Verst hefur verið að neyðast til þess að stytta full- samið verk um tvo þriðju hluta, eins og höfundurinn mun hafa þurft að gera að síðustu. Þeirrar meðferðar hlýtur bókin að gjalda freklega. Eg vil að lokum benda á, hvernig eg tel að þessi bók muni bezt notast, og hvar eigi að kenna hana. Fyrr en í 13 ára bekkjum barnaskólanna kemur hún ekki til greina, og bezt hæfir hún unglingadeildunum. Vert er að athuga, að þetta hefti er alls ekki beint framhald af íslands- sögu Jónasar, því að hér er um ólíka gerð bókar að ræða, sem verður að nota á allt annan hátt. Bók af þessari gerð hentar ekki vel til fyrirsetningar og yfir- heyrslu, nema þá fyrir mjög þroskaða og ötula nemendur. Til þess er hún allt of samanþjöppuð og þurr. í svona bók á að leita og grúska. Vel hefði mátt hafa aftast í henni safn af verkefnum og spurningum. — Svona bók hæfir vinnubókargerð og frjálslegu, starfrænu sögunámi. Þyrfti að gefa út allar myndirnar sérstak- lega á blöðum, er klippa mætti sundur, nota síðan lausu mynd- irnar til innlímingar í vinnubæk- urnar, og hafa þær helzt miklu íieiri,. en eru í bókinni. Lesheftin, sem gefin verða út til uppfylling- ar, yrðu þá notuð frjálst, jafn- framt íslandssögunni, en hún ein tekin til prófs. Ártölin í henni eru þó mikils til of mörg til þess. Væri rétt að feitletra svo sem 25 af þehn, og leggja ekki áherzlu á fleiri. Þó að eg hafi gerzt alllangorð- ur um það, sem mér þykir miður í bók þessari, leyfi eg mér að vona, að slíkt verði ekki mis- skilið. Hver, sem lengi hefur kennt sögu þióðarinnar, getur ekki verið áhugalaus um gerð og nothæfni jafn langþráðrar bók- ar og þessarar. Eg er þakklátur höfundi og útgefanda fyrir út- gáfu hennar, og eg treysti þeim til að láta ekki staðar numið við hana eins og hún er, og gefa sem fyrst út lesheftin og lausu mynd- irnar. Kennurum mun mega treysta til að taka bókinni vel, þó að þeir kunni sitthvað að geta að gerð hennar fundið. Þannig er jafnan um öll mannanna verk. — Skólarnir eru einni hinni þörf- ustu bók auðugri, en þeir áður voru, og sögukennslan á að geta tekið fjörkipp við tilkomu hennar. J. Ó. Sæmundsson. Til hagyrðinga Nýjar kvöldvökur efna nu til lausavísnasamkeppni, sem stend- ur yfir til 1. maí 1959, og er þá við það miðað, að vísurnar þurfi að hafa borizt til ritsins fyrir þann tíma. Að öðru leyti verður tilhögunin sú, að öllum er heim- ilt að senda vísur í keppnina og eins margar og hver vill. Vísurn- ar verða síðan birtar í Kvöldvök- unum t tölusettar, en eigi getið höfundar fyrst um sinn. í dóm- nefnd verða allir áskrifendur Nýrra kvöldvakna, . þannig, að hver áskrifandi getur sent at- kvæði sitt um það, hvaða tölu- setta vísu hann telur bezta. Er eindregið óskað eftir því, að sem flestir áskrifendur sendi atkvæði sitt. Æskilegast væri, að miði með tölu vísunnar væri hafður í sérstöku, lokuðu umslagi, en nafn sendanda getið á öðru blaði í bréfi til ritsins. Síðar verður tilkynnt, hvenær atkvæði þurfi í síðasta lagi að hafa borizt. Höf- undur vísu þeirrar, er flest at- kvæði fær, fær fyrstu verðlaun 0. s. frv., en alls eru verðlaunin þrenn og sem hér segir: 1. verðlaun: 1000,00 krónur. 2. verðlaun: Allar útgáfubækur Kvöldvökuútgáfunnar 1957 og 1958, svo sem Endurminningar Giglis, Saga Snæbjarnar í Hergilsey og Siglingin til Seg- ulskautsins eftir Amundsen. 3. verðlaun: Fimm ára ókeypis áskrift að Nýjum kvöldvökum, auk allra þeirra eldri árganga, sem til eru heilir hjá útgáf- unni. Utaná.skrift er: Nýjar kvöld- vökur, Vísnaþáttur, pósthólf 253, Akureyri. D A G U-R kemur næst út laugardag- inn 13. desember. AugSýs- ingar þurfa að berast fyrir hádegi á föstudag. Auglýs- ið í tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.