Dagur - 11.12.1958, Side 7

Dagur - 11.12.1958, Side 7
Fimmtudaginn 11. desember 1958 DAGUK 7 Ýmis fíðindi úr nágrannabyggðum Sauðárkróki 2. des. 1958. Einmuna veðurblíða hefur verið hér að undanförnu, svo að fátítt er um þetta leyti árs. Mik- ið hefur þó rignt á köflum og eru vegir orðnir mjög blautir og vaðast upp. Götur hér í bænum eru óvenju leiðar til umferðar vegna rigninganna. Laugai'daginn 22. nóvember gengust Framsóknarfélögin hér í sýslunni fyrir spilakvöldi. Var skemmtun þessi mjög vel sótt. — Ávarp flutti Ágúst Þorvaldsson alþm. Var því vel tekið, enda hið ágætasta. Að því loknu hófst Framsóknarvist, sem spiluð var af miklu kappi, enda til nokkurs að vinna, þar sem að þessu sinni voru veitt þrenn verðlaun í hvor um flokki. I. verðlaun karla, Parkerpenna, hlaut Kristján Sölvason, en I. verðlaun kvenna, ávaxtasett, hlaut Marta Sig- tryggsdóttir. Dansað var svo til kl. 2 um nóttina. Sunnudaginn 23. nóv. var svo haldinn fundur í Framsóknarfé- lagi Sauðárkróks og voru frum- mælendur þeir Ágúst Þorvalds- son, alþm., Kristján Karlsson, skólastjóri, Hólum, og Magnús Gíslason, Frostastöðum. Fundur þessi var vel sóttur og hinn ánægjulegasti og tóku margir til máls. Um síðustu helgi var að venju allmikið um að vera hér, og þó meira en óður. Iðnaðarmanna- félag Sauðárkróks gekkst fyrir skemmtisamkomu um helgina, en það hefur undanfarin ár séð um skemmtanahöld 1. . des. Á laugardag voru gömlu dansarnir í Bifröst. Á sunnudag söng Karlakór Akureyrar í Bifröst við húsfýlli og ágætar undfirtekth' þeirra er sönginn heyrðu. Er mjög ánægjulegt að fá svo ágæt- ar heimsóknir sem þessa. Á mánud., 1. des., voru skemmtanir bæði fyrir börn og fullorðna, og voru þar ýmis atriði til skemmt- unar við hæfi yngri sem eldri, og eins og sjálfsagt þykir, dagurinn endaður með dansleik, sem fjöldi manns sótti. Sauðárkróksbíó sýndi og kvikmyndir báða þessa daga. Lítill fiskur hefur verið hér til vinnslu að undanförnu. Bátarnir fiskað heldur lítið og togarafisk- ur ekki fengist hér á landi und- anfarnar vikur. — G. I. HEÍMA ER BEZT Desemberheíti þessa þjóðlega tímarits kom út 1. des, og ér því eklci á seinni skipunum. Helgi Konráðsson skrifar um síðustu jólin heima, Magnús V. Finnboga son niðurlag greinaflokksins um Hjörleifshöfða, Einar Kristjáns- son smásöguna Kjörgripur, Björn Jóhannsson Sögulegt ferðalag og ritstjórinn greinina Kötlugos. ■ Þá er þáttur æskunnar í sumsjá Stefáns Jónssonar, íþróttaþáttur, framhaldssögurnar, bókaþáttur, getraunir o. fl. — Káputeikningu gerði Kristján Kristjánsson. í lunnum lil sölu. - Verð kr. 3.00 pr. kg. ÚIGERÐARFÉLAG AKUREYRiNGA H.F. Höfðinglegar gjafir til Tjarnarkirkju Á síðastliðnu sumri bárust Tjarnarkirkju í Svarfaðardal höfðinglegar peningagjafir. Þann 15. júlí heimsóttu kirkj- una nokkrir afkomendur og tengdafólk Þórðar heitins Jóns- s^nar frá Steindyrum. Við það tækifæri var kirkjunni afhent að gjöf 5000 krónu ávísun. í bréfi, sem gjöfinni fylgdi, segja gefend- urnir: „Gjöf þessi er gefin í tilefni af 100 ára afmæli föður okkar, til minningar um hann og móður okkar, hjónin Lovísu Guðrúnu Björnsdóttur frá Syðra-Gai'ðs- horni, og Þórð Kristin Jónsson, fyrrum bónda að Steindyrum. — Lovísa Guðrún v.ar fædd áð Syðsta-Samtúni í Glæsibæjar- hreppi 1. nóv. 1862. Hún lézt að Skáldalæk í Svarfaðaraal 9. júní 1906 og hvílir í Vallakirkjugarði. Þórður Kristinn var fæddur að Brautarhóli í Svarfaðardal 15. júlí 1858. Hann lézt á Akureyri 7. okt. 1941 og var jarðsettui' að Tjörn í Svarfaðardal. Um leið og við minnumst for- eldra okkar með virðingU og þökk, óskum við fæðingarsveit okkar, Svarfaðardal, og íbúum hans heilla og blessunar um alla framtíð.“ Um líkt leyti barst kirkjunni önnur gjöf, kr. 800.00, frá Zóphoníasi Júlíussyni á Jarðbrú og konu hans, Sigríði Gísladótt- ur, er andaðist snemma á þessu ári. Gjafir þessar, ásamt öðrum smærri, er kirkjunni hafa borizt á þessu ári, vill sóknarnefnd Tjarnarkirkju þakka hjartanlega fyrir hönd safnaðarins. SjÖTUGUR alldórsson Sfórutjörnum Hinn 20. f. m. átti Kristján Halldórsson, úrsmiður á Stóru- tjörnum í Ljósavatnsskarði, 70 ára afmæli. Þennan dag var vor í lofti og sótti fjölmenni mikið heim að Stórutjörnum, víða að úr sveit og héraði, auk ýmissa góðvina frá Akureyri og Eyjafirði. Kristján er fæddui' á Stóru- tjörnum og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, sem voru gagn- mei'k hjón. Ungur fór Kristján til náms á Akureyri og rak þar úr- smíðaverkstæði um langa stund, en fluttist fyrir nokkrum árum þaðan heim á æskuheimilið, Stórutjarnh', og hefur dvalizt þar síðan, við smíði ýmislegra list- muna. Kvæntur var Kristján Frið- björgu Vigfúsdóttur frá Gull- berastöðum í Borgarfirði, val- kvendi og mikilli glæsikonu, en varð fyrir þeim harmi að missa hana eftir stutta sambúð. Stórutjarnir eru landskunnugt heimili fyrir listiðnað í mörgum myndum. Þar búa nú fjórir bræður og tvær systur. Einn bróðirinn er úra- og klukku- smiður, annar járnsmiður, þriðji trésmiður, fjórði listmálari. Allir eru bræðurnir skurðhagir, svo að af ber, og svo er þeim listaeðli í blóð borið, að mál manna er, að Frá happdrætti Framsóknarfl. Allir Akureyringar, sem feng- ið hafa miða happdrættisins til sölu, eru vinsamlega beðnir að gera skil til Ingvars Gíslasonar fyrir 20. desemher. — Dregið verður um 10 vinninga þann 23. desember. Lei^rétting f síðasta blaði var Sigurður Sveinbjarnarson, höfundur ljóða bókarinnar ,,í dagsins önn“, sagður frá Syðri-Bakka í Hrafna gilshreppi, átti að vera Syðri- Bakka í Arnarneshreppi, sem hér með leiðréttist. Á þessu og fleiri meingeroum „prentvillupúkans“ eru menn beðnir velvirðingar Auglýsið í ÐEGÍ ! 11111 ■ I ■ ■ ■ ■ ■ ■ I ■ ■ Bók fyrir alla röska stráka. DOMUR KÍNVERSKU GULL- Eftir P. F. Westerman | „I.eyndardómur kínversku gullkeranna“ eftir hinn heiinsfræga unglingabókahöfund P. F. Westerman, segir frá ævintýrum og mann- raunum Péturs Annesley í leit að hinum dýr- mætu ættargripum, kínversku gullkerunum. Bókin er 135 bls. Verð kr. 55.00. hver þeirra sem er, gæti stundað allai' þessar listgreinar ef með þyrfti og það hafa sumir þeirra margoft gert. Systurnar báðar eru þekktar hannyrðakonur og hafa gertýmsa hluti'svo vel, að til listmuna má hiklaust telja. Þriðja systirin er látin fyi'ir nokkrum árum og átti hún sinn hlut í listmunasafni þessa merka heimilis. — Stóru- tjarnir eru tvímælalaust eitt sér- stæðasta sveitaheimili á íslandi. Þai' er heimilisiðnaður fjölþætt- ari en á nokkrum öðrum sveita- bæ. Þar er mjög vel hýst. íbúð- arhúsið stórt og glæsilegt. í þessu húsi býr að vísu allmargt fólk, en til viðbótar því hefur gesturinn það á tilíinningunni, að hann sé kominn inn í listasafn, fullt af ótrúlega fagurgerðum munum, listasafn, gert af ís- lenzkum höndum á íslenzkum bóndabæ norður á yztu mörk- um hins byggilega heims. Á þessu myndarlega heimili hefur Kristjáns gætt mjög. Hann er fyrst og fremst kunnur fyrir smíði á stand-klukkum, sem þykja svo mikil snilldarverk, að sótzt hefur verið eftir þeim til tækifærisgjafa, ekki einungis hér um slóðir, heldur einnig til fjarlægra landa. Auk þess er hann auðvitað teiknari og list- málari, þegar á þarf ,að halda o. s. frv. Stórutjarnir hafa skapað sér- stæðan þátt í menningarsögu Þingeyinga. Kristján hefur haft forystu á heimilinu fyrir ýmsra hluta sakir. Hann var elzti bi'óð- irinn og sá eini er hleypti heim- draganum að nokkru ráði og má- ske hefur hann verið gæddur fjölhæfustu listagáfunum. Flonum og heimili hans bárust fjölmörg símskeyti og þakkarorð á af- mælisdaginn. ■ Milli svignandi borða, ríkulegra veitinga, var afmælisbarninu og listamanninum fluttar ræður og kvæði, en sungið á milli. Hófinu var slitið seint að kvöldi og' ómaði þjóðsöngurinn að lokum út í dimmblátt kvöld- húmið — bergmál þeirra þakka og óska, sem bornar voru fram á Stórutjörnum þennan ánægju- lega blíðviðrisdag. B. B. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR I■■■■■■■■■■■11111 KRISTJÁN HALLDÓRSSON, Stórutjörnum, E-jötugur. Traustar varnir ísland á. Old þó gjarnan bíði hnekki, lifir kjarninn stofu og strá — Stórutjarnir gleymast ekki. Fjallahringur ljúflingsljóð löngum syngur, hlustar þjóðin. Kristjáns fiiigur orktu óð, íslendingar fengu ljóðin. Hátt skal metinn, varla veill, Var ei betri snilldar staður. Fagurt setur, sittu heill! sjötíu vetra listamaður. B. B.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.