Dagur - 11.12.1958, Side 8

Dagur - 11.12.1958, Side 8
8 Baguk Fimmtudaginn 11. descmber 1958 Siglingin til segul- skautsins Höf. Roald Amundsen. — Kvöldvökuútgáfan á Ak- ureyri. Þrjátíu ár eru liðin frá hetju- dauða norska heimskautafarans Roald Amundsens. Kvöldvöku- útgáfan minnist þessa með út- gáfu á fyrstu bók hans, Nord- vestpassagen, sem út kom í Osló árið 1908. í íslenzkri þýðingu, sem Jónas Rafnar læknir annast, heitir bókin Siglingin til segul- skautsins. Þetta er 277 blaðsíðna bók, töluvert myndskreyt.t, prentuð í Prentsm. Björns Jóns- sonar og hin eigulegasta. Nafnið Roald Amundsen hefur þann hljóm í eyrum okkar, sem aðeins fylgir þeim frægustu norr ænum hetjum, sem ekki eru at- aðar blóði. Siglingin til segulskautsins segir frá því, hvernig Amundsen og félagar hans á Gjöu sigrast á norðv^sturleiðinni fyrstir manna og staðsetja nyrðra segulskautið. Oll er frásögnin hin skemmtileg- asta, ekki sízt um lífshætti eski- móanna, sem leiðangursmenn verða að taka sér til íyrirmynd- ar á ýmsan hátt til að sigrast á harðri veðráttu og löngun Blaðinu hafa borizt nokkrar bækur frá þessari útgáfu, en hún gefur alls út 20 bækur í ár, þar af 4 félagsbækur fastákveðnar fyrir félagsmenn. Félagsmenn geta auk þess valið 2 af 5 til- greindum bókum og fá þær einn- ig fyrir árgjald sitt. Bækur þær, sem hér liggja fyrir til umsagnar eru: Hestar, Lönd og lýðir. Tvennir tímar, ís- lenzk ljóð, Eyjan góða, Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags og Andvari. Hestar Þessa bók las eg fyrst, og gerði það tvisvar. Hvort tveggja er, að bók þessi er svo falleg að unun er að og hún er fljótlesin. Þetta er ævintýrið um íslenzka hestinn í forkunnarfögrum og sönnum litmyndum, á bezta pappír með texta eftir dr. Brodda Jóhannesson. Þýzka kona, Helga Fjetz, tók myndirnar. Prentun er gerð hjá fyrirtækinu Mandrucck í Mún- chen. Ekki er hægt að gefa les- endum miklar hugmyndir um rnyndirnar. En hér fara á eftir nokkrar setningar úr þessari ævintýra- bók: Það er fágætt, að ævintýi'i séu ijósmynduð, en bók þessi geymir iitmyndir af einu fegursta ævin- týri íslendinga. Engin þjóð af iíkri menningu hefur átt hestinn á sama veg í hversdagsstriti, að mannfagnaði og gleði, til þing- sóknar og menningar, í hrakn- ingum og hörmum og á skilum draums og vöku. Við fórum um hann augum og höndum. Sjón dimmum vetrum. Yfir þessum mikilsverða þætti frásagnarinnar hvílir ævintýraljómi. Höfundur- inn beinir oftast athygli lesand- ans að hinu mikla verkefni ferð- arinnar, eða að félögum sínum og eskimóunum, en stendur sjálfur í skugganum. Við lestur þessarar bókar, sem er full af skemmtilegum og ótrúlegum at- burðum, verður þó þrautseigja og harðfengi hinna norsku vík- inga minnisstæðust. Það er ómaksins vert að taka sér ferð á hendur með Roald Amundsen núna í skammdeginu. Farseðillin er eitt bókarverð. Hetj an eina Norsk verðlaunasaga. Út er komin drengjabókin Hetjan eina, hjá bókaforlaginu Fróða. Hún er eftir norska rit- höfundinn Finn Havrevold, en þýdd af frú Jónínu Steinþórs- dóttui' á Akureyri. Eiríkur Sig- urðsson, skólastjóri Oddeyrar- skólans, ritar formála. Bókin er nær 200 bls., myndskreytt, og með sérlega skýru og fremur stóru letri. Þessi bók hlaut verð- okkar las hvern lit hans og hvern drátt frá brún að flipa. „Oft fórum við einir um veg og óveg, en með hestinum vorum við aldrei einir. Við urðum meira en við sjálfir í samvist hans, líkt og tveir kaflar veldast af dýrum samleik í fögru verki.... Þar sem auðnin og grasbreiðan deila með sér löndum, en lífið á at- hvarf sitt í heimum vilja og sterkum hvötum.... Margur drengur átti tvær miklar vonir: Von í sjálfum sér og von í litlu folaldi.... Hvergi varð metn- aður okkar meiri en á hestbaki. Af elztu sögu um íslenzkar kapp- reiðar má ráða, að eigandanum þótti líf sitt eigi meira vert en dugur hestsins.. .. . Hesturinn glæddi fegurðarskyn okkar í stóðréttinni sem í haganum. Með sauðkindinni og landinu var hann ágætur fóstri og tamdi okkur þolgæði og snarræði, sum- argleði og vetrarþol.” Bók þessi er í senn fögur og snjöll. Skildi nokkur bók gleðja meira unga hestavini? Lönd og lýðir Vestur-Asía og Norður-Afríka. Þetta er 10. bók þessa þekkta bókaflokks og samin af Olafi Ol- afssyni. Bókin hefur að geyma bæði sögulegan og landfi'æðileg- an fróðleik um Afganistan, íran, írak, Sýrland, Libanon, Jórdaníu, Arabíu, ísrael, Egyptaland, Tún- is, Alsír, Marokko og Libýu. — Lönd og lýðir eru myndskreyttar bækur og svo er um þessa, sem er um 270 blaðsíður að stærð og í sama broti og næstu bækur á undan, í þessum bókaflokki. Segja má um þessar bækur, að þær flytji meiri fróðleik um laun N. W. Damm. Er skemmst af að segja, að hér er efni, sem röskir drengir munu hafa gaman af að lesa. Þar segir frá ævintýr- um Eðvarðs, Páls og Sveins og Millu frænku, sem á að gæta drengjanna. Frásögnin er hressileg og skáldleg tilþrif í stíl. Þýðingin virðist góð. Þeir, sem ætla að velja skemmtilega drengjabók nú fyrir jólin, ættu að hafa þessa nýju bók í huga. E. D. Skrudda II PALL SKÁLDI. Kveð- skapur, sagnir og munn- mæli. — Skráð hefur Ragnar Ásgeirsson. — Búnaðarfélag Islands gaf út 1958. Það má segja um Ragnar Ás- geirsson ráðunaut, í góðri merk- ingu, að hann sé ekki allur þar sem hann er séður. Og veit þó hamingjan að hann verkar nota- lega á mann við fyrstu sýn. En fjölhæfni sinni leynii' hann nokkuð og lumar á, því að hann er oft þögull og hlédrægur og fer í hægðum sínum eigin götur. En sá sem tekur hann tali, finnur fljótlega, að ekki er komið að lönd og lýði en aðrar íslenzkar bækur hafa gert um hliðstæð efni. Tvennir tímar Skáldsaga eftir Nóbelsverðlauna- skáldið Knud Hamsun. Bók þessi, sem á frummálinu heitir Börn av Tiden, og margir hafa sjálfsagt lesið, er hér þýdd af Hannesi Sigfússyni. Af merk- um verkum skáldsins hafa þegar komið út í íslenzkri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi: Viktoria, Sultur, Pan og Að haustnóttum. Ýmsum mun því þykja fengur að fá enn eina bók þessa fræga höfundar á íslenzku. Bók þessa samdi hann á efri ár- um. íslenzk ljóð Kvæðin völdu: Guðm. Gíslason Hagalín, Gils Guðmundsson og Þórarinn Guðnason. — í þessari ljóðabók eru kvæði eftir 43 höf- unda og ná yfir tímabilið 1944— 1953. í formála segir, að á þessum árum hafi komið út 178 ljóða- bækur á íslenzku eftir 137 höf- unda á ýmsum aldri Ljóðagerðin á því sjáanlega ríkan þátt í and- legu lífi íslendinga. Þessi ljóða- bók á að vera úrval ljóða frá einum áratug. Valið mun sjálf- sagt hafa verið vandkvæðum bundið. En í heiíd er bókin fork- unnargóð. Andvari og Almanakið Andvari, tímarit hins íslenzka Þjóðvinafélags, flytur m. a. sögu Guðmundar Hannessonar prófes- sors eftir Níels Dungal og Al- manakið er í sama formi og áður. E. D. tómum kofum. Ragnar er nefni- lega stórfróður og á fjölþætta hæfileika. Og vafasamt er, að nokkur núlifandi íslendingur sé jafn kunnugur landi og lýð sem hann. Enda hefur hann um ára- tugi verið á sífelldu ferðalagi um landið þvert og endilangt, milli bæja og byggða, spurull og spjall andi um svo að segja allt milli ihmins og jarðar, og alls staðar, hugsa eg, aufúsugestur. Því að Ragnar á glaðværð til og kímni í rikum mæli og hefur glaðvakandi auga á mörgu því, sem fjöldinn allur lætur sig litlu skipta, þvf hefur hann áreiðanlega vakið. at-. hygli margra á mörgu nytsömu tli uppbyggingar og framfárá,* og þá ekki síður á hinu, sem ekki máti gleymast íslenzkum manni og íslenzkri menningu. Og í því sambandi er mér nú efst í huga hið stórmerka starf, er Ragnar hefur unnið undanfarin ár í öll- um fjórðungum landsins, að söfnun og varðveizlu gamalla muna og minja. Þar kemur hann fram sem hinn glöggskyggni og smekkvísi menningarmaður, sem skilur þýðingu þess fyrir söguleg tengsl og menningarþróun ís- lenzks þjóðlífs, sem farið hefur hamförum úr einum „heimi“ í annan hin síðustu ár, en á eftir að átta sig. Það mátti því kalla bráðanauðsyn að draga nú sem flest saman í mynd hins liðna, til varðveizlu og íhugunar seinni tíma. Mun þetta starf Ragnars Ásgeirssonar síðar meir metið að verðleikum. Einn þáttur í fari R. Á. er hið listræna eðli, er hann á í ríkum mæli. Hann er bráðsnjall teikn- ari og hefur glöggt auga á mynd- list, og er ekki auðkeyptur til fylgis við neitt gutl og gerfi- mennsku, hvorki í þeim efnum né öðrum. Og hann er líka ágæt- ur hagyrðingur, eins og hann á kyn til, þótt lítið hafi hann flíkað því, en hefui' á hinn bóginn hið mesta yndi af vel kveðnum stök- um og kann ódæmin öll af þeim, og geymir margar þeirra í minni sem hina mestu dýrgripi. Mikið hefur Ragnar Ásgeirsson skrifað, eins og allir vita. Fyrst og fremst um sérgrein sína, garð- ræktina, og um fjölda margt annað. Og með bók sinni „Strák- ur“ sýndi hann, hve vel hann kunni að halda á frásögn, svo að hún verði leikandi létt og lifandi. Honum væri sannarlega treyst- andi til að skrifa bækur við hæfi drengja, sem væru í senn lifandi og lærdómsi'íkar. Og það ætti þessi fjölvísi og listfengi reglu- maður að taka sér nú fyrir hendur. Og svo eru það Skruddur Ragnars. Þær eru nú orðnar tvær, og ekki vonlaust um þá þriðju. Sú, sem kom út í fyrra fékk góða dóma og flaug út, svo að færri fengu en vildu. Og nú er hin síðari komin á markaðinn, 26G blaðsíður að stærð í góðu og handhægu broti. Þessi Skrudda ber undirtitil- inn: Páll skáldi. Kveðskapur, sagnir og munnmæli. En á káp- unni sézt presturinn, skáldið og förumaðurinn með stafinn sinn, á leið að sjónum og út til Eyja. Þessum kveðskap, sögusögn- um og munnmælum um Pál skálda hefur Ragnar safnað um fjölda ára meðal fólks, sem ýmist hafði af honum sannar sögur eða höfðu heyrt um hann eitthvað, er munnmæli og þjóðsagan höfðu um hann að segja. Og svo hefur Ragnar margt frá þeim, Hannesi Þorsteinssyni þjóðskjalaverði, dr. Páli Eggert, og ekki sízt frá Þor- steini Erlingssyni. Allir þessir merku menn hafa margt um sr. Pál að segja, auk fjölda annarra, svo að Ragnar Ásgeirsson er sannarlega ekki einn um frá- sögnian. Flestir eldri menn munu kann- ast við nafn sr. Páls skálda, og sumir líklega kunna einhverja vísu eftir hann, því að nafn hans flaug víða um land á sinni tíð og var á margra vörum á öldinni sem leið. Var kveðskapui' hans mjög umtalaður og olli hneykzl- unum víða, og allur þótti mað- urinn í breyskara lagi. Nú kemur Ragnar Ásgeirsson með þennan langafa sinn, sem ungur missii' foreldraforsjá og hýddur var 100 sinnum í bernsku af 2 prestum, er magnaði hann áð þrjózku og hefndarhug, en gat þó ekki drepið kjark hans né heft gíáfur hans, en þó unnið mein öllu góðu er í hann var spunnið. Drepið er á helztu æviatriði þessa gáfaða risjuklerks, og síðan koma Ijóð hans og loks eru svo sagnir um kraftaskáldið og föru- manninn, og síðast getið nokk- urra niðja hans. Allt er þetta hinn fróðlegasti lestur, og sett fram á skemmti- legan hátt, svo að erfitt er að hætta í miðju kafi. Og einkum munu þeir, sem gaman hafa af vísum og kveðskap af ýmissi g'erð og gæðum, og ekki alltaf á „fínni nótunum“, verða sólgnir í þetta mikla vísnasafn hins nafn- kunna klerks. Og það verður ekki annað séð og sagt, að því er mér virðist, en að Ragnar geri sér far um að leiða þennan for- föður sinn fram til dyranna eins og hann er klæddur, ekki í nein- um spariflíkum, heldur eins og hann var, enda þolir hann það vel þegar alls er gætt. Bresti í skapgerð og illt uppeldi tókst þó ekki að gera hann að verri manni en hann reyndiist. Og í því sambandi má benda á um- mæli Þorsteins Erlingssonar, sem mun verið hafa manna kunnug- astui' æviferli -og skáldskap sr. Páls, enda var hann langömmu- bróðir Þorsteins, og eru ummæl- in þessi: „Það var almæli um Pál, að hann væri manna beztur við börn, aumingja og dýr. Þegar hann vai' í Hlíðarendakoti á síð- ustu árum sínum, gaf hann stundum aðkomubörnum mat sinn, sem hinum var skammtað- ur. ... “ Og ber slíkt innrætinu gott vitni. En í formála kemst Ragnar Ásgeirsson þannig að orði um sr. Pál: „. . . . Auk fátæktar, virðast brestir í lundarfari Páls skálda, ásamt víndrykkju, hafa valdið því, að minna varð úr ótvíræð- um hæfileikum hans, en efni stóðu til. En þrátt fyrir það vai'ð hann einn af sérkennilegustu g'áfumönnum nítjándu aldarinn- ar. Með því að geyma vísur hans og sögur um hann á vörum sér í hundrað ár, hefur íslenzk alþýða sýnt að hún taldi þær þess verð- ar að muna... . “ Og nú er ekki vert að fara um þessa Skruddu Ragnars fleiri orðum. Hún þarfnast engra með- mæla frá öðrum en sjálfum sér. Og líklegt þykir mér, að ekki verði mörg eintök af henni óseld um næstu jól. Hafi höf. beztu þökk fyrir bókinna. Snorri Sigfússon. Flaggstöngin og dulan Það er lítil fyndni að hengja druslu á fánastöng og fagna með því fullveldinu 1. des. Islenzki fáninn einn á að blakta á fána- stöng, annað er vanvirða. Á ein- um stað hér í bæ var drusla bundin á flaggstöngina 1. des. — Það er skömm. Nokkrar bækur Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.