Dagur


Dagur - 13.12.1958, Qupperneq 1

Dagur - 13.12.1958, Qupperneq 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Daguk DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 17. desember. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 13. desember 1958 63. tbtl. Draga björg í bú Þessi mynd var tekin á Hjalteyri á síldartímanum í sumar. Þá lá þar togari með 1200 mál af síld. Fáir veittu þessum fiskimönnum athygli. Það þykir ekki fréttnæmt, þótt skroppið sé á færi á þeim tíma, sem rnenn vilia ekki nefna lægri tölur en hundruð þúsunda og bó helzt milljónir. — Þessir menn þurftu þó enga að öfunda í tekjulegu -tilliti. — Þá dagana mun dagshluturinn ekki hafa verið undir 600 krónum. — (Ljósmynd: E. D.). Hvers vegna segir hann ósatf? Mikill vísindaleiðangur til Grænlands Þátttaka 5 þjóða. Rannsókn á hinni miklu íshettu Grænlands og veðurbreytingum. 300 smálestir af útbúnaði og efni, 6 flugvélar, 10 snjóbílar, 40 sleðavagnar og franskt plasthús til þess að dvelja í vetrarlangt undir snjónum Fimm lönd senda í félagi mikinn leiðangur til Grænlands á næsta ári. Minnkar íshettan eða stækkar hún? Það er aðal- lega þessari spurningu, sem reynt verður að svara. „Verkamaðurinn“ segir m. a. á forsíðu í gær: „Ef Alþýðusambandsþing hefði fallizt á ósk Framsóknarráðherr- anna um að gefa eftir vísitölu- hækkunina 1. des., hefði það sam svarað því, að þeir hefðu sam- þykkt að vera atvinnulausir einn mánuð á ári. Kauphækkunin, sem varð 1. des. nemur um það bil einum tólfta af vinnulaunum. Það eru engin undur þótt full- trúar verkalýðsins neituðu að fallast á þessa ósk Framsóknar, en það eru undur, að Framsókn- arráðherrarnir skyldu geta verið þekktir fyrir að fara fram á þetta.“ Og ennfremur: „Fulltrúar á Alþýðusambands- þinginu voru spurðir, hvort þeir vildu fallast á 8% kauplækkun, eða sem svarar eins mánaðar launum árlega. Hermann taldi þetta nauðsynlegt til að stöðva verðbólguna og heimtaði skýr svör.“ Og nú verður manni á að spyrja: Hvers vegna segir blaðið ekki rétt frá? Frumvarp það, sem Hermann leitaði álits Al- þýðusambandsþings á, hefur ver- ið birt í öllum blöðum, sem eitt- hvað fjalla um stjórnmál og hljóðar það svo orðrétt: 1. gr. Frá 1. desember 1958 til loka þess ntáuaðar skal greiða verð- lagsuppbót á laun og allar aðrar greiðslur, er fylgja kaupgreiðslu- visitölu, samkvæmt vísitölu 185. Þó skal launþegum þegar eftir desemberlok 1958 greidd verð- lagsuppbót á desemberlaun sam- kvæmt ákvæðum 55. gr. laga nr. 33 1958, nema annað verði ákveðlð. 2. gr. Lög þcssi öðlast þegar gildi. Geta menn nú séð, hvernig „Verkamaðurinn" hagræðir sann leikanum. Það er alveg sitt hvað að samþykkja kaupskerðingu, er svarar til atvinnuleysis í cinn mánuð, eins og „Verkamaðurinn" segir að Framsóknarráðherrarnir hafi farið fram á, eða mæla með framanskráðu frurnv. Hermanns Jónassonar. í því var ekki farið fram á, að einn eða neinn afsal- aði sér verðmætum eða réttind- um, hcldur aðeins frest til að stöðva verðbólguna. Sementsverksmiðjan á Akranesi hefui' ekki verið starfræækt að undanförnu vegna rafmagnsskorts. Er ekki hægt að segja um, hvenær starfræksla hennar getur hafizt að nýju. Um 20 þús. lestir af sementi, möluðu og ómöluðu eru nú til. Allar líkur eru fyrir því, að þær 20 þús. lestir, sem nú eru fyrir hendi, endist út apríl, en samkvaemt venju hefst steypu- vinna í maí og í þeim mánuði er sementsþörfin áætluð 20 þús. Nú í vikunni samþykktu Sam- einuðu þjóðirnar að haldin skyldi ný, alþjóðleg ráðstefna um rétt- arreglur á hafinu árið 1960. 1 tillögunni, sem þingið sam- þykkti, er tekið fram, að einung- is skuli fjalla um tvö atriði sjó- réttarins, sem mestum deilum hafa valdið undanfarið og ekkert samkomulag náðist um á ráð- stefnunni í Genf í fyrravor, sem sé hina eiginlegu landhelgi eða lögsögu ríkja út frá ströndum þeirra og stærð fiskveiðiland- helginnar. í seinustu viku samþykkti laga- Þann 3. des. sl. áttu fund með sér í Kaupmannahöfn þeir Paul Emil Victor hinn franski, sem er tæknilegur stjórnandi leiðang- ursins, og Daninn Börge Frist- rup, sem er aðstoðarleiðangurs- stjóri. Þeir hafa hitzt oft undan- farna mánuði og skipulagt forða- búr, flutning á efni, sem að mestu hefur farið flugleiðis, og dráttarvélaferðalög hundruð km. inn á íshettuna. Stækkar íshellan? Það er enn aðalmálið, sem úr þarf að leysa, hvort íshettan minnkar eða ekki, hvort græn- lenzku skriðjöklarnir minnka eða stækka, eða með öðrum orðum, hvort tíðarfarið á norðurhveli jarðar heldiu' áfram að batna, eða hvort nú er snúið við blað- inu, ísinn í vexti og tíðarfarið að kólna. Daninn Fristrup hefur á jarðeðlisárinu gert ýmsar rann- sóknir á þessu sviði, en nú koma til skjalanna, auk ýmissa ann- arra danskra vísindamanna, vís- indamenn frá Sviss, Frakklandi, Þýzkalandi og Austurriki. Þegar hefur verkefnum verið skipt. Svisslendingar munu ann- ast hinar yfirgripsmiklu rann- róknir inni á ísnum, og tveii' jöklafræðingar þeirra munu dvelja næsta vetur langt inni á íshettunni í tveggja hæða frönsku plasthúsi, sem grafið verður alveg á kaf í snjóinn. Þar munu þeir rannsaka íshettuna í heilt ár. nefnd allsherjarþingsins að mæla með ráðstefnu um þessi mál í júlí eða ágúst næsta sumar. — Nokkur ríki, eins og ísland og Noregur, vildu halda ráðstefnu þessa strax í febrúar næsta ár, og enn önnur ekki fyrr en 1960, og virðist þeirra sjónarmið hafa orðið ofan á að lokum. Tillagan um sjóréttarráðstefnu 1960 var samþykkt á þinginu með 72 at- kvæðum. enginn greiddi atkvæði á móti, en fulltrúar 6 ríkja sátu hjá. Höfðu áður farið fram tals- verðar umræður um málið á allsher j arþinginu. Þjóðverjar og Frakkar munu frá sérstaklega útbúnum bátum mæla vatnsstreymið frá skrið- jöklunum í Vestur-Grænlandi, til þess að komast að raun um hlutfallið milli bráðnunar og snjókomu. Þjóðverjar munu þar að auki mæla hæð og þykkt íss- ins inni í landi, en Austurríkis- menn ætla að mæla það geisla- magn sólar, sem lendir inni á ísnum, og þá geislaorku, sem snjórinn kastar frá sér. Ekki á einungis að rannsaka hina miklu jökulbreiðu inni í landi, heldur einnig um 20 skrið- jökla. Danirnir munu vinna að ýmsum rannsóknum. Þeir munu kortleggja ísröndina, og auk þess munu þeir rannsaka einn skrið- jökul nákvæmlega og allt, sem hann varðar. Nú þegar hafa verið fluttar um 250 smálestir til Syðri-Straum- fjarðar, og um 50 smálestir munu fara þangað flugleiðis á næstu 5 mánuðum. Auk þess munu 50—60 menn fljúga til hinna ýmsu bækistöðva á næst- unni, en þaðan munu þeir svo halda af stað á 10 snjóbílum og um 40 sleðavögnum, ýmist frá suðri til norðurs um 500 km. eða ennþá lengra inn í landið frá vestri til austurs. Inni á miðjum Grænlandsjökli verða skildir eftir næsta haust 6 menn, tveir svissneskir jökla- fræðingar, þýzkur veðurfræðing- ur, fi'anskur læknir og franskur loftskeytamaðui'. Þeir munu dvelja þar allan næsta vetur. Plasthúsið þeirra verður sett á kaf í snjóinn, og það er auðvitað kuldans vegna. Paul-Emil Victor segir í gamantón, að með því sparist 20°, því að þarna niðri muni „aðeins“ verða 40° kuldi, en 60° kuldi á yfirborðinu. Á neðri hæð plasthússins er hitun- artæki, sem hita mun báðar hæðir. Þarna í húsinu eru svo, auk svefnskála, bæði birgða- geymslur og rannsóknarstofur. í leiðangri jiessum munu lík- lega verða 6 flugvélar, og munu Danir að öllum líkindum leggja til tvær þyrilvængjur. í grein þessari, sem birtist í Politiken þ. 3. des. sl., er mjög getið um flugferðir og flutninga til Grænlands á vegum þessa vísindaleiðangurs. Ekki er óeðli- legt, að ýmsum íslenzkum les- endum kunni að koma í hug, að Flugfélag Islands muni annast þessa flutninga, því að á allra vitorði er, að F. í. heldur uppi miklum flutningum til Græn- lands á vörum og farþegum og hefur nú gert í nokkur ár — allt á vegum danskra aðila. En sam- kvæmt upplýsingum F. I. eru flugferðir þess nú ekki á vegum þessa leiðangurs, né munu þær verða það á næstu mánuðum. Fiutningar Flugfélagsins eru og hafa verið aðallega á vegum fé- iags þess, er rekur blýnámurnar í Meistaravík. Á hinn bóginn hefur Flugfé- lagið flutt Paul-Emil Victor í sambandi við siðasta leiðangur hans til Grænlands fyrir all- mörgum árum. Þá var kastað um 50 smálestum af ýmsum varningi úr gamla Gullf. úr mikilli hæð á jökulinn, og þótti það ekki lítið afrek. — En um þennan nýja Grænlandsleiðangur er annars það að segja, að mikils er um vert fyrir okkur íslendinga, hver svör verða við spurningunni um, hvort byrjað sé kólnandi tímabil á norðurhveli jarðar eða enn um skeið megi vænta batnandi ár- ferðis, en eins og kunnugt er, hefur fyrri helmingur þessarar aldar verið hlýr hérlendis og annars staðar á norðui'hvelinu, en hætt er við, því miður, að einhvern tíma muni taka að kólna á ný. Rétta spá um fram- tíðina að þessu leyti munum við helzt fá frá rannsóknarleiðangri þessum, og hann er því einnig farinn í okkar þágu. — (Þýð.). Jólasvipur á Sauðár- króki Sauðárkróki 10. des. Jólin nálgast og sést á ýmsu að svo er. Verzlanir auglýsa jóla- varning og sýna hann í gluggum sínum. Þær keppast um að hafa sem fjölbreyttastar og girnileg- astar jólavörur ó boðstólum og vekja sem mesta athygli á þeim og á margvíslegan hátt. Fá ár eru síðan byrjað var á skreytingum úti í tilefni jólanna og byrjað var smátt, stjarna í ljósastaur, bjalla framan við kirkjuna og jólatré á Kirkjutorgi, og var það Rafveitan, Fegrunar- félagið og Sauðárkróksbær, sem áttu þar hlut að máli. Fyrir þessi jól er útlit á að stórum verði meira gert í þessu en áður. Kaup félag Skagfirðinga og kaupmenn hér í bæ hafa fyrirætlanir um mun meiri jólaskreytingar úti en áður og eru þær sumpart komnar í framkvæmd og að öðrum þræði í undirbúningi. Má telja víst, að um það er að jólum líður, verði kominn mikill jólablær á aðal- götur bæjarins. Ný sjórétfarráðstefna árið 1960 Hún á að fjalla um lögsögu við strendur og fisk- veiðilandhelgi - 72 greiddu atkvæði með

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.