Dagur - 17.12.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dague DAGUR kemur næst út fimmtu- daginn 18. desember. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 17. desember 1958 64. tbl. Tveir menn fyrir borð á Kaldbak Báðir voru snarráðir og sakaði ekki í síðustu veiðiferð Kaldbaks festi Brynjar Olafsson fót í kað- aliykkju í þann mund að trollið fói út. Sá hann ekki önnur ráð en að varpa sér í sjóinn til að losna úr lykkjunni og gerði það. Þá kastaði Magnús Lórenzson 1. vélstjóri sér til sunds til að að- stoða Brynjar. Fljótlega var báðum mönnun- um bjargað úr sjónum og varð þeim ekki meint af volkinu. — Þessir menn sýndu snarræði á hættustund. Fýkur í skjól ölvaðra ökumanna Dómur Hæstaréttar staðfestir skyldu lækna til blóðrannsóknar Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm í máli læknis eins gegn valdstjórninni. Þar er úr því skorið, að læknar eru skyldir til að taka mönnum blóð til rannsóknar áfengismagns, ef krafizt er af rannsóknardómara eða lögreglumönnum. Fyrr- nefndur læknir neitaði að taka kærðum bifreiðastjóra blóð gegn vilja hans. Þetta var í tilefni af bifreiðaslysi, en þegar það vildi til úrskurðaði sakadómari á staðnum, að læknirinn væri skyldur til að taka kærðum blóð til rannsóknar, hverju læknir neitaði. Nú hefur Hæstiréttur úrskurð- að að læknar séu skyldir til að taka mönnum blóð til rannsókn- ar, ef rannsóknardómari eða lög- i'eglumenn krefjast þess. Þar með virðist fokið í það skjól ölv- aðra ökumanna, sem þeir hafa oft leitað í, að neita að láta fara fram á sér blóðrannsókn. Hjúkrunarkv.skóli í Malajalöndum Æfinga- og hjálparstöð í Brazilíu Fyrsti skólinn fyrir hjúkrunarkonur var stofnað- ur í Malajaríki 1954 með aðstoð og styrk S. Þ.— 1 Austurlöndunv er mjög mikil þörf alls staðar, fyrir aukna heilsugæzlu. Hér sést rúmliggjandi maður við vinnu. Hann hefur þegar gert gangfært gamalt mótorhjól. Án æfingar og aðstoðar á stofnun þessari, sem styrkt er af S. Þ., hefði hann orðið að liggja aðgjörðalaus Saltað í 100 þúsund tunnur Söltun nær lokið í samninga þá, sem fyrir hendi voru þegar vertíð hófst Samið um smíði nýs varðskips "Samningar um smíði þess undirritaðir í Reykja- vík - Skipið verður tilbúið að ári liðnu Síldveiðarnar fyrir Suðurlandi hafa gengið vel, sérstaklega í þessum mánuði. Heita má, að lokið sé söltun upp í gerða samn inga. Fyrir vertíð hafði verið samið um sölu á 85 þús. tunnum og síðan um sölu á 1500 tunnum til Bandaríkjanna. Auk þess IIUSEIGENDUR! Munið að fjarlægja ldakann af þakbrúnunum, svo að hann valdi ekki slysi. seinna á að senda þangað aðra sams konar verksmiðju. Einnig kvað ein vei'a pöntuð til Chile í Suður-Ameríku. Síldarverksmiðjur úttlutningsvara Verksmiðja ein á Jaðri hefur hafið „framleiðslu“ á fullbúnum síldarverksmiðjum til útflutn- ings. Þ. e. með húsi, vélum og öllum tilheyrandi tækjum. Um þessar mundir er þar verið að undirbúa sendingu einnar slíkr- ar verksmiðju til Angóla í portúgölsku Vestur-Afríku, og ítalskir f járbændur í erfiðleikum Aukin vélatækni í landbúnaði, sem m. a. hefur breytt fjárbeit- arlöndum í blómlega akra og tún, hrellir nú fjárbændur í löndunum við Miðjarðarhaf og raunar víðar. Einkum telja ítalskir fjárbændur sig illa leikna. Matvæla- og landbúnaðarstofn- unin (FAO) hefur nú látið málið til sín taka og situr nú ráðstefna sérfræðinga í Rómaborg til að ræða þessi mál og leita lausnar. Til ráðstefnunnar var m. a. boðið fulltrúum frá öllum ríkisstjórn- um Evrópu. vantaði 10 þús. tunnur upp í sölu á Norðui'landssíld. Þannig var sala tryggð á 96.500 tunnum. í athugun er samningur á meiri sölu. Tunnuskortur er hjá einstök- um söltunarstöðvum, þótt ný- lega hafi tveir skipsfarmar kom- ið til landsins og von á þeim þriðja fyrir jól. Um: helgina tók Helga Helga- son frá Vestmannaeyjum 3 þús. tunnur hér á Akureyri og flutti til Faxaflóahafna. Síldarsöltun er meiri á þessum árstíma, en áður hefur þekkzt. Mislingarnir eru mjög útbreiddir Þeir ganga yfir landið á 5-10 ára fresti Blaðið átti tal við héraðslækn- inn, Jóhann Þorkelsson, í gær og lét hann þess þá getið, að misl- ingar væru mjög útbreiddir í héraðinu og færu ört yfir. Hér í bænum breiðast þeir aftui' á móti hægt út, sagði Jóhann, og hér eru fáir undir þeim nema börn innan 7—8 ára aldurs, því að síð- ast gengu þeir hér árið 1952 og fram á árið 1953. Yfirleitt höfum Skreytingar Meiri og fallegri skreytingar eru nú í verzlunum bæjarins en áður. Þar er vissulega margt fyr- ir augað, að minnsta kosti, og sem betur fer er kaupgetan yfir- leitt góð. Enginn hörgull virðist vera á jölavörum og verzlunin er mikil, sérstaklega síðustu dagana og ös í flestum búðum. (Verzlan- ir eru opnar til kl. 22 á laugar- daginn kemur.) við ekki þurft að kvarta um fylgikvilla að þessu sinni, og heilsufar var óvenjugott þar til nú að nokkuð mikil brögð eru að hálsbólgu og kvefi auk misl- inganna. Mislingar eru landlægir Eins og forsætisráðherra, Her- mann Jónasson, skýrði frá á Al- þingi í haust, hafði ríkisstjórnin ákveðið að láta byggja nýtt varð- skip í Danmörku. í tilkynningu frá Forsætisráðu- neytinu hinn 12. des. segir m. a. svo: „Endanlegum samningum um smíði skipsins vai' lokið fyrir nokkru síðan, og þeir undirrit- aðir hér í Reykjavík, fyrir hönd ráðherra af þeim Baldri Möller, deildarstjóra í dómsmálaráðu- neytinu, Sigtryggi Klemenzsyni, ráðuneytisstjóra, Pétri Sigurðs- syni, forstjóra Landhelgisgæzl- Skíði komin á sjúkra- flugvélina Fyrsti snjórinn og snjóskíði undir sjúkraflugvélina komu jafnsnemma. Sjúkraflugvélin hefui' þegar sýnt, að hún er Norðlendingum nauðsynleg. Það mun þó koma ennþá betur í ljós, þegar sam- göngur á landi teppast. Snjó- skíðin voru alveg nauðsynleg og er gott að þau skuli vera komin. Þau gera fannbreiðuna að flug- og ganga yfir á 5—10 ára fresti, Jvelli. Vegir orðnir þungfærir í héraðinu Þeir geta lokazt á einni hríðarnóttii Síðan byrjaði að snjóa um fyrri helgi hefui' bætt á jafnt og þétt. Nú var svo komið í gær, að veg- ir voru víða orðnir þungfærir í héraðinu, sérstaklega út með firðinum beggja vegna. Á Árskógsströnd var aðeins fært öflugustu bílum í gær og skafrenningui'. Búið var áður að skafa Dalvíkurveg allt norður að Krossum. í Höfðahverfi var svipað ástatt og á Svalbarðs- strönd. í fyrrakvöld var mjög greiðfært á milli Reykjavíkur og Akureyrar og engin töf að snjó. Sama dag var bílfært til Húsa- víkur. Yfirleitt er þæfingsfæri á veg- um og geta þeir lokazt á einni hríðarnóttu. unnar, og Hjálmari Bárðarsyni, skipaskoðunarstjóra, en hinir tveir síðastnefndu önnuðust sjálfa samningsgerðina. Af hálfu skipasmíðastöðvarinnar undirrit- aði Hjörne yfirverkfræðingur samninginn. Heldur stærra en Þór. Hið nýja skip er áætlað heldur stærra en varðskipið Þór, með svipuðu botnlagi, en annars ólíkt því ofanþilja og neðan. Aflvélar eru tvær af Burmeistei' & Wain- gerð, samtals 5680 „indiceruð11 hestöfl, með tvær skrúfur. Það er m. a. styrkt fyrir siglingu í ís, og að öðru leyti allt mjög sterkbyggt og vel lokað með vatnsþéttum hurðum ofanþilja til þess að þola siglingu með mikilli ferð í vond- um veðrum. Endanlegur hraði og botnlag skipsins verður ákveðið að loknum tilraunum í janúar- mánuði n.k., en gera má ráð fyrir að það geti haldið um 18 sjó- mílna ferð á klst. með venjulegu álagi á vélar skipsins í misjöfn- um veðrum. Áhöfn er áætluð 27 —30 manns. Af öðrurn atriðum, sem sér- staklega má benda á, er að á aft- urþiljum skipsins er ætlað nægi- legt svigrúm til þess að lenda stórri þyrilvængju. Ennfremur er afturendi skipsins sérstaklega styrktur og útbúinn til þess að lyfta megi þar um 50 tonna þunga, t. d. sokknum bátum o. þvl. Dráttarvinda skipsins er gerð fyrir allt að 10 tonna átak. Áætlað er að skipið verði til- búið um eða upp úr áramótum 1959—60 og kosti 8.4 millj. danskra króna.“ DAGUR kemur út á morgun, fimmtu- daginn 18. des. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.