Dagur - 18.12.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út Iaugar- daginn 20. desember. XLI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 18. desember 1958 65. tbl. Frá síðasta bæjarstjórnarfundi Nokkur mál tekin til afgreiðslu Eftirfnrandi samþykktir bæjar- mánaðarlaun en ekki skv. launa- ráðs voru afgreiddar á fundi bæjar- stjórnar 16. jj. m. og samþykktar. Mun jtað hafa verið síðasti fundur bæjarstjórnarinnar á þessu ári. Marteinn Sigurðsson, f. h. Matt- híasarfélagsins, fer þess á leit með er. dags. 3. ]>. m., að félagið fái greiddar kr. 50.000.00, sem veittar hafa verið til Matthíasarsafns á undanfiirnum árum, en upphæðina jrarf félagið að fá greidda fyrir ára- mót vcgna fyrirhugaðra kaupa á neðri hæð hússins Sigurhæða við Eyrarlandsveg 3. Bæjarráð samþykkir, að Matthí- asarfélaginu verði greiddar um- ræddar kr. 50.000.00 vegna kaupa ‘ neðri hæðar Sigurhæða. Rafveitustjóri, verkfræðingur raf- veitu og rafveitustjórn var mætt á fundi til umræðna um tilboð Krist- jáns Kristjánssonar 22. okt. sl. varð- andi kaup á eignum hans við Strand göut 53 og Laufásgötu vestanverða, sbr. fundargerð bæjarráðs 20. nóv. Fyrir fundinum lá mat fjórmenn- inganna Jóns Þorvaldssonar, Stef- áns Reykjálí'n, Kiiúts Otterstedts og Asgéirs Valdimarssonar. Meta þeir eignina þannig: Eignirnar Strandg. 53, ásamt lóð- um ve'stan Laufásg. kr. 3.325.000.00. Lagfæringar og breytingar á ofan- greindum húsum kr. 300.000.00. Stóra skemman v. Grímseyjargötu ásamt porti og 1610 m! lóð á milli Laufásgötu og Grímseyjargötu, kr. 400.000.00. Eignir á lóðunum nr. 55 og 57 við Strandgötu, kr. 450.000.00. Samtals kr. 3.475.000.00. Erindi frá bátaeigendum í Glerár Iiverfi, jrar sem þeir fara fram á að skjólgarður sá fyrir bátalegu í Sand gerðisbót, sem byrjað hefur verið á, verði í vetur framlengdur og bcygður í suðaustur. Ennfremur, að hlaðinn verði garður sunnan við höfnina og hún dýpkuð. Nefndin leggur til, að nú í vetur verði garðurinn framlengdur um allt að 10 m, cnda verði endanleg- um framkvæmdum haldið áfram, eftir því sem efni standa til, því að bátadkkin er f lítil. Samþykkt var að Hilmar Gísla- son, sem nýlcga hefur verið ráðinn fastur starfsmaður bæjarins, fái laun skv. 6. launaflokki bæjarins, en ]>ar scm hann hefur lengi unnið hjá bænum, reiknist byrjunarlaun hans skv. öðru starfsári í þessum flokki. Lagt var fram erindi frá Stjórn Starfsmannafél. Akureyrar, þar sent þess er farið á leit, að föstum starfs mönnum bæjarins verði greidd grunnlaunauppbót frá 1. sept. sl„ í samræmi við þær hækkanir, sem starfsmenn ríkisins og starfsmenn Reykjavíkur hafa nú fengið. Bæjarráð samþykkir að leggja til, að þeim starfsmönnum, er taka laun skv. launasamþykkt bæjarins, verði greidd frá I. sept. sl. grunn- launahækkun 6% á grunnlaun hærri en kr. 2310.00, en 9% á lægri laun. Einnig leggur bæjarráð til, að starfsmenn bæjarins, er hafa föst samþykkt, fái 6% grunnlannahækk un frá 1. sept. sl, þó þannig, að þeir sem engum öðrum launuðum störf- um gegna og hafa minna en kr. 2310.00 á mánuði, fái 9% hækkun. Eigendur jarðarinnar Glerár, As- gcir Oddsson og Sigurður Oddsson, fara þess á leit, að bærinn kosti vatnsæð heim að íbúðarlnisinu á Clerá. Bæjarráð leggur til, að vatnsveit- an kosti heimæð til íbúðarhússins á Glerá gegri því, að eigendur jarðar- innar falli frá öllum kröfum um skaðabætur fyrir jarðrask í landi jarðarinnar vegna vatnslagnar í gegnum tún og land, er nú hefur verið framkvæmd, enda verði gerð- ur um þetta nánari samningur við bæjarstjóra. Skipulagsnefnd bæjarins mætti á fundinum og kynnti bæjarráðs- mönnum itllögur, er borizt hafa að undanförnu frá skipulagsstjóra rík- isins, að skipulagi aðalumferðaæða Glerárhverfis o. fl. Tekin var fyrir tillaga skipulags- nefnclar frá fundi hennar 28. okt. sl„ 2. tölul., um ráðningu Sigvalda Thordarson arkitekts til ráðuneytis oð aðstoðar nefndinni, en tillögum þessum var af bæjarstjórn vísað til bæjarráðs með heimild til afgr. Að fengnum upplýsingum skipu- lagsnefndar samþykkir bæjarráð að heimila nefndinni að semja við Sig- valda með greindum kjiirum. „Greiíar samgöngur við tunglið áður en Haganesvík er komin í gott vegakerli" segir Salomon Einarsson kaupfélagsstjóri ^ 1 :m Salomon Einarsson. Þegar blaðið átti í gœr tal við fréttaritara sinn í Haganesvík, Salomon Einarsson, var enn hríð. Þið eruð vonandi ekki komnir alveg á kaf í snjó? Við erum farnir að troða undir okkur snjóinn, segir Salomon, því að engu öðru farartæki er fært um sveitirnar hér en belta- dráttarvél og komst hún ])ó ekki nema fram í miðja sveit í gær vegna þess að lausi snjórinn var orðinn svo djúpur. Allur fénaður kominn á gjöf? Fram í sveitunum er ekki einu Sjúkraflugvélin fékk 30 þús. kr. Á síðasta aðalfundi Björgun- arskútusjóðs Norðurlands var ákveðið -að gefa 30 þús. krónur til kaupa á radiokompás í hina nýju sjúkraflugvél. Ennfremur ákvað sami fundur að gefa björgunarskútu Austur- lands 50 þús. kr. og 20 þús. kr. til kaupa á súrefnistækjum í björg- unarskútuna Albert. Slysahætta í bænum vegna hálku Þess hefur ekki verið gætt sem [ vissa staði, sem verstir eru. Ætti skyldi á fjölföfnum stöðum, svo að nægja að skírskota til al- sem við verzlanir og opinberar I mennrar ábyrgðartilfinningar í DAGUR kemur næst út á laugardag. Auglýsingar berist fyrir há- dcgi á föstudag. bvggingar, að nema burt flughála svellbletti eða gera aðrar þær ráðstafanir, sem við það séu miðaðar, að gangandi fólk kom- ist leiðar sinnar. Hér er ekki þörf að nafngreina Hann kemur Sennilega er lif okkar aldrei snauðara af kyrrð og friði en einmitt á jólaföstunni. Erill og annriki, utan heimilis og innan, setja svij) sinn á pað timabil. Hver sem þú c.rt, lesandi góður, þá veit ég, að þú lrefir nóg að starfa um þessar mundir. Þegar hvildartimi gefst, erlu ef til vill of þreyttur til að lxugsa. Við þetta verðum við vist að scetta okkur eins og jólahaldi okkar er nú háttað. En jólin eru samt þess virði, að um þau sé hugsað i kyrrð og nceði, og mitt í annrikinu verðum við að eiga einhvern friðlýstau og vigðan reit i sál okkar, sem jólunum er helgaður. Það er ekki nóg, að hið ytra sé glœst og þrýtt til að taka á móti jólunum. Hið innra verður einnig að vera i samrcemi við ancla jól- anna, hinnar miklu luitiðar friðarins og Ijóssins. Með öllum hinum ytra viðbúnaði erum við sannarlega að undirbúa mikla hátið. En er sál okkar jafnviðbúin hinum himncska gesl.i jólanna? Hann er að koma, sá geslur. Hógvcer og kccrleiksrikur vill hann fceðast inn i. lijörtu okkar. Látum ekki dragast að veita honum rúm i hinum friðlýstu gistiherbergjum sálar okkar. K. R. j)essu efni og minna á, að það er engu betra að hafa flughálann svellblett við búðardyr og jafn- vel óafsakanlegra en að setja upp vegartálmanir. Við opinbera byggingu í miðbænum duttu þrjár manneskjur á sama stað og á sama klukkutímanum í gær, rétt við innganginn. Forðumst slysin fyrir jólin sinni snöp fyrir hross, en hér við sjóinn nokkur beitarjörð. Er nokkuð farið á sjó? Ekki núna, en fyrir þennan ótíðarkafla var dálítið róið og þá var afli mjög sæmilegur. Hvenær byrjaði að snjóa? Sjöunda þessa mánaðar. Þann dag var síðast unnið að plægingu. Nóttina eftir lokaðist Siglufjarð- arskarð og Lágheiði og síðast hef ur snjóað á degi hverjum og kominn mikill snjór. Miðaði vegagerðinni vel áfram í suinar? Nei, og yfir því er hin megn- asta óánægja, segir fréttaritarinn. Sennilega verða orðnar greiðar samgöngur við tunglið áður en Haganesvík kemst í sæmilegt vegasamband. Nýji vegurinn um Sléttuhlíð er eiginlega alltaf fær. Hann er kominn út fyrir Keldur en þar tekur við vegleysa, sem strax verður ófær í fyrstu snjó- um og fram á sumar. Blaðið þakkar viðtalið og sendir Fljótamönnum beztu jólakveðjur. Stjórnarmyndun? Þegar blaðinu var lokað á sjö- unda tímanum í gær, voru til- raunir um myndun nýrrar ríkis- stjórnar í fullum gangi. Búizt var við að síðar um kveldið fengist úr því skorið, hvort Olafi Thors heppnaðist stjórnarmyndunin eða ekki. — Stöðug fundahöld og viðræður hafa staðið yfir út af væntanlegri stjórnarmyndun. Bílþjófur beitir skammbyssu og reynisf bendlaður við njósnir Nótt eina um miðjan nóvem- ber ætlaði ungur lögregluþjónn í Osló að handtaka bílþjóf, sem þá skaut þegar á hann tveimur skammbyssuskotum. Búizt er við, að lögregluþjónninn haldi lífi, en verði samt — ef til vill — lamaður fyrir neðan mitti. — Bílþjófurinn náðist og hefur nú játað sök sína. Þetta er ungur stúdent, 21 árs að aldri, og er hann nafngreindur. — Ekki er vitað, hvernig hann hefur komizt yfir skammbyssuna, því að þess háttar vopn eru ekki ,.algeng“ vara i Noregi. Við rannsókn málsins kom brátt í ljós, að ' bílaþjófnaðurinn var aðeins aukaatriði í enn ískyggilegri lögbrotum, og voru hér tveir ungir piltar að verki. Er talið að hinn pilturinn, Erik Ivaas að nafni, muni vera aðal- maðurinn og knúið hinn til starfs ins. En stúdentinn, Karsten Magnus Gunnestad, var sá, sem skaut á lögregluþjóninn. Ætluðu að selja hernaðarleyndarmál. Við húsrannsókn hjá Ivaas fundust afrit af hermálaleyndar- skjölum, og kom þá í ljós, að piltarnir hafa leitast við að ná viðskiptum við erlend sendiráð og §elja þeim ýmis leyniskjöl, sem Gunnestad hafði komizt yfir, er hann vann á skrifstofu yfir- hermálastjórnarinnar. Enn er engin vissa um, hvort piltunum hefur heppnast nokkur skjala- sala. Er talið sennilegast, að starfsmenn hinna erlendu sendi- ráða hafi óttast, að hér væri um gildru eða einhverja svikamyllu að ræða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.