Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dague DAGUR kemur næst út þriðju- daginn 23. desember. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 20. desember 1958 66. tbl. Verour munkaklaustur stofnsett vio Cyjafjörö Mér hafði lengi leikið hugur á að kynnast þeim kaþólska presti, sem fyrstur var vígður hér á landi síðan fyrir siðaskipti. Þessi maður er séra Hákon Loftsson á Akureyri. Þegar hann var vígður í Kristskirkju í Landakoti árið 1947 voru 400 ár liðin síðan ka- þólskur prestur var vígður hér síðast. Séra Hákon Loftsson er œttað- ur úr Kjósinni, sonur hins kunna ljósmyndara Lofts Guðmunds- sonar, síðar í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1940, sigldi þá til framhaldsnáms í Ameríku. Hingað til Akureyrar fluttist hann árið 1952 og tók við ný- stofnuðu embætti hér og hefur þjónað því síðan. Hann mun hafa stærsta sókn norðlenzkra presta, því að hún nær yfir hið forna Hólabiskupsdæmi. 1 þessum hugleiðingum kvaddi eg dyra í Eyrarlandsvegi 26, hverjum skjótt var upp lokið af grönnum, fríðum og alúðlegum manni í síðum slopp. Það var séra Hákon Loftsson, og leiddi hann mig til stofu. Daufu* reykelsisilmur lá í loft- inu, lítil Ijós vörpuðu þægilegri birtu yfir herbergið og lítill páfagaukur hjalaði við sjálfan sig úti í horni. Hvernig stóð á því að þú varðst kaþólskur? Þegar eg var enn unglingur dvaldi eg í skóla í Skotlandi og varð. fyrir sterkum trúaráhrifum, því að eg dvaldi með kaþólsku fólki. Síðar tók eg svo kaþólska trú. Og hefur ferðast víða um heim? Venjulega hef eg farið utan einu sinni eða oftar á ári. En nú er eg mjög rólegur og verð hér um jólin í fyrsta skipti eftir að eg tók við starfi hér, segir prest- urinn, og bætir svo við: Oft hef eg ferðast um á ítalíu, Spáni og Þýzkalandi, eftir að eg lauk námi í'Bandaríkjunum. Hvað er framundan í starfi ka- þólsku kirkjunnar hér? Eg býst ekki við verulegu trú- boði hér, fyrr en komin er upp opinber kapella á staðnum, og ef til-vill yrði fleiri stárfsemi tekin upp, svo sem annars staðar á landinu. Hér er aðeins húskap- ella. Hvaða stofnanir rekur kirkjan hér á laandi? Sjúkrahús, skóla og klaustur. 1 Stykkishólmi er sjúkrahús og kapella, í Hafnarfirði sjúkrahús, skóli og nunnuklaustur og í Reykjavík eru tvö sjúkrahús, skóli, og biskupssetrið er þar, og svo er þar Krists-konungskirkj- an í Landakoti. Og æðsti maður kaþólsku kirkj- unnar? Jóhannes Gunnarsson biskup, sonarsonur Einars í Nesi, og með honum eru 7 hollenzkir prestar, en eg er eini íslenzki, kaþólski presturinn. Eg þarf ekki að kvarta yfir því, að sóknin mín sé lítil, því að hún er sú stærsta hér á landi, en líka fámennastur í Eyjafirði losnuðu úr ábúð og voru seldir fyrir stuttu. — Það kom til orða að kaupa, en selj- andinn gat ekki beðið mjög lengi eftir svari og ekkert varð af kaupunum í það skipti. • Hvaða munkar áttu svo að taka þarna bólfestu? Mér hefði fundizt skynsamleg- ast að fá munka frá Þýzkalandi, ið mjög gott fyrir héraðið, bæði sökum margháttaðra viðskipta og margt væri líka hægt að læra af munkunum, til dæmis í margs konar iðnaði og listum. Hve margir eru kaþólskir menn í heiminum? Hátt á fimmta hundrað mill- jónir. En hér á landi munu þeir vera 6—700. Rætt við kaþólska prestinn séra HÁKON LOFTSSON, sem fyrstur var vígður hér á landi eftir siðaskiptin söfnuður, bætir hann við bros- andi. Voruð þið ekki að hugsa um stofna munkaklaustur hér? Jú, um skeið hefur verið áhugi fyrir því, að stofna munkaklaust- ur við Eyjafjörð. Tækifæri gafst, að mér fannst, þegar Möðruvellir Austurríki eða Ameríku. En það tekur mikinn tíma að undirbúa slíkt, ekki sízt vegna þess, að mjög víða er sótzt eftir munkun- um. Ef hér yrði stofnað munka- klaustur, yrði sennilega stofnað- ur skóli um leið og rekinn sam- hliða klaustrinu. Gæti þetta ver- Eru hér nokkrir helgir dómar? Séra Hákon sýnir mér nú hús- kapelluna, sem er fremur látlaus, en mjög viðkunnanleg, og rúmar 15—20 manns í sæti. Og hér er, segir hann, smá beinflís úr Ólafi helga Noregskonungi, önnur úr Píusi páfa 10. og hér enn ein úr Mærin frá Guadalupe. Enginn veit hvernig myndin varð til. Hún er ekki saumuð, ofin eða máluð. Sebastianusi píslarvætti frá Róm, sem þekktur er af mörgum mál- verkum. Hann var foringi í líf- vei'ði keisarans Diokletianusar. En þegar það komst upp, að hann var kristinn, skipaði keis- arinn að leiða hann út í hallar- garðinn og skjóta hann til bana með örvum. Hann dó þó ekki, því að hermennirnir, undirmenn hans ,skutu hann ekki til dauða, og sankti Irena, rómversk kona, græddi hann. Síðar var svo Sebastianus tekinn fastur og bar- inn til bana með kylfum. Tvær kirkjur hér á landi eru helgaðar þessum manni. Hinir helgu dóm- ar eru festir á litla skífu á forkunnarfögrum silfurstjó'kum. Hverja staði telur þú merkasta hér í nágrenninu úr kaþólskum sið? Merkastan pílagrímsstað tel eg Hofsstaði í Skagafirði. Þar var málverk af Maríu mey (Hofsstaða María) og fylgdi því mikill lækn- ingamáttur. — Þangað leituðu menn mjög mikið til að fá bót meina sinna. Eftir siðaskiptin tók einn Hóla- biskup hið fræga málverk og lét brenna það. Þá má nefna hið víðfræga Möðruvallaklaustur í Hörgárdal og annað að Munka- þverá. Þá er Víðimýrar minnzt vegna þess að þar var Guðmund- ur Arason prestur. En hann var fæddur að Grjótá í Hörgárdal, varð síðar biskup og annar þeirra norðlenzku biskupa, sem talinn var sannhelgur maður. Hinn var Jón Ogmundsson, segir prestur- inn. Hljóð úr horni. Penninn minn er nú orðinn þurr og séra Hákon bregður sér frá til að bæta úr því. Eg virði fyrir mér stofuna á meðan. Við lokaðar bogadyr er lítið líkneski í birtu af blaktandi kertaljósi, er stendur framan við það. Páfa- gaukurinn vill ekki láta gestin- um leiðast og blaðrar í ákafa og eg fer að hlusta. Elsku hjartans, elsku manni minn, má eg fara í bíó? segir hann, og nú rekur hver setningin aðra, en eitthvað virðist vanta á rökrétta hugsun, eri málgleðin er mikil. Séra Há- kon kemur inn og segir um leið við páfagaukinn: Talaðu nú guðsbarnamál, áður en þú ferð að sofa, ogfughnn stingur nef- inu undir vænginn og hefur hljótt um sig. Nú langar mig til að biðja um rnynd af einhverjum helgum dómi og af sjálfum þér. Presturinn réttir mér meðfylgj- andi. mynd og segir mér í fáum orðum sögu hennar. Hún er á þessa leið: Á sextándu öld var Indiáni (Framhald á 8. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.