Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 8
8 D A G U R Laugardaginn 20. desember 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUll DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. ISSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSS^1 Skylda Alþingis STJÓRNARKREPPAN varir enn, og allt í óvissu um nýja ríkisstjórn. Ólafur Thors gafst upp við að mynda þingræðislega meirihlutastjórn, eftir 9 daga þrotlausar tilraunir. Við blasa ýmis- leg aðkallandi verkefni, bæði í efnahagsmálum og fleiri greinum, sem skjótrar úrlausnar krefjast. Hinn efnahagslegi grundvöllur, sem skapaður var í vor með lögum um úlflutningssjóð o. fl., hefur raskast vegna kauphækkana í sumar fram yfir það, sem lögin gerðu ráð fyrir og þess vegna nýrra ráðstafana þörf nú. Þetta var öllum ljóst þegar Alþýðusambandsþingið kom saman síðast í nóvembermánuði. Forsætisráðherra fór fram á traust þess þings til að stöðva verðbólguna, en var synjað, svo sem kunnugt er. Þar sem ríkis- stjórn hans hefur frá upphafi stuðst við samtök hinna vinnandi stétta og lofað að hafa við þær samvinnu um allar meiri háttar aðgerðir í kaup- gjalds- og verðlagsmálum, baðst forsætisráðherr- ann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt eftir synjun Alþýðusambandsþingsins. Forseti íslands fól þá formanni stærsta þingflokksins myndun nýrrar ríkisstjórnar, en án árangurs. Vonandi tekst næsta tilraun betur og er þess beðið með óþreyju að úr rætist. Það er skylda Alþingis að mynda starfhæfa stjórn og það strax. Engum er betur trúandi til að halda um stjórnartaumana en vinstri flokkunum, svo sem gleggst hefur mátt sjá undanfarin tvö og hálft ár. Það er líka staðreynd, að léttara er nú en áður að ráða fram úr aðsteðj- andi vanda efnahagsmálanna, hverjum sem verð- ur falin meðferð þeirra. Saga síðustu vikna í stjórnmálunum, er lær- dómsrík. Ollum var ljóst, að gera þurfti nýjar ráðstafanir með haustinu. Framsóknarmenn lögðu fram sínar efnahagsmálatillögur 17. nóvember. — Þær voru miðaðar við, að unnt væri að tryggja kaupmátt launa eins og hann var 1. okt. sl. Sýnt var fram á það með glöggum rökum, sem ekki hafa verið hrakin, að þetta var hægt, ef þessar tillögur yrðu samþykktar. Hér var um það að ræða, að halda uppi hinni ágætustu lífsafkomu fólksins og komast hjá nýju dýrtíðarflóði, sem engum er til blessunar, utan bröskurum. Kommúnistai' neituðu að fallast á þessar tillög- ur, en kváðust hins vegar ekkert leggja til sjálfir fyrr en að afstöðnu Alþýðusambandsþingi. Þar með eyðilögðu þeir alla möguleika á því að koma nokkrum vörnum við áður en flóðbylgjan félli yfir í byrjun desember. Forsætisráðherra mæltist þá til þess í ríkis- stjórninni, að frestað yi'ði greiðslu fulli’ar vísi- töluuppbótar meðan í-eynt yrði að ná samkomu- lagi um viðhlítandi úi'i'æði. Ráðherrar kommún- ista svöruðu því til, að þau tilmæli yrði að bei-a undir Alþýðusambandsþing og fá samþykki þess. En hvað gerðist svo þar? Jú, kommúnistar og íhaldsmenn Alþýðuflokksins ásamt vei'kamönn- um Bjai'na Ben. sameinuðust um það á þinginu að fella tilmæli i'áðherx'ans. Þannig var nú sam- stai'fsviljinn á bænum þeim. Síðan láta kommún- istar samþykkja tillögur, sem þeir vita sjálfir að eru botnleysa. Fyrsta desembei', þegar aldan er skollin yfir, senda þeir svo loks sínar tillögur til forsætisráðherra. Þær voru til athugunar í fjóra daga. Framsóknarmenn og Alþýðuflokkurinn j töldu þær hreina fásinnu, en kommúnistar vildu ekki frá þeim hvika. Þegar svo var komið var það auðvitað ekki aðeins tilgangs- laust, heldur hi'eint og beint x-angt, að sitja lengur í stjórn. — Sjálfsagt var að gefa öðrum tækifæri. Þannig er þessi saga. Eðlilegt er að menn harmi að þessi ríkis- stjórn skyldi ekki geta setið lengur. En þegar svo er komið, að ekki er lengur meirihluti fyrir því í samstarfsflokkunum, að stjói'nin stai'fi áfram, þá hlýtur hún að fara frá. Kommúnistar hafa reynt að grafa undan stjórn inni frá fyrsta degi. Nú hafa vei'k þeirra borið árangur. Af því má draga ýmsa lærdóma, m. a. þann, að vinstri stjórn verður aldrei langlíf í þessu landi, ef komm- únistar geta haft líf hennar í hendi sér. Kvikmyndir um jól og nýár Borgarbíó sýnir fjörugar og skemmtilegar myndir bæði um jól og nvár. Fyi-st skal fx-æga telja í'okk- myndina „The Tommy Steele Story“, sem er „ævisaga“ hins fræga enska í'okk-gítai-leikara Tommy Steele, sem kallaður hef- ur verið Pi'esley Englands. — í myndinni eru fjölmörg rokklög, calysope og einnig „blues“. Tommy Steele er ekki nema 22ja ára gamall, fæadur í fá- tækrahverfi í Lundúnum. Einn af forstjórum pöltufyrirtækisins Decca „uppgötvaði" hann, og á 2 árum hlaut hann slíkan frama, að hægt er að taka heila, stóra kvik mynd um líf hans og baráttu fyrir fi'ægðinni. Kvikmynd þessi hefur slegið öll met þar sem hún hefur verið sýnd og m. a. í Reykjavík í Aust- ui'bæjai’bói í fyrra, en þá var engin leið að fá hana hingað norður vegna þess að hún .var leigð um ái'sskeið til sýningar í Danmöi'ku. — Mynd þessi er tal- in hæfa vel fyrir eldri sem yngi'i, og hafa öllum eitthvað skemmti- legt og hressandi að bjóða. Onnur ágæt mynd Borgarbíós er: KITTY. Hin fagra borg Genf í Sviss hefui', svo sem kunnugt er, ver- ið eftirlætisborg hinna miklu stjórnmálaskörunga heims til fundahalda og ráðstefna um al- þjóðamál. Oft hefur árangurinn af þessum í'áðstefnum staðið í öfugu hlutfalli við hástemmdar í'æður þátttakenda, enda hættir sumum við að taka ekki þessar ráðstefnur of hátíðlega. — Svo er um höfunda og í’eyndar leikend- ur þýzku gamanmyndarinnar „Kitty“. Er þar sagt frá brezkum utanríkisráðherra, sem af tilvilj- un hittir fyrir kornunga og fagra stúlku og atvikin haga því svo að hann bíður henni að borða með sér á dýi'asta veitingastað borg- arinnar. En „smai-t“ ljósmyndari, sem stai'far við blað, nær af þeim mynd, og auðvitað fer myndin um allan heim og veldur miklu uppnámi. Ungur bróðursonur utanríkisráðherrans er með hon- um í Genf og vei'ður nú að taka að sér það hlutvei'k að halda stúlkunni frá blaðamönnunum, sem eru í hópum á eftir henni. Það endar auðvitað ekki nema á einn veg, enda er .þetta unga fólk óvenjulega glæsilegt og aðlað- andi. Og utanríkisi'áðherrann vinnur mikinn, pólitískan sigur, af því að hann, vegna óhapps, gat ekki mætt á einum fundi ráð- stefnunnar! Ungu stúlkuna, „Kitty“, leikur Ronny Schneidex', falleg stúlka, dóttir Mögdu Schneider, þýzku kvikmyndaleikkonunnai', sem var mjög dáð á sínum tíma og margir rosknir bíógestir hér muna vafalaust eftir. Unga manninn leikur Kai-lheinz Böhm, mjög geðslegur leikai-i, og ut’an- ríkisx'áðheiTann, Sir William Ashlin, leikur hinn snjalli og fyrix-mannlegi leikari O. E. Hasse. Bráðskemmtileg mynd og vel gerð og tekin í mjög fögru um- hverfi. Síðast skal svo telja Fjórir Iéttlyndir, sem er óvenjulega skemmtileg og fjörug, ný, þýzk músikmynd, tekin í litum. — í þeirri mynd eru leikin og sungin mörg vinsæl lög. Meðal annars leikur hin heimsfræga hljómsveit Mantovanis lögin Charmaine og Ramonu, sem voru og eru enn eftirlætislög eldra fólksins og hafa einnig unnið vinsældir yngra fólksins. Þessar síðasttöldu myndir eru með dönskum texta og eykur það gildi þeirra fyrir þá sem ekki skilja þýzku til hlítax'. Já! Nú verður hægt að skemmta sér í Boi'garbíói um hátíðirnar og eftir. Köruknattleikskeppni á Akureyri Heildarúrslit urðu þannig, að A-lið KA varð hæst með 8 stig, B-lið KA varð annað í röð- inni með 6 stig og Þór þriðja með 4 stig. ÞANKÁR OG ÞY9SNGAR Eg hafði gaman af því að heyra Jón Sigurbjörns- son syngja í útvax-pið hér um kvöldið. Röddin er falleg, og mér fannst söngui'inn góðux'. Eitt lagið, sem söngvarinn flutti var „Sefur sól hjá ægi“, hið yndislega lag Sigfúsar Einarssonar, við texta eftir Sig .Sigui'ðsson. Söngvarinn söng lagið tvisvar og hafði sömu vísuna við í bæði skiptin. Ætli hann þekki ekki „Hljóða nótt, eg halla höfði þi'eyttu að barmi þér“? Ákaflega er það fátæklegt hjá söngv- ui-um að syngja tvisvar eða oftar fyi-stu vísuna af fallegu kvæði, rétt eins og kvæðið sé ein vísa og ekki meira. Þetta hefur hinn svonefndi „Þjóðkór" iðulega gert og mai'gir einsöngvarar, bæði í útvarpi og á konsertum. Ef vel eiga saman lag og ljóð, þá eiga söngvararnir að sýna Ijóðinu eins mikinn sóma og laginu. Þá aðeins nást þau áhrif, sem tónskáldið hefur ætlazt til. Tónskáld velja ekki textana út í bláinn. Brask! Nýkomin dönsk blöð segja frá því, að vex'ið sé að stofna nýjan banka í Kaupmannahöfn, „Den frie bank“. Ekkert er það út af fyi-ir sig i frásögur fær- andi, þótt banki sé stofnaður í stói-borg ex-lendis, en nafnið á stofnandanum kemur íslendingi und- arlega fyi-ir sjónir. Hann heitir Brask Thomsen! Alveg væi-i óhugsandi að maður þessi gæti átt heima hér á landi, þótt honum dytti það í hug. Nafnið myndi gera honum lífið óþolandi. Landbúnaðarháskólinn ekki fluttur frá Höfn. Undanfarið hefur mjög verið rætt um það að flytja Landbúnaðarháskólann danska frá Höfn, en nú er hoi'fið frá því ráði. Landbúnaðai'ráðherra Dana er að undii'búa frumvarp, sem gerir ráð fyrir miklum bi-eytingum og stækkun á skólanum, sem kosta munu 80 millj. d. kr. Síðasta skólaárið verður nemendum gei-t að skyldu að dvelja 3—4 vikur úti á landi, aðallega á landbúnaðarskólum og tilrauna- búum. Hann varð að sitja kyrr. Ræðumaðui'inn talaði og talaði. Þetta var eins og lækjarniður. Brátt hættu menn að hlusta, og svo kom að lokum, að menn tóku að tínast burt. Áfram hélt ræðan endalaust, áheyrendum fækkaði óðum, og loks var svo komið, að aðeins einn maður sat eftir á fremsta bekk. Ræðumaður talaði enn nokki-a stund, og svo hallaði hann sér fram að lok- um og sagði: „Og svo langar mig til að segja það að lokum, að þér, hei'i'a minn, eruð mikill „séntilmaðui'“.“ Maðurinn leit upp sem snöggvast og sagði: „Ekki aldeilis, góurinn. Eg er næsti i'æðumaðux'.“ Heyrnarleysi. Mjög heyrnardaufur maður fór til læknis. Lækn- irinn rannasakaði hann og sagði: „Eg held, að þér drekkið of mikið.“ Maðurinn hallaði sér að læknin- um og kallaði: „Ha? Hvað sögðuð þér, læknir minn?“ „Þér drekkið of mikið,“ öskraði læknirinn í eyrað á honum. „Ja, það getur verið,“ svaraði maðurinn. „Jæja, hættið því þá,“ sagði læknirinn, „og þá getið þér kannske heyrt betur.“ Sex vikum seinna kom maðurinn aftur til lækn- isins, og þá heyrði hann ágætlega. Eftir sex vikur þar frá kom hann enn á lækningastofuna, og þá var hann gjörsamlega heyrnarlaus. Þá kallaði læknir- inn: „Þegar þér hættuð að drekka, þá held eg, að þéi' hafið farið að heyra ágætlega.“ „Já, það er satt,“ sagði maðurinn, „eg heyrði bara fjári vel, en eg skal segja yður, læknir minn, að það, sem eg heyrði, var miklu ógeðugra en það, sem eg hafði drukkið. Þess vegna byrjaði eg aftur.“ Framsýni. Kennarinn var að kenna bekknum latínu. Hann tók eftir því, að einn strákurinn hafði skrifað eitt- hvað framan á spjaldið á latínubókinni sinni. Þessi piltur var síður en svo nokkur latínuhestui', og kennaranum lék forvitni á að vita, hvað skrifað væri á þennan áberandi stað. Strákur bað um að fá skreppa út, og þá greip kennarinn tækifærið. Á bókinni stóð: „Ef kvikna skyldi í húsinu, þá er harðbannað að bjarga þessari bók.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.