Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 9
Laugardaginn 20. dcsember 1958 D A G U R 9 Kvikmyndir um jól og nýár Jóla- og nýársmyndir í Nýja- lííó. Endurminningar frá París. — Þetta er falleg og áhrifamikil amerísk kvíkmynd, sem menn munu lengi minnast. Hinir heimskunnu amerísku listamenn Elisabeth Taylor og Van Johnson fara með aðalhlut- verkin. Sá hlær bezt. — Bráðskemmti- leg gamanmynd. Red Skelton — einn frægasti gamanleikari nú- tímans — fer með aðalhlutverk- ið. (Hláturinn lengir lífið.) Davy Crocket og ræningjarnir. Ævintýramynd í litum um hina fi-ægu hetju sléttunnar, sem vek- ur aðdáun eldri sem yngri. Aúkamynd: Gerð af snillingn- um Walt Disney. Mynd þessi sýnir og skýrir á frábæran hátt rannsóknir heimingeimsins og hugsanlegar ferðir um hann með eldflaugum eða geimförum. Til aðstoðar Walt Disney við kvik- myndagerð þessa, sem tækni- ráðunautar, voru fremstu geim- könnunarvísindamenn Bandaríkj anna, þar á meðal hinn frægi, þýzki eldflaugasérfræðingur, Werner von Braun. Brostinn stren’gur. Efni þessar- ar kvikmyndar, sem tekin er í litum og Cinemascope, eru þætt- ir úr lífi áströlsku óperusöng- konunnar, Majorie Lawrence. — Hún söng við Metropolitan- óperuna 1935—41. Myndin segir frá hinum merkilega söngferli politan-óperunni, þá bundin í hjólastól. Leikkonan fræga, Elenor Park- er, fer með hlutverkið af fágætri snilld og skilningi. Operusöng- konan Eileen Farrel syngur sjö aríur með þáttum myndarinnar úr heimskunnum óperum og auðgar það myndina stórlega. — Hlutverk Dr. King er í höndum Glenn Ford, sem gerir því frá- bær skil, eins og vænta mátti af þeim leikara. Þetta er ógleymanleg kvik- mynd. Ólafur Kréstjánsson frá Ábæ MINNINGARORD Landssamband Grænlandsáhuga- manna hélt nýlega aðalfund Tala félagsmanna tvöfölduð - Áhugi mikill Hvað dvelur Akureyringa? þessarar konu, þar til hin hræði- lega óhamingja hendir hana — hún fær lömunarveiki. — Henni er falið að stytta stundir her- mannanna með söng sínum. — Þetta eykur andlegt og líkamlegt þrek hennar. Glæsilegasta sigur sinn vinnur hún, er hún fyrir uppörfandi og frábæran stuðning eiginmanns síns, læknisins Thomas King, tekur boði um að syngja í Metro- Vísindin liafa sannað: Það cr hættulegt að anda, því að andrúmsloftið spillist með degi hverjum. Það er hættulcgt að borða, því að ofát veldur 50% fleiri dauðsföllum. Öllum er kunnugt, hve hættulegt er að drekka. Og sama má segja um reykingar. Það er hættulegt að vinna, og sérstaklega deyja margir vinnuveitendur af hjarta- slagi. Það er hættulegt að verða ástfanginn, því áð hclmingur allra sjálfsmorðstilrauna stafar af ástarsorgum. Hættulegt er að fcrðast úti, því að flcst umferða slys stafa af þessu flakki. Og það er hættulegt að sitja heima, því að heimilisslys eru Iangtíðust allra slysa. Og stutt og laggott: Það er hættulegt að lifa. Því að fyrr eða seinna deyja allir af því. — Já, Iífið er enginn leikur! Nýskeð hefur Landssamband Grænlandsáhugamanna haldið aðalfund sinn í Reykjavík. Hefur tala félagsmanna tvöfaldast síðan stofnfundi, en þá urðu þeir þegar um 340. Munu sambands- félög nú vera 9—10 talsins. Héð- an frá Akureyri munu einhverjir hafa tekið þátt í stofnfundi sam- takanna, en til þessa hefur enn ekki verið hafizt handa um beina félagsstofnun hér í bæ. Ætti þó ekki að draga það lengur, að áhugamenn beittu sér fyrir fund arboðun og félagsstofnun á þess- um vettvangi. Landssambandið hefur undan- farið haft allmikil verkefni með höndum, og margvíslegar fram- kvæmdir á prjónunum. Enda er áhugi mikill hjá félagsmönnum. M. a. var samþykkt á aðalfundi að láta gera heildarkort af Grænlandi með íslenzkum ör- nefnum, og einnig hefjast handa um útgáfu myndskreytts fræðslu rits um Grænland. Var samþykkt áskorun til Alþingis um fjárveit- ingu til slíkrar útgáfu. „Skoraði fundurinn einnig á Alþingi að veita ríflegt fé árlega til Grænlandsmála, sem notað verði: til fornminja- og sögu- legra rannsókna, sjómælinga og kortagerðar við Grænland; að undirbúa íslenzkar útgerðar- stöðvar í Grænlandi; að styrkja grænlenzkt æskufólk til náms í skólum á íslandi; að koma upp bóka- og handrita- og heimilis- safni um Grænland; að réttar- kröfur íslendinga til Grænlands verði lagðar fyi'ir alþjóðadóm- stólinn í Haag; að tekin vei'ði á fjái'lög séi'stök fjárveiting til að standa undir kostnaði við útgáfu á vísindaritum dr. Jóns Dúason- ar á helztu heimstungum.“ — (Samkv. ,,Vísi“.) Atkvæðagreiðsla um áfengissölu í Stafangri í Noregi hyggjast bindindisinenn krefjast atkvæða- greiðslu urn bann gegn áfengis- sölu að loknum bæjarstjórnar- kosningum að ári. Við atkvæða greiðslu 1951 greiddu um 14000 gegn banni, en um 11400 með Æskilegt væri að vandað og vel gert íslenzkt landabréf af Grænl. kærni sem allra fyrst! Myndi það verða geysimikill fi'óðleikssjóður og metnaðai-mál til þjóðai'vakningar að kynnast þannig opnum augum hinu óhemjumikla landkönnunai'starfi landnámsmannanna íslenzku á báðum Grænlandssti'öndum og einnig á Miklajökli. — Og síðan frá Gi'ænlandi vestur um alla Norður-Amei'íku. — Og eigi væri það ófi'óðlegt að athuga og bera saman landkönnunai'ferðir landa vorra á þessum vettvangi við ýmsa vel búna lciðangra á sömu slóðum mörgum öldum síðar. — Myndi þá mörgum tor- næmum — ef til vill — opnast augu og skiljast „hið furðulega fyrirbrigði', að Grænlandsmál eiga enn öflug og ói'ofin ítök í brjóstum fjölmargra óspilltra íslendinga! Og þekkingai'skoi'tur á þessurn vettvangi sögu vorrar er soi'glegur menningarskortur hinnar svonefndu !„söguþjóðar“. En m. a.: — Hvað dvelur Ak- ureyringa? Helgi Valtýsson. Fjallfr ess drepur f jölda sauðf jár í innstu sveitum i Sogni í Nor- egi hefur fjallfress (jai'fi) drepið fjölda sauðfjár í haust, á annað hundi'að er talið. Hafa t. d. tveir bændur misst milli 50 og 60 fjár. Er nú kappkostað að vinna á vergi þessum, bæði með dýra- bogum og skotum. Og er snjó leggur verða þeir eltir uppi á skíðum. Fjallfi-ess er langstærsta dýi'ið af marðarkyni. Er hann harla ólíkur hinum mjóslegnu og tág- mjúku skógai'mörðum og vatna- minkum. Líkist fi-essið miklu frekar litlum birni. Jarfinn er il- feti, þéttur og þybbinn. skrokk- urinn uin 80 sm. að lengd og urn 40 srn. hár. Hann er kænn og var um sig. Hann er fjalldýr, lifir venjulega á læmingjum, en drepur þó bæði sauðfé og hrein- dýr, villt og tarnin, og þykir illur gestur á afréttum. „í heimi er allt hvcrfult, og háðar liggja breytingum brautir að banadægri.“ Þessar ljóðlínur skáldsins komu mér í hui, er ei frétti lát vinar míns, Ólafs Ki'istjánssonar. Það var skyndilega orðin bi'eyt- ing á 'braut hans og sjálfur færð- ist eg óðfluga nær endadægi'i. — Þær minntu mig á þau sannindi, að kynslóðii'nar koma og hvei'fa ^með þungum nið, ef svo mætti segja, eins og áin, sem flýtur að ósi. Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar fundum okkar bar saman, hinn 22. október síðastliðinn. Eg minntist hlýju hans og umhvggju á hinum síðasta fundi og þá var hann opinskárri en oft áður. — Ólafur bjó við vanheilsu síðustu sjö árin og gat ekki unnið, en hafði þó fótavist. Hann andaðist í Sjúki-ahúsi Akureyrar 15. nóv- ember eftir hai'ða baráttu við dauðann í fjóra sólai’hringa. Ólafur var fæddur að Keldu- landi í Akrahreppi 15. júní 1884. Foreldi'ar hans voi'u Kristján Kristjánsson bóndi og kona hans, Ingibjöi'g Jónsdóttir bónda á Svínavatni, en hún var systur- dóttir séra Ai'nljóts á Bægisá. Ki'istján var sonur Ki'istjáns bónda og smiðs á Höfða á Höfða- sti'önd og kpnu hans Kristínar, dóttur Guðm. Guðmundsson- ar bónda á Ábæ í Austurdal. — Guðmundur var mikill athafna- maður og í'íkisbóndi á sinni tíð. Hann hóf búskap á Ábæ ái'ið 1825 og hann og afkomendur hans bjuggu þar síðan í 104 ár. Ólafur ólst upp með foreldrum sxnum, fyi'st á Keldulandi og Tyi-fingsstöðum, en síðar á Ábæ. Snemma bar á því, að hann væri hagur í höndum eins og faðir hans og afi og það mun hafa ver- ið á ái'unum 1906 til 1908, að hann nam trésmíði á Akureyri og eftir það var húsasmíði og alls konar smíði ævistarf hans. Árið 1912 kvæntist Ólafur Lilju Jóhannesdóttur Randvei's- sonar bónda á Jökli í Eyjafii'ði. Þau bjuggu eitt ár á Ábæ, en fluttu þaðan að Glæsibæ í Stað- arhreppi og voru þar um skeið. Lilja andaðist árið 1930 eftir langvarandi vanheilsu. Dóttir þeirra er Ólína, gift Sigui’ði Magnússyni á Sauðáx’króki. Árið 1932 kvæntist Ólafur í annað sinn Guðlaugu Egilsdóttur á Sveinsstöðum og bjó þar síðan á hluta af jöi’ðinni til 1945. Þau eignuðust eina dóttur, Ingi- bjöi'gu, sem er gift kona á Akur- eyri. Fyi'ir þi-emur ái’um fluttist Ólafur til Eyjafjax’ðar og var ýmist á Kristneshæli, þar sem kona hans hefur unnið eða á Ak- ui-eyx-i hjá dóttur sinni. Ólafur var góður smiður og öll smíði hans var vönduð og traust, eftir því sem efniviður leyfði. Hann var maður vinsæll og hlaut mikið traust hjá samtíðai-mönn- um sínum. Yfii-smiður var hann við fjölmargar byggingar í Lýt- ingsstaðahi’eppi og víðar í Skaga firði. Meðal þeirra bygginga eru þi’jár kirkjur: Ábæjai’kirkju byggði hann laust eftir 1920, Mælifellskirkju 1924 og Glaum- bæjai'kirkju skömmu síðar. Enda þótt Ólafur ynni löngum við smíðar, var hann oftast ann- ai’ai' þjónn og undi því vel. Hann smíðaði aldrei sitt eigið hús, og orsökin var sú, að hann var mik ill snyrtimaðui' og snyr.timennska hans náði inn á fjármálasviðið. Hann vildi ekki skulda neinum neitt. Hann vildi vera öðrum lóháður fjárhagslega og var það líka. Hann varaðist allt það ’er gat verið blekking og afstaða hans til umhverfisins var mótuð af í'aunsæi. Hvern hlut vildi hann skynja eins og hann var í raun og veru og satt vildi hann segja í hvei'ju máli. Ólafur var viðkvæmur í lund, fáskiptinn og dulur. Ef einhver vinur hans talaði til hans í létt- um tón, svaraði hann oft fáu, en mjúkt bros fæi'ðist yfir vai'ir hans. Lífið vii'tist honum oft ex'f- itt, en þegar mikið reyndi á óx honum afl og það hygg eg sann- mæli um ýmsa ættmenn hans, að þeir hafi verið þrautgóðir á í-aunastund. Þegar Ólafur Kristjánsson er hoi'finn af sviði jai'ðlífsins, minn- ist eg hans með þakklæti. Við vorum lengi í sambýli og áttum margt saman að sælda í áratugi. Eg minnist þess, að aldrei kom það fyrir að okkur yi'ði sundur- oi'ða og dylst mér það þó ekki, að eg er fljótur að skipta skapi, þegar svo ber undir. Minning- arnar eru margar, en eina þeii'ra vil eg tilgreina sérstaklega. Við vorum samtíða á Mælifelli og mun það hafa verið vetui'inn 1924, þegar hann var að smíða kii'kjuna. Eg svaf einn í hei'bergi, en Ólafur í næsta hei'bergi við, ásamt öðrum manni. Eitt kvöld vaknaði eg við það, að hann kom fáklæddur inn til mín. Hann hafði vei’ið háttaður. Þá stóð svo á, að eg hafði sofnað frá logaandi ljósi og lampinn ósað, svo að ekki sá handa skil. Eg er þess fullviss, að ef mér hefði ekki borizt hjálp, væri eg búinn að liggja í gröfinni frá þei mtíma. Ef að þetta líf er mér einhvers vii'ði — en eg trúi því að svo sé — þá á eg Ólafi mikið að þakka. Löngu síðar spux’ði eg hann að því, hvers vegna honum hefði dottið í hug að koma inn til mín og svarið var þetta: „Eg veit það ekki.“ Eg veit það með vissu, að Ól- afur átti nokkra dulræna í’eynslu. Hann dreymdi bera drauma og stundum sá hann það, sem aðrir sáu ekki, en um það sagði hann fátt, því að hann vissi að hann var einn til frásagnaj’. Fyrir ái'i síðan færði hann það'í tal við mig, að skrifa eitthvað um í-eynslu sína á þessu sviði og fá mér það í hendur, en af því varð ekki. Sjónin var farin að bila og starfsoi’kan þorrin. Eftir að hann fluttist norður di'eymdi hann oft vestur í Skagafjörð, og þó einkum á æskustöðvar í Austurdal, og þá var hann ekki haltur. Nokkrum dögum áður en hann andaðist sagði hann draum. Hann þóttist vera staddur á meðal fólks, sem allt var hoi’fið af sviði jai'ðlífsins. Þar sá hann frænda sinn og vin, Tómas á Bústöðum. Tómas leit til hans brosleitur og glettinn á svip og sagði: „Hér er nú Tómas á Bústöðum.“ Ef-til vill hefur þessi draumur boðað það, að innan tíðar þyrfti Ólafur ekki að ganga haltur og samband þeii'i'a Tómasar að vei’ða nánara. Að lokum vil eg tilfæra og gera að mínum oi'ðum síðasta er- indið í erfiljóðum þeim, er séra Friðrik Fi’iðriksson orti eftir Kristján á Ábæ, föður Ólafs: „Nú söknum vér þín og syi’gjum hljótt, því sælt er að vona og bíða. í nafni Guðs sofðu sætt og rótt, unz sólin upp rennur með dýi'ðar gnótt og ráðast rúnir tíða.“ Björn Egilsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.