Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ DAGS 3 Þannig eíldu jólin dýrustu eig- inleika■ barnsins. Og meö slíku hugarfari þurfum við öll, lesendur góöir, að heilsa þessari helgu há- tíð, sem oft er nefnd hátíð barn- anna. En hvernig er okkur varið, hin- um vöxnu? Þráum við komu jól- anna líkt og börnin, og þörfnumst við þeirrar blessunar, sem þau geta flutt inn í líf okkar? Svo ætti það að vera hjá okkur öllum, og þannig er það einnig í raun, ef annarleg sjónarmið leiða eigi á glapstigu. Prestur einn heíur sagt eftirfar- andi sögu: I söfnuði hans var mjög hamingjusamt heimili. En rétt fyrir jólin syrti snögglega að. Heimilisfaðirinn veiktist og dó. — Þegar presturinn heimsótti ekkj- una og litla dóttur hennar á jóla- dag, sá hann jólatré standa í einu horninu, skreytt logandi ljósum. Hann lét í ljós þá skoðun sína, að þessi jól hlytu að vera þeim kval- ræði, þar sem þær fyndu enn sárar hversu mikill missir þeirra væri. Aldrei kveðst presturinn gleyma svari hennar. „Þessi jól eru þau blessunarríkustu, sem ég hef lifað, af þeim sökum, að ég heí aldrei þarfnast þeirra jafn mikið og nú.“ Þarna ljómar birta jólanna í dimmu sorgarranni. Og þar sem búast mætti við algjöru von- leysi, sjáum við lifna bjarta og fagra von, er eykur mátt og veitir styrk til að bera erfiðleika og raunir. Víða grúfa yfir myrkur margs konar, en á helgum jólum eygja þeir, sem þar búa, dásarnlegt Ijós, sem leitt getur þá til birtu og feg- urðar. Lýðum er það ljóst, að Jes- ús Kristur, skammdegissólin frá Betlehemsjötunni, er það ljós, sem eitt getur lýst veiku mannlífsfari heilu í höfn fram hjá öllum þeim teigðarboðum, sem á leið þess eru. Þeir, sem höllum fæti standa og bágt eiga, finna nú fremur en endranær samúð og miskunnsemi meðbræðra og systra, sem fylgja vilja fordæmi hans, sem var vinur smælingjans. Mannheimur, haldinn kveljandi ótta og nístandi óvissu, íagnar komu þess frelsara og íriðarhöíð- ingja, sem einn er þess megnugur að lægja bál illgirni og haturs og stilla í hjörtunum stormanna slag. Þannig mætti lengi telja kratta- verkin sem gerast á hverjum jól- um. Við sjáum hvernig þau hafa endurlífgað og glætt hið góða sem með hverjum manni býr. Jólin endurvekja vonir, sem brostið höíðu í kuldum og miskunnarleysi mannlífsins og bræða þann heljar- ís, sem umhverfis mörg hjörtu safnast. Og allt er þetta að þakka bróð- urnum, sem okkur var getinn, frelsaranum, sem fæddist, og sem ekkert kýs fremur en að tengja bönd kærleika og bræðralags milli allra og færa þeim ' heim sanninn um það, að öll eru mannanna hörn borin til þess að verða guðsbörn. Minnumst þess, að Jesús Kristur er hjálpin frá Guði, mátturinn mikli, sem leysir og reisir, mann- kynsins eina von. Gleyrnum þá ekki heldur að þakka góðum Guði, sem allt þetta hetur gefið okkur. En jólin líða hjá, og okkur verð- ur það íljótlega Ijóst, að skamm- degissólin heið hefur eigi unnið fullnaðarsigur á öllum skýjum og skuggum. Skammdegið í náttúr- unni verður að vísu að víkja fyrir hækkandi sól, en myrkrið í mann- lífinu, sem öllu er álvarlegra, sæk- ir að aftur. Ofriðarblikur leika á ný um himinhvolfið. Sinnuleysið og dofinn um helg sannindi sækja að mannheimi aftur. Isinn, sem öllum hafís er verri tekur aö brynja hjörtUn og loka inni góðar eigindir og meina inngang ylgeisl- um frá kærleikssól góðs Guðs. Já, jafnvel litli bróðirinn í jötunni lágu gleymist mörgum. A stundum er jafnvel hægt að spyrja í íyllstu alvöru með skáldinu: „Fæddist ei blessað barnið, bróðir hins þjáða manns? Er enginn lengur árangur til af ævistarfinu hans?“ Þessi hefur því miður orðið raunin allt of oft. Og því hlýtur hin brennandi spurning nú að vera þessi: A sagan að endurtaka sig? Afleiðingar þess er ómögulegt að sjá fyrir, en ógnþrungnar geta þær orðið. Það er mikið vafamál, hvort heimurinn haíi nokkru sinni þarfnast jólanna meir en nú. — Framtíð mannkynsins, já, alls þess er lifir hér á jörð, getur verið und- ir því komin, hverjar viðtökur Jesúbarnið í jötunni lágu fær, hversu íúslega hann, frelsarinn og friðarhöfðinginn, fær að leiða gegnum hætturnar, hversu lengi hann fær að gista hjá okkur og hversu ríka ást við fáum á honum. Lesandi minn góður, við skul- um minnast þess að við eigum hér hlut að máli, bæði þú og ég. Minn- umst þeirrar ábyrgðar sem því fylgir. Guð gefi öllum gleðileg og bless- unarrík jól.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.