Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 6

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ DAGS verið sá einn að láta hann þræla hjá ykkur, og skal það aldrei viðgangast, meðan ég get nokkru um þokað.“ Ekki heyrði ég, að þau svöruðu þessu. Svo var farið að tala í lægri tón og gat ég þó greint, að Þórður sagði, að ég yrði þó alltaf að vera hjá þeim næsta ár og var samið um kaup, sem ég er nú bú- inn að gleyma, hvað átti að vera, en hitt man ég, að aldrei kom það allt í mínar hendur. Eftir hádegið lagði Pétur frændi af stað og bað mig að fylgja sér spöl á leið. Sagði hann mér málalokin og þakkaði ég honum fyrir liðveizluna svo sem ég framast kunni og kvaddi hann hrærður í huga. Þegar heim kom, stóðu þau bæði úti á hlaði, Þórður og Málfríður, og helltu yfir mig óbótaskömmum. En nú var ég hvergi smeykur. Sagði þeim ákveð- ið, að ég yrði ekki einn dag hjá þeim af næsta ári, ef þau ætluðu að haga sér svona. Ég gæti meira að segja farið nú strax, ef þau kysu það heldur. Þá lúp- uðust þau niður og vildu fara að milda mig, en ég anzaði þeim ekki og fór að moka hesthúsið, því að það var eitt af mínum föstu verkum. Svo leið veturinn til enda og ekkert sérstakt bar til tíðinda. Vorstörfin hófust og nú var mér ekki hiíft. Um sumarið lagði ég mjög hart að mér við heyskapinn og var feginn hverjum deginum, sem leið, því að ég var þá svolítið nær lausnarstundinni. Þó get ég ekki sagt, að Þórður væri til muna verri við mig en áður, þegar á leið sumarið. Jafnvel kom fyrir að hann talaði ekki óvingjarnlega við mig, þeg- ar við vorum tveir einir við verk, en Málfríður var ennþá kuldalegri en áð- ur og oft með ónotaslettur í minn garð. Þóttist ég vita, að hún væri mér enn reiðari en Þórður. Ég reyndi að taka öllu með þögn og þolinmæði, en heitt var mér oft um hjartarætur. Og ég var sannfærður um það með sjálfum mér, að væri nokkurt réttlæti til í þessum heimi, þá hlyti henni fyrr eða síðar að hefnast fyrir framkomu sína gagnvart mér. Um veturinn hirti ég kindurnar. Og tókst það svo vel, að þegar forðagæzlv- maðurinn kom, undir vorið, sagði hann að kindur Þórðar hefðu aldrei verið í jafngóðu lagi og þá. Enda hafði fóðrun þeirra sum undanfarin ár ekki bein- línis vei’ið til fyrirmyndar. En vel gættu hjónin þess, að lofa mig ekki fyrir frammistöðuna. Þau voru heldur ekkert örlát, svona yfirleitt, á hrósyrði um þá, sem unnu hjá þeim, þótt þau krefðust mikils af þeim, en reyndu að hlífa sjálfum sér. Um miðjan maí tók ég svo saman föggur mínar. Kveðjur voru kaldar og heillaóskir í hófi. Léttur í spori lagði ég svo af stað frá þessu heimili, þar sem skuggarnir höfðu hvílt yfir lífi mínu í tíu löng ár. Ég fór með strandferðaskipinu til Siglufjarðar og tók Pétur frændi vel á móti mér. Iiann var hress í bragði og óskaði mér til hamingju með lausnina og sagðist vona, að framtíðin yrði mér góð, en til þess þyrfti ég líka sjálfur að leggja mig vel fram. Svo spurði hann, hvort frænka mín hefði ekki beðið mig að skila kveðju til sín, en ég kvað hana líklega hafa gleymt því. Svo er þér nú kunnugt um, hvernig allt gekk hjá mér frá því að ég byrjaði á járnsmíðinni um haustið, því að ég skrifaði þér um það allt. Ég get ekki annað sagt, en að ég hafi verið mjög hamingjusamur frá þeim degi, er ég steig út úr landareigninni í Nesi.“ Hjörleifur stóð á fætur og tók inni- lega í hönd Sigmundar. „Ég þakka þér fyrir frásögnina, gamli vinur, og sam- gleðst þér með sigurinn. En segðu mér eitt: Búa þau ennþá í Nesi, þau góðu hjón? Þú minntist aldrei á þau í bréf- um þínum.“ „Onei,“ svaraði Sigmundur. „Þau bjuggu þar í fimm eða sex ár eftir að ég fór. Þeim hélzt illa á fólki og síðan hættu þau búskap, seldu jörðina og fluttu til Akureyrar. En þar hljóp svo- lítil snurða á þráðinn, það er að segja hjónabandsþráðinn. Málfríður lenti þar í tygi við drykkjuræjll og óþokka- menni. Hljóp svo seinast frá Þórði og hangir víst með þessum manngarmi, eða svo var mér sagt í fyrra. Ég hef verið að hugsa um að heimsækja hana einhvern tíma, spjalla ofurlítið við hana um ævi mina í Nesi og minna hana á, að ekki beri ævinlega allt upp á sama daginn, því að mér er sagt, að hjá þessum hjúum sé eymd og volæði.“ Nú glotti Sigmundur kuldalega. Svo hélt hann áfram: „Aftur á móti gæti ég vel talað vinsamlega við Þórð karlinn, (Framhald á bls. 14.) GUNNAR S. HAFDAL: Rœðuformáli Nú skal beita oddi og e££ orðahjörsins góða. • -V ■■ Skyndi-ræðu á réttarvegg rekkum vil é£ bjóða. Gangnadagsins geta skal, glaðan hann og muna, íeginsdag, er iegrar dal og fjalla-náttúruna. Fénu, sem af fjalli er heimt, fagnað er nú vænu. Hraust og frjálst það hafa geymt heiðalöndin grænu. Heill sé dilká, hrút og sauð! Heim velkomna bjóðum hjörð, sem skapar yndi og auð óðalsbændum góðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.