Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ DAGS 7 ERLINGUR DAVÍÐSSON: DULARFIJLL LÆKNING ÞcStt læknavísindin Irafi tekið ótrúlegum framförum og barátta þeirra við sjúkdóma og hrörnun liaii borið ríkulegan ávöxt, standa þau oft ráðafá l'rammi fyrir mann- legum þjáningum. Þegar svo stend- ur á, leita margir tii þeirra manna ólærðra, sem taldir eru liafa lækn- .ingamátt. Þessu er ekki'haldið mik- ið á lolt. — Fyrir liggja þó vitnis,- burðir fjöl.da. manna um ótrúlégan árangur. Þessar svokölluðu dular- fullu lækningar ganga næst krafta- verkum, eða eru jafnvel hrein kraftaverk. Svo bar við fyrir nokkrum d()g- um, að góðvinur minn, Magnús Árnason járnsmiður, leit inn á skrifstofur blaðsins. En samkvæmt því, sem ég hafði fregnað af heilsu hans fyrr á árinu, átti maðurinn eiginlega að vera kominn undir græna torfu. Þess vegna var mér kært að sjá Iiaiin hressan og glaðan. Eins og gefur að skilja, barst talið strax að heilsufari hans. Saaði liann mér þá frá því, er nú skal greina. Frásögn Magnúsar. Liðagigt hafði Jrjáð mig í mörg ár, en læknar kunnu engin ráð. hvorki utanlands eða innan, þegar frá er talinn Ólafur Sigurðsson læknir, sem gerði líðan mína þolan- legri. En nú hafði annar sjúkdóm- ur bætzt við. Læknar nefndu hartn hryggbrot. Ekki hafði ég þó orðið fyrir slysi, svo sem nafnið bendir til, heldur var einn hryggjaliðurinn mikið skemmdur. Á mynd var lrann líkastur einhverjum hræri- graut. Ég lá um 6 mánaða skeið, eða frá 10. sept. 1947 til 10. marz 1948, á Ejórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Var líðan mín slæm framan af legunni. Svo fór þó, að ég fékk þann bata, að ég varð ról- fær og gat ekið bíl, og hélt ég þeirri lieilsu í Lvo mánuði. Þá fór mér ört versnandi, svo að ég gat ekki hreyft mig nema með ýtrustu varfærni vegna þrauta. Það var hryggurinn, sem sagði til sín svona óþyrmilega og fór mér versnandi með hverjum degi. Fötum fylgdi ég þó oftast, ein- hvern hluta dagsins, Jrví að mér fannst þá báráttan vonlaus orðin, ef ég legðist að fullu í rúmið. Hvorki gat ég klætt mig sjálfur eða afklætt. Svona var lieilsu minni háttað. Þrautaráðið var að leita til sér- fræðinga í Reykjavík, og jrað gerði ég. En þeir virtust ekki treysta sér að leggja til orrustu við sjúkdóm- inn. Mér leið nú svo illa, að ég varð að taka deyfilyf við og við til að stilla kvalirnar. Sá ég nú ekki fram á annað en ég mætti fara við svo búið og lríða þess er koma skyldi. Var um þetta rætt þar sem ég bjó hjá Guðrúnu dóttur minni og manni hennar, Braga Jónssyni. Bragi segir Jrá allt í einu: „Kannski ]rú viljir fara til hans Erlings gamla.“ Þann mann hafði ég aldrei heyrt nefndan, cn fékk þær upplýs- ingar, að hann hefði margan mann- inn læknað, þótt læknislærður væri hann ekki. Ég átti ekki rnargra kosta völ og greip þessa ábendingu fegins hendi. Fékk ég Jregar heimil- isfang Erlings Jressa, sem er Filipp- usson, beið ekki boðanna, en bað Braga, tengdason minn, að aka mér til hans, og gerði hann það. Erling- ur tók mér ágætlega og byrjaði ]r;í Jregar á Jrví að koppsetja mig á bak- inu og gefa mér lyf af íslenzkum grösum, sem lrann býr til sjálfur. Jafnframt sagði hann mér, að hann hefði sér til aðstoðar dulræna hjálp, sem svo væri kallað. Svo liðu þrír dagar, að ekkert bar til tíðinda. En aðfaranótt hins fjorða lét ég illa í svefni. Ekkert vissi ég af því sjálfur, en Snæbjörg, kona mín, lýsti Jrví svo, að ég hefði fett mig og brett og látið öllum iil- um látum. Datt henni fyllilega í hug, að ég væri búinn að fá krampa og komið væri nritt endadægur. — Hún varð hrædd og reyndi að vekja nrig, en Jrað reyndist árangurslaust. Þó er ég svo svefnstyggur, að ég \akna í hvert sinn er ég róta nrér í rúmi, og gat það heldur ekki þá án sársauka. Henni kom þessi fasti svefn minn undarlega fyrir sjónir og sýndist hann líkastur djúpri svæfingu sjúklings á skurðarborði. Fg belgdi út brjóstið og tók alls konar bolvindur, senr útilokað var að ég gæti í vökunni. F.ftir dálitla stund leið þetta frá. En næstu næt- ur og á sanra tíma endurtók Jretta sig. Einu sinni gekk svo langt, að ég kastaðist franr úr rúnrinu og datt á gólfið. Eg losaði þá svefninn og varð það fyrsta lrugsun nrín, að nú kæmist ég ekki upp í rúmið aftur. Ég sofnaði nær samstundis og nrjög fast. Snæbjörg vaknaði þegar ég datt og varð henni einnig fyrst hugsað til þess. hvernig lrún kænri nrér aftnr í bólið. En Irún var tæp- lega komin fram úr, Jregar hún sér að ég vippa nrér léttilega upp í rúnrið eins og krakki, og teygi nrig Jrar með feginsstunu. Þótti henni Jretta allt nreð lrinunr mestu ólík- indunr. Fg sagði Erlingi strax frá Jressnnr næturæfingunr nrínum og hinum (Franrhald á bls. 14.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.