Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 13

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ DAGS 13 ágæta rétt, fór hann að anda af suðri, og í einu vetfangi er öll þoka horfin, skafheiður himinn yfir höfðum okkar. Enginn sagði orð. Við gláptum út yfir auðnina. Klett- arnir í Grjótárdal og Kanagili blöstu við okkur. Við sátum í miðju draginu og höfðum ekki orð- ið þess varir, þegar við fórum niður ranann, sem er þó dálítil brekka. Þá varð mér að orði: ,,Er þetta yfir- náttúrlegur vegvisir, sem Jón Sig- geirsson hefur á höfðinu.“ Eg lref farið margar ferðir um öræfi landsins og ætíð haft með mér áttavita. Eg lield að ég megi fullyrða, að hann hafi ekki reynzt mér betur en þessi leiðarvísir Jóns Siggeirssonar, sem hann liafði á höfðinu. Við spruítum á fætur, tók- um beina stefnu á Reykjaskarð. — Eftir þetta var ferðin ævintýra*- snauð. Þegar við komum niður í Sel- landsfjall fóru rjúpurnar að segja til sín. Við Jón Siggeirsson gistum í Sellandi, en Jón Þorláksson liélt lengra út í dalinn. Þarna áttum við ágæta nótt. Margt var spjallað um kvöldið. Á heimilinu var mar°fróð, gömul og blind kona, er Þuríður hét Sigurðardóttir, móðir Daníels bónda í Sellandi. Hún var alin upp á Þormóðsstöðum í Sölvadal, en systir Gunnlaugs, sem bjó á Þor- móðsstöðum og Draflastöðum, föð- ur Júlíusar bónda í Hvássafelli. Þuríður var Jrá 72 ára gömul, en ern og minnug og mundi vel Þor- lák í Seljahlíð. Sagði hún okkur söguna af Þorláki og viðskiptum hans \ið sexfætta folaldið, sem lengi verður minnzt. Þuríður sagði okkur margar sögur af Þorláki, en ég mun aðeins skýra frá þessari einu. Er saga hennar á þessa leið: Ég var átta ára, ]>egar saga þessi gerðist. — Á yzta bæ í Sölvadal, að vestanverðn, bjó þá bóndi sá er Þorlákur hét. Hann var bláfátækur maður, enda var kotið eitt hið lé- legasta í Sölvadal. Bústofninn var rýr, tvær kýr, þrjátíu ær og, að mig minnir, tvö liross. Annað þeirra var sótrauð hryssa, fædd sama ár og dag og ég, og því jafngömul mér. Hún var mjög stór og dugleg. Okkur jafnöldrunum var vel til vina. Hafði ég dálæti á hryssunni, með- Iram vegna þess, hvernig á stóð um aldur okkar. Svo lékk ég oft að koma henni á bak, þegar Þorlákur kom að Þormóðsstöðum, en þnð var oft. Árið áður en sá atburður gerð- ist, sem ég ætla að skýra frá, fór Þorlákur skreiðarferð suður á land, ásamt mörgum öðrum mönnum úr Saurbæjarhreppi. Var þá siður að fara með alls konar prjónles, peys- ur, plögg o. fl., og skipta á því og sjómat: harðfiski, hákarli og öðru. sem flutt var á Iiestum norður aft- ur. Komst Þorlákur í kast við ein- Iivern sjávarbónda þar syðra og samdi þeim ekki um viðskiptin, fór svo, að Þorlákur tók aftur með sér prjónles það, senr hann ætlaði að greiða fiskinn með. Hvernig sem deilan var til komin, Jrá lauk henni Jrannig, að Þorlákur hafði bæði fiskinn og prjónlesið, en Sunnlend- ingurinn treystist ekki að rétta sinn hlut. Hafði hann í heitingum við Þorlák og kvaðst mundu magna sendingu til hans í vetur, sem mundi verða honum minnisstæð. Ferðin norður gekk Þorláki vel, en miklar áhyggjur hafði hann af hót- unum Sunnlendingsins eftir að vet- ur gekk í gárð. Bjóst hann ]>á og þegar \ ið sendingunni að sunnan og leitaði ráða hjá ýmsum, hvernig við skyldi bregðast slíkum ófögn- uði. Urðu margir til að gefa hon- um ráð og heilræði, en þau voru margvísleg og sum nokkuð öfga- kennd og yfirleitt ekki til verúlegs hugarléttis. Svo leið veturinn, að ekkert ný- stárlegt bar til tíðinda í Seljahlíð, og er voraði var Þorlákur farinn að verða rólegri og sofa nokkurn veg- inn eins og hans var vandi. En um veturinn hafði hann oft litla værð og marga nóttina ekki árætt að fara úr fötum. Seint í maí um vorið var hann að gánga við lambfé, þar sem mætast lönd Núpufells og Selja- hlíðar, en þangað sóttu skepnur hans oft. í }>etta skipti gekk hann út á Núpufcllsháls og sá þá hross í Löngulá, sem köllúð er. Gekk hann til þeirra, til Jress að gæta að, hvort sótrauða hryssan hans, sem þá var fylfull, væri köstuð. Þegar hann kom til lnossanna, sá hann að svo var, en honum brá heldur en ekki í brún, Jiegar hann leit á íolaldið og sá að ]>að var sexfætt. Taldi hann víst að þarna væri nú komin send- ingin að sunnan. Ekki }>orði Þorlákur að koma mjög nærri folaldinu, ef það kynni að ráðast á hann, heldur stóð nokk- uð frá og hugsaði ráð sitt. Hug- kvæmdist honurn Jrá að hnýta upp í hryssuna, teyrna hana niður að Núpá, sem fellur eftir dalnum og reyna að koma folaldinu þar fyrir. Það sá hann í hendi sér, að ekki mundi ráðlegt að ganga áfram og snúa baki við sendingunni, og tók hann J>\ í ]>að ráð að ganga aftur á bak og teyma hryssuna þannig á eftir sér. Svona Jrokaðist hópurinn alla leið austur að Núpárgili, ná- lægt tveggja kílómetra leið. Þegar Þorlákur var kominn með hryssuna fram á háan klett við gil- ið, sem Háabjarg heitir, fór han« að reyna að hrinda folaldinu fram af, en gekk illa að koma því því svo tæpt fram á brúnina, að það tækist. Urðu miklir snúningar Jrarna á gil- brúninni, en loks skauzt folaldið ofan fyrir hryssuna, og þá sætti Þor- lákur ]agi, hljóp á móti því og hratt því fram af. Konr Jxað ekki niður fyrr en í straumþungri og freyð- andi ánni, sem var í vexti. \7ar Þor-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.