Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 24

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ D AGS HOLLENDINGURINN fljúgandi ÞÝDD SAGA. EINU SINNI fyl-ir löngu sigldi hollenzkt skij) frú Austur-Indíum (nú Indónesíu) og ætlaði til Hol- lands. Hollendingar réðu yfir mörgum eyjum og stórum austur 'þar, og ótal margir fátækir strákar höfðu ráðizt sem léttadrengir á skip austur þangað, setzt þar að og snúið svo aftur heim til Hollands að mörgum árum liðnum með full- ar hendur fjár. Einn þessara drengja hét Died- rich. Hann var munaðarleysingi og varð að sjá um sig sjálfur. Hann hafði farið til Java og ráðist til ríks plantekrueiganda, en verið svo ið- inn og duglegur, að hann varð fljótt sjálfs sín ráðandi, og með dugnaði og sparsemi varð hann auðugur maður fyrir miðjan aldur. En Diedrich hafði aldrei glevmt fátækt og erfiðleikum æsku sinnar lieima í Hollandi, og þegar hann var auðugur orðinn, hafði hann uppi ráðagerðir með sjálfum sér og var fastráðinn í því að koma þeim í framkvæmd. Hann seldi allar eignir sínar á Java, lét sauma nokkra poka undir peningana og fór nteð þá út í skipið, sem lá ferð- búið til Hollands. Dicdricli var eini farþeginn með skipinu, en hann var Ijúfmenni liið mesta, og brátt var hann orðinn kunningi allra um borð. Dag nokk- urn, er byr var hægur og hið blíð- asta veður, en Góðrarvonarhöfði ekki langt undan, sátu þeir saman á þilfarinu Diedrich og skipstjór- inn og spjölluðu. Barst talið að ýmsu, og m. a. sögðu þeir hvor öðr- um frá liðinni ævi. „Og hvað ætlar þú svo að gera?“ spurði Diedrich skipstjórann, „þeg- ar þú hefur eignazt svo mikinn auð, að þú þarft aldrei að fara í siglingar framar?“ „Það veit ég vel,“ anzaði skip- stjóri og tottaði pípu sína. „Eg veit um lítið hús, sem stendur á síkis- bakka í útjaðri Amsterdamborgar. Ég ætla að kaupa það, og ég ætla að byggja mér lítið sumarhús í garðin- um, og þar ætla ég að sitja allan daginn og reykja pípuna mína á meðan konan mín situr við hlið mér og prjónar, en börnin leika sér úti í garðinum." „Þú átt þá börn?“ Skipstjóri kvað svo vera, og hann sagði nöfn þeirra og aldur, og hve yndisleg og góð þau væru. Bros lýsti upp ancllit skipstjórans, er hann ræddi nm börn sín, eiginkonu og heimiíi, og J)að var auðheyrt, að hann hlakkaði til þeirrar stundar, er hann gæti setzt að hjá Jaeim í Hollandi. „En hvað ætlar Jrú að gera?“ spurði skipstjóri Diedrich að lok- um. ,„Ég? Ja, ég á nú hvorki konu né börn, og það er enginn í öllu llol- landi, sem hlakkar til heimkomu minnar." Svo fór Diedrich að segja frá fátækt og hörmungum æsku sinnar, og svo að lokum, er rökkrið var tekið að færast yfir, og þeir sátu þarna tveir á Jjilfarinu, þá trúði hann skipstjóra fyrir leyndarmál- inu. „Ég er orðinn mjög ayðugur maður. Ég á mikla peninga og hef þá með mér hérna á skipinu, eins og þú veizt, og ég skal segja þér, hvað ég ætla að gera við þá. í Amsterdam er f jöldinn allur af fátækum börnum, sem eiga hvergi heima. Ég ætla að byggja mér stórt hús, og J)ar mun stærsta fjölskylda í Amsterdam eiga heima. Ég ætla að taka að mér öll börn í Amsterdam sem bágast eiga og eru fátækust, og Jrau skulu verða börnin mín.“ „Já, og þú skalt koma með Jrau í heimsókn til mín, og svo geta börn- in okkar leikið sér saman,“ sagði skipstjórinn. Þeir héldu áfram sam- ræðunum, J?ar til myrkt var orðið af nóttu, en jxí gengu þeir til náða. En hásetinn, sem hafði staðið við stýrið á meðan Diedrich og skip- stjóri ræddust við, hafði heyrt allt saman. Hann hafði heyrt um alla peningana, sem Diedricli flutti með sér til Hollands, og nú tók ágirndin að búa um sig og magn- ast. Á rneðan hann stóð þarna við stýrið, braut hann heilann um það, hvernig hann gæti komizt höndurn yfir gullið, og hann hélt áfram að hugsa um Jretta sama, eftir að hann var leystur af verðinum. Hann kornst að þeirri niðurstöðu, að J)etta verkefni væri sér ofvaxið, svo að hann tók að ráðgast í laumi við hina hásetana. Skipshöfnin hafði verið ráðin í skyndi; þetta var alls konar trant- aralýður, allra Jrjóða kvikindi, og er sjómaðurinn sagði þeim frá gull- inu, sem skipið flytti, þá voru Jseir reiðubúnir til alls ills. En skipið sigldi áfram fyrir full- um seglum, eins og ekkert hefði í skorizt, og nú nálgaðist það óðfluga Góðrarvonarhöfða. Skipstjórinn og Diedrich voru á göngu um þilfarið og töluðu saman um fjarlæga land- ið sitt, Holland, en allt í einu var ráðizt aftan að þeim og þeir ramm- lega 'bundnir. Á sömu stundu var líka ráðizt á 1. og 2. stýrimann og J)eir yfirbugaðir. Nú var skipið í höndurn uppreistarmannann^. Og óþokkarnir létu skammt stórra högga í milli. Þeir köstuðu skipstjóranum, Diedrich og stýri- mönnunum bundnum fyrir borð. „Þeir kjafta ekki frá, þegar Jreir eru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.