Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 25

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ DAGS 25 PÉTUR JÓNSSON: t Geitféð er að hverfa dauðir," sagði forsprakkinn. Þessu næst var stýrt til næstu hafnar. Á leiðinni til lands kom upp drepsótt meðal skipverja. Fyrstu merki sóttarinnar voru óstöðvandi þorsti, tungan skrælnaði í munnin- um, og er menn ruddust fram til þess að ná í vatnstunnurnar, veltu þeir þeim öllum um koll í æðinu. Eftir illvirkin þá óttuðust þrjótarn- ir auðvitað að koma til lands og gefa fullnægjandi skýringar á hvarfi mannanna, en þorstinn varð óttanum yfirsterkari, og þeir sigldu til næstu hafnar fyrir fullum segl- um. En ’er þeir komu að landi, sá fólkið, að drepsótt var í skipinu og neitaði þgim um landgöngu. „Við hölum nóg af gulli til að l)orga með,“ lirópaði skipshöfnin, „látið okkur bara fá vátn.“ Varir og tunga voru svo skrælþurr, að það lieyrðist varla til þeirra. Nei, fólkið í landi trúði þeim ekki og var hrætt við þá. iÞað rak þá burtu. Þeir sigldu til næstu hafnar, og enn þeirrar næstu, en það var sama sag- an, þeir voru alls staðar reknir burt harðri hendi. Þá sneru þeir við í örvæntingu sinni og sigldu til baka, í austurátt, í átt til hafnanna í Aust- ur-Indíum. F.n þá skall á ofsaveður og skipið hrakti langt á haf út. Er veðrið lægði, stefndu þeir aftur til lands, en þá brast á með annað Itvassviðri, og skipið hrakti út á rcginhaf, langt, langt frá öllum löndum. Og enn var siglt af stað. .. . Þetta var fyrir löngu, löngu. F.n þegar skip sigla fyrir Góðravonar- höfða, þá má stundum sjá drauga- legt skip á siglingu. Það siglir ætíð upp í vindinn og nær aldrei landi. Siglutrén eru fúaleg, seglin rifin og slitin, og í hálfrökkrinu sjást stund- um einhverjar verur staulast um þilfarið. Þá Itvísla sjómennirnir hver að öðrum: „Nei, sjáðu- IÞarna er Hollendingurinn fljúgandi." Þó að búpeningur íslendinga hafi aldrei verið meiri né verðmæt- ari en nú, hefur ein tegund búfjár gengið svo til þurrðar, að hún má lieita horfin nú úr sveitnm lands- ins og er nú afar sjaldséð. Er þetta geitin, sem nú er svo horfin, að ekki eru til nema nokknr hundruð, ef þær þá skipta hundrðum ennþá. Myndir af þeim eru orðnar sjald- gæfar. Það er enginn efi á því, að landnámsmenn hafa flutt geitfé með sér til íslands, og að þær geit- ur, sem enn eru til, eru afkomend- ur þeirra, því að engar sagnir eru til um innflutning geitfjár á síðari öldum eins og sauðfjárins. Um síðustu aldamót var talið að geitféð væri svo að segja allt í Þing- eyjar- og Múlasýslum, það sem til væri í landinu, en á fyrstu tugum þessarar aldar breiddist það talsvert út víða um land, en þó einkum í sjávarþorpum. Einnig breiddist það talsvert út hér í Þingeyjarsýsl- um á sama tíma, og ætla ég að geta orsakanna til þess að nokkru. Það varð mikil breyting á bú- skapar- og lifnaðarháttum hér á lyrsta tug aldarinnar, þegar fráfær- ur og sauðauppeldi hætti, en farið var að láta ærnar „ganga með dilk“ og slátra svo lömbunum að hausti. Fór þá svo, að mjólkurfram- leiðsla til heimilisnota varð víða alltof lítil. Tún voru lítil og það kúahald, sem þurfti til að mjólkur- fæða stóra fjölskyldu, varð ofraun minnstu býlum. Margar fjölskyld- ur gátu ekki haft nema eina kú og það var að sjálfsögðu of lítil rnjólk- urframleiðsla til heimilisnota. Þá var hentugt að liafa nokkrar geitur til viðbótar. Þær mjólkuðu ágæt- lega yfir sumarið og fram eftir vetri ef þeim var gefið til þess, en ann- ars björguðu þær sér á útbeit, með- an nokkuð náði til jarðar. Einkum átti það vel við þær að nota sér kvistbeit senr kölluð var, jr. e. jrar sem land er víði vaxið, og talið var að þær værn miklu aðgangsfrekari í skóglendi en sauðfé. Sú fjölskylda, sem hafði nokkrar geitur með einni kú, var því viss að hafa nóga mjólk til heimilisnota. Svo líður öklin frarn og farið er að rækta landið samkvæmt jarðræktarlögum. Þá kemur jaað í Ijós, að geitur kunna vel að meta ræktað land, og það gengur illa að verja nýræktina fyrir Jreim, því að Jiær eru svo fimar að Jrær komast svo að segja yfir eða í gegnum hvaða girðingu sem er. •— Hættu þá margir við að hafa þær á búi sínu, enda komu þá fljótt möguleikar til að hafa fleiri kýr. Þó voru geitur til í sveitum hér fram að fjárskiptum 1944—1947 allvíða. Og þegar sauðféð hrundi niður í mæðiveikinni varð aldrei vart neinna veikinda í geiturn, en þær þóttu of skyldar sauðkindinni til þess að standa eftir þegar hinum sýkta sauðfjárstofni var eytt, svo að það var fyrirskipað að eyða þeim líka. Eftir fjárskiptin mátti telja þá bændur á fingrum sér hér í Suður- Þingeyjarsýslu, sem fengu sér geit- ur á ný. Nú er svo komið að saina og ekkert eða ekkert er til af geit-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.