Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 26

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 26
JÓLABLAÐ DAGS 26 um í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er því verðugt að minnast þeirra að nokkru á meðan einhver man þær. Geitin er heldur minni og rýrari en sauðkindin. Munar það þó ekki miklu, því að hafrar, sem urðu gamlir, gátu fengið mjög mikinn skrokkþunga. Þær eru oftast mislit- ar, en þó til alhvítar. Yfirleitt voru þær hornprúðar skepnur og það helzt um of, því að þeim hætti til þcss að meiða livor aðra með horn- um, ef geðvonzka greip þær. En það var nokkuð oft, einkum þegar þeim var gefið. Varð því að hafa sérstakan jötubúnað fyrir þær, þar sem hægt var að klennna að hálsi hverrar géitar, þegar þær byrjuðu að éta. Kollóttar geitur voru þó til í Öxarfirði og kannski víðar í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Þær voru víða þægar og kom hópurinn heim til mjalta þegar kallað var á þær. En út af því gat brugðið, einkum þar sem liraun eða kjarrlendi var, og gekk þá illa að linna þær. Sums staðar fepgu þær að leggj- ast tit á haustin og fengu þá að liggja úti langt fram á vetur. En vissar voru þær þó að koma heini áður en gekk í stórhríðar, því að veðurglöggar voru jrær. Þær voru fótfimar með afbrigðum og gengu í björg og gljúfur, þar sem ómögu- legt var fyrir menn að komast á elt- ir þeim. Kunnu vel við sig, þar sem þær gátu tyllt sér upp á hæstu klettasnasir og horft vítt yl'ir landið. Mjólk geitanna var rnikil og góð. Var luin að litumagni mitt á milli kúamjólkur og sauðamjólkur, og þótti alveg sérstaklega góð til skyr- gerðar. Því til sönnunar vil ég nefna prentaða heimild. Steingrímur Matthíasson, læknir á Akureyri, skrifaði um margt í blöð og tímarit. Einu sinni byrjaði liann grcin í blaði svona: ,,Þó að Vaðlaheiði sé brött og erfið yfir- ferðar, ]rá borgar sig alltaf að l'ara yfir hana til þess að l'á blessað geita- skyrið í Fnjóskadalnum, því að fra'm að þessu liefur slík ágætis- fæða ckki fengist í Eyjafirði.“ ]á, satt var það, gott var blessað^gcita- skyrið, og þrungið hefur það verið af bætiefnum og lífefnum, þar sem þær lifðu á hinum bezta og fjöl- breyttasta heiða- og háfjallagróðri. - GENGIÐ UM SKÓGA (Framhald af bls. 23.) mikla lands, sem bíður skógræktar manna. En ef við lítum í kringum okkur og horfum á trén, sem fram- sýnir menn gróðursettu á fyrstu áratugum aldarinnar, blandast okk- ur ekki hugur um hvert stefna ber. Auðyitað ber að fagna því, að ár- lega er plantað í girt svæði, svo sem að framan greinir og mest í sjálf- boðavinnu. Áður en langir tímar líða eignumst \ið trjágróður á mörgum stöðum á borð við þann, sem sjá má nú í Gróðrarstöðinni og Lystigarðinum á Akureyri og blasa við allra augum. Sá gróður mun vísa veginn eins og reynitrén í Skriðu og Eornhaga gerðu fyrrum. En í bjartsýni okkar á framtíðar- skóg fer vel á því að minnast þess, að í bæ og sýslu eru 12 þús. íbúar. Eflutur hvers okkar er furðu smár í skógræktinni. — Við gróðursetjum aðeins 7 plöntur hvert. Við þyrft- um ekki >að fórna nema einum miðdegisblundi, einni bíóferð eða einhverju . því líku, til að geta margfaldað töluna með 10, og ætti það að vera lágmarkið á næstu ár- um, því að verkefnið er svo stórt. Fyrsta vetrardag 1958.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.