Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 27

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ DAGS 27 ÞEGAR LJÓSIN SLOKKNUÐU (AMERÍSK SMÁSAGA.) Bilanir á rafleiðslum utanbæjar eru mjö'g algengar. En sú síðasta, sem gerðist lxérna hjá okkur, hefir orðið mér minnisstæð. Hún virtist svo ólík öllum öðrum. Ef til vill hefir það stafað af því, að á uridan bafði hvorki verið þrumuveður né ofviðri, sem valdið gæti kvíða og eftirvæntingu og búið-'okkur undir væntanlegar bilanir. Ljósirt slokkn- uðu b'ará allt í einu og við sátum skyndilega í myrkrinu. Útvarpið þagnaði, og skvampið í brunndæl- unni og suðið í kæliskápnum auð- vitað sömuleiðis, — og rafklukkan stöðvaðist. Algerð kyrrð féll á. Og það var einsog sjálfur tíminn hefði numið staðar. Þó var þögnin ekki raunverulega alger. Nóttin éndurómaði tíst engi- sprettanna og ótal annarra skork\ák- inda umhverfis húsið. Og innan- húss kölluðust „veggjasmiðirnir“ á og hlustuðu eftir svari til skiptis, og undir tröppunum að húsabaki heyrðist látlaust titurliljóð liúsfrosk- anna beeeeep. Það var furðulegt, lne nóttin var full af lífi, — og live allt þetta var náið okkur núna. Við sátum þegjandi og hlustuðum ósjálf- rátt. Það var eins og við værum að þreifa fyrir okkur í öðrum heimi. Nú var okkur ekki lengur dimmt lyrir augiim. Tunglskinsbjarminn á veggnum og á gólfrenningunum, senr við áður höfðum ekki veitt neina eftirtekt, var nú bjartur og blettóttur af skuggum laufblaða lilynsins, sem bærðtist í næturblæn- um fyrir utan gluggann. Nóttin hafði tekið heimilið okkar eignar- nárni og falið það í fangi sínu. í einu vetfangi hafði hún smogið inn til okkar um opinn gluggann, og var nú rétt við hliðina á okkur og að baki okkar. Það var alveg fágæt- O O lega furðulegt, hve nærvera hennar var raunveruleg og máttug. Það var einsog þú gætir snert hana og tekið á henni. Eg sótti fáein kerti inn í borð- stofuna. Mjúk birta þeirra, sem náði varla út að veggjum stofunnar, virtist alveg dásarnleg. Og vissulega virtist augnablikið sjálft einnig vera það. Og hve það var dásamlegt að vera til hérna, lifandi. Úti fyrir sást livergi Ijóstýra af mannavöldum. Myrkrið hafði einnig gleypt húsin niður með vcginum, og húsin tvö á hæðinni langt fyrir handan slétt- una. Nú var ekkert eftir af heimi þeim, sem ég hafði snt'iið baki við, þegar ég fór heim frá skrifstofunni. Hann gæti jafnvel hafa hætt að vera til. Tíminn hafði einnig liætt að vera til. Það var einsog hið liðna væri liorfið inní líðandi augnablik. Með- an tunglið og kcrtaljósin vörpuðu brúnum og bláum skuggum á hvít- an vegginn og mynduðu hvikular rúnir á hann, hvarf ég ósjálfrátt aftur til bernskuáranna, sem ég hafði alveg glé.ymt, en birtust nú alltíeinu fast hjá mér. Þau voru öl 1 tengd fjarlægum heimi og frurn- stæðum. Ég fékk sterka og lifandi kennd af svölu sumarbýli með fugls- lireiður undir þak-upsinni, og rnosa- vaxna steina á hóltiim ög hólum. Ég gat ekki munað.hvar þetta hcfði verið. En s\o var þarna hestur og léttikerra, þægilegur hrossaþef- ur, hófatak og marr í hjólura á mal- bornum vegi með blikandi skjá- steinsflögum í mölinni. — Þetta vár á fjallvegi í sveitinni, þar sem ég liafði dvalið að sumarlagi, þegar ég var.sexára! En jrað gerðist fleira en Jretta. Nóttin umhverlis okkur var sama nóttin, sem beðið liafði fyrir utan gluggana á kertislýstum sveitabæn- um, utan við aringlæður frumbyggj- ans, og umhverfis næturbál land- nemanna. Og nóttin náði enn lengra. Hún fól í sér forriar sögur af bogaskyttum, sem fóru á veiðar í stórum skógum, og víkingar sigldu með ströndnm fram, gengu á land og gerðu strandhögg og héldu síðan stórorustur við aðra víkinga. Allt fólst þetta í myrkri næturinnar. Það var fleytiíullt og þrungið sögum og ævintýrum. Við hjónin ræddumst við í hálf- um hljóðum, luegt og gætilega, og við hlustuðum jafnvel meðan við töluðum saman. Utan við bjarma kertaljósanna gat allt falizt. Eftir- tekt okkar var hárnæm og vakandi, og \ iðbúin hverju því, sem um hug- ann gat smogið. — Þegar ljósin komu aftur, virtist Jrað áþekkast Jrví Ijós-leiftri, sem bregður fyrir, er þú færð h.art högg á hnakkann. Nóttin var alltíeinu liorfin, einsog ltenni hefði verið kippt í burtu. Ég heyrði suðið í kæliskápnum og gutlið í dælunni. Klukkan fór af stað. Eg gekk að útvarpinu og lokaði ]r\í, áður en lamparnir voru fullhitnaðir. . . . Það væri ekki satt, ef ég segði að mér hefði Jnótt fyrir, Jregar raf- straumurinn kom aftur. Nýtízku- heimili eru ekki Jrannig gerð, að ]>au komist af án rafmagns. — En samt sem áður! — Ég hefði ekki viljað missa af Jressari reynslu. Og ég vildi gjarnan mega hverfa til Iiennar aftur — og ég geri það vissu- lega. t- Þegar ég geng út að kvöldi dags og hefi lagt síðustu götuljósin að baki, m'eð stjörnuhimininn yfir mér og skugga trjánna umhverfis mig, þegar næturhrafnarnir kallast á í sífelhi, og ugla vælir í tré langt í (Framhald á bls. 31.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.