Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 7. janúar 1959. XLI. árg. Akureyri, þriðjudaginn 23. desember 1958 67. tbl. .aKonaFioricja Hin nvvígða norska sjómannakirkja Kaupmannahöfn Sunnudaginn 23. nóvember sl. var hátíðlega vígð í Kaupmanna- höfn kirkja sú, sem reist hefur verið til minningar um Hákon konung VII., danska konungs- soninn, sem varð ástsæll kon- ungur Norðmanna fyrir fullum 53 árum, og kaus sér þá nafnið Hákon VII; Kirkja þessi er reist fyrir samskotafé beggja þjóð- anna, og var stofnað til þeirra árið 1955 á 50 ára konungsafmæli Hákonar VII. Stendur kirkja þessi á Amakri og sézt langt að. Þetta er sjómannakirkja, svip- falleg, en fremur lítil, rúmar 400 manns í sæti, og er byggð úr norskum grásteini og límd með dönsku steinlími (sementi). Frumhugmynd um kirkju þessa átti norski sjómannapresturinn EKKI HÆGT AÐ PÓSTLEGGJA BRÉF! í fyrrakvöld var svo komið, að hinn eini (Hvar eru hinir?) póst kassi bæjarins var svo fullur, að fólk varð að snúa aftur; það komst ekki meira í kassann. — Vildu sumir þó ekki láta sig og lágu á hnjánum við að reyna að troða í póstkassann bréfum og kortum. Erik Guldvog. Segir hann frá því, er hann skýrði Hákoni frá þessari hugmynd sinni, að þá hafi konungur mælt á þessa lund: — Þetta þykir mér afar vænt um. Þá á eg ekki fyrirhöndum að verða settur á steinstall suður í Kaupmannahöfn. Sambyggt kirkjunni er sjó- mannaheimili með ýmsum vist- arverum, m. a. lestrarstofu, sam- komusal, knattborðssal og ýms- um aukabyggingum. —o— Óslóar-biskup Jóhannes Sme- mó vígði Hákonar-kirkju í við- urvist Ólafs konungs og margra göfugra gesta, m. a. dönsku kon- ungshjónanna, fulltrúum sjó- manna-kristniboðsins, norskra og danskra gefenda o. m. fl. Er kirkjan fagurlega búin, bæði sem kirkja og sjómannaheimili. Ólafur konungur veitti kirkj- unni viðtöku í nafni föður síns, og ánafnaði hana síðan sjó- manna-kristniboðinu norska. — Vígsluathöfn þessi var hin hátíð- legasta, og fjölmenni geysimikið. v. Með yfirflýsingu sinni kaghýðir flokkurinn sig Loksins birti Sjálfstæðisflokk- urinn yfirlýsing uum stefnu sína í þjóðmálum og hefði fyrr mátt vera. Hann gerði þetta í tilefni af misheppnuðum tilraunum sínum við myndun ríkisstjórnar. Margt er fullrar athygli vert í yfirlýs- ingunni, meðal annars þetta: í fyrsta lagi er Sjálfstæðis- flokkurinn hvenær sem er reiðu- búinn til samstarfs við kommún- ista. Þetía mun sumum þykja saga til næsta bæjar, eftir að þessi sami stjórnmálaflokkur hef ur líkt samvinnu við kommún- ista við landráð. Það er gott að þetta liggur Ijóst fyrir og stað- fest af sjálfum formanni Sjálf- stæðisflokksins, hverjum óbreytt ir liðsmenn hans geta þakkað þennan jólaboðskap. í öðru lagi vill Sjálfstæðis- flokkurinn láta leggja öll gömlu kjördæmin niður, nema Reykja- vík. Líklega á þetta að vera ný- árskveðja Sjálfstæðisflokksins til dréifbýlisins og hefur henni ver- ið veitt ' viðtaka. Allir sjá, að hverju þetta á að stefna. Það á enn að skerða vald hinna dreifðu byggða. Þessari kveðju verður áreiðanlega svarað á viðeigandi hátt á næsta kjördegi. f þriðja lagi viðurkennir Sjálf- stæðisflokkurinn, svo að ekki er hægt að gera það betur, að efna- hagsmálalöggjöf ríkisstjórnarinn ar og Alþingis frá í vor hefði fyllilega staðist, ef ekki hefðu komið til þær kauphækkanir í sumar, sem Sjálfstæðisflokkur- inn barðist fyrir ásamt fleiri að- ilum með þeim árangri, að allt kaup hækkaði um 6—9% fram yfir þá 5% kauphækkun, sem beinlínis fólst í lögunum. Þessu til staðfestingar er það, að í yfir- lýsingu Sjálfstæðisflokksins seg- ir, að ekki þyrfti neinar ráðstaf- Emil gafs! upp viS stjórnarmyndun Þeir atburðir gerðust í gær, að Emil Jónsson, formaður Alþýðu- flokksins og forseti Sameinaðs þings, tjáði forseta íslands, að hann gæti ekki myndað þihgræð- islega stjórn. Frétt þessi var þó ekki staðfest þegar blaðið fór í pressuna. Emil Jónsson reyndi fyrst að mynda flokksstjóm með hlutleysi ann- arra flokka, en tókst ekki. Þá reyndi hann að endurvekja vinstri stjórn, en varð ekki ágengt. Búizt var við að hann myndi gefa skýrslu um málið í gærkveldi. Óvissa ríkir um lausn stjórnar- kreppunnar. Þá herma fréttir að försetinn hafi, þó ekki foimlega, snúið sér til Hermanns Jónassonar um stjórnarmyndun, en að Hermann hafi ekki talið ástæðu til slíkrar tilraunar. Nokkur vilji virtist fyrir því í gær hjá Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum, að Ólafur Thors geri aðra tilraun til stjórn- armyndunar. Enn er því allt í óvissu um, hvernig núverandi stjórnar- kreppa verður leyst. En allt virð- ist benda til að embættismanna- stjórn muni verða þrautalend- ingin. En það eru miklir álits- hnekkir fyrir AJþingi. Sennilega fá þingmenn ekkert jólaleyf í ár en væri þess óskandi að ekki liðu langir tímar áður en starfhæf ríkisstjórn hefur tekið stjórnar- taumana í sínar hendur. anir að gera í efnahagsmálunum, ef fallið yrði frá 6% af kaupi. Ekki gat Sjálfstæðisflokkurinn kaghýtt sjálfan sig meira eða betur á opinberum vettvangi, en með þessari játningu. Játningin minnir á afbrotamann, sem skyndilega fellur saman og játar syndir sínar. Yfirlýsing flokksins er svo öðr- um þræði almenns eðlis og óskir um velfarnað þjóðarinnar, sem ekki vantar hjá neinum stjórn- málaflokki og viljayfirlýsing um gengisfellingu. — Verður nánar vikið að þessum málum síðar. Ný bók effir Jónas Jónss. frá Hriflu Vínland hið góða Undanfarna annadaga var ver- ið að leggja síðustu hönd á merka bók hjá Prentverki Odds Björnssonar. Bókin heitir Vin- land hið góða eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Þetta mun ein þeirra fáu bóka, sem ekki sakar þótt síðbúin hafi verið í bókaflóði desembermánaðar. Höfundurinn er trygging fyrir því. Þessi nýja bók er VI. bindi í bókaflokknum Komandi ár. Efni hennar skiptist í: Vínland hið góða, Bylting á íslandi, Stóra bomban, Eldhúsdagur 1930, Sundhöll Reykjavíkur, Geta skólar verið skemmtilegir. Tveir baðstaðir, Landvörn íslendinga, Afmælisminni 1955, Brot úr rit- dómum og Halldór Kiljan Lax- ness. Það hefur verið sagt um Jónas Jónsson frá Hriflu, að hvergi stæðu andstæðingar hans hallari fæti í viðureigninni við hann en í ritsnilldinni. Þessi nýja bók hefur öll hin íyrri einkenni höfundarins. Þar eru ritsnilld og vitsmunir í önd- vegi. Síðasti kafli bókarinnar er um Nóbelsverðlaunaskáldið í Gljúfrasteini og nægir hann einn til að gera bókina eftirsóknar- verða fyrir alla landsmenn. Byggingaf ramkvæmdir á Akureyri Hafin bygging 85 íbúðarhúsa - 141 íbúð Lokið var byggingu 39 íbúðar- húsa, 32ja úr steinsteypu og steini og 7 úr timbri. í þessum húsum eru 51 íbúð. Grunnflötur þeirra er 4241 ferm. og rúmmál þeirra 21233 rúmm. Hafin er bygging 85 íbúðarhúsa, þar af eru 55 hús komin undir þak. íbúðafjöldi þessara húsa er 141 íbúð og rúmmál þeirra 57385 rúmm. Af ýmsum byggingum, sem lokið var við má nefna ullar- geymslu SÍS á Gleráreyrum, fiskverkunarhús Leós Sigurðs- sonar, tilraunaf jós SNE að Lundi og fyrsta áfanga Kexverksmiðj- unnar Lorelei. Af ýmsum húsum, sem gerð voru fokheld má getaplötusmiðju Vélsmiðjunnar Odda h.f., Skipa- smíðastöðvar KEA, viðbótar- byggingar við Frystihús KEA, byggingu Steinsteypuverkstæðis Akureyrar á Gleráreyrum og leilcskóla, sem Barnaverndarfé- lag Akureyrar byggir norðan Gránufélagsgötu. Hafin var bygging viðbótar- byggingar við Barnaheimilið Pálmholt. Breytingar og viðbætur við eldri hús voru 20, m. a. var lokið við byggingu fjögurra kennslu- stofa við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Lokið var við byggingu 7 bráðabirgðahúsa, m. a. Fata- hreinsun Vigfúsar og Árna við Hólabraut og afgreiðsluhús við Skipagötu 13. DAGUR kemur næst út miðvikudaginn 7. janúar 1959. Dagur sendir lesendum sínum beztu jóla og nýársóskir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.