Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Þriðjudaginn 23. descmbcr 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skriistoía í Haliiarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þeir lokuðu leiðum MÖRG VEÐUR hafa leikið um hinn pólitíska vettvang að undanförnu og enn eru blikur á lofti, sem erfitt er að ráða. Vinstri stjórnin sagði af sér þegar Alþýðusambandsþing hafnaði stöðvun verð bólgunnar. Blöð kommúnista hafa túlkað verð- Bólgustöðvunina þannig, að ráðherrar Framsókn- arflokksins hafi farið fram á kaupskerðingu verkamanna, sem jafngiltu því að þeir væru at- vinnulausir einn mánuð eða létu af hendi kaup sitt fyrir eins mánaðar vinnu. Frumvarp forsæt- isráðherra og helztu samþykktir Alþýðusambands þings, svo og tillögur Framsóknarmanna í efna- hagsmálum hafa verið birtar hér í blaðinnu áður, og vísast til þeifra fyrir þá, sem vilja kynna sér það, sem raunverulega gerðist. Skrif Þjóðviljans og Verkam. um þessi mál eru að mestu leyti hreinn uppspuni, sem ekki er sæmandi neinu op- inberu málgagni að flytja. Enn furðulegra er, að þessi blöð þykjast vilja stöðva verðbólguna, en lokuðu þó öllum leiðum að því marki. Kommún- istar, hluti Alþýðuflokksins og íhaldið höfnuðu því að kaupmáttur launanna væri tryggður og miðaður við kaupvísitöluna 185 stig og bera því ábyrgð á, að enn hallar á ógæfuhlið í efnahags- málum. Undir b jörgununi EINN ER SA MAÐUR í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur sérhæft sig alveg sérstaklega í því að rista kommúnistum níð. Hann heitir Bjarni Bene- diktsson og hefur haft þessa iðjji sem sérgrein sína og flokksins á annan áratug. Hann og blöð flokksins, svo og allir ræðumenn þess flokks, sem flaskzt hafa um landið, hafa talið það ganga land- ráðum næst, ef ekki bein landráð, að hafa sam- vinnu við kommúnista. Vinstri stjórnin hefur ekki farið varhluta af þessum kenningum. En hið ótrúlega skeður oft í heimi stjórnmálanna. Ólafi Thors var falin stjórnarmyndun og Ólafur fór í bónorðsför og reið með björgum fram og féll á kné við fætur Einars Olgeirssonar og hafði Bjarna Ben. að meðreiðarsveini og lét hann líka krjúpa niður og rétta fram höndina. Kommúnistar þekktu, að þar var sama, holduga höndin, sem þrotlausast hafði auglýst kommúnistahatur Sjálf- stæðisflokksins. Flestir stuðningsmenn „stærsta“ flokksins sátu gneypir við þessar aðfarir og fannst Bjarna sínum förlast nokkuð, en Ólaf sinn könn- uðust þeir við. Allir vita hvernig för þessi end- aði. Ólafi tókst ekki stjórnarmyndun, en honum tókst þó að afhjúpa hug sinn til þess stjórnmála- flokks, sem meiðreiðarsveinn hans og hann sjálf- ur hafa talið l)joðhættulegt að eiga nokkra sam- leið með. Á þetta hefur þjóðin horft opnum aug- um og einnig það, hve algerlega vonlaust það er, að ætla Sjálfstæðisflokknum forystuhlutverk í stjórnmálabaráttunni. Hvíti reykurinn ÞEGAR KAÞÓLSKIR MENN velja sér yfir- mann sinn úr hópi kardinála, fara þeir að gamalli hefð og einangra sig frá umheiminum á meðan á kosningu stendur. Hvítur eða svartur reykur gef- ur þúsundunum, sem bíða í ofvæni úti fyrir, merki um hversu kosningin tekst. Hvítur reykur merkir, að nýr páfi hafi verið kjörinn. Á Alþingi íslendinga sitja 52 fulltrúar þjóðarinnar á rökstól- um. Ekki mun þá vanta vit, og sérfræðilega aðstoð hafa þeir næga. Samt er stjórnarkreppa. Þjóðin bíður þess, að hún verði leyst á þingræðislegan hátt. Al- menningsálitið múrar fyrir allar útgöngudyr Alþingis í líkingu við það, sem múrarar raunverulega gera í Vatikaninu. Þingmenn verða að leysa stjórnarkreppuna og eru skyldugir til þess, hvað sem jóladögum og jólaleyfum líður. í von um farsæla lausn þessa máls og giftusama stjórn landsins á komandi ári, óskar blaðið öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. Benedikf á Bægisá áffræður Sunnudaginn eftir nýár, 4. janúar n.k., á merkur og vinsæll samferðamaður áttræðisafmæli. Það er Benedikt Einarsson á Bægisá. Hann er fæddur í Skógum í Fnjóskadal, og voru foreldrar hans hjónin Einar Einarsson og Kristbjörg Bessadóttir, sem þar bjuggu lengi, víðþekkt að góðvild og hjálpsemi við gesti og gang- andi. Var Einar af hinni kunnu Fellsselsætt, en Kristbjörg, móð- ir Benedikts, fædd og uppalin í Skógum og ól þar allan sinn ald- ur. Hún var systir Jóhanns í Skarði. Þau voru sex, Skógasystkinin, sem upp komust, börn þeirra Einars og Kristbjargar, fjórir bræðurnir, Halldór, Hannes, Benedikt og Pétur, og tvær syst- ur, Sigurlína og Sigríður. Eru nú þau Benedikt og Sigríður tvö á lífi ig búa saman á Bægisá. Benedikt ólst upp með foreldr- um sínum í Skógum, en fór 15 vetra gamall til Akureyrar og nam þar söðlasmíði af Jóni Borgfirðingi. Vann Benedikt að þeirri iðn lengi síðan og gerir raunar enn í ígripum, og hefur þó lagt gerva hönd á fleira um dagana. En þar er búskapurinn þyngstur á metum, því að hann hefur Benedikt stundað sam- fleytt í rúrna fjóra áratugi, og mundi kallað vera ærið ævistarf hverjum meðalmaanni það, sem eftir Benedikt liggur á þessu sviði, þó að annað kæmi ei til. Iiefur þar farið saman mikill áhugi og frábær dugnaður og þrautseigja. Og er þess skemmst að minnast, er Benedikt hóf að nýju stórfelldar jarðabætur, svo sem ungur væri. En búskap byrjaði hann á Bægisá vorið 1916 og sat þá fyrst í ábúð staðarhaldarans, séra Theódórs Jónssonar, en tók síð- an hálfa jörðina á erfðafestu, og byggði þá bæ sinn niður við þjóðveginn og nefndi Húsá, en því heiti breytti örnefnanefnd ríkisins aftur í Bægisá 2. Fyrir sex árum bættist svo enn eitt starf við Benedikt, erils- og ónæðissamt, er hann tók við vörzlu símastöðvarinnar á Bæg- isá, en þeirri stöðu hefur hann gegnt síðan af stakri trúmennsku og þjónustusemi. Enda eru það þeir eiginleikar, sem mest ein- kenna Benedikt í öllu dagfari og skiptum við aðra. Hafa grannar hans, sveitungar og samferða- menn reynt það á ýmsan hátt. Sama góðvildin og hjálpsemin, sem forðum víðfrægði æsku- heimilið í Skógum, hefur fylgt Benedikt og gert garð hans, og þeirra systkinanna á Bægisá, að sannkölluðum griðastað og aufúsuskjóli. Byggðu þau og bæ sinn um þjóðbraut þvera, þegar jörðinni var skipt, og er það táknrænt fyrir þá gestrisni og greiðasemi, sem þar hefur ríkt alla tíð. En ótölu margir hafa þurft þangað að leita, ekki sízt þau árin, sem kirkjustaðurinn sjálfur var ekki setinn, og var þá oft gott að eiga athvarf hjá þeim Benedikt og skyldi ekki svo fljótt gleymast. Annars átti þetta aðeins að vera stutt og óbrotin afmælis- kveðja og lítill þakklætis- og viðurkenningarvottur góðum dreng og merkum manni, því að það er Benedikt hvort tveggja. Með fádæma dugnaði og nærri einstæðri karlmennsku hefur hann leyst af hendi mikið ævi- starf, farlama frá ungum aldri, raunar ekki síðan sjö vetra gamall stigið heilum fæti á jörðu. En samt manna glaðastur og grunnreifastur, ennþá „til í allt eftir sólstöðurnar", eins og Jónas forðum, þó að aldurinn sé orðinn hár og dagsins önn nóg að baki. Og nú óska þess vinir Bene- dikts, að hann verði sjálfum sér líkur svo lengi sem ævi endist, og árna honum hamingju og blessunar inn í nýja árið. Sigurður Stefánsson. Eftirmáli. Benedikt hefur beðið blaðið að geta þess, að því miður sjái hann sér ekki fært að taka á móti gestum afmælisdaginn, 4. jan., vegna ýmissa heimilisástæðna. — En hann sendir öllum vinum sínum og góðkunningjum beztu jóla- og nýárskveðjur og þakkar innilega samskipti og vináttu genginna ára. Háskalegur kolkrabbi Fyrir skömmu varð fiskimaður á vesturströnd Noregs fyrir sjaldgæfri árás, er hann var að draga þorskanet sín. Var veiðin mest ufsi og ýsa, en netið reynd- ist svo þungt, að maðurinn var farinn að halda, að lúða hefði ánetjað sig. En undir borði kom í ljós heljarmikill kolkrabbi, á að gizka fullra fjögurra metra lang- ur (þ. e. sennilega að örmum meðtöldum). Risavættur þessi teygði einn sinna 10 löngu arma upp í bátinn og saug hann fast- an utan um annan fót mannsins. En svo vel vildi til, að slíðurhníf- ur mannsins lá ber á þóftunni, og gat hann því sargað sundur arm kvikindisins, sem þá sökk í djúpið. SÆMUNDUR G. JÓHANNESSON: Kolskeggm* Landkyljur þýðar fylla fagra voð. Friðsæla kvöldið rökkurslæðu vefur Illíðina kærú, land og létta gnoð. Landflótta maður einn á þiljum tcfur, horfir á fsland hyljast bláum Iaugum. Höfug cr dögg í Kolskeggs fránum augum. Kvcður hann neyddur kæra vini og svcit, knúinn af skyldu harðri í útlcgð stranga, framar ei bróður frækinn aftur leit, fullhugann syrgði marga daga og langa. Glæsibrag ytri Gunnars ei hann bar. — Glysljóminn blindar hálfskyggn augu löngum. Ætterni, mctorð. auður, gáfnafar, allt er það dáð í íögrum skáldasöngum, Sáttmála rjúfa, svíkja gefin heit, sýnist hin æðsta vizka heimskum mönnum, orðlieldni þykir ódyggð þcirri svcit, eigingirnd fórnar tryggð og rétti sönnum. Hrósað er þeim, er háðu blóðug stríð, hetjan, er sveik, fær Iof í dýrum brögum. Friðsamur maður fífl er sinni tíð, fallinn í gleymsku nefndur lítt í sögum. „Aldrei að víkja“ eiginvilja frá, aðrir þó séu troðnir undir fótum. „Aldrei að vægja“, aðra láta sjá ódeigan hug og veifa hvössum spjótum. Gunnari þctta hugarþel var hjá, lieim cr hann sneri af Iífsins vcgamótum. Kolskeggur sýndi æðri anda þá: „Aldrei að svíkja,“ halda uppi bótum. Heitorð að efna, halda grið og sátt, heiðarlcik sýna, víkja ei frá réttu, karlmennsku heimtar, kjark og viljamátt. Kolskcggur eigi rann frá marki settu. — Hugarfar Gunnars hciminn blóði roðar, hjartaþel Kolskeggs friðinn jörðu boðar. Alskyggn frá hæðum augu Drottins vcita athöfnum manna og hvötum nánar gætur, réttlætisverka og réttra hvata leita. Rcttlátum manni Drottinn hcfir á mætur. Dómar hans eru dómum manna hærri, Drottinn á hjartað lítur, vér hið ytra. Haldinorð tryggð er honum miklu kærri heldur en svikin, hvernig sem þau glitra. Kolskeggur þegar hélt sín lieit og orð, himnanna Drottinn leit á það mcð gleði. Dinnnnættið milda Dana huldi storð. Draununaður ljós að Kolskeggs gengur bcði, kallar á liann að koma og fylgja sér. Kolskeggur síðan Drottins maður cr. Hann nam ci yndi á Dana grænum grundum, þó glitri sund lijá beykiskógum vænum. í Garðaríki var á vetrarstundum, á víðum sléttum, fjarri hciðablænum. Miklagarðs til, að Grikklands fögru fjöllum, fór hann og stýrði kappasveitum snjöllum. Hctjunni miklu hér var enginn jafn, linitað var saxið bláa í stríði liörðu. Kolskeggur hræddist aðeins eitt á jörðu: Eiðrof, að hljóta tryggðaníðings nafn. Með eiginkonu unga í hraustum örmum clskaður, virtur, lét af fornum hörmum. Svo dauðinn kom, en Ijóssins himna hlið, — ei haugur dimmur, — brostu honum við. Rcttlætis vegna raun hann þoldi fyrr, ranglæti, heitrof sjá ei himins dyr. Mcð konungi sannleiks, Kristi, dvelur sá, er köllun hans þáði og réttu vék ei frá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.