Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 8
Bagub Þriðjudaginn 23. desember 1958 SIGURÐUR JÓNSSON FRÁ BRÚN: Keiinarar utan stéttarþings IlaustgieUur stóðhesta. — (Ljósmynd: E. D.). HVERT sem litið er blasa við kraftaverk og ævintýri. Sjálft er land okkar undúr og stórmerki, líf- vænlegur blettur, eins og það hefur reynzt, þar sem þó mætti ætla kulda aðeins, dauða og ömurleika. En hvel bárunnar, birkiilm skóganna og blómskreytingu grunda og hlíða ber þeim að mæra í ljóði og lausu niáli, sem þeirra hafa mest notið. Af mér var orða óskað um hross. Af öllu dýrlegu við þetta land — sem önnur — er einn fcngur beztur: vinátta vitandi vera. Því æðri og þroskaðri sem aðilar vináttusambands eru, því mcira verður þar frá að segja, og mestar bókmenntir þjóða fjalla um sam- band manns við mann. Næst jua' og stundum jafnvel ennþá ástúðugra verður á miili manns og skepnu, hests eða hunds. Hversu margir trúa nú huldu- fólkssögunum, sem ég og jafnaldrar nn’nir höfðum í æsku beig af að kynnu að vera sannar? Þeir munu vera fáir. Fer senni- lega fækkandi þeim, sem hafa nokk- ur kynni af slíku á því reki, sem við vorum þá á. Tnnan tíðar fer vísast, ef svo held- ur frarn sem horfir, á sömu leið — að almennings vi.ti — með allt, sem máli skiptir af afrekum hrossa og þegar hefur lent með framkvæmdir huldúfólks. Sögurnar af hrossunum verða bráðlega lialdnar heimska ein og lygar óvandaðra skröksögu- smiða, er nú þegar komið svo með skeið snillinga. En hitt er sannast. ]><>tt álfasögur séu þar undantekning, að það er iöngum réttast, scm fæstir trúa. Menn mæla topp fjalls, sem fáir hafa. klifið og færri mælt, en ekki einhvern hjalla í hlfð, og er þar hin rétta hæð fjallsins, sem hæsti lmjúkurinn endar. Eins er það sannast ujn menn og málleysingja, sem stærst verður af þeim sagt til lofs eða lasts, hitt eru ósannindin, sem hver ótíndur klaufi og óvalinn gorvembill getur framleitt í sam- einingu, af því að það nær engu takmarki. En þótt rengt yrði flest það, sem skiirulegast hefur verið af hestum sagt, ]tá er þeirri vantrú margt til málsbóta. Þeir menn, sem fengu fram afrek liesta að fornu, voru hestvanir menn og oftast með sinn' eigin hest í verki kunnugan sér og samvanan. Nú þykir hvað fínast að láta hesta á tamningarskóla til manna, sem margir munu vart hálftamdir sjálfir, en skulu þó kenna tryppum viðhlftandi kurteisi á 3—G vikum eða þé>tt nokkru lengri stund éir vetri væri. Áður þótti með hina vandaðri tamningu hæfilegt að henni væri lokið nálægt mótum ]>riðja og íjórða bnikunarárs, en nokkra hesta mátti aldrei kalla ann- að en einkayndi húsbónda síns og varasama öðrum, enda var þá allt tamið, sem reynt var við og jafnvel klaufar urðu að gera tryþþið sitt meðfærilegt og nokkurn nytjagrip. Þeim, sem telja að sliks skítverks þurfi nú ekki lengur, má benda á, að enn stunda sumar þjóðir bogfimi sem íþrótt, þótt hvorki sé sú vopn- beiting arðvænleg við veiðar né sig- urstrangleg í nútíma hernaði. Fast- heldni þcirri mun sú skoðun valda, að það sé rýmra manngildi að geta ekki það, sem fyrri ættliðir gátu og það enda þé>tt eitthvað annað hafi bætzt við getuna, en þeir heita föð- urbetrungar, sem aukið hafa ein- hvcrju góðu við ættlið sinn án þess að týna öðru. island hefur líingum verið kallað fátækt land og lítið hefur hér jafn- an verið um skilyrði til listsköpun- ar, skort bæði tæki og tilsögn: Hrosshár í strengi og holað innan tré! Ekki átti Fiðlungur meira fé. Fiðlan sti og svo ýmsar tegundir fjaðra (pennaf jaðra) voru aðal- áhöldin, sem þjóðin hafði til list- rænnar iðju. Gripið var og til hnífs og hamars, og er þé) enn vantalið á meðan é>nefnd eru reiðtygin, sem sumum mönnum urðu fullkomin fegrunartæki engu síður en mynd- skeranum hnífurinn eða fiðlaranum boginn. Var þeim mönnum, er þeim tækjum béittu stóðið í haganum, stundum draumgjafinn eini eða þá sá helzti. Þar var að finna verkefni, vanda og gleði, í einu orði sagt lífs- innihald og stundum meira að segja utan við alla aurahyggju, sem þé> þykir marga lýta. Ekki voru það aðallega sjálftamd- ir þægðargripir, sem færðu niönn- um framantalinn ábata, þótt svo mætti einnig verða. Það var villing- urinn, flaustrarinn og fanturinn, sem bezt kenndi og helzt gat lyft huganum frá vonbrigðum dags eða volæði nætur, verið jafnvel ný- hryggbrotnum strákanga sönnun ]>ess, að hann hefði samt manngildi nokkurt, bæri — umfram aðra jaftt- vel — ratvísi til einnar sálar, þótt til annarrar brygðist. Og þar gat verið ntikils að leita, aðeins vinnuafköst eins hests gátu skorið úr um afkomtt bús — líf fjölskyldu. — Starfsgeta lirOssastólsins alls réði engu minna cn Golfstraumurinn um ttotagildi landsins. Hefðu ekki verið hér lið- tækir hestar, ltefði engintt sauðfjár- bétskapur orðið rekinn sökum víð- áttu óbyggilegs hálendis og þar af leiðandi vanhaldá fjár. Án hesta hefði byggð á íslandi orðið svip- uð strjálingi Skrælingjabústaða á strandlengju Grænlands, því án sauðfjárbúa með bjarglegum heimtum er sveitavist hér á landi éihugsandi og þjéiðinni sá kostur cinn að draga fram lífið í verstöðv- ttm, sem vantaði auk heldttr efni til fatnaðar að ógleymdu ýmstt fleira, er einnig skorti, ber þó ekki minna að meta áhrif hesta á menningu og samskipti Itorgaranna. Hestakostur Isléndinga hefttr meira valdið um lög og landsrétt, bókagerð óg’'alla fræði en beint liggur í augum-uppi. Hvað héfði t. d. orðið um myndun ríkisheildar á íslandi án hesta til þingreiða? Hver skyldi líka hafa samið. Njáh: á meðal gangandi stafkarla,.. setn ekki náðu víðara til kynningar við ntenn en bífurnar gátu boriðnvorn lil annars? Ekki var svo vel, að siglingaleiðir væru sæmilega tæki- lcgar. Austfirðingar hefðu þannig átt vanhaldasama leið fyrir Meðal- land á þeim farartækjum, sem al- mennt var kostur á. Vestfirðingum þótti líka reynt að „hlunkandi byr á Töngum" þýddi ekki alltaf „röst ina“ holla smáskipum, þótt það ráð hefði verið upp tekið í fyrstu að setja „hrafnaþing kolsvart í holti" við sjó fram. Verðttr að teljast é>- þarft að gera lengri lestur um nauð- syn farartækja og samgangna og þá í þessu falli nauðsyn hesta. Hvaðan er hann þá hingað kom- inn, sá hinn þarfi þjémn? Þeirri spurningu kynni að verða ttokkuð vandsvarað, þar sem sögur okkar eru nti samkvæmt nýjustu rannséiknum taldar skáldsögur og því ótryggar heimildir. Um þctta efni vill þé> svo til, að finnanlegt er líkamsauðkenni, sem bendir á á- kveðinn uppruna og sker það úr um sumt, þegar þá aðrar heimildir, hversu veikar setn vera kunna, bcnda á sama. Hjaltlenzkir hestar eru án aur- horns á fótum og svo er einnig um suma íslenzka hesta. Þar sem vitað er um búsetu norrænna á Bretlands- eyjuin og flutning hinna sömu manna ltingað til lands með bú sín. þá er skyldleikinn í þessum tveimur tegundum augljós hvað hrossaætt- irnar snertir. Þá er fullvíst, að eng- in hross voru hér við komu fyrstu manna. isaldir og hafsmegin ntikið sáu fyrir því. Hitt er óvíst, hverjir ■ fyrst fluttu út ltingað btipening, en hafi írskir munkar flutt sattðfé til Færeyja, svo að Norðmönnum hafi blöskrað fjöldi þess þar, þegar þeir síðar komu og gáfu eyjunum nor- rænt nafn, þá væri ekki ólíklegt, að þeir Papar hefðu haft sömu fyrir- hyggju, sem hugðu til íslandsferðar, og hefðu þeir vel mátt flytja stærri gripi en sauði, þar sem um meiri víðáttu var að fara á leiðarenda ]>eirra en fyrir kom í Færeyjum. En þótt þeir hefðu flutt hingað allar bústofnstegundir og bólstöð- um þeirra verið stráð um sunnan- vert landið, frá Berufirði að austan og allt norður til Hvammsfjarðar, þá ltefði ekki verið um þau ein bú að ræða, sem nægt liefðu landshlut- anum, og er því mestur hluti bú- stofnsins kominn með norrænum mönnum og frá Skandinavíu og hef- ur verið valinn tir þekktu búi sér- hvers eiganda, sent allir urðtt að skiljn eftir meira en flutt varð sök- um ófullnægjandi skiprúms. Var því bústofn allur hjngáð kominn étrval eitt. Nokkuð kom með vestrænum landrtámsmönnum, en þar er örð- ugra að gera sér grein fyrir frum- stofni, þar sem þar hafa meira blandazt kyn síðan. Þó sýna I-Ijalt- lendingarnir sig enn í dag og sanna skyldleikann, minnstu hestar heims og einir þeir endingarbeztu, hvort sem litið er á aldur cða þrek eftir stærð. Þá er einnig kunnugt, að Ré>mverjar hinir foriiu voru með sté>ra heri um langan tíma á Stóra- Bretlandi í nágrenni við héruö .þau og landshluta, sem vestrænir land- námsmenn sumir eru frá komttir, og hafa þá hestar þeirra hermattn- anna haft betur agaðar hneigðir en setulið nútímans það, sem á tveim- ur fótum gengur, ef þeir hafa ekki sáð sér lit. Þeir hestar voru tíndir saman étr víðlendu heimsveldi handá sumum af voldugústu, rík- ustu og heimtufrekustu mönnum veraldarsögunnar og hefðu því mátt hafa verðmæta eiginleika að skila til niðja sinna. Talið er nét af ýmsum yngri hestafræðingum, að frægustu hestar heims, Arabarnir og frændur þeirra, hafi aðra gerð beina en hestar í Ev- rópu og illsamræmanlega við vest- ræn hestakyn, svo að kynblending- ar þeirra ættu að gefast illa. Sé það rétt og hitt líka satt, að heilsa, vilji og lundarlag fylgi beinagerðinni é>- aðskiljanlega, þá má afskrifa allar vonir uni erfðakosti austrænna gæð- •inga éit hingað, en vitað er hitt, að íslenzkir hestar urðu tíðkanlegar konungagjafir, er þeir höfðu um stund blandazt hér um stund étr ýmsum löndum komnir, og bendir það á betri ættstofn einhvers staðar að en þann hinn norræna. Hugsan- legt er að vísu, að landkostir hafi hér verið hrossum hagfelldari en í heimalöndum, og bendir mikill þroski íslenzkra hreindvra til að þá ástæðu megi líka muna, en ekki.ber það vott ntiklu hagrænu viti þjóðar okkar.að treysta nú svo til eingöngu á sjófang okkur til viðurlífis, en flýja landbúnað, ef Island ætti að vera betra itndir l>ti en nálæg lönd. Hross ertt þannig mikill hluti af sögu okkar og ntikil orsök æva okk- ar, og það er mikil trassamennska og heimska að hafa ckki fest vcrk þeirra, aldur, ættir og aðsetursstað á béikfell eins vel og fánýt deilumál, en þannig hefur margt niður fallið sem síður skyldi, og er þetta með því verra og kcmur sér því bagaleg- ar, hve lítið Jnaður veit með öryggi, þar sem nú hafa unr langar stundir staðið strangir vindar um allt is- lenzkt hrossakyn. Mismiklir menn eða litlir hafa talið sig lil þcss kall- aða að breyta öllum stofninunt til cftirlætis við aðra aðila en atvinnu- vegi og borgara þessa ríkis, og enn aðrir hafa tekið sig fratn um að snið ganga hross til sérhvers hlutar nema nytjalauss leikaraskapar, ellegar þá níða af þeim alla verðskuldun og tilverurétt. Var það upphaf að, að ekki skyldi lengur hesta meta efitr áunnu, íslenzku fegurðarviti og reynslu undangenginna kynsléiða, heldur miðast við námuvinnu I jörðu niðri suður í Englandi eða við. skoðanir Dana um það, hve hár hestur þyrfti að vera á herða- bein til að vera látandi fyrir öku- tæki i landi þeirra. Og enn gat versnað, ef sniða skyldi vaxtarlag þeirra og gerð eins og kjóltusku, eftir uppdráttum tízku þar og þar, "kföfum, sem engar líkur voru til að stæðu misseri lengur eða nokkur gæti elt, svo sem eru stundaróskir tilhaldsmanna, sem ekkert vita, hvers biðja ber. Er þá lítt virt skyldulið og niðjar Lögmanns-Brétns og Ké>ps hins mýr- dælska, ef það á að afklæðast forn- um auðkennum til þess að þykja boðlegt undir sællífa auðmenn á erindislausu flakki þeirra um þau lönd, sem svo eru ill við fót, að þau eru ekki bjé>ðandi heimaöldum hrossum. Við slík boð verður mannt og manni að taka undir nteð Steph. G. Stephanssyni og segja: Þú til hálfs skalt heldur vera heima-frjáls og þá njóta sjálfs og beinin bera blásnum hálsi á. Og er það þé> ekki svo að skilja, að ekki megi selja hesta hvert á land þangað, sem þeim verður látið líða eins vel eða betur en hér, held- ur. þannig, að ekki skyldi breyta gerð ]>eirra eða getu í é>hag íslenzk- urn störfum, til þess að þé>knast er- lendum markaði. Hestar komu hingað tamdir grip- ir, svo sem ]>á var þörf fyrir og kostur á. Nét er rnikill hluti þeirra ekki taminn lengur heldur villt dýr, eins og hirtir erlendra skétga. Þé> heíttr ýmsum miinnum tekizt að venja hestinn sinn þannig til feng- ihn til að hlýða kalli og bendingum, jafnvel clta sig og trúa sér fyrir lífi sínu og líðan af fúsunt huga. Á sama hátt hafa sumir hestar tekið menn þannig fangna, að þeimt hefur varla orðið vær stund nema í návist þess og þess hests, og þarf varla annarri Hðan að lýsa, hvorki hjá manni né hesti, ef svo hefur tekizt sambtiðin. Mega ]>eir hestar gjarnan nokkuð á sig leggja eða (Framhald af 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.