Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út mikviku- daginn 11. febrúar. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 4. febrúar 1958 6. tbl. Nýkjörin stjórn B. S. E. Talið frá vinstri: Eggert Davíðsson, Ármann Dalmannsson og Björn Jóhannsson. — (Ljósmynd: E. D.). Brezkur togari innan 4 mílna línunnar Næsti Bændaklíibbsf. verður á Dalvík mánudaginn 9. þ. m. og hefst kl. 9 e. h. — Umræðuefni: Sauðfjárræktin. Framsögum. Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum. — Einnig verður sýnd kvikmynd. ©. Nokkrar frcttir af aðalfundi þess 29.-30. f. m: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjal jaröar 1959, var settur fimmtu- daginn 29. jan. kl. 10,30 í húsi K. l'. A., Akureyri. Formaður sambandsins, Armann Dalmannsson, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Minnt- ist hann í fundarbyrjun Jóns Guð- manns, bónda að Skarði, sem látizt liafði s. 1. sumar. Maettir voru full- trúar 11 búnaðarfélaga. Þá var stjórn sambandsins (">11 mælt, ráðunautarnir Ingi Garðar Sigurðsson, Erik Eylands og Ólafur Jóiisson, formaður S. N. E., Jónas Kristjánsson og búnaðarþingsfull- trúi, Garðar Halldórsson. Shýrsla stjórnar og rá>ðunauta. Formaður sagði frá störfum stjórnarinnar, með nokkrum orð- um. Auk þess starfs, sem kom frani í sambandi við reikninga og skýrsl- ur ráðunauta, hefði verið haldinn bændadagur eins og árið áður, og allmikil vinna hefði farið í undir- húning Búnaðarþingskosninga. Úr hændaför hefði ekki orðið, aðallega vegna erfiðs tíðarfars s. 1. sumar. Erik Eylands skýrði frá störfum sínum, sem mest voru í sambandi við vélar ræktunarsambandanna og verkstæði samhandsins, auk þess sem hann leiðbeindi bændum, eftir þvl sem við varð kontið. fngi Garðar Sigurðsson las upp útdrátt úr jarðræktarskýrslum. Framkvæmdir á samhandssvæði voru þessar: Safnþrær 360 rúmm. Áburöar- geymslttr 1766 rúmm. Nýrækt 376 ha. Túnaslóltur 4,75 lia. Matjurta- garðar 3400 ferm. Grjótnám 2017 rúmm. Handgrafnir skurðir 769 rúmm. Lokræsi 924 m. Girðingar 35750 m. Þurrheyshlöður steyptar 18,430 rúmm.; úr öðrtt efni 1801 rúmm. Súgþurrkunarkerfi 4043 ferm. Votheyshlöður 702 rúmm. Garðávaxtageymslur 192 rúmm. Þá skýrði ráðunauturinn frá niðurstöðum úr skýrslum sauðfjár- ræktarfélaganna. Mesti meðalkjöt- þungi eftir á var hjá „Neista“ í Öxnadalshreppi, 27,77 kg., eftir þingeyskt fé, og Sauðfjárræktarfél. Svalharðsstrandarhr., 26,73, eftir vestfirzkt lé. Rcikningar. Formaður lagði frarn reikninga samhandsins og skýrði þá. Skuld- laus eign í árslok var kr. 319,401,99. GUNNAR DAL rithöfundur flytur erindi í Borg- arbíó í kvöld kl. 9 á vegum Góð- templ. og Áfengisvarnanefndar. EdvardSigurgeirsson sýnir kvik- myndir. — Aðgangur ókeypis. Niðurstfiðutala á aðalreikningi kr. 480,242,70. Yfirfært til næsta árs kr. 108.212,68. Meðal annars skýrði formaður frá 25 þús. króna gjöf til Minning- grsjóðs prófastshjónanna á Hofi, frá Hannesi Davíðssyni, sem afhent mundi verða sambandinu 4. nóv. 1960. Reikningarnir samþykkLÍr með samhljóða atkv. Samþykktir. a) Stjórnin lágði Jrám tillögu ttm að lögum Búnáðarfélags Islands um Búnaðarþingskosningar verði breytt. — Tillagan hljóðar svo: „Fundurinn skorar á Búnaðar- þing að kjósa milliþinganelnd til að endurskoða lög Búnaðarfélags Is- lands um kosningar til Búnaðar- þings og reglugerð um sarna. Telur fttndurinn æskilegt, að leitað yrði tillagna húnaðarsambandsstjórna um nauðsynlegar breytingar." b) Stjórnin lagði fram eftirfar- andi tillögu: „Aðalfunilur Biinaðarsámbands Eyjafjarðar lýsir andúð sinni á framkomu Brcta í landhelgisdeil- unni. Fundurinn sendir jafnframt þeim, sem að landhelgisgæzlunni starfa, jtakkir fyrir djarfa og drengi- lega frammistöðu." „Fjárhagsnefnd leggur til, að fundurinn samþykki 10 þús. kr. fjárveitingu lil Hrossaræktarfélags Eyf. og hestamannafél. Léttis, vegna þáttöku Jreirra í llrossa- ræktarsamhandi Norðurlands, sem greiðist að jöfnu á tveimur árum.“ Aðalfundur B. S. E. haldinn á Ak. 29.-30. jan. 1959, skorar á stjórn B. 1. að hún, í samráði við dýralækna, beiti sér fyrir þVí, að nauðsynleg leyli fáist til þess, að Eyjafjarðar jafnan verði nægilegt magn af fóð- ursiiltúm handa mjólkurkúm og iiðrtt húfé, til sölu í verzlunum víðs vegar um laridið. Aðalfundur B. S. E. haldinn á Ak. 29. og 30. jan. 1959, samþykkir að fela stjórn samhandsins að at- Frnmhald d 4. siðu. Herskip hinclruðu töku togarans, en viðurkenndu staðsetninguna. Herskipin bíða fyrirmæla brezku stjórnarinnar, enn fremur Þór og sökudólgurinn Á sunnudagskvöldið kom varð- skipið Þór að brezka togaranum Valfell frá Grimsby, þar sem hann var að veiðum út af Loð- mundarfirði. Varðskipið setti dufl við hlið togarans, þar sem hann var að draga upp vörpuna. Togarinn skeytti ekki stöðvunar- merki varðskipsins og sigldi burt. Varðskipið skaut að honum lausu skoti og nam hann þá staðar, en tveir brezkir tundurspillar komu þegar á vettvang, mönnuðu fall- byssur sínar og beindu þeim að hinu íslenzka varðskipi. Yfir- maður herskipanna kom síðan um borð í Þór, viðurkenndi að mælingin væri rétt, en neitaði Þór um að taka togarann, sem óumdeilt var 0,8 sjómílur innan fjögurra mílna markanna þegar hann var staðinn að verki. Brezku tundurspillarnir sendu stjórn sinni fyrirspurn um hvað gera skyldi í málinu. En svar var ókomið síðast þegar blaðið frétti síðdegis í gær. Bretar hafa viðurkennt fjög- urra mílna fiskveiðitakmörkin í verki en aldrei formlega. Ofbeldi þeirra keyrir nú úr hófi fram og er komið á stig fulls fjandskapar. Lö@ um niðuriærslu verðlags og launa komin fil framkvæmda Frumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi sl. föstudag. Samþ. í efrideild með atkvæðum Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, 8 atkv. sam- tals. Fulltrúar Aljtýðubandalags- ins 3 greiddu atkvæði á móti. — Framsóknarmenn greiddu ekki atkvæði. Hið nýja niðurfærslufrumvarp kveður á um, að kaupgreiðslur miðist við kaupvísitölu 175 til 1. marz. Jafnframt kauplækkuninni lækkar afurðaverð til bænda og hlutur sjómanna. Almenn kaup- lækkun nemur 10 vísiltölustigum eða 5,4%. Á móti koma miklar niðurgreiðslur vísitöluvara og um 1% lækkun á vöruverði al- mennra vara annarra. Hinar miklu niðurgreiðslur binda Útflutningssjóði og ríkis- sjóði þunga bagga, eflaust yfir 200 milljónir. — Stjórnin hefur lofað, að allt þetta skuli gert án nýrra skatta. Meðal annars með því að hækka tekjuáætlun fjár- Nýr „Drangur" kemur í haust Steindór Jónsson liefur samið við norska skipa- smíðastöð um smíði nýs póstskips Nýlcga hefur Steindór Jónsson eigándi pósthátsins Drangs á Ak- ureyri, samið um smíði nýs skips, er mun leysa gamla Drang al hólnti á næsta hausti. HiS nýja skip verSur byggt í „Forríkur fátæklinsniru Florii í Noregi. Forstjóri skipa- smíSastöSvarinnar kom hingaS til lands í vetur og var J)á gengiS frá samningum til fulls. Nýja skipið, sem mun heita Drangur, verSur 165 tonn mcð 140 rúmmetra lestarrúmi og ætlaSur fyrir 40 farþega. — í skipinu verður 400 ha. Wechmanvél og ganghraSi 11 — 12 mílur. Áætlað cr að skipið kosti um eina milljón norskra króna eða Jn jár og hálfa íslenzkar. Stein- dór tékk 80% ríkisábyrgS. Gamli Drangur cr 55 ára gamalt skip og hefur vcrið í póstflutning- um hér síðan í maí 1946. Tvær ferðir hefur hann farið í viku hverri í 10 mánuði ársins, en Jrrjár í tvo mánuði og gegnt mikilvægu starfi við rnargs konar ílntninga, sem ekki er hægt að láta niður falla. llið nýja skip mun ])ó væntanlega gera J)að í ennþá ríkara mæli. Leiklélag Akureyrar frumsýndi í gærkveldi „Forríkan látækling“ (Gestir í Mildagarði). Næsta sýning er í kvöld. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Skíðamót Akureyrar hefst n. k. sunnud. í Hlíðarfjalli. Keppt verður í stórsvigi, öllum flokkum karla. Bílfært er að Út- garði, fyrir litla bíla. laga, lækka útgjaldaliði þeirra, og nota tekjuafgang ríkissjóðs frá sl. ári. — Niðurfærslufrumvarpið er aðeins einn þáttur efnahags- málanna. Fjárlög og Útflutn- ingssjóðúrinn eru enn óafgreidd og hefðu þessir 3 þættir efna- hagsmálanna þó þurft að fylgj- ast að. TOGARARNIR Kaldbakur var að landa á Ak- ureyri í gær. Aflinn áætlaður 125 tonn af heimamiðum. Sléttbakur landaði hér 23. jan. 152 tonnum og er á veiðum á heimamiðum. Kemur hingað eftir 2—3 daga. Ilarðbakur er á leiðinni til Ný- fundnalandsmiða. Svalbakur landaði hér síðast 29. jan. 150 tonnum og er á veið- ufn á heimamiðum. Norsk-þýzk samninga- nefnd um skaðabætur í Tromsey í Norður-Noregi á sæti norsk-þýzk samvinnunefnd, sem nýskeð hefur setið á fund- um í Ósló til að fjalla um geysi- mikið skaðabótamál um veiðar- færatjón á Andanesmiðum í Norður-Lófót af völdum þýzkra togara. Eru sumar kröfur þessar um tveggja ára gamlar, og alls munu þær nema um 360.000 norskra króna. Er talið að í fyrra, 1958, hafi Jtýzkir togarar valdið meira tjóni á veiðarfærum norskra fiskimanna en nokkru sinni áður. — Myndi eigi þörf slíkrar nefndar hérlendis, ís- lenzk-brezkrar, til að semja um skaðabætur fyrir allt veiðarfæra- tjón á Vestfjarðamiðum, Vest- mannaeyja og Suðurnesja og víðar?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.