Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 4
D AGUR Miðvikudaginn 4. febrúar 1959 Dagijr RITSTJÓJW: ERLINCOR D A V f © S S O N ltORikflt [t j <) R N S S O \ SterifstpjSst í Hafaarstrarti «W ~ Síntí 1166 Argangarinn ktwtar Wr. 75.00 BiaSið kcí»«r jit á mi&vtltJKtöíittm o% !augar<i«g«n», þrgar efní numia iti GjalíMagi «• i. jiití PJftENTVEKK 01>»5. BjfÖRtfSSONAR H.F. getur þó ekki orðið ráðandi í landinu fyrr en stjórnarflokk- arnir hafa breytt stjórnarskránni til að koma höggi á þann stjórn- málaflokkinn, scm alltaf hefur staðið fast í ístaðinu fyrir jafn- rétti og bættum hag byggða og bæja um land allt. Afnám gömlu kjördæmanna og fjölgun þing- manna er næsta stóra viðfangs- efnið hinnar nýju Iandcyðingar- stcfnu íhalds og krata. Ný stjórn og gömul stefna TÁKNRÆNT DÆMI um störf og stefnu vinstri stjórnarinnar, er sú staðreynd, að fólksflóttinn úr sveitum og bæjum til Reykjavíkur, stöðvaðist að verulegu leyti. Aðalástæðan til þess var vitanlega sú, að atvinnulífið var eflt með skynsamlegum framkvæmdum og nýjum atvinnutækjum víðs vegar um landið. Reykjavík naut líka hagræðis af þessu, því að ör fólksflutningur til höfuðborg- arinnar og næsta nágrennis hefur vissulega marga erfiðleika í för með sér. En á allra síðustu tímum hafa raddir heyrjt um það, að nú skuli breyta til og taka upp nýja stefnu. Talað er um gegndarlausa fjárfestingu á „vafasömum stöðum", feikilegan gróða bænd- anna o. s. frv. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa nú tekið stjórnartaumana í sínar hendur. Fyrsta verk hinnar nýju ríkisstjórnar, niðurgreiðslurnar, undirstrikar hina nýju stefnu og felur í sér herfilegt misrétti. Niðurgreiðslur þær, sem auglýstar voru um áramótin og voru eins konar nýársgjöf, kváðu á um verðlækkun á mjólk, smjöri, kartöflum, kjöti, saltfiski og smjörlíki. Neytendum cr talinn 2115,79 krónu hagnaður að þessum niðurgreiðslum á ári fyrir meðalstóra fjölskyldu. En samkvæmt sams konar útreikningi hagnast bóndinn aðeins 138,34 krónur. Mismunurinn er nálega 2 þús. krónur. Bóndinn hagnast aðeins á niðurgrciðslu saltfisks og smjörlíkis, en hinar vörurnar framleiðir hann sjálfur og hagnast því ekki á niðurgreiðslum þeirra vara til neytenda. Samkvæmt verðlagsgrundvellinum ber bænd- um að fá kr. 3,94 fyrir hvert kg. mjólkur. Neyt- endur fá sína niðurgreiddu mjólk fyrir 74 aurum minna verð. Þetta herfilega misrétti kemur illa heim við „rcttlætið", sem stjórnarflokkarnir ákalla mest um þessar mundir. En svo augljós sem hlutdrægnin birtist í fram- ansögðu, hafa hinir nýju stjórnarflokkar þó fleira á samvizkunni, sem heldur ekki lét á sér standa í afstöðunni til bændastéttarinnar. Með nýjum lögum frá Alþingi, lögum um niðurfærslu verðlags, launa o. fl., eru bændur sviftir réttinum til 3,3% hækkunar á launalið verðlagsgrundvall- arins, sem þeim bar með réttu. Kemur það til af því, að þær kauphækkanir, sem urðu í landinu eftir að verðlag Iandbúnaðarvara var ákveðið í haust, áttu auðvitað einnig að hækka launalið bóndans og hans verkamanna, sem þessum 3,3% nam. Framsóknarmenn mótmæltu þessum rang indum harðlega og fluttu breytingartillögur til lagfæringar í báðum þingdcildum og voru þær felldar. Ríkisstjórnin cr með þessum aðgerðum orðin bcr að því að skerða rétt bænda með lögum. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fylgdu réttar- skerðingunni og höfðu þó sumir þeirra haft mörg orð og stór um „óbærilegar álögur" á bændastétt- ina þegar rætt var um Búnaðarmálasjóðinn. En þessi réttarskerðing fannst þeitn ekkert athuga- verð. Hún jafngildir þó nokkurra ára greiðslu í Búnaðarmálasjóð. Af því, sem nú hef ur verið sagt, þarf enginn að vera í efa um viðhorf ríkisstjórnarinnar til bændastéttarinnar í landinu. Hin nýja stefna, sem raunar er hin gamla landeyðingarstefna íhaldsins Framhald af 1. siðu. huga, hvört ckki sé rétt og tímabært að sameina undir cina stjórn starf- semi Búnaðarsambandsins, Naut- griparæktarsambaiulsins og starl- semi Samvinnubýggingafélags Eyja- fj. Felur fundurinn stjórninni að leggja athúganir sínar og till. fyrir næsta aðallund sambandsins. „I sambandi við efnahagsmála- frumvarp það, sem nú er til með- ferðar á Alþingi, vill aðalfundur B. S. E., haldinn á Ak. 29.-30. jan. 1959, taka fram efthiarandi: 1. Sjállsagt er, að bændur lands- ins taki á sig jafnar byrðar við aðrar stéttir þjóðfélágsins. 2. Það er staðreynd, að undan- farin ár hefir „vísitölubúið" ekki skilað bændum þeim tekjum, sem lög um iramleiðsluráð o. 11. ákveða. 3. Niðurgreiðsla ríkissjóðs á vcrði landbúnaðarvara til neytenda, er nú svo mikil, að verð þeirra er orðið all miklu lægra, en bændum eru reiknaðar þær í verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara. Er því hlut- ur neytenda gerður bctri en fram- lciðanda, er taka vörurnar heima hjá sér. 4. Bændur hafa ekki fengið jafn- mikla kauphækkun á síðastliðnu ári og launastéttirnar. Skorar fundurinn á háttvirt Al- þingi, það er nú situr, og hæstvirta ríkisstjórn, að leiðrétta þetta mis- ræmi í meðferð efnahagsmálanna þannig, að hlutur íramleiðenda landbúnaðarvara sé ekki gerður verri en annarra stétta." Ennkaupaföskur úr ljósa GALON-efninu komnar aftur. Einnig nýjar gerðir af DÖMUTÖSKUM og VESKJUM Nýir litir. — Ágætt efni. Verzlunin Asbyrgi h.f. Tillagan samþ. með samhlj. atkv. „I'ar sem fullvíst má telja, að i'ram komi á Alþingi því, er nú sit- ur, l'rumvarp um breytingar á kjðrdæmaskipun landsins á þá lund, að öll núveraiidi kjördæmi utan Rcykjavíkur, verði lögð niður, en tekin upp fá og stór, vill aðal- fundur B. S. E. haldinn á Akureyri 29. og 30. jan. 1959, lýsa yfir því, að hann telur slíka breytingu slórum rýra áhrifavald dreifbýlisins óg stuðla að misvægi í byggð lands- ins, og skorar því á Alþingi að lella frumvarpið el iraiii kemur." Kosniiigar. a) Kosinn einn maður í stjórn í stað Halldórs Guðlaugssonar, sem skoraðist eindregið undan endur- kosningu. Kosningu hlaut Eggert Davíðsson. b) I varastjórn voru kjörnir: Kristinn Sigmundsson, Gunnar Kristjánsson og Jón Hjálmarsson. c) Endurskoðendur reikninga: Arni Jónsson og Ketill Guðjónsson. d) Fulltrúi á aðallund Rækt- unarfél. Norðurlands: Eggert Davíðsson og til vara Gunn- ar Kristjánsson. Fundurinn fól stjórn B. S. E. að votta Hannesi Davíðssyni á Hoíi þakklæti fundarins og sambandsins l'yrir þá höfðiriglegu gjöf, sem hanii færði Minningarsjóði prófastshjón- I anna á Hofi. Jaínframt vottuðu fundarmenn Hannesi virðingu sína og þakklæti með því, að rísa úr sætum. Fúhdurinn fól s'tjórn sambands- ins að athuga, í samráði við stjórnir Bændalélags Eyl'irðinga og Ung- mennasambands Eyjaf jarðar, mögu- leika á að koma á bændadegi sum- arið 1959 á svipaðan hátt og undan- farin sumur. 1 fundarlok vottaði formaður sambandsins, Armann Dalmanns- son, Halldóri Guðlaugssyni, er h(^tn nú liyrfi frá störfum í stjórn B. S. E., þakklæti sitt fyrir ágæta samvinnu og farsæl störf í i'élags- málum bænda í tugi ára. Létu fundarmenn í Ijósi virðingu sína og þakklæti til hins aldna bónda, með því að rísa úr sætum. Aðalfundi B. E. lauk á föstu- daginn 30. jan. og hafði staðið 2 daga. Wm\ Sjónaukar 7x50 eru komnir af tur. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Barnavagnar arnakerrur með skýli og án skýlis. Mikið úrvali JARN- OG GLERVORUDEILD - HRINGSJÁ Framhald af 2. siðu. veltur því á miklu að allir geri sér fulla grein fyrir því, sem er að gerast. Bjarni Éene- diktsson og aðrir leiðtogar Sjálfstæðismanna, munu tala fagurt til ykkar, og milda eft- ir beztu getu þá svikamyllu sem þeir eru að búa ykkur nú, þeir hafa æfinguna frá Þýzkalandi Hitlers, og trúa því, eins og sagt hefur verið, að sé lygin nógu oft sögð, þá fari einn og cinn að trúahenni, en reynslan mun sýna, að þa'ð þarf mcira átak til að segja landsbyggðarmönnum ósatt í þcirra helgustu malum, cn þeim kjósendafjölda, sem stendur að baki Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík. FRAMSÓKNARMAÐUR. I Nýja árið og góðu áformin Oft er hugurinn fullur af góðum áformum, þeg- ar nýtt ár heldur innreið sína. Það er eitt og annað, sem okkur vannst ekki tími til að gera á gamla árinu, eða af einhverjum ástæðum mistókst hjá okkur eða gleymdist, og svo finnst okkur tilvalið að hefja árið með því að láta til skarar skríða. Lík- lega er þetta ágætt, a. m. k. að einhverju leyti, því,-i að um leið og við áformum eitthrvað, sem að okkur viti er gott, gerum við okkur grein fyrir, að allt muni ekki hafa verið eins ágætt hjá okkur sem skyldi. En áformin ein nægja ekki. Til er mál- tæki, sem segir, að vegurinn til glötunar sé lagður góðum áformum, sem aldrei séu framkvæmd. Með öðrum orðum, við verðum að framkvæma það, sem við áformum, eða kæra okkur kollótt og áforma hvergi. En kannske væri ekki úr vegi að setja á nýársprógrammið eitt atriði eða tvö, eitthvað við- ráðanlegt en samt til bóta. Það er áreiðanlega ein- hver skúffa hjá þér, sem alltaf verður útundan, þegar hreingert er. Kannske er einhver bók eða bækur, sem hægt væri með lagi að fá tíma til að lesa, og hvernig var með sendibréfin, sem þú ætl- aðir endilega að skrifa, eða gömlu hjónin, sem þú ætlaðir í allt fyrrasumar að bjóða í kaffisopa og, hvernig var með tönnina, sem átti að gera við og þú komst þér aldrei til að panta tíma hjá tannlækn- inum, og varstu ekki búin að ergja þig í marga mánuði yfir því, hve krakkarnir töpuðu ágætum ullarvettlingum og alltaf ætlaðirðu að setja band í vettlingana þeirra, en það gleymdist, eða merk- ingin á inniskóm skólakrakkanna, og svo þessi gamla mottudrusla við dyrnar, sem átti að endur- nýjast fyrir löngu, eða hvað segirðu þá um hank- ann í innkaupatöskunni, sem alltaf var að bila, svo að aumingja krakkarnir misstu mjólkina og annað gott í forstofuna oftar en einu sinni, og varstu ekki búin að hugsa þér að gefa heimilisfólkinu hrátt grænmetissalat a. m. k. einu sinni í viku í fyrra og sjá til þess, að allir tækju lýsi og vítamín, og varstu ekki líka staðráðin í því að tala aldrei illa um nokkurn mann og öfundast ekki ýfir því, þótt ná- grannakonan fengi fleiri kjóla og færi í fínni veizl- ur heldur en þú? Þú munt áreiðanlega finna eitthvað, sem þú get- ur gert að nýársáformi, og þú munt líka ársiðanlega geta framkvæmt það og þannig létt á samvizkunni, því að það er óttalega þyngslalegt og þreytandi að draslast með heila hrúgu af smávandamálum, sem stöðugt skjóta upp kollinum. Nýársáform mitt að þessu sinni er.að fara snemma að sofa á kvöldin, en það kemur ekki til af góðu. Eg hef sem sé í marga mánuði farið, a'ð sofa eftir íslenzkum venjum en á fætur eftir dönskum, en þetta tvennt fer engan veginn vel saman. HROGN í SMJÖRPAPPÍR. Þegar þú sýður þorskahrogn er gott ráð að vefja um þau smjöi'pappír, áður en þú leggur þau ofan í sjóðandi saltvatnið. Hrognin halda með þessu móti ágætlega lögun sinni, springa síður og eru þægi- iegri í meðförum en ella. Til gamans get eg sagt ykkur, að um þessar mundir kosta þorskahrogn í Kaupmannahöfn 4 danskar krónur pundið — 8 kr. kílóið — enda þykja þau þar í landi mikið hnoss- gæti og eru framreidd á marga vegu. Hefirðu nokkru sinni reynt að steikja þau? Það er ágætis matur, t. d. með kartöflusalati, og einnig eru steikt hrogn ágætt álegg. Bezt er að nota stór hrogn, sem fyrst eru soðin í saltvatni og kæld. Skorin í sneið- .ar, sem velt er upp úr eggi og raspi (líkt og þegar þú steikir fisk) og steikt Ijósbrúnt í smjörlíki. — Steikt þorskahrogn með remouladesósu þykja höfðingjamatur og eru notuð bæði sem sérstakur réttur, forréttur í stórum miðdegi eða álegg á brauð. TÍZAN. Þessa dagana eru vortízkusýningarnar að hefjast í París og New York. Arftaki Diors, hinn 22 ár# gamli Yves Saint-Laurent, hefur haldið sýningu { New York, har sem 200 tízkufréttamenn voru sam- Framhald á 7. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.