Dagur - 04.02.1959, Síða 5

Dagur - 04.02.1959, Síða 5
Miðvikudaginn 4. fcbrúar 1959 D A G U R 5 Iþróttahreylingin á Akureyri r r Tvennt er nauðsynlegt, segir Armann Dalmannsson, forin: reglu- semi og ástundun við æfingar 02 afneitun tóbaks og áfengis Allir þekkja sundlaugina, íþróttavöllinn, íþróttahúsið, snjó inn í Hlíðarfjalli og skautasvellin á Pollinum. íþróttaæskan í þess- um bæ þekkir líka KA og Þór og fieiri íþróttafélög. En þegar ung- ur maður er spurður að því, hvernig íþróttahreyfingin er fé- lagslega byggð upp, verða svörin meira og minna óljós. Af þeirri ástæðu eru hér rifjuð upp nokk- ur atriði, hiipuð á blað heima í litlu skrifstofunni hans Ármanns. Dalmannssonar í Aðalstræti 62. Þar er notalegt að vera. Þægileg- ur kaffiilmurinn berst inn í stof- una til okkar, og hið gamalkunna rokkhljóð lætur vel í eyra. Til að forða hugsanlegum misskilningi var ekki verið að „rokka“, heldur var húsfreyjan að spinna á rokk á meðan suðan var að koma upp á katlinum. ÍÞRÓTTABANDALÖGIN. „íþróttabandalögin í landinu eru einkum stofnuð vegna íþróttafé- laganna, sem gerði þau nauðsyn- leg. íþróttabandalag Akureyrar, skammstafað IBA, var eitt þess- ara bandalaga, stofnað 1944. Um- dæmi þess er Akureyrarkaup- staður, og í þessu bandalagi eru 1370 félagar. Það var stofnað 22. desember 1944. í bandalaginu eru: Golfklúbbur Akureyrar, íþróttafélag MA, íþróttafélagið Þór, Knattspyrnufélag Akureyrar, Rróðrarfélag ÆFAK og Skautafélag Akureyrar. Samband þessara félaga, eða ÍBA, hefur 1370 félaga. — Inn- an bandalagsins eru líka 5 sérráð og eiga hin einstöku félög innan ÍBA fulltrúa í stjórn þess og stjórnum félaganna. Sérráðin eru: Handknattleiksráð, Fr j álsíþr óttar áð, Knattspyrnuráð, Skíðaráð, Sundráð. Hvert ráð fjallar um sína eigin sérgrein og hefur á hendi fram- kvæmdir varðandi þá íþrótta- grein. Ársþing ÍBA er æðsta ráð íþróttastarfseminnar á bandalags svæðinu. Það kýs árlega formann sambandsins, samþykkir fjár- hagsáætlun þess og mótaskrá og leggur önnur helztu drög að íþróttastarfseminni á árinu. — í stjórn ÍBA eiga sæti, auk for- manns, einn fulltrúi frá hverju félagi og eru þeir kosnir af fé- lögunum sjálfum. Atkvæðisrétt á þingum þess eiga aðeins kjörnir fulltrúar frá félögum og sérráð- um bandalagsins. IIIN EINSTÖKU FÉLÖG. Golfklúbbur Akureyrar. Golfklúbbur Akureyrar er myndaður um eina íþrótt, golf- íþróttina. Á vegum félagsins eru æfingar, kennsla og kapp- leikir í þessari íþrótt. — Félagar eru 55. Formaður er Jóhann Þor- kelsson. Félagið tekur jafnan þátt í landsmótum og á núverandi golfmeistará íslands, Magnús Guðmundsson, og einnig sigur- vegara í öldungadeildinni, Haf- liða Guðmundsson. í sumar sendi það tvo félaga til keppni á alþjóðamót í Skotlandi. — Golf- klúbbur Akureyrar var stofnað- ur 19. ágúst 1935. íþróttafélag MA ("Menntaskólans á Akurcyri). Formaður íþi'óttafélags MA er Pétur Bjarnason. Félagið var stofnað 18. febrúar 1937. Félags- menn eru um 250 talsins. Þetta félag hefur tekið mikinn þátt í íþróttalífi bæjarins á undanförn- um árum, bæði vetraríþróttum og vormótum. Starfstími þess er að sjálfsögðu miðaður við skóla- timann ár hvert. í félaginu hafa verið margir góðir íþróttamenn. Má þar til dæmis nefna Vilhjálm Einarsson. íþróttafélagið Þór. íþróttafélagið Þór er elzta íþróttafélag í bænum, stofnað 6 júní 1915. Formaður þess er Jens Sumarliðason. Félagar eru 475. Þetta félag er annað af tveim öflugustu íþróttafélögum í bæn um og hefur fjölþætta íþrótta- starfsemi. Síðustu árin hefur það staðið fyrir myndarlegum brenn- um og álfadansi um áramótin, síðast nú i vetur og voru þá sýndir þjóödansar frá ýmsum löndum undir stjórn Þóreyjar Guðmundsdóttur. Knattspyrnufélag Akurcyrar. Knattspyrnufélag Akureyrar, skammstafað KA, er stofnað 8. janúar 1928. Félagar eru 470 og fjölgar ört. Formaður þess er Hermann Sigtryggsson. KA er annað þeirra tveggja íþróttafé- laga, sem hefur mesta og fjöl- breyttasta íþróttastarfsemi í bænum. Það hefur, eins og íþróttafélagið Þór, tekið þátt í mörgum lands- og héraðsmótum og átt góðum íþi’óttamönnum á að skipa. KA fór mjög fjölmennt í keppnisferð til Suðurlands 1957, er þótti takast með ágætum. Róðrarfélag ÆFAK. Róðrarfélag ÆFAK er deild innan Æskulýðsféiags Akureyr- arkirkju. Formaður hennar er Gísli Lórenzson. Félagar eru 20. Stofnað 8. janúar 1956. — Félag þetta leggur eingöngu stund á róðraríþrótt. Það tók þátt í ís- bóndi, formaður á fiskibát, togarasjómaður á þeim tíma, sem cllum karfa var mokað í sjóinn og Halamið voru ný- fundin, ráðsmaður í Gróðr- arstöðinni á Akureyri um fjölda óra, formaður Búnaðar- félags Eyjafjarðar og Akur- eyrardeildar KEA og nú skógarvörður. fþróttakennari var hann um skcið, meðal amiars viö MA og hjá UMSE, enda einn af •nemendum Niels Buch í Öllerup í Danmörku og hinn vaskasti maður. — ÁRMANN DALMANNSSON Ármann hefur góðfúslcga orð- cr formaður ÍBA og hefur ið við þeirra óslt blaðsins, að verið það frá stofnun þess gefa því upplýsingar um 1944. Ilann cr borgfirzkur íþróttahreyfinguna ó Akur- bóndasonur og hcfur lagt cyri, cr hér er stuðst við í gjörfa hönd á margt, vcrið meginatriðum. fþróttamenn á Akureyri hafa haldið yfir 150 íþróttamót sl. ár, þar af 5 íslandsmót: f golfi, sundi, frjálsuin íþróttuin, handknattleik og knattspymu í II. dcild. — Iiér voru einnig haldin Norðurlandsmót í skíðaíþrótt, knattspyrnu og frjálsum íþróttum. — Hingað kom hinn heimsfrægi Da Silva og sýndi þrístökk. — Sjö manns syntu yfir Oddeyrarál. Akureyringar eiga nokkra fslandsmcistara: Magnús Guð- mundsson í golfi, bruni og þríkeppni, Björn Baldursson í skuutahlaupi, Róðrarfélag Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju í róðri og Hclgu Haraldsdóttur í kringlukasti kvenna. landsmóti í þeirri grein í Reykja- vík í sumar og sigraði sveit Róðrarklúbbs Reykjavíkur með yfirburðum. Róðrarfélagið á tvo kappróðrarbáta og eru það einu kappróðrarbátarnir sem til eru á Akureyri. Skautafélag Akureyrar. Skautafélag Akureyrar var stofnað 1. janúar 1937. Það telur 100 félaga. Formaður þess er Jón D. Ármannsson. Félagið leggur einkum stund á skautaíþróttina, en sinnir þó á síðari árum fleiri íþróttagreinum. Þetta félag hefur haldið uppi skautaíþróttinni á hverjum vetri, eftir því sem veð- ur hefur leyft, haldið mót og tek- ið þátt í landsmótum, bæði hérog í Reykjavík, og á núverandi ís- landsmeistara í skautahlaupi, Björn Baldursson. Félagar í Skautafélaginu hafa annazt við- hald á skautasvæðinu á íþrótta- vellinum fyrir hönd ÍBA og haldið uppi kennslu. fþróttaliúsið. Efri hæð fþróttahúss Akureyr- ar er félagsheimili ÍBA. Þar er vigtlegt. fundarhej'bergi og enn- Sérráð íþróttabandalags Akureyrar eru þessi: Handknattleiksráð. Form. Handknattleiksráðs er Jón Steinbergsson. Það ráð hafði á hendi fram- kvæmd Hand- knattleiksmóts ís- lands í sumar. — Handknattleiku r - inn er ein þeirra íþróttagreina, sem mest hefur vaxið þátttaka í hér á landi á síðustu árum. — Kvennaflokkur fór frá Akureyri í keppnisferð til Færeyja fyrir tveim árum, sem þótti takast mjög vel, og færeyskar hand- knattleiksstúlkur endurguldu heimsóknina sumarið 1957. Knattspyrnuráð. Formaður Knattspyrnuráðs er Höskuldur Markússon. Eins og áður er sagt, hefur það haft erlendan þjálf- ara og er mikil stárfsemi á veg- um þess. Knatt- spyrnuráð Ak- ureyrar hefur á síðustu árum annazt þátttöku í knattsp.mótum íslands, ýmist fyrstu eða annarri deild. Síðasta sumar annaðist það, ásamt fleiru, framkvæmd íslandsmóts 2. deildar fyrir Norður- og Vesturland, er hald ið var hér í bænum. Skíðaráð. Formaður Skíðaráðsins er Svavar Ottesen. Ráðið hefur að mestu á hendi starfsemi í sam- bandi við skíða- íþróttina og sér um skíðamót. — Meðal annars hefur það staðið fyrir Skíðamóti íslands þegar það hefur verið haldið hér, og séð um þátttöku í flestum lands mótum í þessari íþrótt og oft átt mjög góðum mönnum á að skipa og eignazt nokkra íslandsm. Sundráð. Formaður Sundráðs er ísak Guðmann. — Talið er að sund- íþróttinni hafi hnignað mjög á Akureyri. En síðan sundlaugin nýja var byggð hefur orðið mikil framför. Á síðasta sumri fór Sundmeistaramót íslands fram hér, að viðstöddum forsetahjón- unum og sá Sundráðið um það mót. Hin nýja sundlaug hefur mjög bætt aðstöðuna til suridiðk- ana. Sundmótum hefur fjölgað, árangur batnað að mun og þátt- taka orðið almennari. Frjálsíþróttaráð. Formaður þess er Haraldur Sigurðsson. Meðal annars hefur þetta sérráð séð um þann hluta meistaramóts ís- lands í frjálsum íþróttum, sem fram hefur farið hér á Akureyri. Frjálsai' íþrótt- ir hafa átt vaxandi vinsældum að fagna að undanförnu. fremur tvö herbergi, sem KA og Þór hafa, hvert fyrir sig. í íþróttahúsinu hafa félögin og sérráðin sína íþróttastarfsemi. — Þar eru tvcir fimleikasalir, sem eru fullnotaðir af skólum bæj- ins, frá því að þeir hefjast á hverju hausti, meginhluta dags- ins, eða til kl. 5—7 e. h. daglega. Eftir þann tíma er húsið fullnot- að af félögum og íþróttaflokkum til kl. 10 að kveldi. Fimleikar, knattleikir, frjálsar íþróttir, þjóð dansar o. fl. eru æfðir á þessum stað og böð mikið notúð. Kennsluskýrslur félaga og sér- ráða sýna, að kennslukostnaður þeirra hefur á síðasta ári verið 165 þús. krónur, að meðtalinni sjálfboðavinnu íþróttakennara. Tvö síðustu ár hefur knatt- spyrnuráð haft erlendan þjálfara um lengri tíma. Einnig hefur Skíðaráð haft þjálfara, en að öðru leyti hafa íþróttakennarar bæjarins annast íþróttakennsl- una. Sérráðin hafa annazt íþrótta- kennsluna, hvert í sinni grein. Góð og batnandi aðstaða. Skilyrði til íþrótta eru betri á Akureyri en nokkru sinni fyrr og eru þó ekki fuilnægjandi. íþrótta völlurinn er ekki fullgerður, en væntanlega hefst bygging bún- ingsklefa við hann í vor, sem næsti áfangi. — Uppi í Hlíðar- fjalli er stór skíðaskáli (oft nefndur Skíðahótel) í smíðum. Ætti hann að bæta mjög aðstöðu skíðamanna í framtíðinni., Þrátt fyrir hið góða íþróttahús, fullnægir það engan veginn þörf skólanna og félaganna lengur til daglegra æfinga. En það er gott fyrir íþróttahreyfinguna í þess- um bæ, að búa við mjög góða íþróttaaðstöðu, en eiga þó mörg verkefni óleyst. Næsta ársþing ÍBA. Næsta ársþing ÍBA mun fara fram í marz. í stjórn þess eru, auk formannsins, Ármanns Dal- mannssonar, Stefán Árnason, fyrir Golfklúbbinn, Hermann Sigtryggsson fyrir Knattspyrnu- fél. Ak„ Pétur Bjarnason, fyrir íþróttafélag MA, Gísli Lórenzson, fyrir Róðrarfélagið, Björn Bald- ursson, fyrir Skautafélagið, og M'agnús Jónsson, fyrir íþróttaféL Þór. Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.