Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 4. febrúar 1959 DAGUR Tilfooð óskast í International-vörubíl, model '42. Guðmundur Valgeirsson, Auðbrekku. Jeppi til sölu Til sölu er rússneskur jeppi í góðu lagi, lítið keyrður, ef viðunandi kauptilboð fæst. Tilboðum sé skilað til und- irritaðs - Þorsteinn Jónsson, Brakanda. Jakki tapaðist Kjóljakki, rauður. tapaðist frá Víðivöl.lum upp í Munkaþverárstræti. Skilvís finnandi skili honum í Munkaþverárstræti 30. Bátavél til sölu Til sölu er fjögra cylindra Ford-bátavél í ágætu lagi. — Hentug fyrir hraðbát. Uppl. í sima 2271. Fjármark mitt er: Biti fr., tvíbitað a. hægra, Biti fr., tvíbitað a. vinstra. Brennimark: E. K. ELÍAS KÁRASON, Hólumf Öxnadal. Súrsaðir Sundmagar KJOTBUÐ TILKYNNING frá S&ATTSTOFU AKUREYRAR Þeir Akureyringar á aldrinum 16—26 ára, sem ekki hafa þegar lagt fram sparimerkjabækur sínar á skattstofunni eru hér með áminntir um að gera það fyrir 10. þ. m. Vakin skal athygli á 2. málsgr. 18. gr. reglugerðar um skyldusparnað, en þar segir: „þeim, sem vanrækir að mæta, láta mæta eða senda sparimerkjabók sína samkv. 17. gr. án lögmætra forfalla skal gert að greiða 200 kr. gjald." Akureyri, 3. febrúar 1959. SKATTSTJÓRINN Á AKUREYRI. SPILAKVOLD! Alþýðuflokksfélögin halda SPILAKVÖLD næstkomandi föstudag 6. þ. m. í Alþýðuhúsinu og hefst það kl. 8.30. Upplestur: Ragnar Jóhannesson, námstjóri. Spiluð félagsvist, fern góð verðlaun veitt. Dansað til kl. 1. STJÓRNIRNAR. M GLUGGATJALDAEFNI (ódýrt) FLÓNEL (köflótt) LAKA-8T0UD L4KA-LÉREFT (hör) rr íft margeftirspurða, nýkomið. Margir fallegir litir. VEFNAÐARVÖRUDEILD Húsnæði Barnlaus hjón vantar íbúð í vor. Uppl. i sírtia 1230. (á vinnutíma). Tapað Sá, sem fann nýjan HLJÓÐ DEYFI sl. sunnudag, vin- samlegast tilkynni það í síma 1137. Fermingarföt, sem ný, til sölu, meðalstærð. Uppl. i síma 2036. Herbergi til leigu á góðum stað í bænum. — Reglusemi áskilin. Afarr. vísar á. I KJÓLSKYRTUR KJÓLVESTI FLIBBAR Takmarkaðar birgðir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. PLUS í Jiettur hvítt og brúnt. KLÆDAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F. Ný sending. KJOTBUÐ ¦ ¦• B smjori komið. KJOTBUÐ Sfækkunar- I. O. O. F. 14026.8y2 kenuir næstu daga. JARN- OG GLERVÖRUDEILD D Rún 5959247 — 1.: Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Föstuinn- gangur. — Sálmar nr.i 148 — 160 — 168 — 153 — 596 — 599 — 603 — 171. Altarisganga. — K. R. Kirkjan. Messað í Lögmanns- hlíðarkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — P. S. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Hólum, sunnudag- inn 8. febrúar kl. 1 e. h. — Saur- bæ, sama dag kl. 3 e. h. — Grund, sunnudaginn 15. febrúar kl. 1.30 e. h. — Kaupangi, sunnudaginn 22. febrúar kl. 2 e. h. — Munka- þverá, sunnudaginn 1. marz kl. 1.30 e. h. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að á Bægisá sunnudaginn 8. fe- brúar og á Möðruvöllum sunnud. 15. febr. kl. 2 e. h. Föstumessa í Akureyrarkirkju næstkomandi miðvikudag, 11. þ. m., kl. 8.30 e. h. — P. S. Fundarboð. Stúlkna- deild. Fundur kl. 5 e. h. á sunnudag. Vor- perlusveitin (sveit- arstjóri Ásta Jakobsdóttir) sér um fundarefni. — Nýir félagar velkomnir. Siuinudagaskóli Akureyrar- kirkju verður í kirkjunni og kap- ellunni næstk. sunnudag kl. 10.30 f. h. Filmía sýnir næstk. laugardag kl. 2 e. h. Húnvetningar hafa Þorrablót í Landsbankahúsinu á laugardag- inn. Sjá auglýsingu í blaðinu. ÁrshátíS (ekki Þorrablót) Ól- afsfirðingafélagsins verður laug- ardaginn 7. febr. kl. 7 e. h. í Al- þýðuhúsinu. Fjölmargt nýtt til skemmtunar, sbr. auglýsingu í síðasta Degi. — Miðar og borð aígreitt á sama stað fimmtudag- inn 5. febr. kl. 7—9 e. h. Ferðafélag Akureyrar hefur aoalfund sunnudaginn 8. febrúar kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu. Sjáið auglýsingu. I. O. G. T. — Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Landsbankasalnum fimmtudag- inn 5. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Bræðrakvöld. — Stuttur fundur. Vígsla nýliða. Sameiginleg kaffi- drykkja. Ýmis skemmtiatriði undir borðum. Að lokum dansað. Systurnar sérstaklega boðnar á fundinn. Fjölmennið. — Æðsti- templar. - Móðir kona nieyja Framhald af 4. siðu. ankomnir. Pokakjóllinn hverfur úr sögunni, og nú eigum við að vera mittisgrennri en nokkru sinni. Barðabreiðir hattar, nvjög stuttar hálsfestar (hunds háls- bönd) er boðað og sitt hvað fleira. Nánar síðar. Puella. UTSALAN stendur sem hcest. Á miðvikudagiim úrval af kjóla- og glugga- tjaldaefnum með mjög miklum afslætti. ANNA & FREYJA Hjónaefni. Sl. mánudag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Dagný Sigurgeirsdóttir, hjúkr- unarkona, Akureyri, og Sveinn Olafsson, Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Gunnþórunn Rútsdóttir frá Engi- mýri í Öxnadal og Eðvarð Jóns- son starfsmaður Fatagerðarinnar Heklu, Akureyri. Hjónaefni. Um síðustu helgi opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ásta Bergsdóttir, Höfðabrekku í Glerárþorpu, og Ásmundur Reynir Kjartansson, Pálmholti, Akureyri. Theódór Daníelsson kennari á Akureyri varð fimmtugur 2. fe- brúar síðastliðinn. Áttræð. Aðalbjörg Benedikts- dóttir (Jónssonar frá Auðnum) frá Húsavík,. nú til heimilis í Reykjavík, varð áttræð 2. febr. Skíðamenn! Skíðamót Akur- eyrar hefst n. k. sunnudag í Hlíð- arfjalli. Keppt verður í stórsvigi öllum flokkum karla. — Farið frá Ferðaskrifstofunni kl. 10 f. h. S. R. A. Aheit á Grenjaðarstaðakirkju. Frá ónefndum kr. 50. — Frá G. kr. 100. — Tvö áheit frá N. N. kr. 200. — Frá S. B. S. kr. 100. — Frá N. kr. 20. — Frá ónefndum kr. 100. — Beztu þakkir. Ásm. Kristjánsson. Skenuntifundur verð- ur haldinn í lesstofu ísl.-ameríska félagsins (í húsi Kr. Kr. við Geislagötu) næstkom- andi föstudag kl. 8 e. h. — Til skemmtunar verður kvikmynda- sýning, íþróttamyndir o. fl. Spil- að verður Bingo. — Aðgangur ókeypis. — Stjóm KA. — Sund- æfingar eru í Sundlauginni á mánudögum kl. 9—10 fyrir eldri fl., miðvikudaga kl. 8 fyrir yngri fl. og kl. 8,45 fyrir eldri flokk. — Sunddeild. - íþróttahreyfingin á Akureyri Framhald af 5. siðu. Knattleikir vinsælastir. Á allra síðustu árum hefur þátttaka fremur rénað í fimleik- um, en vaxið í knattleikj- um, sérstaklega eru handknatt- leikir meira stundaðir. Á vetrar- íþróttirnar hefur gætt áhrifa frá hinum Norðurlöndunum í ríkara mæli, vegna nánari samskipta og utanfara íþróttamanna til náms og keppni. Heilræði. Að enduðum öllum þessum upplýsingum Ái-manns Dal- mannssonar, forrnanns ÍBA, legg eg að síðustu fyrir hann þessa spurningu: Hvaða ráð viltu í sem fæstum orðum gefa íþrótta- mönnunum okkar? „Hraust sál í hraustum líkama er dýrmæt eign, sem enginn má sóa í gáleysi. íþróttahreyfingin er eins konar andóf gegn sóun þessarar eignar og á líka að efla vöxt hennar. Tvennt vil eg sér- staklega brýna fyrir ungum mönnum: Hið fyrra er reglusemi og ástundun við íþróttaæfingar. Hið síðara er að afneita tóbaki og áfengi." — E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.