Dagur - 06.02.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 06.02.1959, Blaðsíða 7
Föstudaginn 6. febrúar 1959 D A G U R 7 leinca Prófasturinn í Húsavík þykist þurfa að bregða upp skildi vegna höggs frá mér, sem hann telur þó vindhögg. Skjöldur hans hylur 4 heildálka í Degi. Sigurður Lúther ritar 10 cm. fréttadálk. Prófestur gerir at- hugasemd meira en ferfalda að lengd. Eg leiðrétti athugasemd- ina í ferföldu máli. Nú lætur prófastur sér nægja að tvöfalda mína málalengingu. Allri margföldun skal nú hælt, en þó er rétt að athuga betur rúnir þær, sem prófastur ristir á skjöld sinn. 1. Prófastur telur grein mína „allsvæsna árásargrein". Þar er þó á engan ráðist, og sízt prófast, aðeins sagt frá staðreyndum, sem prófastur getur ekki hrakið, nema eitt atriði, sem eg mun síð- ar að víkja. 2. Ennþá telur prófastur frétt Sig. Lúthers „ranga“. Hann hlýt- ur þó að viðurkenna að rétt er sagt frá fundarsamþykktinni. Sig. Lúther telur fundarsamþykktina „furðulega“. Það segir hann að- eins frá eigin áliti. Hvernig getur prófastinum verið kunnugra en Sig. Lúther sjálfum, hvað hann telur „furðulegt“? Þriðja atriðið í fréttinni er um gagnrýnina. — Enginn er kunnugri högum manna og umtali, en Sig. Lúthcr, sem situr á krossgötum og hefur svo að segja daglega tal af flest- um heimilum í öllum sóknunum. Prófastur hefur sjálfur viður- kennt, að gagnrýnin geti „í viss- um skilningi" verið mikil. Eg fæ ekki séð, að prófastur hafi ennþá afsannað eitt orð í fréttir.ni, eftir öll skrifin. Annars er það almennt að fréttaritarar stjórnmálablaða leyfi sér að láta eigin skoðanir fylgja fréttum. Oðru máli gegnir um þann embættismann, sem segir opinberlega frá því, sem liann vinnur í embættisnafni. En eg held að engir.n geti talið at- hugasemd prófastsins litlausa. 3. Ognarlega hefur hann verið sljór, fundarmaðurinn í Fremsta- felli, sem prófastur kveður varla hafa skilið, hvort hann talaði með eða móti prestsetursskiptunum. Bágt er fyrir presta að tala fyrir svona daufum eyrum. 4. Eg hugsaði að prófastur hefði haldið fund, meðal trúnað- armanna safnaðanna, til þess að kynnast vilja þeirra í málinu. Þá kom ekki til greina að prestarnir greiddu atkvæði. Dæmi mitt stendur óhaggað. Ekki fékkst meirihluti þeirra, sem þarna áttu rétt til atkvæðis, með prestset- ursskiptunum. 5. Mér kom satt að segja á óvart, er eg las grein mína á prenti, að þar er fullyrt að sókn- arnefndarmennirnir tveir í Þór- oddsstaðarsókn, hafi mætt „með sitt lið“. X handriti mínu hér heima stendur gátu mætt, þetta hefur brenglast á einhvern hátt. Þá misminnti mig um fundardag- inn, og sé eg nú að annar þeirra gat ekki mætt. Á þessum mistök- um bið eg afsökunar. En þetta er það eina, sem prófastur getur véfengt í grein minni. Annars er engu ósæmilegu drótta’ð að sókn- arnefndarmönnunum. Sjálfsagt er fyrir þann, sem er sannfærður um, að hafa gott mál að flytja, að afla því fylgis á allan heiðar- legan hátt, svo sem með því að hvetja til fundarsóknar. Vegna orða prófasts ' skal það tekið fram, að enginn grunar for- mann sóknarnefndar í Þórodds- staðarsókn um að hafa af undir- hyggju sleppt að geta þess í fundarboði, að þetta mál kæmi til atkvæða. Allir, sem hann þekkja, vita að undirhyggja er fjarri skapgerð hans. Gáleysi mun hafa valdið, en það gáleysi rýrir engu að síður gildi sam- þykktarinnar. 6. Prófasti finnst 10% atkvæða mikið, þegar miðað sé við venju- legan áhuga í kirkjumálum. Nóg hefur sá sér nægja lætur. En hér var einmitt um „hitamál" að ræða, en almenningur óviðbúinn að málið yrði afgreitt á þessum i'undum. 7. Prófastur talar um að setja prestsetrið niður á Fellsenda. — Fellsendi er löghelgað nafn á ný- býli sunnan við Fremstafellsveg. Á nú að skáka Haraldi bónda þaðan brott, eða þekkir prófastur ekki betur til staðhátta? Hins vegar er gamla nafnið á þessu nýbýlalandi Fellshali. 8. Nærri liggur að prófastur hafi í hótunum um að presta- kallið verði lagt niður, ef eigi verði af flutningo prestseturs. — Hann segir, að flestir vilji prest þjónustunnar vegna. Hægt er að fá þjónustu frá négrannapresti. En við . í andstöðunni teljum meiri líkur til að fá presta að Vatnsenda, en í nýbýlið. 9. Þá kemur prófastur að dónis orði sínu. Eg hef oft heyrt orð- takið „lítill fyrir sér“ um menn, en aldrei um málefni. En tökum orðskýxángu prófasts gilda. „Af ávöxtunum skuluð þér sekkja þá.“ Ef málsvöi'n okkar er lítil fyrir sér, hlýtur það að stafa af því, að við séum sjálfir litlir kai'lar. Hann gerir okkur þann heiður, að bæta Lúther í liópinn, síðan fer hann um okkur lofsoi'ð- um. En heldur skýtur skökku við þegar hann fer að í'æða varnir mínar í pi-estsetui'smálinu. Eg hafi ekki gert annað en að halda fx'am kostufn Vatnsenda á tveim fundum. Einmitt um þetta stóð deilan* Báðir pi'estarnir töldu fi'am marga ókosti á Vatnsenda sem prest.setri. Samanbui'ður á þessum stöðum er kjai'ni málsins. Ef pi'ófastur var litlu nær um skoðun mína, gat það ekki stafað af öðru en því, hvað eg er „lítill fyi'ir mér“. 10. Prófastur segir þetta hafa vei'ið texta rninn á héraðsfundi: „Ef pi'estui'inn vill ekki búa, viljum við ekki prestinn.“ Þetta setur hann í gæsalappir. Þarna gn'pur skáldið séra Fi'iðrik fram í fyrir prófasti. Textar presta eru úr biblíunni, en þessi texti hefur orðið til í hugskoti hans eftir fundinn. Eg hef aldrei mælt þessi orð. Hins vegar sýndi eg fram á, hverjir nytjamenn pi-est- ar hefðu orðið í íslenzkri menn- ingu, vegna þess að þar voru menntamenn, sem deildu kjörum við fjöldann. Eg hef nú tínt fi'am 10 atriði, þar sem veilur eru í vörn pró- fasts. Læt eg þar við sitja. Hins vegar vil eg endui'taka tilboð mitt í fyrri grein, um það að ræða við hann opinbei'lega í'ökin með eða móti flutningi prestsetursins. Yztafelli 31. janúar 1959. Jón Sigurðsson. — Vill íslenzka þjóðin selja frelsi sitt... Framhald af 2. siðu. ur gengið allmöi'g undanfarin ár. Allt bendir til þess, að hin sömu, illu öfl séu nú að vei'ki meðal þjóðai'innar sem á þi'ettándu öld- inni urðu þess valdandi, að þjóð- in glataði frelsi sínu og vai'ð að þola áþján og ógui'legar höi'm- ungar um aldai'aðir. Sama ógæf- an vofir nú yfir okkar fámennu þjóð — óvirðing og frelsiskerðing — ef lýðræðisflokkarnir halda áfram að leika sama blindingja- leikinn sem þeir hafa nú leikið um ca. 20 ára skeið. 1. Að taka í innsta hi’ing í'áða- manna landsins menn, sem ekki eiga neina ósk heitari en þá að ganga af lýðræðinu dauðu. 2. Að toga af alefli hver í sinn flokkstota, án tillits til þjóðar- hags. 3. Að beita hlífðarlaust vopn- um hatui's og heiftar sín á milli til skemmtunar fyrir skrattann — og kommúnista. Eina í-áðið til að bjai-ga þjóð- inni úr þeim voða, sem hún er nú stödd í, er, að lýði'æðisflokkai’n- ir semja tafai'laust vopnahlé: láti hinar hatrömmu deilur sínar niður falla og byrji ekki á nýj- um og viðkvæmum ágreinings- málum, heldur taki höndum saman og vinni í einlægni og án flokkshyggju að björgunarstai'f- inu. Oll deilumál flokkanna, þar á meðal hið nývakta um breyt- ingu á kjöi'dæmaskipun landsins, sem virðist nú jafnvel ætla að verða aðalmál vætanlegrar ríkis- stjói'nar, þótt ótrúlegt sé, eru einskis virði í sambandi við hið mikla velferðai'mál: viðreisn þjóðarinnar í efnahagsmálunum og varðveizlu fi'elsisins. Hinum smæriá málum má x'áða til lykta, þegar búskapur þjóðarinnar er kominn á réttan kjöl. Hér duga engin undanbörgð. Þjóðin verður að gei'a það upp við sjálfa sig án tafar, hvor hún kýs heldur að ti-yggja framtíð sína og frelsi, þótt það kosti talsvex'ðar kjaraskeroingar í bráð — eða halda áfram að lifa um efni fram, eyða meiru en hún aflar, sökkva í skuldafen og verða aftur innan skamms ósjálf- stæð og lítilsvirt þjóð. Skrifað í desember 1958. Björn Þorkelsson frá Hnefils- dal andaðist sl. miðvikudag, 4. þ. m., á sjúkrahúsi í Reykjavík, eftir langvarandi veikindi. Hann var 79 ára að aldri. Frarnhald af 1. síðu. Hafnamefnd, innan bæjai'stjórnar: Guðmundur Guðlaugsson. Helgi Pálsson. Utan bæjarstjórnar: Ti-yggvi Helgason, Magnús Bjarnason. Varamenn utan bæjarstj.: Þorsteinn Svanlaugsson, Ki'istján P. Guðmundsson. Framf ærslunefnd: Helga Jónsdóttir, Jón Ingimai’sson, Kristbjörg Dúadóttir, Ki'istján Árnason, Ingibjöig Halldórsdóttii'. Vai-amenn: Jónína Steinþói'sdóttii', Mai-grét Magnúsdóttii', Áx-ni Þorgrímsson, Ásta Sigurjónsdóttir, Sveinn Tómasson. Rafveitustjórn: Albei't Sölvason, Arnþór Þoi-steinsson, Guðmundur Snorrason, Indx'iði Helgason, Sverrir Ragnars. Sóttvarnanefnd: Bjarni Halldórsson. Heilbrig'ðisnefnd: Ásgeir Valdemars.son, Stefán Reykjalín, Sveinn Tómasson. - Afnám gömlu kjör- dæmanna... Framhald af 1. siðu. in niður nð gera landið að einu kjördami. Það vtvri bara að sam- eintr pau. Þessar röksemdir ætlar hv. þm. handa fullorðnu fólki. Þegar sá, er lagnastur er Sjállstæðismanna að snúa út úr, býður upp á þetta, þá sjá menn, hvernig málstaðurinn er. Slíta á iólkið úr sambandi við þingmennina. Ætlunin er sú, að slíta fnlltið úii urn land úr tengslum við þing- rnennina nicð hinum stóru Itjör- dœrmnn. Engin raður við að hafa náin tengsl, þegar kjördatmin eru orðiri svo gifurlega stór, sern fyrir- hugað er. Þannig á að minnka að- haldið utan af landinu, áður en höfuðúrreeðin i efnahagsniálunurn koma til greirra. Litt höfuðúrræði nýju stjórnar- innar er niðurskurðurinn, en Sjálf- stæðismenn munu ckki þora í þcnn- an niðurskurð fyrir kosningarnar. Honum verður því vafalítið frestað þangað til búið er að afnema kjör- dænrin og minnka pressuna. Málamiðlunartillaga. Það er ekki út i bláinn, að þcir, scm fyrir k jördarnabreytingun n i standa, hafa ehki viljað hlusla á málam iðlunartiIlögur Framsók nar- manna um að fjölga kjördecma- kjörmnn þingmönnum, þar sem fólkinu hefur fjölgað mest. Slikt myndi þó flestum finnast sann- gjnrnl, og ég vil biðja mcnn að taka eftir jmi, að Framsóknarflokk- urinn hefur verið reiðubúinn til slikrar málamiðlunar. A þetta hef- nr ehki verið litið vegna Jtess, að með þvi móti yrðu kjördœmin ekki lögð riiður. Afnám kjördremnnna er aðalatriðið i jtessari nýju áeetlun. Nú á að stiga lokaskrefið i jtvi, og á ekkert anriuð er hlustað.“ Kjörskrárnefnd: Erlingur Davíðsson, Magnús E. Guðjónsson, Jón G. Sólnes. Yfirkjörstjórn: Brynjólfur Sveinsson, Kristján Jónsson. Varamenn: Mágnús E. Guðjónsson, Ragnar Steinbergsson. Endurskoðendur bæjarreikn.: Brynjólfur Sveinsson, Páll Einai'sson. Vai-amenn: Gísli Konráðsson, Árni Sigurðsson. Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Eyjólfur Árnason, Kristján Jónsson, fulltrúi. Varamenn: Skúli Magnússon, Tómas Steingrímsson. Endurskoðendur Sparisjóðs Ak.: Gestur Ólafsson, Jakob Ó. Pétursson. Varamenn: Áskell Jónsson, Sveinn Tómasson. Vallarráð: Ármann Dalmannsson, Jón Ingimarsson. Árni Sigúrðsson: Varamenn: Haraldur M. Sigurðsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Leifur Tómasson. Botnsnefnd: Richard Þórólfsson, Gunnar H. Kristjánsson. Lystigarðsstjórn: Steindór Steindórsson, Arnór Karlsson, Anna Kvaran. Varamenn: Sigurður L. Pálsson, Helgi Steinarr, Ingibjörg Rist. Vinnuskólanefnd: Árni Bjarnarson, Baldur Svanlaugsson, Jón Rögnvaldsson, ráðun., Karl Friði'iksson. Umferðanefnd: Stefán Reykjalín. Varamaður: Valgarð Frímann. 17. júní nefnd: Haraldur M. Sigurðsson, Jón Ingimarsson, Magnús Björnsson, Svéinn Tómasson. Yi Huld; 59592117 — IV/V — 1 FRL. - FRÁ BÓKÁMARKAÐINUM Framhald af 5. síðu. á þann minnisvarða fyllilega skilið, sem höfundur sögu hans reisir honum að lokum á Skán- eyjarbungu íslandssögu með undursamlegri útsýn um örlög og aldir í íslenzkri sagnhelgi! Helgi Valtýsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.