Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DÁG DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 18. febrúar. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. febrúar 1959 8. tbl. Fserivoðin hans Hjalta. — (Ljósmynd: Erik Eylands.) Nýff iækiF sem Séffa mun búsförfin Hjalti Haraldsson bóndi í Ytra-Garðshorni hef- ur nindið upp nýja gerð færibanda, mjög ódýra Notkun hvers konar færibanda til að auðvelda bústörfin er víða mjög mikil. Á Norðurlöndunum hefur útbreiðsla þeirra þó yfir- leitt takmarkast af því hve dýr þau hafa verið. Bóndinn í Ytra-Garðshorni i Svarfaðardal, Hjalti Haraldsson, byggði nýlega votheysturn, og stóð þá frammi fyrir þeim vanda, að koma heyinu upp í hann á ódýran hátt. Saxblásari er mjög dýrt verkfæri og f jármagn bænda víða af skornum skammti. — En bóndinn keypti ekki saxblásara, en smíðaði sjálfur færiband af nýrri gerð. Líklegt er, að mörg- um leiki forvitni á að vita á því nánari deili. Færivoðin. Hið nýja færiband, sem Hjalti kallar færivoð, er opinn stokkur. Kefli eru í báðum endum hans. Hið neðra þeirra er tengt aflgjaf- anum, sem getur verið dráttar- vél eða ónnur vél, til dæmis lxk—2 hestafla mótor. Sjálft er færibandið úr seglstriga, sem liggur á milli keflanna og strengdur með einföldum útbún- Framhald á 7. síðu. Stjórnmálanámskeið á vegum Framsóknarflokksins hefst á Akureyri miðvikudag- inn 18. þ. m. — Þeir, sem taka vilja þátt í námskeiðinu, skulu gefa sig fram við Ingvar Gísla- son á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 95, eða Hrein Þormar, form. F. U. F. mánud. ©"• Fundinn sátu 130 manns - Frummælandi var Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum Síðasti Bændaklúbbsfundur var haldinn á Dalvík síðastl. mánudag. Hann var mjög £jölmennur og stóð í fimm klukku- stundir. Fundarstjóri var Magnús Jónsson bóndi að Hrapps- staðakoti, en hann er formaður búnaðarfélagsins á staðnum. Mikill áhugi ríkir hjá bændum í sauðfjárræktinni. Þessi gamla og merka búgrein- virðist alltaf eiga mesta hylli hjá bændunum, þótt mjólkurframleiðslan sé víða aðalbúgreinin. Þetta kemur jafn- an vel í ljós þegar auglýstar eru umræður um sauðfjárræktina í Bændaklúbb Eyfirðinga. Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum flutti framsöguerindið og lagði málið fyrir á breiðum um- ræðugrundvelli. Það var hið fróð legasta og var því ágætlega tekið. Skólastpjórinn sagði frá reynslu sinni af skólabúinu á Hólum og fyrst frá fjárhúsunum sjálfum. Gömlu fjárhúsin væru yfirleitt mjög gölluð, þótt þau væru efnis- mikil og víða til þeirra vandað á ýmsan hátt. Tilraun hefði verið gerð á Hólum í nýrri gerð fjár- húsa. Þau eru mjög löng — 100 kinda krær — með opinn mæni Framhald á 7. siðu. Fundur í Framsóknar- fél. Ak. n. k. mánudag Framsóknarfélag Akureyrar heldur félagsfund n.k. mánu- dag kl. 8.30 að Hótel KEA. — Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á flokks-, þing. 2. Rædd f járhagsáætlun bæj- arins. Frummælandi Jak- ob Frímannsson. uncir prsggja rrainsoKnar- félaga í Eyjafjarðarsýslu Þrjú Framsóknarfélög í Eyjafjarðarsvslu hafa nýlega haldið aðalfund, og ríkti hvarvetna einhugur um að fylgja fast fram stefnu flokksins í þeim höfuðmálum, sem barizt er um. Hrafnagilshreppur. Framsóknarfélag Hrafnagils- 'hrepps hélt aðalfund sinn 31. jani sl. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Hjalti Jósepsson, Brezki landhelgisbrjóiurinn hlauf 74 þúsund króna sekf Roland Pretious skipstjóri liggur í sjúkrahúsi Þegar síðasta tölublað Dags var prentað, var Þór á leiðinni til Seyðisfjarðar með brezka land- helgisbrjótinn Valafell frá Grimsby. Málið var tekið til dóms á laugardaginn. Skipstjórinn var dæmdur í 74 þús. króna sekt, veiðarfæri og afli gerð upptæk. Dómurinn var kveðinn upp af Erlendi Björnssyni bæjarfógeta. Ákærði fékk Gísla J. ísleifsson sem verjanda fyrir sig. Roland skipstjóri er 32 ára gamall og var þetta fyrsta skip- stjórnarferð hans á Valatelli. — Hann var mjög sjúkur og yfir- kominn af þreytu og fékk tauga- áfall. Liggur hann nú á sjúkra- húsi á Seyðisfirði, en Valafell sigldi, er sett hafði verið trygging fyrir sektum.. Borgarís við Suðausturströnd Grænlands. — (Ljósmynd: Sn. Sn.) bóndi á Hrafnagili, formaður, Ketill Guðjónsson, bóndi á Finnastöðum, og Haraldur Hann- esson í Víðirgerði, meðstjórnend- ur. Saurbæjarhreppur. Framsóknarfélag Saurbæjar- hrepps hélt aðalfund sinn 7. þ. m. í stjórn voru kosnir: Benedikt Júlíusson, bóndi í Hvassafelli, formaður, en meðstjórnendur Daníel Sveinbjörnsson, bóndi í Saurbæ, og Daníel Pálmason, hreppstjóri, Núpufelli. Framhald,á 7. siðu. Alþýðumanninum K svarað Blöð Alþýðuflokksins hafa raupað af því, að 3,3% kjara- skerðing bændanna, sem orð- in er að lögum með samþykki allra Sjálfstæðismanna, hafi sparað þjóðinni 6 milljónir kr. — Alþýðumaðurinn talar um það í gær, hvers vcgna þing- menn Framsóknarflokksins haíi ekki krafizt þessarar leið- réttingar miklu fyrr. Því er fljótsvarað. Það var ekki fyrr en á þessu ári, að í samningum við sjómenn og útgerðarmenn var ákveðið í fyrsta sinn, að grunnkaup skyldi breytast eftir vísitölu, gagnstætt því sem áður var um bæði landbúnaðinn og út- veginn. Misréttið kom þá fyrst til sögunnar. Er því fjas Al- þýðum. um seinlæti Fram- sóknarmanna út í hött. — Sex milljón króna kjaraskerðingin er kveðja ríkisstjórnarinnar og íhaldsins til bændastéttar- innar, sem þegar er búið að staðfesta með lögum frá Al- þingi. Það er engin hætta á, að sú kveðja verði misskilin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.