Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 4
D AGUR Miðvikudaginn 11. febrúar 1958 Dagur RlTSTjÓRf: ERI.INGf; K D A V í » S S O X .AmíiýxWíx-.tjoti: í»ORKELL liJÖfl NSSON *»ktif.s»<»fa í Hafmiwtrarti !H» ••- Símt i iftrt Árgangoirinn k<*tar Kv. l't.Ofí Rlaðið kcmur út á mÍÖvittHJofsum oj» Jaugarítt'igttíB, þtgAt eíni tiantla tii Ciitldd-*gí et i. júJí PRENTVERK Oi>OS BJÖRS'SSOXAK tt.F. Stóra reikningsdæmið NÝLEGA ÁTTI ÞJÓÐIN kost á því að heyra hina snjöllu stjórnmálaforingja landsins spreyta sig á einu og sama reikningsdæminu, og í fram- haldi af því hafa stjórnmálablöðin haldið áfram að reikna sama stóra dæmið og skýra það. Dæmið fjallar um áhrif hinna nýju laga „um niðurfærslu verðlags og launa", á alkomu þegnanna. Það er ómaksins vert að hugleiða hinar ólíku niðurstöð- ur. aFlokksleiðtogarnir og blöðin hafa allt annan hátt á en viðteknar reikningsreglur segja fyrir um. Búa til útkomuna, reikna svo aftur á bak. Skal nú nefna örfá dæmi. Kommúnistar segja, að nýju lögin séu raunveruleg kaupránslög, sem svifti launþegana um 13,4% launanna, en vöru- verðið lækki um 1%, nýju lögin lækki kaup hinna 30 þúsund meðlima Alþýðusambands íslands um 80 milljónir króna og að kaup verkamanna lækki um 7656.00 krónur á ári, miðað við dagvinnu eina. Alþýðuflokksmenn eru ekki alveg sammála um áhrif nýju laganna á lífsafkomu borgaranna. Þeir segja: Laun Dagsbrúnarmannsins, sem vinnur 8 klst. á dag og 1 klst. að auki 5 daga vikunnar, fær 2600.00 krónu hærri árstekjur en í fyrra og þar að auki vex kaupmáttur launanna, og þessir menn bæta við og segja: Þið gefið eftir ein lítil 5,4% af launum ykkar, en við greiðum kaupvísitöluna niður í 175 stig. Morgunblaðsmennirnir, sem ekki máttu aumt sjá í sumar og voru harðir kaupkröfumenn, eru nú stjórnarsinnar og lögðu það eitt til í efnahags- málunum, að kaupið lækkaði jafn mikið nú og það hækkaði í sumar. Þetta heyrir nú raunar fremur undir þá óvenjulegu list, að gleypa sína eigin munnræpu en reikningslist. En hins vegar reiknuðu þeir það út, að vegna minni álagningar í heildsölu og smásölu lækkaði vöruverðið um 5%. En þetta er augljóst fals, því að vöruverð lækkar nálega ekki neitt, nema örfáar vísitölu- vörur, sem greiddar eru verulega niður til að lækka kaupið. Verzlunarstéttin hefur setið kóf- sveitt við að verðleggja allar vörur að nýju sam- kvæmt nýju lögunum og er verðlækkunin um eða innan við 1%. Hlutur, sem áður kostaði kr. 52.00, kostar nú kr. 51.45 og þannig mætti lengi telja. Morgunblaðið var neytt til að birta leiðréttingu um þessar fölsuðu upplýsingar og faldi það hana á lítt áberandi stað. Morgunblaðið fær ekki háa einkum í prósentureikningi eftir þessa útreið. Hinn feikilegi áróður stjórnmálablaðanna um. verðlækkanir hinna ýmsu vara er meira og minna falsaður og jafnframt fáranlegur, svo að öllum hlýtur að blöskra. Hann missir því algerlega marks og spillir fyrir því að stöðvun verðbólg- unnar takiist og verkar því öfugt við tilganginn. Almenningur þarf ekki að láta segja sér hvað kaupið lækkar á dag eða mánuði, né heldur hver áhrif hin nýju lög hafa á vöruverð í landinu, því að núverandi kaupgjald og vöruverð eru stað- reyndir, sem hver ogeinn þreifar daglega á. En um leið og þessar staðreyndir eru lagðar til grundvallar fyrir fylgi eða andstöðu við hinar nýjú ráðstafanair, ber að hafa það í huga, að lögin um jiiðurfærslu verðlags og launa er aðeins einn þáttur efnahagsmálanna. Forsætisráðherra hefur lofað að leggja ekki nýja skatta á landsfólkið, ef það aðeins sýndi þann þegnskap að gefa nokkur vísi- tölustig eftir af kaupi sínu. En hinar stórfelldu niðurgreiðslur til að koma kaupvísitölunni niður í 175 stig, átti „sparnaður í rikis- rekstri" að standa undir. Menn bíða þess með nokkurri óþreyju að sjá stjórnarflokkana „spara í ríkisrekstri". Vitað er, að útgjöld ríkisins á fjárlögum eru að mestu bundin með lögum og skuldbindingum sjálfs Alþingis. Það sem laust er, hefur verið notað til að örfa ýmiss konar framkvæmdir úti um land, al- menningi til hagsbóta, svo sem rafvæðingin, hafnarbætur, bygg- ing fiskiðjuvera, aðstoð við báta- og skipakaup og ræktun landsins. Hætt er við, að stjórnarflokkarn- ir telji það „sparnað á ríkis- rekstri" að skera niður fjárfram- lög til alls þessa. En hvernig væri umhorfs nú og hvað um fram- leiðsluna til sjávar og sveita, ef hin þröngu sjónarmið Reykjavík- urvaldsins hefðu alltaf ráðið og' framkvæmdirnar einkum miðast við hlaðvarpa höfuðstaðarins? Ríkisstjórnin hefur nú þegar bundið þjóðinni þunga bagga með niðurgreiðslum og uppbót- um, sem nema hundruðum millj. með raupsyrðum hefur því verið haldið fram, að launþegar þurfi aðeins að afsala sér einum litlum 5,4% af kaupi sínu, en stjómin greiddi vörurnar svo mikið nið- ur, að hagnaður yrði af öllu sam- an og til þess þurfi enga nýja skatta, aðeins „sparnað í ríkis- rekstri" og stjórnvísi. Fjárlögin munu brátt koma til meðferðar í Alþingi. Hætt er við, að þá verði ekki undan því komizt lengur fyrir stjórnina, að skýra þjóðinni undanbragðalaust frá heildar- stefnunni í efnahagsmálunum. „Borgari" skrifar eftirfarandi: „VIÐ ISLENDINGAR erum að ýmsu leyti mjög sundurleitir, sem von er, þar sem málefni ein- staklinganna eru svo ólík hverju sinni. Um daginn var um það rætt í útvarpinu af fámennum hóp menntamanna, hvort hyggi- legt væri að brugga sterkt öl og um drykkjuskap yfirleitt. Þar kom í Ijós eins og víðast annars staðar, að menn höfðu hinar ólíkustu skoðanir og urðu heitir í kappræðum um þetta. Öllum má vera það ljóst, að framleiðsla og sala áfengs öls hér á landi mundi valda æskunni miklu tjóni. Og eflaust yrðu fleiri en æskufólkið fyrir barðinu á sterka ölinu. En eg nefni æsk- una fyrst og fremst vegna þess, að það er hún, sem gengur i sporin okkar. Við þurfum að hugleiða það vandlega hve æsk- unni er nauðsynlegt að geta erft það bezta frá okkur — að hún geti vanist því í lifnaðarháttum okkar, sem við getum bezt fyrir henni haft. Skoðun mín á þessu máli er sú, að við erum alltof sinnulitlir fyr- ír velferð æskunnar í landinu og göngum á undan henni í ýmsu því, sem sízt skyldi. Hvað er til dæmis að segja um öll leikritin í útvarpinu, sem okkur er boðið upp á. Flest eru þau fléttuð sakamálum og glæpum. Og hvað um allar smásögurnar, sem lesn- ar eru upp í útvarpið? Útvarpið er aðalmenntastofnun þjóðarinn- ar og miðlar þessu út um alla landsbyggðina. Þar er réttu og röngu ruglað saman. Það er deilt á æskuna fyrir margs konar óreiðu, afbrot og óknytti. En hver á sökina? Við sem ölum upp æskuna, getum ekki skorast undan ábyrgðinni. Við hljótum að óska þess, að æskan verði tápmikil og dreng- lunduð. Við getum ekki vænzf þess að hún verði það, nema við miðlum henni því allra bezta en fjarlægum sorann." Svigsveit K.A. sigraði á Skíðamóti Akureyrar Skíðamót Akureyrar hófst sl. sunnud. í Hlíðarfjalli með sveita- keppni í svigi (4ra manna). — 5 sveitir mættu til leiks: 1 frá M. A., 2 frá Þór, 1 frá K.A. og 1 sveit, sem skipuð var 2 Siglfirð- ingum og 2 Akureyringum. — Brautin var um 280 m löng með 40 hliðum og lagði Sigtryggur Sigtryggsson hana. — Úrslit urðu þau að sveit K.A. sigraði á 389.8 sek. (í sveitinni voru: Magnús Guðmundsson, Hjálmar Stefáns- son, Ottó Tulinius og Hallgrím- ur Jónsson). 2. varð A-sveit Þórs á 421.2 sek. og 3. sveit M. A. á 578.6 sek. B-sveit Þórs var úr leik, en blandaða sveitin fékk tímann 446.9 sek. Nú voru mættir til leiks, í fyrsta sinn í vetur, allir beztu skíðamenn bæjarins í alpagrein- um og var það ánægjulegt. Magnús Guðmundsson, K. A., náði beztum tíma 79.8 sek. og hefur hann áreiðanlega aldrei verið leiknari en hann er nú. — Sama er að segja um Hjálmar Stefánsson, K.A., hann náði næst bezta tíma 86.5 sek. 3. varð Birg- ir Sigurðsson, Þór, 89.1 sek. — Færi var hart, en veður mjög gott. Um næstu helgi heldur Skíða- mót Akureyrar áfram. — Keppt verður í svigi öllum flokkum karla og drengjafl. — Búast má við spennandi keppni í öllum flokkum. — Bílfært er nú alla leið upp að Skíðahóteli. - Leiklistarlíf á Ak. Framhald af 8. síðu. 40 talsins, og eru stúlkur í mikl- um meirihluta. Má af þessu marka, að töluvert leiklistarlíf er hér í höfuðstað Norðurlands um þessar mundir og ber að fagna því. STOKUR íhaldið getur engan blekkt með Alþýðuflokksins valdi, því undirmubla er áður þekkt — emaileruð með haldi. Bráðum fækka bú og smækka bjart er útlitið. Kratar hækka, Iaunin lækka. Lifi íhaldið! ÞORRI. € Nýjárs-bæn Guð verndi mitt vopnlausa ísland, svo veiti hann þjóðinni dug að standa gegn oíbeldisögrun með einbeittan vakandi hug. Hvar standið þér, stórvcldakonur? O, standið nú saman í nauð, og biðjið svo eiginmenn yðar að umsnúa sprengjum í brauð. Hver sönn móðir sálbætir lífið, þó sjálfselskan torveldi flest. A mannúðarleiðum ef mætumst, á mistökin sætzt verður bezt. Af mildi ef mannvitið stjórnast, þá margtryggður friðurinn er. Öll tortryggni, hefnd og allt hatur úr heiminum sjálfkrafa fer. Ó, komi nú kærleikans tíðir — ein keðja af frónlyndri drótt — ef sannkristnu lífi er lifað, þá leysast öll vandamál fljótt. Þann frið þráir friðvana heimur að friðrofin verði ekki gjörð. Með friðarins iimsigli fæðist í framtíð hvert mannsbarn á jörð. EMILIA SIGURÐARDÓTTIR. Svarfaðardalur Svarfaðardalur sveitin mín sé eg þig í huga mínum, bernskuvaggan blíð og fín, bröttu fjöllin, blómin þín. Ennþá niðar áin mín yndislega og fossinn kveður. , Svarfaðardalur sveitin mín, að sjá þig það minn huga gleður. Oft hef eg horft af heiðarbrún hugfangin yfir dalinn kæra, yfir engi og algræn tún er loftið gyllti geislarún. Og sælt var þá er sólin skein, að sjá það allt og þakkir færa. Oft hef eg horft af heiðarbrún hugfangin yfir dalinn kæra. Bið eg minni byggS og sveit blessun guðs í framtíðinni, bæn sú er bæði bljúg cg heit, fer hún um dal og fiskireit. Mörgum góðum mönnum af margoft hafði eg þar af kynni. Bið eg minni byggð og sveit blessunar guðs í framtíðinni. KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR frá Syðra-Hvarfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.