Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. febrúar 1959 D A G U R 5 JENS SUMARLIÐASON : íþróffgfélagið Þór á Ákureyri Undrabarnið Gitfa kemur hingað Hún mun skemmta ásamt „Four ]acks“ í Nýja-Bíó þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. fcbrúar Það væri bæði fróðlegt og skemmtilegt að rekja sögu Iþróttafélagsins Þór, sem er elzta íþróttafélagið í bænum, eða hálfrar aldar gamalt eftir 6 ár. — Eldri félagar muna skemmtilegar stundir úr félagslífinu, íþrótta- og skemmtiferðir, heimsóknir, skemmtifundi, svo að nokkuð sé nefnt. Á þeim tíma hafa skipzt á skin og skúrir, eins og gengur, ekki voru félagarnir margir í fyrstu og ekki voru íþróttagrein- arnar'margar heldur, en með ár- unum fjölgaði félagsmönnum og starfsemin var aukin, og í dag telur félagið 475 félagsmenn, sem starfa í 6 deildum auk nýstofn- aðs þjóðdansaflokks. Á árinu var starf hinna ein- stöku deilda í stórum dráttum þetta: Badmintondeild. Það er ný deild innan félagsins, er vaxandi deild, hefur keppt í tveim mótum og haldið 1 innanfélagsmót, voru þátttakendur 14 í því móti. Frjálsíþróttadeild. Eins og stendur hefur þessi deild ekki mörgum góðum kröftum á að skipa, en fáeinir frjálsýþróttam. hafa tekið þátt í mótum sumars- ins, þeir hafa staðið sig vel, t. d. varð Bragi Hjartarson Norður- landsmeistari í stangarstökki, stökk 3.45 m., sem er mjög gott. Margir drengir og einnig stúlkur hófu æfingar í þessari íþrótta- grein síðastliðið sumar, og' er ánægjulegt til þess að vita. Handknattleiksdeild. Hand- knattleikur er nú nær eingöngu iðkaður af yngri flokknum stúlkna, en þar er áhugi mjög mikill, sem sézt bezt á því, að yf- ir 40 stúlkur stunda æfingar nú í vetur undir stjórn Tryggva Þor- steinssonar. Á síðasta sumri fór 2. flokkur handknattleiksstúlkna í keppnis- för til Rvíkur og stóð sig með ágætum, gerðu stúlkurngr t. d. jafntefli við 2. flokk Ármanns, sem eru íslandsmeistarar í sínum aldursflokki. í karlaflokki fór fram aðeins einn leikur á árinu, var keppt við KA og varð sá leikur jafntefli. Knattspyrnudeild. Áhugfi fyrir knattspyrnunni virðist nú aftur vera að glæðast, en knattspyrna var um árabil íþrótt iþróttanna innan félagsins. Meistaraflokkur lék 4 leiki á árinu við núverandi Norðurlandsmeistara, KA, af þeim leikjum urðu tvö jafntefli, eitt tap og einn vinningur, er Þór nú Akureyrarmeistari í knatt- spyrnu. Tvær ferðir voru farnar á sumrinu á vegum deildarinnar, til Mývatnssveitar og Sauðár- króks, þær ferðir tókust mjög vel. Körfuknattleiksdeild. Það er nýstofnuð deild í félaginu, en þar ríkir mikill áhugi, æfa nú í vetur tveir flokkar, yngri og eldri. Síðastliðinn vetur keppti eldri flokkur í meistaramóti Ak- ureyrar og varð nr. 2. Sunddeild. Það er náægjulegt hve sundíþróttin hefur verið vaxandi íþrótt hér á Akureyri nú síðustu árin, er það að þákka bættri aðstöðu til iíðkunar á þess ari íþrótt. Sundd. hefur starfað með miklum ágætum og stunda r Afengissalan á Akur- eyri 1958 Samkvæmt upplýsingum frá Áfengisverzlun ríkisins var áfengissalan frá útsölunni á Ak- ureyri 1958 kr. 13.436.618 krónur, en samsvarandi tala árið 1957 12.277.051. nú æfingar um 20 félagar, má sjá þar margt efnilegt sundfólk. Deildin hefur haldið mörg inn- anfélagsmót í sundi, sundfólkið tekið þátt í opinberum mótum, svo sem Sundmóti íslands. — Þrennt af sundfólki Þórs sótti svonefnt Ármannsmót, sem hald- ið var í Rvík síðastliðið haust, en það voru Erla Hólmsteinsdóttir, Björn Þórisson og Júlíus Björg- vinsson. Erla varð þriðja í sinni sundgrein, einnig Björn og Júlíus í sínum greinum, en það má telj- ast mjög góður árangur, því að þarna keppti margt efnilegt sundfólk. Skíðadeild. Skíðadeild félags- ins starfaði vel síðastliðinn vetur, voru haldin mörg innanfélagsmót, sérstaklega fyrir yngri félaga, má nefna að um 40 drengir tóku þátt í einu þessara móta. Mátti sjá þar marga efnilega drengi og ríkti hjá þeim mikill áhugi fyrir íþróttinni. JENS SUMARLIDASON, formaður Þórs. Mörg undanfarin ár hefur Þór haldið brennu og álfadans, hefur þetta verið mjög vel sótt af bæj- arbúum og tekið vel. Sú ný- breytni var tekin upp nú í vetur að sýndir voru þjóðdansar frá ýmsúm löndum, sem vöktu eftir- tekt. í framhaldi af brennunni var stofnaður þjóðdansaflokkur inn- an félagsins, sem æfir nú í íþróttahúsinu undir stjórn frk. Þóreyjar Guðmundsdóttur, flokk urinn hefur sýnt dansa þessa á skemmtunum nú undanfarið og hefur fengið góðar undirtektir. Hér að framan hefur aðallega verið skrifað um íþróttamót og íþróttakeppni, en ekki minnzt á aðdraganda þessa. Það má vera öllum Ijóst, að geysilegt starf liggur á bak við hvert mót. Fyrst fundarhöld, síð- an vinna við undirbúning, fram- kvæmd mótsins, en við allt þetta þarf starfslið, mótin eru oft kostnaðarsöm, og fæst mót bera sig fjárhagslega. . Og stór átök eru framundan. Það íþróttasvæði, sem Þór hefur undanfarin ár haft á Gleráreyr- um, minnkar óðum, því að þar rísa nú íbúðarhús. Stórt verkefni bíður félagsins, er það nýtt íþróttasvæði og einnig félags- heimili.Þegar þar að kemur þurfa félagar að standa saman sem einn maður, og það geta þeir þegar á herðir, sem kom vel í ljós er yfir 100 félagar unnu að undirbúningi brennunnar í vetur. En þó hægt sé að sameinast, þá er það því miður ekki oft. Oftast kemur starfið allt á sömu mennina, þeir eiga þakkir skilið fyrir þetta starf í þágu æskunnar, en þetta starf fá þeir bezt þakkað með stuðningi bæjarbúa og að sem flestir félagar starfi með, láti ekki sitt eftir liggja að æska ) þessa bæjar njóti hollra íþrótta. Þetta cr dr. Malik, utanríkisráð- lierra Líbanons, en hann var kjörinn forseti síðasla Allsherj- arþings S. Þ. Er dr. Malik mjög þckktur og virtur þátttakandi í alþjóðastjórnmálum. Frá Vísindasjóði Vísindasjóður hefur nú auglýst styrki. lausa til umsóknar í annað sinn. Eins og kunnugt er, skiptist sjóðurinn í tvær deildir: Raun- vísindadeild, og er formaður deild- arstjórnar þar dr. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur. og Hug- vísindadeild, og er formaður Jrar dr. Jóhannes Nordal hagfræðingur. Formaður yfirstjórnar sjóðsins er dr. Snorri J-Iallgrímsson prófessor. Raunvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvísinda, Jrar með taldar eðlisfræði og kjarnorku- vísindi, efnafræði, stærðfræði, lækn- isfræði, líffræði, lífeðlisfræði, jarð- fræði, dýrafræði, grasafræði, búvís- indi, fiskifræði, verkfræði og tækni- fræði. Hugvísindadeild annast styrkveit- ingar á sviði sagnfræði, bókmennta- fræði, málvísinda, félagsfræði, lög- fræði, hagfræði, heimspeki, guð- fræði, sálfræði og uppeldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslezkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann:: 1) Einstaklinga og stofnanir vegna tiltekinna rannsóknarefna. 2) Kandídata til vísindalegs sér- náms og Jrjálfunar. ICandídat verð- ur að vinna að lilteknum sérfræði- legum rannsóknum eða afla sér vís- inda])jálfunar til ]>ess að vcrða styrkhæfur. 3) Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Við fyrstlt úthlutun, ,cr fram fór í fyrrasumar, veitti Raunvísinda- deild 17 styrki, samtals að upphæð kr. 500,000,00, en Hugvísindadeild veitti 12 styrki, og var heildarupp- hæð þeirra kr. 200,000,00. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 20. marz n. k., til þess að um- sækjendur komi til greina við þessa úthlutun. Sjóðltrinn liefur látið gera sérstök eyðublöð undir um- sóknir, og vcrður hægt að lá þau hjá deildariturum, er veita allar nánari upplýsingar. Ennfremur munu eyðublöðin fást í skrifstofu Háskóla Islands og hjá sendiráðunt íslands erlendis. Deildaritarar eru fyrir Raunvís- indadeild Guðmundur Arnlaugsson (sími 15657) og fyrir Hugvísinda- deild Bjarni Vilhjálmsson (sími 35036). (Fréttatilkynning frá Vísindasjóði). Skíðamenn! Skíðamót Akur- eyrar heldur áfram n.k. sunnu- dag. Keppt í svigi öllum flokkum karla og drengjafl. — Áríðandi að allir mæti. — Farið frá Ferða- skrifstofunni kl. 10 f. h. — S.R.A. Það mun ekki ofsagt, að stúlku- barnið Gitta, sem aðeins er 12 ára, sé einhver vinsælasta söng- kona í Danmörku, og jafnvel á Norðurlöndum. Kvartettinn „Four Jacks“ er talinn bera af öðrum sínum lík- um á Norðurlöndum, svo að vænta má mikillar og góðrar skemmtunar. Það er Lionsklúbbur Akureyr- ar jem stendur fyrir því að fá Dessa skemmtikrafta hingað, en Undrabarnið Gitta. Framhald af S. siðu. löngu hætt og einu tekjur deild- arinnar er af sölu á steinolíu. En sú vörutegund er nú lítið notuð, þó sjást menn á ferð með olíu- flöskur þegar Laxá stíflast og rafmagnið dvín og af hleðslu battería og eru þá tekjurnar frómlega fram taldar. Tvcir menn vinna þarna að staðaldri og eru það þeir Kjartan Sigurtryggvason og Páll Magn- ússön, áldraðir heiðursmenn og fyrrum sveitamenn og þekkja því mæta vel af gamalli reynslu hvers virði sönn fyrirgreiðsla er, fyrir sveitafólk og alla ferða- menn. í samtali við þessa menn, taka þeir báðir fram, að þrátt fyrir hvers konar snúninga, sé gott að starfa fyrir ferðafólkið og að það sé jafnan þakklátt fyrir þessa þjónustu. Stundum eru menn ofurlítið hýrir um það leyti, sem áætlun- arbílarnir leggja af stað úr bæn- um, en miklu minna ber þó á því hin síðari árin og aldrei hafa orðið nein vandræði að þvi, segja þeir Kjartan og Páll. Stundum kemur það fyrir, segja þeir ennfremur, að einhverj ir hafa gelymt töskunni sinni eða Agnar Mykle leikari Samkvæmt frásögn . Kaup- mannahafnarblaða verður í vor frumsýning í Allé-leikhúsinu í Höfn á leikriti eftir norska rit- höfundinn Mykle. Þetta er fyrsta leikrit hans, sem tekið er til sýn- ingar, og ei' „satisk komidie“. — Það vekur mesta athygli að Mykle leikur þarna sjálfur. hann hefur undanfarna vetur unnið að því að styrkja eitthvert gott málefni, og í þetta sinn er það starfsemi Barnaverndarfé- lags Akureyrar, sem fær ágóð- ann. En félagið er, sem kunnugt cr, að láta reisa leikskóla fyrir börn, og er því í mikilli fjárþörf. V erzlunarnámskeið í Bifröst t vor hefjast vcrzlunarnám- skeið við Samvinnuskólann að Bifröst í Borgarfirði. Teknir verða 10 ncmendur, sem verða að vera á sérstökuin samningi hjá viðurkenndu verzlunarfyrirtæki. Námstíminn vcrður 2 ár og skiptist námið í hagnýta fræðslu (vinnu) og bóklega (námskeið, nám við bréfaskóla). Einnig vcrður aukanámskeið fyrir byrj- endur og starfsfólk sölubúða og skrifstofu, sem óska að kynnast nýungum í störfum sínum. Sam- vinnuskóólinn mun brátt gefa út námsská vegna þessara nám- skciða, sem send verður öllum kaupfclögum. áríðandi böggli og koma siðla kvölds heim til annars hvors af- greiðslumannsins til að fá hann til að fara með sér í Böggla- geymsluna. En stundum er það, sem leitað er að, ekki þar, heldur einhvers staðar úti í bæ. Einu sinni kom maður eftir háttatíma. Hann hafði gleymt töskunni sinni og hún var lokuð inni á afgreiðsl unni og nú var karl að fara heim, en töskulaus færi hann ekki, enda í henni varningur, sem ekki mætti verða fyrir hnjaski. Af- greiðslumaður klæddist og task- an var afhent. Það glamraði lít- illega í gleri, þegar ferðamaður gekk út. Bögglagcymslan er minnst allra deilda KEA, og hreint þjónustu- fyrirtæki, sem fólkið í sveitunum metur að verðleikum. Hér er á hana minnzt vegna þess, að hennar er oftast að engu getið, enda veltir hún ekki þungu hlassi í umsetningu Kaupfélags Eyfirð- inga. Hlutur hennar verður mældur á aðra vog og mun þá verða þyngri en ætla mætti í fljótu bragði. Og einstæð mun þessi litla deild vera á landi hér. Skyldi það vera rétt? Eftirfarandi klausa er tekin upp úr vestur-íslenzka blaðinu „Heimskringla“: „í fyrirlestri, sem séra Friðrik J. Bergmann hélt hér einu sinni um „Heljarslóðarorustu" Ben. Gröndals, kvaðst hann þeirrar skoðunar, að skáldið hafi álitið, að fyrir íslenzka þjóð væri ekk- ert betra hægt að gera en að koma henni til að hlæja. Henni væri á engu meiri þörf....“ - Einstakf fyrirfæki. . .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.