Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 11.02.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 11. febrúar 1959 D AGUR - Nýtt tæki... Framhald af 1. siðu. aði á efra keflinu, og að sjálf- sögðu liggur færibandið í stokkn- um og á það eru festir tréklossar. Einfalt og ódýrt. Aðalmunurinn á færivoðinni og öðrum færiböndum er einfald- leikinn og ennfremur það, hve þetta er ódýrt. Það mun kosta 3600.00 krónur að smíða það, miðað við 8 metra lengd og er jafngott til að færa þurrhey í hlöður eða upp í hey úti og til að flytja vothey í turna. Blaðið leitaði álits Eriks Ey- lands ráðunauts Búnaðarsam- bands Eyiafjarðar um þetta. Hann telur hið nýja færiband sérlega álitlegt og fyllilega þess vert að því sé gaumur gefinn. — Hann hefur nú í athugun smíði á einu slíku með lítils háttar breyt- ingum. - Nýjasta farþega- flugvélin Framhald af 8. siðu. unum sem knýia Viscount-flugvél- arnar, en aflmeiri, enda er Van- guard mun stærri flugvél, tekur 139 farþega. TVÖ ÞILFÖR Vanguard er tveggja þilfara flug- vél og er farþegarýmið á því efra, en farangur og vörur á því neðra. Þctta kemur sér scrstaklega vel á flugleiðum þar sem farþegaflutn- ingar og vöriiílutningar eru stund- aðir jöfnum höndum. Þá er það til mikils hagræðis, að þurfa ekki að láta farangur inn í farþegarýmið, sc liugvclin notuð til vöruliutninga eingöngu. Allt verður þctta til þess, að nýting iiugvélarinnar vcrður mjög góð og hún þyí ódýr í rekstri. Hafa ílugíélög erlendis nú til at- hugunar, að. lækka fargjöld með Vanguard á vissum flugleiðum. Vanguard flugvélin er eins og Viscount, árangur af löngu sam- starfi Vickers Armstrong 'Lhnited og Rolls-Royce. FLEIRI VISCOUNT FLUGVÉLAR Allt frá því að Viscount flugvélin lióf, farþegaílug, hefir hún átt ört vaxandi vinsældum að fagna flg fyrir skömmu síðan var tala þeirra sem pantaðar höföu verið hjá verk- smiðjunni 404. Þar af hafa 371 Vis- count verið smíðaðar og afgreiddar til 38 flugfélaga víðs vegar utu heim. Af þessum flugfélögum hafa 17 nú þegar pantað fleiri Viscount flugvélar, sem verða algrciddar ;i næstunni. - HRINGSJÁ Framhald af 2. siðu. af íyrir sig. En hitt er aug- ljóst, að upp frá þessu anunu Akureyringar ekld velja sinn sérfulltrúa. Svo mikils virða Sjálfstæðismenn ekki höfuð- stað Norðurlands eða íbúa hans, hvað þá sýslugrey á hjara veraldar á borð við Norður-Þingeyjarsýslu, Suð- ur-Þingeyjarsýsiu eða Eyja- fjörð. «Sx3>^><^<$$^<S>3>^^3>®3>$>$3>4>3>«> Framhald af 1. siðu. og einfalt bárujárn í þaki og veggjum. Þessi hús héla aldrei og krærnar ávallt þurrar vegna hinnar miklu loftræstingar, þótt gefin sé taða og fóðurbætir. Tvö hundruð kinda hús kostuðu 37 hús krónur. (Áður sagt frá þeim hér í blaðinu.) Þessum húsum er aldrei lokað að vetrinum og fénu aðeins gefið einu sinni á dag allan veturinn og vorið einnig. Ræðumaður sagði þetta fyrirkomulag hafa marga kosti. Að þessu er mikill verksparnaður og vinnan kem- ur á þann tíma dagsins, er bezt samrýmist fjósverkum. Fénu verður aldrei misdægurt, er allt- af úti þegar sæmilegt veður er, jafnvel þótt jarðlaust sé með öllu og virðist líða betur að öllu leyti. Vatninu náði féð í lind, er þó þornaði stundum. Þó var aldrei brynnt og át féð snjó í staðinn. Frummælandi sagðist sjálfur hafa haft töluverða vantrú á þessari nýju fjármennsku, en væri nú orðinn sannfærður um, að hún mundi víðar reynast vel en hjá sér. Veðurfar væri að vísu fremur gott í Hjaltadal, en það hefði þó ekki neina úrslitaþýð- ingu í þessu efni. Kostnaður við byggingar fyrir búpeninginn væri mjög tilfinn- anlegur og nauðsynlegt að reyna að lækka hann sem mest. Dýr- asti liðurinn væri þó vinnan. Vinnan við fjármennskuna á Hólum væri nú ekki nema brot af því sem áður hefði verið, síðan teknir voru upp nýjir siðir. í sambandi við hinn opna mæni bæri að hafa það í huga, að hann þyrfti að snúa þvert á veð- urðtt. Væri misvindasamt myndi heppilegra að hafa stromp á hús- unum. Eins fermeters stromp fyrir 50 ær. Þegar sauðburður hefst, búa Hólamenn til girðing- arhólf fyrir lambærnar. Þangað setja þeir bundið hey í stað þess að gefa á.garða. Fuðurbæti gefa þeir í kössum. Afurðir fjárins hafa verið góð- ar og sízt minni eftir að breyting var gerð á hirðingunni. Skólastjórinn vék nokkuð að stefnunni um það, að kappfóðra ærnar til að fá væna dilka og hins vegar að éldi sláturlamb- anna, og taldi þá leið að ýmsu leyti hepþilegri. RæSumaður taldi meiri nauð- syn til .að. rækta upp frjósamt fé, en að nota hormónagjafir til að auka lambafjöldann. Hér á ís- landi væru mjög góð skilyrði til sauðfjárræktar og líklegt, að framleiðsluaukning landbúnað- arins yrði í framtíðinni mest í sauðfjárafurðum. Stórfelld fjölg- un sauðfjárstofnsins og aukin ræktun yrði náttúrlega að fara saman. Þá væri sauðfjárræktinni lítil takmörk sett. Að framsöguræðu lokinni hóf- ust fjörugar umræður og stóð fundurinn í 5 klst. Þessir tók.u til máls, og sumir oftar en einu sinni: Jónas Kristjánsson, sem setti fundinn og sleit honum með stuttum ávörpum, Helgi Símon- arson, Jón Gíslason, Angantýr Hjálmarsson, Aðalsteinn Guð- mundsson, Klemenz Vilhjálms- son, J.ónmundur Zóphoníasson, Snorri Kristjánsson, ' Hjörtur Þórarinsson, Þór Vilhjálmsson, Helgi Helgason, Óskar Aðal- steinsson, Sæmundur Guðmunds son, Olafur Jónsson, Ármann Dalmannsson, Ingi Garðar Sig- urðsson og Eirík Eylands, sem skýrði kvikmynd þá er sýnd var í fundarbyrjun. Um 130 manns sóttu þennan fund og voru þeir meðal annars frá Svalbarðsströnd, Hörgárdal og fram-Eyjafirði. Ríkulegar veitingar voru á borð bornar. XI Huld; 59592117 — IV/V — 1 FRL. í. O. O. F. I. O. O. F. Rb. 2 — 1082H8V2 1402138% — HEIMA ER BEZT Annað hefti þessa árs af Heima er bezt er nýkomið út. Þar skrif- ar Þorsteinn Jónsson kaupfélags- stjóri um Metúsalem J. Kjerúlf á Hrafnkelsstöðum og Halldór Stefánsson um Arnbjórgu Bjarnadóttur Kjerúlf, Gils Guð- mundsson um mannanöfn og Árni Árnason frá Grund um Tyrkjaránið og Herfylkingu Vestmannaeyja. Þá er framhaldið af sögum þeirra Guðrúnar frá Lundi og Ingibjargar Sigurðar- dóttur og Stefán Jónsson náms- stjóri skrifar um Selmu Lagerlöf. Kápumyndin er af Metusalem J. Kjerúlf. Eldri-dansa klúbburinn AKUREYRI DANSLEIKUR í félagsheim- ilinu Lóni laugardaginn 14. febrúar kl. 9 síðdegis. STJÓRNIN. Svefnstóll til sölu Tækifærisverð. Afsnr. vísar á. Miðstöðvarketill, 4 element, óskast til kaups. SÍMI 1892. Ferrningarkjólaefni Ijós og fallcg. NÝKOMIN. ANNA & FREYJA N Y K 0 M I Ð : Nýjasta tízka í malar- og kaffidúkum Blúndudúkar og dúllur Svart kaki Skyrtuflónel, kr. 16.35 Köflótt efni i pils og buxur, kr. 3630. ANNA & FREYJA Kirkjan. Föstuguðsþjónusta í Akureyrarkirkju miðvikudags- kvöldið kl. 8.30. Fólk er vinsam- legast beðið að taka með sér Passíusálmana. Sungnir verða þessir sálmar: 1. sálmur, 1.—8. vers; 2. sálmur. 1.—7. vers; 4. sálmur, 17.—24. vers og Son guðs ertu með sanni. — P. S. — Mess- að í Akureyrarkirkju á sunnu- daginn kl. 2 e. h. — Sálmar nr.: 208 — 24 — 121 — 370 — 232. — P. S. Hjálpræðisherinn. Fimmtudag- inn 12. febrúar kl. 6 e. h. Kvik- mynd fyrir börn. Aðgangur 2 kr. Sama dag kl. 8.30 e. h. Almenn samkoma. Major og frú Nilsen tala. — Föstudag kl. 6 e. h.:Barna samkoma. — Laugardag kl. 6 e. h.: Barnasamkoma. — Sunnudag kl. 2 e. h.: Sunnudagaskóli. Kl. 6 e .h.: Barnasamkoma. Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræðissamkoma. Lauti- nant Gudem talar á þessum sam- komum. Allir velkomnir! Biblíulestur n.k. laugardags- kvöld kl. 8.30 að Sjónarhæð. — Heimilt að koma með spurningar. Allir velkomnir. — Sæmundur G. Jóhannesson. Frá Verkakvennafélaginu Ein- ingu. Aðgöngumiðar að Þorra- blótinu, sem verður n.k. laugar- dag, verða seldir í Alþýðuhúsinu á fimmtudagskvöldið, 12. þ. m., frá kl. 8—10. Góð auglýsing gefur góðan arð. Dagur er mest lesna blaðið á Norðurlandi. „fslendingur" er nú hættur að birta myndir af Sjálfstæðishetj- um sínum, en er því duglegri við að birta myndir af þekktum og dugmiklum Framsóknarþing- mönnum og leiðtogum bænda í héraðinu. Blaðið lítur mun betur út en áður. Barnastúkurnar á Akureyri hafa fund í Barnaskóla Akureyr- ar næstkomandi sunnudag. Sam- úð kl. 10 og Sakleysið kl. 1. — Nánar auglýst í skólunum. Skyggnilýsingar hefur frú Lára Ágústsdóttir miðill í Alþýðuhús- inu næstkomandi sunnudag kl. 4 e. h. Húsið opnað kl. 3.30. Laugarvatnsskólinn 30 ára, eft- ir Bjarna Bjarnason, fyrrv. skóla- stjóra, fæst á afgreiðslu Dags. Zóphonías Jónsson bóndi að Hóli í Svarfaðardai er 65 ára í dag, miðvikudaginn 11. febrúar. Firmakeppni Skíðaráðs Akur- eyrar fer fram seint í þessum mánuði. Keppt er um stóran far- andbikar. í fyrra sigraði Skógerð Iðunnar. Þau firmu, sem hug hafa á að taka þátt í keppninni, eru vinsamlega beðin að láta Hermann Sigtryggsson/ formann K.A. vita. Þátttökugjald kr. 100. Auglýsingar eru góð þjónusta við viðskiptamcnn og þaer borga sig. Sími Dags er 1166. Hjúskapur. Síðastliðinn sunnu- dag voru gefin saman í hjóna- band ungfrú María Guðrún Ósk- arsdóttir, Eiðsvallagötu 26, og Marinó Zóphoníasson, sjómaður, Eiðsvallagötu 9, Akureyri. Morgunblaðið fræðir lesendur sína á því, að hið kunna ljóð, „Þar sem háir hólar", sé eftir Jónas Hallgrímsson. Fréttaritara þess, sem nýlega var á ferð í Öxnadalnum, komu þá þessar ljóðlínur í hug og gat ekki orða bundist um höfundinn! Hingað til hefur þetta kvæði, sem allir kunna og allir syngja, verið talið eftir Hannes Hafstein. SKEMMTÍKLUBBUR LETTIS Munið SPILAK\7ÖLD Léttis í Alþýðuhúsinu 15. febr. kl. 8.30 e. h. — Þrenn heildarverðlaun verða veitt auk kvöldverðlauna. SKEMMTINEFNDIN. - Aðalf undir ... Framhald af 1. síðu. Öngulsstaðahreppur. Framsóknarfélag Öngulsstaða- hrepps hélt aðalfund 8. þ. m. — Stjórn félagsins skipa: Kristinn Sigmundssonj bóndi á Arnarhóli, formaður, Garðar Halldórsson, bóndi á Rifkelsstöðum, og Björn Jóhannsson, bóndi á Laugalandi, meðst j órnendur. Emhugur Framsóknarmanna. Ingvar Gíslason, erindreki Framsóknarflikksins, mætti á öll um þessum fundum og ræddi stjórnmálaviðhorfið og afstöðu Framsóknarflokksins til hinnar nýju ríkisstjórnar og þeirra mála, er hún hygðist fylgja fram. Urðu miklar umræður á fundum þess- um, og ríkir einhugur meðal Framsóknarmanna í Eyjafirði um afstöðu flokksins til hinna breyttu viðhorfa í landsmálun- um. Ekki flokksleg sjónannið. LögðU allir ræðumenn áherzlu á þá hættu, sem dreifbýlinu mun stafa af því, ef tillögum núver- andi ríkisstjórnar í kjördæma- málinu verður fylgt fram. Kom greinilega í ljós það álit manna, að hér væri ekki um flokksleg sjónarmið Framsóknarflokksins að tefla, heldur líf og framtíð dreifbýlisins, sem hlyti að mæta skilningi allra hugsandi manna í sveitum og öðrum byggðarlögum utan áhrifasvæðis höfuðborgar- innar, hvar í flokki sem menn stæðu. Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbankasalnum á morgun, fimmtud. 12. febr. kl. 8.30 e. h. — Víðsla nýliða. Innsetning emb- ættismanna. Skemmtiþáttur. Af- hending frímiða. Forríkur fátæklingur. Næsta sýning í kvöld, miðvikudag. Aft- ur leikið um helgina. -Sýningum verður hraðað mjög vegna brott- farar eins leikandans. — Að- göngumiðasími 1073. Islenzkar bækur keyptar Hinn mæti Vestur-íslendingur, Soffanías Thorkelsson, hefur í hyggju að gefa fæðingarsveit sinni, Svarfaðardal, nokkuð af bókum sínum, og vildi hann gjarnan kaupa nokkuð af göml- um, íslenzkum bókum til þess að bókagjöfin yrði sem fullkomnust. Þeir, sem hafa eitthvað enn af íslenzku bókunum, sem hinum íslenzku frumherjum voru svo kærar, og vilja ráðstafa þeim, ættu að hafa í huga að Soffanías Thorkelsson mun gefa þærtil ís- lands, en ekki selja þær, og fer vel á því. Heimilisfang hans er: 100 Ungara Ave., Victoria, B.C. (Lögberg 18. des.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.