Dagur - 18.02.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 18.02.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. BÁGU B DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 25. febrúar. XLH. árg. Akureyri, miðvikudaginn 18. febrúar 1959 9. tbl. Togarinn Júlí írá Hafnarf. týndur Lenti í ofviðri á Nýfundnalandsmiðum - Leitað r árangurslaust frá 10 þ. m. - Ahöfnin var 30 manns, allt Islendingar Togarinn Júlí, eign Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, hélt á Ný- fundnalsndsmið 31. jan. sl. Skip- stjóri var Þórður Pétursson, Reykjavík, og ¦ áhöfn alls 30 manns. Togarinn hóf veiðar á Ritubanka, ásamt fleiri íslenzk- um togurum föstud. 6. febrúar. Á laugardaginn var komið hið versta veður og hættu togararnir veiðum þá um kvöldið. Síðast heyrðist til Júlí á sunnudagskvöldið. Leit var þeg- ar hafin á skipum og flugvéium og stóð hún yfir fram á síðustu helgi og bar ekki árangur. Þykir nú fullvíst að togarinn hafi farizt með allri áhöfn. Leitarsvæðið var Flugvél stórskemmist Douglasílugvél Flugfélags ís lands, sem stödd var í Vest- mannaeyjum og komst ekki það- an vegna veðurs, skemmdist verulega, sérstaklega stýrisút- búnaður hennar. Bar það við'sL föstudagsnótt. Á sunnudagsnóttina var enn meira rok. Slitnaði vélin upp og fauk tvær lengdir sínar, kom niður á vænginn og braut hann. Sænski snjóbíllinn ¦ Snjóbíll þeirra félaga, Lén- harðar Helgasonar og Friðriks Blöndals, sem Slysavarnadeild kvenna á Akureyri, KEA, hreppsfélög og fleiri aðilar hafa lagt fé til, er nú að koma hing- að til bæjarins. Mun hann vera um borð í „Tungufossi", sem sigla mun úr Reykjavíkurhöfn í kvöld og stefna hingað norð- ur. 70 þús. fermílur. Flugvélar frá Nýfundnalandi, Kanada og Is- Iandi tóku þátt í leitinni og f jöldi skipa. Skipshöfnin var að mestu leyti frá Hafnarfirði og Rvík. —' Meðal háseta var einn Akureyr- ingur, Björn Þorsteinsson, Rán- argötu 24, ungur maður, ókvænt- ur. Hið sviplega slys hcfur vakið þjóðarsorg. Reykvíkingar afhenda snjóbílinn. fLjósmynd: Kr. Hallgrimsson.). Ihaldið biður um . gott veður Allir muna hvernig íhaldið skrifaði um landhelgismálið fram að 1. sept. sl. haust. Hins vegar veit enginn hversu mik- inn þátt það átti í þeirri ákvörðun Breta að beita ís- lendinga vopnuðu ofbeldi innan fiskveiðilögsögunnar. — Sé sá þáttur íhaldsins minni en búast mætti við, er það því að þakka að skrif þess hafa verið talin cmerk. En nú biður íhaldið um gott veður — biður þess, að ekki sé minnzt á skrif „stærsta málgagns fslendinga og jafn- framt málgagns stærsta stjórn málaflokksins....", finnst það veikja málstað þjóðarinnar (samanber síðasta tölublaðs „íslendings"-!) jörgunarsveit Akureyrar iékk snjó- nnan útbúnað Úlfar Jakobsson, gjaldkeri Flugbjörgunarsveitar Reykja- víkur, afhenti þessi kærkomnu tæki á sunnudaginn, að við- stöddum fréttamönnum bæjarins og áhugamönnum úr Flug- björgunarsveit Akureyrar, þeirra á meðal Kristni Jónssyni, form. sveitarinnar, og leitarstjóranum, Tryggva Þorsteinssyni, sem veittu bílnum og sjúkratækjunum viðtöku. Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri Flúgbjorgunarsvéít Akurcyrar var stofnuð árið 1952 af 66 áhugamönn- um hér í bænum. Mjiig hefur á Næsti Bændaklúbbsf. verður haldinn í. samkomu- húsinu á Svalbarðsströnd mánudaginn 23. febrúar n.k. og hefst kl. 9 síðdegis. —Fundar- efni: Hcilbrigði búpeningsins og f jósaskoðunin. — Framsögu flytja: Gudmund Knutzen dýralæknir og Ágúst Þorleifs- son dýralæknir. !á>- Verzlun o Með svonefndum bjargráðalögum frá síðastl. vori urðu þáttaskil á afkomumöguleikum útflutningsframleiðslunnar og trúin á afkomu sjávarútvegsins glæddist, sagði Jakob Frí- mannsson framkvæmdastj. KEA á félagsráðsíundi sl. mánud. Félagsráðsfundur KEA var haldinn að Hótel KEA sl. mánu- dag. Fundinn sóttu 29 fulltrúar úf 16 félagsdeildum. Fundarstjóri var kosinn Einar Jónasson bóndi að Laugalandi, en fundaiTÍtarar þeir Ármann Dalmannsson, skógarvörður, Akureyri, og Daníel Pálmason, bóndi, Núpu- f elli. Úr skýrslu framkvæmdastjóra. Jakob Frímannsson flutti að vanda glögga skýrslu um stai-f- semi Kaupfélags Eyfirðinga á liðnu ári. Hann mælti meðal annars: „Ekki verður unnt nú, frekar en venja er til á þessum tíma árs, að birta hér endanlega rekstrarreikninga kaupfélags- ins, og bíður það aðalfundar, sem væntanlega verður hald- inn í júní-mánuði n.k. — Það er nú orðin nokkuð föst venja að halda félagsráðsfund í fe- brúarmánuði, og liggja þá venjulega fyrir nokkuð ábyggi- legar skýrslur um heildar- sölu hverrar deildar, ásamt framleiðslu verksmiðja og af- urðavinnslustöðva. Vörusala og framleiðsla árs- ins 1958 hefur verið nokkru meiri en eg hafði gert ráð fyrir í ársbyrjun. Eins og flesta rek- ur minni til, ríkti mjög mikil óvissa í verzlun allri og fram- leiðslu fyrri hluta ársins. En með ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar 15. maí sl., hinum svo- kölluðu „bjargráðum", má segja, að þáttaskil verði á af- komumöguleikum útflutnings- framleiðslu landsmanna. Eftir það fer verulega að bera á aukinni trú á afkomu sjávar- útvegsins, ekki sízt þar sem si veruiega afli togaranna glæddist veru- lega um svipað leyti, og lifnar þá um leið yfir allri verzlun, sem nær einnig til sölu á inn- lendum iðnvarningi og land- búnaðarframleiðslu. — Má því tvímælalaust þakka nefndum ráðstöfunum að verulegu leyti vaxandi viðskipti og fram- leiðslu ársins 1958. Þegar þessi auknu viðskipti eru gefin upp Framhald á 7. siön. hana reynt um skeið, sérstaklega í sambandi við flugslysin tvö á Öxnadalsheiði og VatSlaheiði, sem skemmst er að minnast. Lof og last fvlgir þessum störfum, og of mikið af hinu síðarnefnda, því að flestir gleyma að þakka störfin og það ör- yggi, sem Qugbjörgunarsveitin veit- ir með því að vcra alltaf reiðubúin þegar slys eða aðrir válegir hlutir bera að höndum. Félagar Flugbjiirgunarsveitarinn- ar vinna algerléga kauplaust og er félagsskapur áhugamanna einvörð- ungu. Sveitirnar hafa ekki önnur fjárráð en þau, seni skapast af gjöf- um góðra manna og kvenna og lít- ils háttar styrk frá ríkimi. 1 öðrum löndum annast herinn hliðstæð björgunarstörf. Félagar Flugbjörg- unarsveitanna, bæði hér og annars staðar, leggja stundum líf sitt í hættu á erfiðum ferðah'igum, fórna tíma og fjármunum af þegnskap. Þetta ber að þakka, og flugbjörg- unarsvcitirnar þarf að styrkja fjár- hagslega. F'lugbjörgunarsveit Akureyrar á margs konar nauðsynlegan útbúnað til lerðalaga og sjúkra- og leitar- tæki. En á sunnudaginn komu góð- ir gestir frá I7lugbjörgunarsveit Reykjavíkur færandi hendi. Þeir færðu sveitinni hér á Akurcyri góð- an snjóbíl, sem hér verður stað- settur og i umsjá Braga Svanlaugs- Framhald á 7. síðu. Fjórkelfd kýr á Öndólfsstöðum í Reykjadal í S.-Þingeyjarsýslu Fyrir skömmu vildi það til á Ondólfsstöðum í Reykjadal á ný- býli þeirra bræðra Árna og Stef- áns Jónssona, að ung kýr eignað- ist 4 kálfa og mun það sjaldgæft, ef ekki einsdæmi. Árni bóndi kom í fjósið er kussa var að bera, og mátulega til að taka á móti fjórða kálfin- urn, en hinir voru í flórnum. Allir kálfarnir voru dauðir, 3 kvígur og 1 naut og bornir hálf- um mánuði fyrir tímann. Kýrin var tvíkelfd í fyrra, þá að fyrsta kálfi. Samtals vigtuðu kálfarnir 75 kg. Kúnni heilsast allvel eftir þennan óvenjulega burð. En frjó- semi hennar er talin óþarflega mikil, sem von er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.