Dagur - 18.02.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 18.02.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 18. febriiar 1959 HEfljÓLFUR SKRIFAR HRINGSJÁ Sýskiskiptingin og kjördæmin Saga kjördæmanna sýnir, að grundvöllur kjördæmaskipunar- innar hefur ávallt verið skipting landsins í sýslur og kaupstaði Þegar Alþingi var endur- reist árið 1843, var svo fyrir- mœlt í konunglegri tilskipun, að „sérhver af landsins 19 sýslum á að vera eitt kosn- ingaumdsemi og fyrir hvert af þessum skal einn fulltrúi kjósast til Alþingis. Kaup- staðurinn Reykjavík, með því byggðarlagi, er heyrir til staðarins lögsagnar, er sömu- leiðis eitt kosningarumdœmi, sem neínir einn alþingis- mann.“ Þannig er gert ráð fyrir, að þjóðkjörnir þingmenn séu valdir í SÝSLUM og þeim eina KAUPSTAÐ, sem þá var nokkurs megnugur. í tilskipun konungs voru einnig ákvæði um konung- kjörna þingmenn, en eins og nafnið segir til um, voru þeir valdir AF KONUNGI, en ekki við almennar kosningar. Hin fyrstu kjördæmi voru: Reykjavík, Gullbr.- og Kjós., Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla (með Hnappadalss. til 1861, er hún var lögð undir Snæf.), Snæfellsnessýsla, Dalasýsla, Barðastrandars., fsafjarðars. (náði yfir núv. V.-ís., N.-ís. og ísafjarðarkaupst.), Stranda sýsla, Húnavatnss., Skagafj.s., Eyjafjarðarsýsla, S.-Þing., N.- Þing, N.-Múl., S.-Múl., Skaftafellssýsla, Vestmanna- eyjar, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. — Skaftafellssýslu var skipt í tvö kjördæmi árið :1857. Af þessu sést, að grundvöll- ur kjördæmaskipunarinnar var þá þegar SÝSLU- OG KAUPSTAÐASKIPTÍN GIN, eða skipting landsins í lög- sagnarumdæmi. Öll kjördæmi voru þá einmenningskjördæmi og fólksfjöldasjónarmið réð engu. STJÓRNARSKRÁIN 1874. Með stjórnarskránni 1874 var gerð nokkur breyting á kjördæmafyrirkomulaginu, að því leyti að nú var sýslunum skipt í einmennings- og tví- menningskjördæmi. Mcð kosn ingalögum, sem út voru gefin 1877 var gerð smábreyting að því er tók tii tveggja sýsina, þ. e. Þingeyjarsýslu og Skaftaíellssýslu, sem stjórnar- skráin gerði ráð fyrir að væi'u eitt kjördæmi hvor, og var þeim nú skipt, svo sem verið hafði fyrir gildistöku stjórn- arskrár. Kjördæmafyrirkomu- lag stjórnarskrárinnar, með breytingum frá 1877, giiti síð- an óbreytt til 1902. Tvímenn- ingskjördæmi voru 12, en ein- mcnningskjördæmi 9. Þjóð- kjörnir þingmenn voru 30. — Reykjavík cr enn eini kaup- staðurinn, scm er sérstakt kjördæmi. ÍSAFJARÐARSÝSLU SKIPT Með lögum frá 6. nóv. 1902 var gerð sú breyting á aldar- fjórðungs gainalli skipan, að ísafjarðarsýslu var skipt í tvö kjördæmi, þ. e. V. ís. og N.- ts. (ineð ísafjarðarkaupstað). AKUREYRI O. FL. 1903. Með stjórnskipunarlögum frá 1903 er þjóðkjörnum þing- mönnum fjölgað og þrjú ný kjördæmi lögákveðin, allt kaupstaðir, sem þá voru í vexti og sóttu á til sjálfstæð- is. Þessi nýju kjördæmi voru: ísafjarðarkaupstaður, Akur- eyri og Seyðisfjörður. Bætt var við einum þingmanni fyrir Reykjavík. Kjördæmi urðu tiú samtals 25, 9 tvímenningskjör- dæmi og 10 einmenningskjör- dæmi. Grundvöllur kjör- dæmaskipunarinnar er enn hinn sami, þ. e. að skipta landinu í kosningaumdæmi eftir lögsagnanundæmum. — Þjóðkjörnir þingmenn voru 34, konungkjörnir 0, sem áð- ur. AUs 40 þingmenn. Árið 1915 voru ákvæðin um konungkjörna þingmenn felld úr gildi og þar með, má segja, scinustu leifarnar aí einvcld- isskipulaginu á íslandi. 1 stað þess var upp tekið hið svo- nefnda landskjör. Árið 1920 var þingmönnum Reykjavíkur fjölgað í 4 og koinið á hlutfallskosningum þar. Húnvatnssýslu var skipt í tvö kjördæmi árið 1922, og Hafnarfjörður varð sérstakt kjördæmi (klofnaði xit úr Gullbr,- og Kjós.) árið 1928. UPPBÓTARSÆTIN 1931. Með stjórnskipunarlögunum frá 1934 voru gerðar allmiklar breytingar á kosningafyrir- komulagi, þó að GRUND- VELLI kjördæmaskipunar- innar væri ekki hróflað út af fyrir sig. Landskjör það, sem tekið var upp 1915, var aftur lagt niður. Tekið var upp upp- bótarsætakerfið „til jöfnunar milli þingfIokka“, sem síðan hefur verið í gildi. Þingmenn Reykjavíkur verða 0 í stað fjögurra. Sýslum er skipt í cinmennings- og tvímenn- ingskjördæmi sem fyrr, að sjálfsögðu fyrst og freinst á grundvelli fólksfjöldasjónar- miðsins, þannig, að fjölmenn- ari sýslur eru tvímenningskjör dæmi, en hinar fámennari einmenningskjördæmi. BREYTINGIN frá 1942. Þetta fyrirkomulag slóð um átta ára skeið. ðleð stjórn- skipunarlögum frá 1. sept. 1942 voru enn gerðar nokkrar breytingar á kosningafyrir- komulaginu, en hinum forna grundvelli kjördæmaskipun- arinnar haldið eigi að síður. Enn er byggt á sýsluskipting- unni sem meginundirstöðu. Siglufjarðarkaupstaður var gerður að sérstöku kjördæmi, Reykjavíkurþingmönnum fjölgað um tvo, urðu nú átta í stað sex. Ákvæðum um út- hiutun þingsæta til jöfnunar milli flokka er hnldið. Meg- inbreytingin fólst í því, að teknar voru upp hlutfalls- kosningar í tvímenningskjör- dæmum. Þessi kosninga- ákvæði gilda enn í dag. REIST Á FORNUM GRUNNI. Af því, sem hér hefur verið rakið í stuttu máli, sést, að grundvöllur kjördæmaskip- unarinnar frá fyrstu tíð hefur verið skipting landsins í lög- sagnarumdæmi, sýslur og kaupstaði. Þegar Alþingi var endurreist, var hér aðeins einn kaupstaður, sem nokkurs mátti sín. Onnur lögsagnar- umdæmi voru sýslurnar. Eftir því sem kaupstöðum fjölgar og þeir verða stærri, fjölgar líka þeim kaupstöðum, sem verða sérstök kjördæmi. Árið 1903 urðu þrír kaupstaðir kjördæmi: Akureyri, ísafjörð- ur og Seyðisfjörður, Hafnar- fjörður bætist í hópinn 1928 og loks Siglufjörður árið 1942. Vestmannaeyjar hafa ávallt verið kjördæmi, fyrst Vest- mannaeyjasýsla, síðar Vest- mannaeyjakaupstaður. Fólks- fjöldasjónarmiðið hefur lengst af mátt sín nokkurs í sam- bandi við kosningafyrirkomu- lag og liefur því verið full- nægt með því að gera fólks- flestu sýslurnar að tvímenn- ingskjördæmum, bæta við þingmannatölu Reykjavíkur og kljúfa nokkra kaupstaði út úr sýsluin og gera þá að sér- stökum kjördæmum. BYLTING í VÆNDUM. Þróunin hefur þannig frem- ur miðað að því að fjölga kjördæmum en fækka þeim, svo sem gert er ráð fyrir í til- lögum ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka, sem hana styðja. Fram að þcssu hefur það þótt ávinningur hverju héraði að eiga sinn fulltrúa á Alþingi og kjördæmaskipunin við það miðuð, cn stundar- hagsmunir liverfulla flokka ekki gerðir að aðalatriði kjör- dæ maski p u n arinn ar. Það er því síður en svo of- mælt, þegar Framsóknarmenn halda því fram, að í tillögum Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins felist alger bylting á kjördæmaskipun- inni. Hvcr sá, sem kynnir sér sögu málsins, hlýtur að verða var við þá róttæku stefnu- breytingu, sem þær boða. Heimsmeistaramót í skaufahiaupi Finnar hlutu tvöfaldan sigur Finnar hlutu tvöfaldan sigur á heimsmeistaramótinu í liraðhlaupi á skautum, sem fram fór á llislett- leikvanginum í Ósló um helgina. Það er nú nokkuð langt síðan að Finnar hafa hlotið heimsmeistarann í skaulahlaupi, eða ekki síðan Lasse Parkkinen vann á Bislett 19-17, en nú var hann cinmitt fararstjóri Finnanna, jiegar þeir hlutu tvö- faldan sigur á þessum sama velli. Þessi sigur Finna var glæsilegur og minnir á sigra hins gamla stór- hlaupara þeirra, Clas Thunberg, sem oft varð heimsmeistari. Evrópuméistarinn í ár, Knut Jo- hannesen, varð nú í fjórða sæti og vann aðeins eina vegalengd, 10 knt, og nú átti hann ekki möguleika á að vinna þar upp það, sem hann tapaði á móti Finnunum í styttri hlaupunum. Það vann einn maður- inn hvcrja vegalengd í þessu móti, og það einkennilega var, að jreir voru einnig sinn frá hverri jijóð. Þeim þjóðum, sem komu stcrkastar tit úr þessu njóti og áttu jtrjá menn hver af 16 fyrstu. En jiað voru Finnar, Norðmenn, Rússar og Hol- lendingar. Kínverjar konni mjög skemmtilega á óvart. Þeirra be/.ti Merkulov 8.20.7 Seiersten 8.21.6 Monaghan 8.22.5 '00 m: Salonen 2.15.8 Járvinen 2.16.2 IChunert 2.16.7 Merkulov 2.16.S Ánes 2.16.9 Sju Seng 2.17.1 Johannessen 2.18.2 1000 m: Johannessen 17.00.8 Pessmann 17,01.5 Koziskin 17.08.5 Seiersten 17.15,4 Sing-Ju 17.18.8 Monaghan 17.18.S Járvinen 17.19.9 Broekmann 17.21.4 •g: Járvinen 190.155 Salonen 190.837 Merkulov 191.015 Johannessen 191.227 Pessmann 191.652 Seiersten (y 192.363 Gontsjarenko 192.498 Aas 194.097 Juhani J rvines. maður varð nr. 9. Ilann er aðeins 18 á:ra gamall og Jietta er þriðji veturinn, sem hann kemur á skauta. Daninn Kurt Stille er mikill áhuga- maður. Hann hefur æft í Noregi og Finnlandi og hefur vakið eftirtekt á mótum undanfarið fyrir góðan stíl og tækni, enda þótt cnn skorti mikið á hraðann. Hann setti nýtt danskt met í 1500 m á 2.21.1 mín. Það var gott veður á Bislett báða dagana. Þó snjóaði talsvert í síðari hluta 5 km hlaupsins, jiannig að talsvert crfiðara var að hlaupa fyrir J>á, sem voru í síðustu riölunum. Áhorfendur voru eins margir og frekast komust að og hvöttu jieir lilauparana óspart. Afar spennandi var samhlaup Voronien og Seng, J>ar sem Kínverjinn kom mjög á óvart og varð aðeins nokkrum cm á eftir Rússanum. Áhorfendurnir héldu út þangað til síðasta riðli i 10 km var lokið, en þar hlupu j>eir saman, Joliannessen og Pessmann. Pessmann var orðinn nokkuð á eft- ir ]>egar þrír hringir voru eftir, cn dró svo mjög á Knut og varð aðeins nokkrum metrum á eftir í mark: Úrslit urðu jjessi: 500 m: C. Voronin, Sovét 42.4 Sju Seng, Kína 42.4 A. Gjestvang, Nor. 42.7 T. Salonen, Finnl. 42.9 J. Járvinen, Finnl. 43.4 N. Ánes, Norcgi 43.8 C. I lickcy, Ástral. 43.8 000 m: Péssmann 8.12.1 Johannéssen 8.12.2 Járvinen 8.13.8 Gonlsjarenko 8.18.5 Flinn nýi heimsmeistari, Juhani Járvinen, er aðeins rúmlega tvítug- ur að aldri. Hann vakti á sér nokkra athygli á síðustu Olympíuleikum í Cortina og hefur verið með efnileg- ustu skáútahláúpurum síðustu árin. Hann er mikill keppnismaður. Oft hleypur hann mjög geyst af stað, og oft hafa tímar lians orðið verri en skyldi, j>ar sem hann liefur ger- samlega sprengt sig, áður en hlaup- inu var lokið. Salonen hefur verið liclzti keppi- nautur Rússa í styttri hlaupunum síðustu árin. Bæði hann og Járvi- nen eru smáir vexti en knáir. Samvinnan Janúarhefti Samvinnunnar 1959 er nýkomið út. Með þessu hefti lætur Bene- dikt Gröndal alþingismaður af ritstjórninni. Af greinum má nefna: Klæða- bui'ður íslenzkra karlmanna hef- ur gerbreytzt á síðustu árum, myndskreytt grein, Að tjalda- baki eftir Hjördísi Sævar, Aldar- minning Péturs á Gautlöndum eftir Pál H. Jónsson, síðari hluti Siglingar Nautiliusar undir Norðurpóisísinn, Sveinn Víking- ud krotar á spássíu, Erlendur Einarsson Flugdettur á áramót- um, Jónas Jónsson slcrifar um þrjár ljóðabækur Guðmundar Ingi Kristjánssonar, Kristmann Guðmundsson framhaldssagan Litlakaffi og Þórunn Elfa um Selmu Lagerlöf. Ekki er nýs rit- stjóra getið, en Gísli Sigurðssoon blaðamaður Samvinnunnar, hef- ur gert rit þetta vel úr garði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.