Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dague DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 15. apríl. - -- ->mi XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. apríl 1959 18. tbl. Starfsf ræðsfudagur á Ák. 19. þ. m. Æskulýðsheimili templara sér um f ramkvæmdina Fyrir tveimur árum gekkst Æskulýðsfélag templara á Ak- ureyri fyrir starfsfræðsludegi og þótti hann takast vel. Nú er ákveðið af sama aðíla, að efna til annars starfsfræðsludags og verður hann sunnudaginn 19. þ. m. Fulltrúar stofnana og starfs- greina veita hvers konar fræðslu og leiðbeiningar fyrir unga menn og konur um hinar einstöku starfsgreinar og ættí það að vekja til alvarlegrar umhugsunar. Ekki er ennþá hægt um það að segja, hve mörgum starfsgreinum unga fólkið fær að kynnast að þessu sinni. En væntanlega verða þær margar og eru öll skilyrði til þess hér á Akureyri, að það megi takast. Og ástæða er líka til að ætla, að sem allra flestir ungling- ar noti sér eftir föngum þá fræðslu, sem unnt reynist að véita umræddan dag. Æskilegt væri, áð hinar ýmsu iðngreinar sæju sér fært að leggja til 'glöggar skýringa- myndir. Ólafur Gunnarsson sálfræðingur mun skipuleggja daginn og kynna hann áður í skólum bæj- nfíúenzan komin fil bæjarins Heilsufar heldur bágborið að undanförnu Samkvæmt upplýsingum hér- aðslæknisíns, Jóhanns Þorkels- sonar, er inflúenzufaraldur sá, sem geisaði á Siglufirði, kominn til bæjarins, en er aðeins í byrj- un. Mun þessi faraldur kominn frá Þýzkalandi og vera af A- stofni. Meðöl eru engin við vír- ussjúkdómum sem þessum, en fólki ráðlagt að forðast vökur, erfiði og hvers konar vosbúð, ef þeir hafa tekið veikina. Engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar af þessu tilefni. Heilsufarið hefur verið heldur Mótmæli um kjör- dæmabreytingu „Almennur svcitarfundur, haldinn í Skriðuhreppi, Eyja- fjarðarsýslu, 4. apríl 1959, mótmælir eindregið fram- komnum tillögum Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins um breytingar á skipan kjör- dæma í landinu, þar sem Iagt er til, að öll núverandi kjör- dæmi, nema Reykjavík, verði lögð niður, en í staðinn komi fá og stór kjördæmi. Telur fundurinn slíkt fyrir- komulag mjög óhagstætt og óeðlilegt íslenzkum sveita- byggðum. Skorar fundurinn á háttvirta alþingismenn, að fella slíkt frumvarp, ef fram kemur á yfirstantlandi Al- þingi." Einar Sigfússon. Þórir Valgeirsson. slæmt að undanförnu hér í bæn- um, sagði héraðslæknirinn enn- fremur. Þrálátt kvef hefur gengið og hálsbóla, og mikið var um mislinga, en þeir eru í rénun. ¦— Bólusetning hefur mjög hjálpað gegn mislingunum, en bóluefnið hefur ekki alltaf verið fyrir hendi. Þá hefur nokkuð borið á vægu iðrakvefi. — Hlý vetrar- veðrátta og vanheilsa fylgjast oft að. Næsti bændaklúbbs- fundur verður mánudaginn 13. þ. m. á venjulegum stað og tíma. — Umræðuefni: Kartöflurækt og notkun tilbúins áburðar. — Framsögumenn: Jóhann Jón- asson framkvæmdastjóri og Arni Jónsson tilraunastjóri. „^^...^.^..^..r ^..^11,^.1 n.uamsiii.isuauuaiagSjns a fun(ji í desember 1957. Hermann Jónas- son, þáverandi forsætisráðherra íslands, er 7. frávinstri. I Atlantshafsbaiidalagið 10 ára I Síðan það var stof nað hef ur ekkert land eða land- svæði fallið kommúnistum í hendur í Evrópu PAULHENRI SPAAK, framkvæmdastj. bandalagsins. Toí ;ararnir Sléttbakur var að landa hér á Akureyri í gær. Aflinn var ca. 140 tonn. Harðbakur og Svalbakur eru á veiðum. Kaldbakur fer væntanlega á veiðar annað kvöld. Alls höfðu borizt 114 atkvæða- seðlar, en 115 voru á kjörskrá. — Séra Sigurbjörn Einarsson, pró- fessor, var kjörinn lögmætri kosningu og hlaut 69 aíkvæði. Séra Einar Guðnason, prestur í Reykholti, hlaut 46% atkv. og séra Jakob Jónsson, prestur í Reykjavík, 22V3 atkv. Hinn nýkjörni biskup, séra Sig- urbjörn Einarsson, er 47 ára að aldri, fæddur að Efri-Steinsmýri í Meðallandi, sonur hjónanna Gíslrúnar Sigurbergsdóttur og Einars Sigurfinnssonar. Séra Sig- urbjöm lauk stúdentsprófi 1931, en sigldi síðan til náms við Stokkhólmsháskóla og lauk þar kandídatsprófi 1937 í ahnennri trúarbragðasögu og grísku. Guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands lauk hann 1938 og vígðist sama ár til Breiðabólsstaðar á Skógar- strönd. Nokkru síðar sigldi hann enn til náms í Cambridge og Sví- þjóð. Var veitt Hallgrímspresta- kall í Reykjavík 1941 og varð sama ár kennari við guðfræði- deíld Háskólans og síðar dósent, en skipaður prófessor 1949. Séra Sigurbjöm hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, t. d. verið formaður Skálholtsfélagsins lengi, í stjórn Biblíufélagsins og Prestafélags íslands og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum. Þá er séra Sigurbjörn einnig afkastamikill rithöfundur og má nefna þessar bækur: Kirkja Krists í ríki Hitlers, 1940, Ind- versk trúarbrögð, 2 bindi, 1945 og 1946, Trúarbrögð mannkyns Framhald á 2. síðu. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk var eftir að tryggja varan- legan frið. Sigurvegararnir stofn- uðu Sameinuðu þjóðirnar. Þrátt fyrir ómetanleg störf þeirrar stofnunar, en styrkur þeirra lá frá upphafi einkum í því, að þar var vettvangur til umræðu og samninga, vantaði herstyrk til löggæzlustarfa á alþjóðavett- vangi. Undir okið. Eftir styrjöldina, þegar aðrar þjóðir kvöddu hermenn sína heim, beittu Rússar herstyrk sín- um til að undiroka hverja þjóð- ina eftir aðra, auk þeirra sem ánetjuðust kommúnistum á stríðsárunum. í lok styrjaldar- innar hafði heimskommúnistum tekizt að innlima þrjú Eystra- saltsríki, hluta af Finnlandi, Pól- Iandi, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu með um 23 millj. íbúa samanlagt. Í9á9 1050 10 ára afmæ'i NATO — (poster). Eftir stríðið urðu sjö Evrópu- lönd lögð undir kommúnista, sem þó voru hvarvetna í mirtnihluta í þessum löndmn: Búlgaria, Pól- land, Rúmenía, Tékkóslóvakía, Ungverjaland og Austur-Þýzka- land. Mannfjöldi í þessum lönd- um er um 92 milljónir. Engin af þessúm þjóðum gekk frjáls undir okið og engin þeirra hefur endurheimt frelsi sitt. Atlantshafsbandalagið var stofnað fyrir 10 árum og er varn- arbandalag frjálsra þjóða og einnig hefur það efnahagsmál og sameiginleg menningarmál á stefnuskrá sinni. Framsóknin stöðvuð. Á þeim 10 árum, sem síðan eru liðin, hefur kommúnistum ekki tekizt að færa út kvíarnar í Ev- rópu. Þetta er svo þýðingarmikil staðreynd, að á þessum tímamót- um í sögu samtakanna er full ástæða til að fagna. Þetta má ekki gleymast, þótt við íslending- ar eigum í útistöðum við eina bandalagsþjóðina út af land- helgismálum og þykjumst hart leiknir og ofbeldi við okkur beitt. Trúlegt er, að einmitt vegna Atlantshafsbandalagsins og þátt- töku Islands í því, séu Bretar eina þjóðin, sem óvirðir íslenzkan rétt og sendir veiðiflota í her- skipavernd inn fyrir fiskveiðitak- mörkin hér við land: Án banda- lagsins hefðu fleiri þjóðir trúlega farið að dæmi Breta. Sameiginleg og öflug varðstaða frjálsra þjóða er eina vörn lýð- ræðisins gegn hinum alþjóðlega knrmrn'pi'mi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.