Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 08.04.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 8. apríl 1959 D A G U R 7 — Hannes J. Magnússon Framhald aj 5. siðu. maður, sem notar hverja stund, sem gefst, til starfa, — finnst það skylda sín við lífið og höfund þess, sem gaf honum lífið, daginn og starfið. Og svo hefur hann átt og á afbragðs heimili. Kona hans, frú Solveig Einarsdóttir hefur gert heimilið að lilýjum og traustum reit næðis og hvíldar. Þegar maður hennar kom heim, þreyttur af áhyggjum, þys og > þrasi dagsannanna, gat hann hvílt sig og sinnt sínum hugðarefnum, lítt eða ekki truflaður af ys og áhyggjum heimilisins. Og börnin þeirra fjögur, ljúf og skylduræk- in, voru þar samhent húsmóður- inni. Merkur skólamaður sagði eitt sinn: Þegar þið eruð að þakka mér það, sem eg hef gert fyrir sameiginleg áhugamál okk- ar allra, þá minnist þið hennar, sem tók á sínar herðar áhyggjur heimilisins og umsjá barnanna, svo að eg gæti því betur sinnt mínum hugðarmálum. — Frú Solveig er hlédræg og fasprúð, en skapföst, og traust og hún er áreiðanlega ein þeirra kvenna, sem maður dáir því mcir fyrir mannkosti. og hjartahlýju, sem maður kynnist henni betur. Einhvern tíma sá eg sem áritun á bók, vinargjöf til ungs manns, þessi orð: „Vertu trúr og sannur sjálfum þér, guði þínum, sam- borgurum þínum, hvar sem leið þín liggur, hvert sem starfssvið þitt verður!’1 Mér finnst að þessi orð feli í sér hina raunverulegu lífsstefnu Hannesar J. Magnús- sonar, og þeírri stefnu hefur hann trúlega fylgt. Á þessum tímamótum vil eg færa honum innilegar þakkir fyr- ir næstum þriggja áratuga sam- starf, fyrst sem starfsfélaga og síðar sem yfirmanns og árna honum og ástvinum hans gæfu og gengis. — M'. P. - Frá Búnaðarþingi Framhald aj 7. síðu. en innfluttur áburður, þótt fljdja þurfi inn mikið hráefni, fosfat- grjót og sýrur'. Heildarstofnkostnaður til við- bótar því, sem fyrir er, er áætl- aður 60 milljónir króna, og helm- ingurinn erlendur gjaldeyrir, en það svarar til 4 ára innflutnings á steinefnaáburði að verðmæti. Er það augljóst, að hér er um fjárhagslega hagkvæmt fyrirtæki að ræða, auk þess öryggis sem það er íslenzkum landbúnaði, að hafa áburðinn vísan í landinu. Um þetta ályktaði Búnaðar- þing: „Búnaðarþing lýsir ánægju sinni yfir því, að Áburðarverk- smiðjan h.f. hefur látið fara fram ítarlegar athuganir og undirbún- ing að framleiðslu alhliða áburð- ar, eins og Búnaðarþing 1958 óskaði eftir. Búnaðarþing minnir enn á ný á, hversu mikið hagsmunamál þetta er íslenzkum landbúnaði og skorar því á ríkisstjórnina að veita Áburðarverksmiðjunni h.f. leyfi til þess nú þegar, að hefja framkvæmdir með það fyrir aug- um, að innlendur, blandaður áburður geti orðið til í nægu magni til að fullnægja þörf land- búnaðarins árið 1961.“ — G. H. Margir ganga í stúku. f vetur hafa fjölmargir gengið í stúkur bæjarins og hefur starfið innan þessara félagasamtaka verið meira en oft áður. Frá Sauðárkróki Sauðárkróki 30. marz 1959. Aðalfundur Ungmennafélags- ins Tindastóls var haldinn laug- ardaginn 28. þ. m. í skýrslu frá- farandi formanns, Sigmundar Pálssonar, kom það fram, að starf félagsins hefur verið fjöl- þætt á liðnu starfsári, og þá sér- staklega á sviði íþróttamála. — Félagið tók þátt í íþróttamótum innan héraðs og utan, ýmist sjálfstætt eða sem aðili að Ung- mennasambandi Skaagfjarðar. — Það stóð fyrir keppnisferð til Borgarness og Blönduóss. Á veg- um félagsins voru æfðar margs konar íþróttir, svo sem frjálsar íþróttir, knattspyrna, handknatt- leikur, sund, skíðaíþróttir. Félag- ið stóð fyrir skíðamóti, sundmóti og hraðskákmóti, og auk þess hjólreiðakeppni. Margs konar erfiðleikar eru að sjálfsögðu ætíð í störfum slíks félags, svo sem fjárhagsörðug- leikar og of fámennir hópar áhugamanna til æfinga og keppni. Stjórn félagsins skipa nú: Stef- án Guðmundsson, form., Sveinn Friðvinsson, Stefán B. Pcdersen, Gísli Felixson og Sigurður Ár- mannsson. — G. I. Frá Almamiatrygg- ingum Á sl. ári greiddi umboð Al- mannatrygginga hér í bæ og sýslu bætur sem hér segir: Akureyri: Ellilífeyrir Kr. . .. 4.780.700.00 Örorkulífeyrir .. . 1.407.005.00 Örorkustyrkur . . . 107.127.00 Barnalífeyrir . . . . .. 747.826.00 Endurkr. b.l. . . . . . . 722.200.00 Fjölskyldubætur . . 1.292.705.00 Fæðingarstyrkur . . 384.025.00 Ekkjub. og líf. . . . . 115.538.00 Makabætur 6.956.00 Mæðralaun . . 181.937.00 Samt. kr. 9.746.020.00 Eyjafjarðarsýsla: Ellilífeyrir Kr. .. . 2.050.570.00 Örorkulífeyrir .. . 392.998.00 Örorkustyrkur . 47.880.00 Barnalífeyrir . .. .. . 310.684.00 Endurkr. b.l. . . . .. . 184.217.00 Fj ölskyldubætur . . 530.042.00 F æðingarstyi-kur . . 181.537.00 Ekkjub. og líf. . 41.937.00 Makabætur 6.375.00 Mæðralaun 67.022.00 Samtals kr. 3.813.262.00 Auk þess greiddi umboðið út 46.600.00 kr. í bæ og sýslu í svo- nefndar 10% bætur og 440.232.00 í slysabætur og 142.347.00 í at- vinnuleysisbætur, en Trygginga- stofnun ríkisins annast fjárrreið- ur atvinnuleysistrygginga, svo sem kunnugt er. Alls námu þannig bótagreiðsl- ur umboðsins hér árið 1958 kr. 14.188.461.00. (Fréít frá umboði Almanna- lrygginga.) | BORGARBÍÓ É SÍMII500 | É Aðahnynd vikunnar: É | Kóngur í New York | É (A King in New York.) i = Nýjasta meistaraverk Charles É i Chaplins. Margir bíða fullir i É eftirvæntingad að sjá þessa É É umtöluðu mynd. iAðalhlutverk : i Charles Chaplin. É Dawn Adams. É Blaðaummæli: „Sjáið mynd- É i og þér munið skemmta yður i É konunglega. — Það er of lítið I É að gefa Chaplin 4 stjörnur.“ É I B. T. | 7imiiiiiuiiiiiiiiMiiiiiiMiiMiiiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiiimi7 .......MIIIIMIIIIIIItlllll.IMMIIMIMII.. | NÝJA - BÍÓ É Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 É | Mynd vikunnar: | SAFARI | i Afar spennandi ensk-amerísk i É litkvikmynd um baráttu É É hvítra manna við svertingja É É úr félagi Mau-Mau-manna. i É Flest atriði myndarinnar eru É i tekin í Afríku. fAðalhlutverk: i Victor Mature og É i Janet Lcigh. É Bönnuð fyrir börn. É É Um lielgina verðlaunamyndin: i f Hinn hugrakki É Skemmtileg, amerísk gaman- É i mynd frá RKO radio pictures. i É Mynd þessi er í litum og É CimemaScoPÉ é * tekin í Mexico. i Mynd þessi hlaut I OSCAR-verðlaunin | É 1957. I i Dalto Trumbo, sá er skrifaði i É handritið að kvikmyndinni, i i féþk,»verðla.un ,, fyrir „beztp i i- 'kvilrihýhdásögii ársihs“. i i Mynd þessi ér' fyrir alla, É i unga sem gamla. i fAðalhlutverk: i Michel Ray og Rodolp Hoyos. Unslmssstíilka óskast O O í sumar til að líta eftir börnum. Anna M. Þórhallsdóttir. Sími 2077. TIL SÖLU er ógangfær, sex manna Chrysler '39. — Tækifæris- verð. — Uppl. gefur Magnús Jónsson, Þórshamri. Til leigu eru tvö herbergi í húsi á Eyr- inni. Eru laus frá 14. maí. Afgr. vísar á. Gefið fuglunum núna í harð- indunum. I. O. O. F. — 1404108E* — I. O. O. F. Rb. 2 — 1084S8V2 — I Fermingarmessa í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 10 f. h. Sálmar: 210 — 590 — 594 — 591 — 203. — K. R. Sundnámskeið fyrir börn hefst í innisundlauginni á mánudaginn kemur kl. 1 e. h. Foreldar, notið þetta tækifæri, hringið í síma 2260. Fíladclfía, Lundargötu 12. Al- menn samkoma fimmtudaginn 9. april kl. 8.30 e. h. Ræðumaður: Sigmundur Einarsson. Einnig eru opinberar samkomur hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. — Verið velkomin- Tómas Kristjánsson, sjómaður, Gránufélagsgötu 22, var jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju sl. miðvikudag. Hann var aðeins 57 ára er hann lézt. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbanka- salnum fimmtudaginn 9. apríl kl. 8.30 e. h. Vígsla nýliða. Skila- grein um fyrirtæki Reglunnar. Kosið í framkvæmdaráð. Kosn- ing embættismanna. Skemmti- þáttur, sem mun koma öllum á óvart, o. fl. Það er heitt blóðið í þeim Suður-Ameríku- mönnum! Brezkt blað segir frá því, að ekki alls fyrir löngu hafi verið háður knattspyrnukappleikur í borginni Livramento í Brazilíu. Auðvitað er ekki í frásögur fær- andi, þótt leikin sé knattspyrna í þessum hjara heims, því að slíkir kappleikir eru helzta skemmtun fólks þar um slóðir, og Suður- Ameríkumenn eru allra maima leiknastir í íþróttinni. En rósemi hugans og stilling er ekki á eins háu stigi hjá fólki þessu og leiknin í íþróttinni og áhuginn fyrir sparkinu. Sú varð raunin á í þetta sinn. LEIKUR í 4 ATRIBUM. 1. atriði: Mark. Dómarinn dæmir það ógilt. 2. atriði: Áhugasamur áhorf- andi (nr. 1) hleypur inn á völl- inn og slær dómarann í rot. 3. aíriði: Áhorfandi nr. 2 hleypur inn á völlinn og rekur hníf í áhorfanda nr. 1. 4. atriði: Áhorfandi nr. 3 æðir inn á völl með hlaðna skamm- byssu og skýtur áhorfanda nr. 2. — Hér fellur tjaldið í harmleik þessum. Hið brezka blað getur ekki framhaldsins. Þetta er nú munur eða hér, þar sem aldrei skeður neitt sögulegt í knattspyrnu. Hjónacfni. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Sigurjóna Sig- ur j ónsdóttir, múrar ameistar a Jónssonar í Hafnarfirði, og Einar Karlsson, Skipagötu 7, Akureyri. — Ungfrú Steinunn Jónasdóttir, Víðivöllum 10, og Brynjar Jóns- son, húsasmíðanemi, Lambhaga í Hrísey. Gullbrúðkaup eiga á fimmtud., 9. þ. m„ hjónin Albína Péturs- dóttir og Jón St. Melstað, Hall- gilsstöðum. Þau hafa búið á Hall- gilsstöðum síðan 1912 og búa þar enn. Hallgrímur Jónsson, Samkomu- gerði, varð 90 ára 26. marz sl. Friðjón Skarphéðinsson, al- þingismaður og dómsmálaráð- herra, verður fimmtugur 15. þ. m. (apríl). í ráði er að Friðjón skreppi hingað norður um þetta leyti, og hafa nokkrir samstarfs- menn hans og kunningjar, ákveðið að koma saman til fagn- aðar í í.amkomuhúsinu „Lóni‘ kl. 9 að kvöldi þess dags í tilefni af- mælisins, ásamt afmælisbarninu. Þeir, sem óska eftir þátttöku, eru vinsamlega beðnir að skrifa nöfn sín á lista í bókabúð Jóhanns Valdemarssonar, Hafnarstræti 94 (sími 1334) eða hringja í síma 1299, 1499 eða 1962 eigi síðar en laugardag, 11. apríl. Valbjörn Ásbjörnsson á Akur- eyri veitir hinu nýja mjólkur- samlagi í Ólafsfirði forstöðu. Góð auglýsing gefur góðan arð. Ðagur er mest lesna blaðið á Norðurlandi. Læknavakt: Miðvikud. 8.: Sigurður Ólason. Fimmtud. 9.: Erl. Konráðsson. Föstudag 10.: Bjarni Rafnar. Laugardag 11.: Ólafur Ólafsson. Sunnudag 12.: Sami Mánudag 13.: Sami. Þriðjudag 14.: Bjarni Rafnar. Hvað er að tjaldabaki? Á 21. flokksþingi Sovétveldis- ins og síðar virðast fyllilegar sannanir fengnar fyrir þeirri full- yrðingu Títós, forseta Júgóslafa, að all-alvarleg misklíð sé á milli Kínvei-ja og Rússa. Er þessu op- inberlga haldið fram í Beógrad. Virðist Krúsév, forsætisráðherra Rússa, telja sig svo traustan í sessi, að hann hefur loks árætt að hafna kröfum Peking-Kín- verja. Þveröfugt við kröfur þeirra hefur Krúsév nú hallast á þá sveifina, að reyna að draga úr spennunni milli austurs og vest- urs, eða a. m. k. stofna til samn- inga-umleitana. — Heimsókn Mikójans til Bandaríkjanna og heimboð Krúsévcs til Eisen- howers, eru taldar taldar líkur til þess, að Krúsév sé nú að reyna að nálgast Vesturveldin meira en áður. — En furðulega hjáróma eru þó ræður hans frá degi til dags. BÍLL TIL SÖLU Tilboð óskast í setuliðsbifreið, Dodge-trukk, smíðaár 1942. Rifreiðin selst í því ástandi sem hún nú er i. Rif- reiðin er til sýnis í áhaldahúsi ó'atnsveitunnar á Glerár- eyrum alla \ irka daga, kl. 11 — 12 1. h. — Tilboðum sé skilað á skrifstofu vatnsveitustjóra, Skipagötu 12, eigi síðar en á hádegi 25. apríl n. k. — Allur réttur áskilinn. VATNSVEITA AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.