Dagur - 18.04.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 18.04.1959, Blaðsíða 7
Laugardaginn 18. apríl 1959 D A G U R 7 Penninafjöllin eru í Englandi, og syðst í þeim er hinn svonefndi Peakhellir. Til er félag í Eng- landi, sem hefur það einkum á stefnuskrá sinni, að rannsaka og safna upplýsingum um hella og jarðgöng. Fyrir skömmu fóru átta vanir hellarannsóknarmenn til Peakhellisins á vegum félags þessa, en neðanjarðargöng höfðu þá nýlega fundizt í hellinum. Var ætlunin að rannsaka göng þessi. Nú var haldið af stað inn göng- in, sem bæði voru þröng og krók- ótt. Urðu mennirnir að skríða mest á fjórum fótum vegna þrengslanna. Eftir tveggja stunda erfiða ferð voru þeir komnir um 300 m undir yfirborð jarðar, en þá breikkuðu göngin skyndilega og kom þar afhús all rúmgott. Ur afhúsi þessu lágu þröng göng, eitthvað niður. Nú var enn lagt af stað lengra niður, og sá, sem fvrstur fór, var tvítugur Oxford-stúdent, Neil Moss að nafni. Hann var ekki kominn langt niður, er hann heyrðist kalla: „Eg er fastur! Eg get ekki hreyft mig.“ Lýst var niður í göngin með vasaljósi, og þá sást, að Moss var fastur um axlirnar. Bönd voru látin síga niður til hans, en ekki varð gagn að því að Moss gat ekki hreyft handleggina. Það var þó alvarlegra, að loftið þarna niðri var fúlt og óhollt. Moss sveiaði loftfýlunni og gerði að gamni sínu við félagana, sem reyndu allt, hvað þeir gátu til bjargar. Súrefnisgríma var látin síga niður, en það var' ekkert rými til þess að koma henni yfir höfuðið á Moss. Að fáum stund- um liðnum, var hann kominn með óráð, og loks missti hann meðvitund. Sendur hafði verið sendiboði upp á yfirborð jarðar til þess að kalla á hjálp. Utvarpsstöðvar fluttu hjálparbeiðnina og ekki skort viljann hjá fólki. Meira en 200 hellarannsóknarmenn frá nærliggjandi borgum þustu á staðinn og buðu aðstoð sína. Skrifstofumanni nokkrum var neiað um leyfi til þess að fara á slysstaðinn, og þá sagði hann hara upp atvinnunni og fór samt. Þarna komu m. a. björgunar- sveitir úr kolanámum og kafa^ar og sjúkrahús sendu súrefnis- grímur og lífgunartæki. Moss var nú haldið lifandi með því að dæla til hans súrefni gegnum slör.gu. Af átta mönnum, sem voru látnir síga niður, kom- ust aðeins þrír alla leið — og gátu þó ekkert gert að gagni — en hinir fimm misstu meðvitund áður en þeir komust nógu langt. Vegna þrengslanna, tókst ekki að láta neinn síga niður öfugan með súrefnisgrímu á höfði. Loks komst grannur prentari frá Der- hy, Ron Peters, svo langt niður, að hann snerti axlirnar á Moss, en þá var hann kominn að yfir- liði og varð að draga hann upp hið skjótasta. Er Peters hafði jafnað sig dálítið, vildi hann endilega gera aðra tilraun, og nú kom hann reipi utan um brjóstið á Moss. Hægt og varlega var dregið upp, en áður en Moss Tapað Kvenúr tapaðist 16. þ. ni. í Norðurgötu. Finnandi vin- samlegast skili því í Norð- urgötu 11. Hreiogerningar Tek að mér hreingerningar. Uppl. í sima 1271. hafði verið dreginn upp einum metra ofar, festist hann aftur. Andardrátturinn virtist stanzað- ur og það varð að slaka á band- inu, sem bundið var utan urn brjóstkassann, þar til Moss tók aftur að anda. Annar maður, Larson að nafni, reyndi í hálfa aðra stund að losa um hægri hönd stúdentsins, en allt til einskis. Hann lýsti áhrif- um andrúmsloftsins þarna niðri svo, að hann hefði verið tekinn að sjá alls konar ofsjónir. Vonir um björgun tóku nú að daprast. Reynt var að víkka göngin með ýmsum verkfærum, án þess að það bæri tilætlaðan árangur, og sent var eftir loft- hreinsunartækjum, en þau reyndust of stór fyrir göngin. Krókar voru látnir síga niður og krækt í fötin á Moss. Það var hægt að bifa honum ofurlítið upp á við, en þá festist hann aftur. Nú hafði Moss verið fastur í þessum óheillagöngum í því nær hálfan annan sólarhring, og sí fellt dró af honum. Útvarpið bað nú einhvern að gefa sig fram, sem væri lítill og grannvaxinn, en hraustur og fimur og vanur að skríða um hella og jarðgöng. Nú átti að gera örvæntingarfulla tilraun til þess að bjarga Moss, og til þess var valin 18 ára gömul stúlka, June Baily. Henni var falið að brjóta bæði viðbeinin í honum, svo að axlarbreiddin yrði minni og hægt yrði að draga hann upp. En áður en til þessa kom, dó ungi maðurinn. Slys þetta vakti mikla athygli í Bretlandi og fleiri mönnum varð það Ijóst en áður, að allur er varinn góður, er skriðið er um ókunn göng neðarijarðar, ekki sízt vegna loftleysis og eitraðra lofttegunda. Faðir unga mannsins hafði dvalið þarna ofanjarðar á meðan á björgunratilraununum stóð, en er sonur hans var dáinn, vildi hann helzt að menn væru ekki að hætta lífi sínu til þess að ná í líkið, en félögunum í hellarann sóknarfélaginu fannst ótækt að skilja við unga manninn þarna, svo að ákveðið var að gera ný 7 metra göng, svo að ekki þyrfti að skilja liinn látna félaga eftir á þessum óhugnanlega óheillastað inn af Peakhellinum í Pennína- fjöllum. Frá Sjálfsbjörg Sjálfsbjörg, Akureyri, hafa borizt þessar gjafir frá því um áramót: Frá öskudagsflokki þeirra Ing- ólfs Guðmundssonar og Baldurs Ellertssonar (14 krakkar) kr. 216. — Frá N. N. kr. 100. — Frá gam- alli konu kr. 50. — Frá N. N. kr. 100. — Frá N. N. kr. 100. — Frá Ólafi Jónssyni, áheit, kr. 300. — Frá gamalli konu kr. 500. — Frá Ólafi Sigurbjömssyni kr. 1000. — Frá A. kr. 150. — Þá hafa félag- inu borizt minningargjafir um eftirtalið fólk: Benedikt Einars- son frá Bægisá kr. 700. — Han- sínu Steinþórsdóttur kr. 200. — Hallgrím Pálmason kr. 100. — Friðjón Snorrason kr. 3.100.00. — Magnús Árnason kr. 200. — Sjálfsbjörg þakkar allar þessar gjafir, og allan þann stuðning, sem félaginu hefur verið veittur. Það er rétt að minna fólk á það, að Sjálfsbjörg hefur látið gera minningaspjöld, sem hægt er að fá hjá eftirtöldum: Emil Andersen (Véla- og búsáhalda- deild KEA), Heiðrúnu Stein- grímsdóttur, Ránargötu 1, Krist- ínu Konráðsdóttur, Klettaborg 1, Sveini Þorsteinssyni, Eyrarveg 9, Adolf Ingimarssyni, Eyrarveg 2 A. Tertuföt Hn ifaparakassar Mæliglös — Kökuspraulur Kaffikvarnir Eggjaskerar Kökukefli — Kökumót Kökuformar Virsvampar Stálull, með og án sápu Sigti — Sigtisbotnar _ Rjómaþeytarar Burhnifar — Ostahnifar Pönnukökuhnifar Vasahnífar Kleinuhjól — Trésleifar Klemmur' Hakkavélahnífar Hakkavélamót Plastfötur, 8 og 10 lítra Plastföt, stór Email. föt — Blikkfötur Vaskaföt — Kaffikönnur Sorpskúffur Email. pönnur Geyspur — Búrvigtir Mjólkurdunkar, 3 og 5 Itr. Spegilhillur — Rakspeglar Hitakönnur — Moppur H itakönn utappar Nylonkústar Rajsuðupollar, m. stærðir og margt fleira. '■ VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. NÝTT! Gardínugormar (plast) kr. 3.00 pr. meter JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Smekkíásar JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD SH IIULD 59394227 — IV/V — 2 Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Munkaþverá, sunnu- daginn 26. apríl kl. 1.30 e. h. — Hólum, sunnudaginn 3. maí kl. 1 e. h. — Saurbæ, sama dag kl. 3 e. h. Leiðrétting. Meinleg villa varð í fréttinni af aðalfundi félags eggjaframleiðenda í Degi 15. þ. m. — Selt var 1 tonn af eggjum út af framleiðslusvæðinu, en ekki 10 tonn, eins og stóð í greininni. Frá starfsmannafél. Stundvís hefur Barnaskóla Akureyrar borizt kr. 900.00 í Júlí- og Her- móðssöfnunina. Með kæru þakk- læti. H. J. M. UNGBARNA ullarskyrtur og buxur ■ Einnig gammachíur hvítar. Verzlunin Ásbyrgi Frá Iðunn! Daglega nýjar tegundir. Vinsælustu skór ársins. Tékkneskir karlmannaskór Hagstætt verð. Bamastígvél Sænsk - finnsk og tékknesk. Fallegt og gott úrval. Delerium bubonis. — Sýningar þessa gamanleiks hafa gengið mjög vel og hafa þær allar verið fyrir troðfullu húsi. — Næstu sýningar eru um helgina, en úr því fer sýningum að fækka. Þeir, scm ætla að sjá leikinn, ættu því ekki að draga það öllu lengur. Læknavakt: Laugardag 18 .apríl: Sigurður Ólason. Sunnudag 19. apríl: Sigurður Ólason. Mánudag 20. apríl: Pétur Jónsson. Þriðjudag 21. apríl: Erlendur Konráðsson. - Jóninna Sigurðard. , Framliald af 5. síðu. neinn pilsaþytur eða það háværa málskraf, sem tíðum er kennt við konur, og heldur engin mistök. Frk. Jóninna eignaðist aklrei mann eða börn, en samt mun hún nú umvafin þeirri hlýju margra ástvina sinna, sem þcim einum veit- ist, er til hafa unnið, og húsfreyjur uni þvcrt og cndilangt ísland munu flestar ciga matreiðslubókina henn- ar Jóninnu, og þxr munu senda henni hlýjar kveðjur í hvert sinn, er þær ætla að gera scr og símun dagamun með góðri máltíð cða að efna til vci/.Iu og þurfa að leita að uppskrift. — Hitt er svo annað mál, hvort suntar húsmæður hafa ckki stundum hlatipið óþarflega liratt yfir þann þýðingarmesta kapltula allrar matreiðslu, að vanda hið ein- falda, daglega fæði, cn það verður ekki gert að umtalsefni liér. Blaðið sendir frk. Jóninnu Sig- urðardóttur hinar innilegustu árn- aðaróskir, þakkar viðtalið og óskar þess, að hún megi enn um árabil njóta margra hugðarefna sinna. ED. TIL LEIGU! Stofa og eldunarpláss á Ytri- brekku verður til leigu frá 1. júlí n. k. Skilyrði að hlustað’ sé eftir barni, eitt kvöld í viku eða eftir sanr- kóniulagi. Leggið nafn yðar ásamt heimilisfangi inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Barngóð". Barnavagn til sölu Lágt verð. Uppl. i sima 1308. hagdreifarar VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD INÝKOMNIR Drátfarkrókar fyrir Ferguson-dráttarvélar VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.