Dagur - 22.04.1959, Page 1

Dagur - 22.04.1959, Page 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út laugar- dagimi 25. apríl. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. apríl 1959 21. tbl. Vilja skera niður framkvæmdir Framlag til raforkufrmkv. á að lækka um 43% Samkvæmt tillögum stjórnarliða í íjárveitinganefnd hyggst ríkis- stjórnin þrengja mjög kjör landsbyggðarinnar með stórlega lækk- uðum fjárveitingum. í tillögum stjórnarliðanna kemur m. a. þetta fram: 1. Framliig ríkissjóðs til verklegra framkvæmda á að skera niður um 23 mill.j kr. 2. Nýjar álögur ncma 50 milljónum króna. 3. Samt verður stórfelldur greiðsluhalli á fjárlögunum. 4. Eta á upp greiðsluafgang fyrra árs og ógreidda Sogstolla, ef inn heimtast. 5. Auka á innflutning hátollavara vegna tollteknanna, þótt aðrar vörur vanti. 6. Reynt er að leyna greiðsluhallanum í bili með því að liækka tckjuáætl. og lækka ýmsa áætlunarliði gjaldamegin út í bláinn. 7. Framlag til raforkuáætlunarinnar skorið niður um 43%. 8. Framlag til flugvallagcrða lækkar um 25%. 9. Atvinnuaukningarféð skorið niður um 26%. 10. Raunverulegar sparnaðartillögur engar nema þær að leggja nið- ur orlofsmerki, sem hefur verið eitt helzta baráttumál Alþýðu- flokksins áratugum saman. Sparnaður: 500 þús. kr. Hópur bænda á kynnisferð Skipbrolsmönnunum af Selfisk bjargað Selfangarinn lágðist saman í skjótri svipan, und- an þrýstingi íssins. Áhöfnin komst út á ísinn og síðan á tveimur jafnfljótuin til næsta skips Þrjátíu og tveggja manna bændahópur úr Saurbæjarhreppi kom hingað til bæjarins fyrra mánudag, í þeim tilgangi, að skoða Búfjárræktarstöð S.N.E. í Lundi. Þeir skoðuðu búfjárræktarstöð ina og þágu veitingar hjá Sigur- jóni Steinssyni, bússtjóra. Undir kaffiborðum voru gest- irnir ávarpaðir af formanni og ráðunaut S.N.E. Fararstjórinn og formaður Búnaðarfélags Saur- bæjarhrepps, Jón Hjálmarsson, bóndi í Villingadal, þakkaði. Að lokum afhenti Jón Hjálm- arsson formanni S.N.E., fyrir hönd Búnaðarfélags Saurbæjar- hrepps, peningagjöf að upphæð kr. 15,000,00 til Búfjárræktar- stöðvarinnar með beztu óskum um áframhaldandi árangursrík störf í þágu nautgriparæktarinn- ar í héraðinu. Sigurður Bjarnason kom með fullfermi í gær kom Sigurður Bjarna- son með fullfermi eftir tæplcga fjögurra sólarhringa veiðar. — Önnur togskip hafa einnig afl- að ágætlega síðustu daga. Selfisk bjargað úr ísnum Á laugardagsmorguninn kom norska björgunarskipið Salvator hingað með 16 manna áhöfn af selfangaranum Selfisk, sem fórst í ísrtum norður í hafi og áður er sagt frá,.hér í blaðinu. Allir voru heilir á Iiúfi, en skip þeirra hvíl- ir á hafsbotni. Þegar Selfisk fórst. Selfisk frá Tromsö, var einn hinna 47 norsku selfangara, sem að þessu sinni voru að veiðum við ísröndina norður af íslandi. Skipstjórinn heitir Kare Peder- sen. Hann hefur stundað selveið- ar á þessum slóðum síðan 1928 og því enginn viðvaningur í bar áttunni við ís, storma og kulda norðursins, enda knálegur mað- ur. Það bar við, 7. apríl sl., að skip hans var statt inni í ísnum, að ísinn þrýsti allt í einu svo að báðum hliðum skipsins, að þær létu undan, en þilfárið sprakk. Skeði þetta á aðeins 5 mínútum. Ahöfnin komst öll ómeidd út á ísinn, en ekkert ráðrúm var til björgunar af neinu tagi og gengu því allir slyppir og snauðir frá borði, að heita mátti. ísinn hélt skipinu, sem er 136 smálesta tréskip, uppi í nokkrar klukku- stundir, þar til hann sleppti helj- artaki sínu og skipsflakið seig í hafið. Björgunin. Kare Pedersen og menn hans nutu þess, að" í þetta sinn var veður sæmilegt, en á þessum slóðum er oft hinn versti veðra- hamur og mjög skjót, og stundum óvænt, veðrabrigði. Þeir lögðu land undir fót og gengu á ísnum, sem vegna hinna stöðugu kulda var samfrosinn, til næsta selfang- ara, er staddur var í um fjögurra kilómetra fjarlægð. Þar var þeim tekið tveim höndum og norska éftirlitsskipinu, Salvator, gert aðvart um atburðinn. Lítil veiði í ár. Þegar talið ber-st að selveið- inni, segir Kare Pedersen, að hún hafi verið sáralítil. Telur hann kuldann vera megin orsök þess. Frost hafi verið svo mikil, að all- ar vakir hafi frosið saman jafn óðum, en við vakirnar eru mestar veiðivonir. Kópa hafi þeir naum- ast séð, að þessu sinni, en lítið eitt hafi veiðst af fullorðnum sel. Þá segir hann ennfremur, að ís- inn sé óvenjulega austarlega og nærri íslandi. Ber honum alveg saman við frásögn þá um ísinn, sem annar norskur selfangari skýrði frá í viðtali við blaðið fyrir skömmu. Auður sjór er í kring um Jan Mayen, en sam- felldur ís liggur þar mjög skammt frá, að norðan og vestan, og þaðan liggur ísröndin suður og suð-vestur. í fyrra vetur var ísröndin vestur undir Grænlandi, sagði skipstjórinn að lokum. Norsk björgunarskip uni öll heimsins höf. Norðmenn hafa, sem kunnugt er, orðið fyrir stórfelldum mann- sköðum og skipstöpum við sel- veiðarnar. Björgunarskip fylgir því veiðiflotanum hin .síðari ár. Björgunarskipið Salvator, kom fljótt á vettvang þegar Selfisk fórst. Náði hann skipsbrotsmönn- um, en tafðist sjálfur í ísnum, þótt hann sé vel búinn. Hinn há- vaxni og gjörfulegi skipstjóri á Salvator heitir Emblem og náði blaðið einnig tali af honum sem snöggvast. Á skipi hans eru nær tveir tugir Norðmanna og auk þess 3 Spánverjar og 2 Portugal- ar og hefði maður sízt vænzt Kare Pedersen skipstjóri (Ljósmynd E. D.) þeirra úr norðurátt. — Annars eru björgunarskip Norðmanna á öllum heimsins höfum til aðstoð- ar hinum mikla siglinga- og veiðiflota þjóðarinnar. I selaleit á þyrilvængju. Það þótti tíðindum sæta, þegar farið var að leita að kindum á litlum flugvélum, hér á landii En flugtæknin er notuð til margra og ólíkra verkefna. Það voru Rússar, sem fyrstir notuðu þyrilvængjur til að leita að sel inni í ísnum. Norðmenn hafa einnig tekið þennan hátt upp hjá sér. Um borð í Salvator er þyril- vængja og tveir flugmenn. Talið er, að þetta geti oft gefið hinn bezta árangur við veiðarnar, bæði hvað það snertir að fljúga inn yfir i'sinn í leit að sel, og enn fremur er hægt að flytja veiði- mennina þangað, sem veiðin bíð- ur. Emblem skipstjóri segir hins vegar, að þetta atriði sé hið var- hugaverðasta. Selnum rnegi út- rýma á fáum árum, ef harðar verði að gengið en gert hefur verið. Hins vegar séu þyril- vængjur fyrst og fremst notaðar hjá Norðmönnum, til að fylgjast með ísnum og leiðbeina skipum í hinum hættulegu siglingum inn í ísinn og út úr honum aftur. Á þann hátt séu þyrilvængjurnar gott öryggistæki, auk þess svo að vera einnig reiðubúnar, þegar slys ber að höndum. Blaðið þakkar skipstjórunum fyrir góð og greið svör, óskar Salvator velfarnaðar í björgunar- starfinu og skipbrotsmönnunum góðrar heimkomu. Skipbrotsmenn af Selfisk. (Ljósmynd E. D.) I ? ! Dagnr óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum I | | I f tS> v I & I gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.