Dagur - 22.04.1959, Side 8

Dagur - 22.04.1959, Side 8
8 Miðvikudaginn 22. apríl 1959 Baguk Ýmis fíðindi úr nágronnabyggðum Sýslufundur Skagafjarðarsýslu mófmælir kjördæmabreyfingunni Sauðárkrókur 21. apríl. Hér er byrjað að veiða á línu. Aflinn hef ur verið mjög góður annað slagið undanfarið, en fiskurinn færir sig mjög á miðunum og er „aldrei á vísan að róa“ eins og þar stendur. Haugancsi 21. apríl. Ágætur afli var í gær og róið með nýja loðnu. Draupnir og Níels fengu 8 og 9 skippund. Níels var búinn að fara tvo róðra áður. Lítur vel út með aflabrögð ef góð veður haldast. Sævaldur hefur aflað vel í net að undanförnu. Otur á Litla-Ár- skógssandi fór í fvrsta róður sinn í gær og í dag fór Pálmi fyrsta róðurinn. Biönduósi 21. apríl. Mjólkursam- lagið tók á móti 2.654.000 kg mjólkur á síðasta ári. Utborgað meðalverð til bænda varð kr. 3.25 fyrir kílóið. — Nýlega lauk skák- keppni milli ungmennafélaga í sýslunni. Ungmennafél. á Blöndu ósi varð hlutskarpast og hlaut 12Vz vinning. Hálfum vinningi neðar voru Bólhlíðungar og hlutu annað sæti. — f gærkveldi var bændafélagsfundur. Þar mætti Agnar Guðnason, ráðunautur. Rætt var um ræktunarmál o. fl. Fundurinn var vel sóttur. — Á Húnavökunni, sem hófst annan páskadag og tókst vel, voru m. a. sýndir tveir sjónleikir, „Fórnar- lambið“ á vegum Leikfél. Blöndu óss og „Tengdamamma", sem leikflokkur Höfðakaupst. sýndi. Utigöngupeningur er óvenjulega vel fram genginn eftir mildan og mjög snjóléttan vetur. — Um® miðjan mánuðinn fann bóndinn í Forsæludal tvævetlu í Bótarfjalli. Kindin var frá Köldukinn á Ás- um og bar hún tveim dögum eft- ir að hún fannst. Ærin var í mjög góðum holdum og lambið hið sprækasta. Hrísey 21. apríl. Dekkbátar stunda net og hafa aflað mjög sæmilega undanfarna daga og komið með 7—8 þús. pund eftir tveggja sólarhringa útivist. — Togskipin hafa aflað vel að und- anförnu og hafa lagt hér upp öðru hvoru. Stöðug vinna hefur verið í hraðfrystihúsinu undan- farinn hálfan mánuð. Höfðahverfi 21. apríl. Afli er mjög sæmilegur síðustu dagana. Uggi var úti 4 daga og kom með 12 þús. pund. Víðir hefur farið 5 róðra og fiskað vel. — Vaðla- heiði er orðin fær bifreiðum. — Heilsufar er gott og engin in- flúenza. Dalvík 21. apríl. Hér var ágætur afli á víkinni einn daginn en hvarí svo. Hrognkelsaveiði er nokkur og eru grásleppuhrognin söltuð. Hnísur koma oft í hrogn- kelsanetin. Ólafsfirði 21. apríl. Sigurður kom hér með 42 tonn og Gunnólfur með 36 tonn 15. apríl. Afli tog- bátanna er yfirleitt góður. Trill- urnar afla lítið enn þá. Snjórinn rennur sundur síðustu daga. — ’lnfluenza er að hverfa. Enn í kjöri Sir Winston Churchill flutti á mánudaginn ræðu í kjördæmi sínu. Tilkynnti hann að hann mundi gefa kost á sér til fram- boðs í næstu þingkosningum í Bretlandi. Churchill ræddi utanríkismál í ræðu sinni og sagði m. a., að hann hefði alltaf stuðlað að bættri sambúð Breta og Rússa, en hún væri nauðsynleg báðum þjóðunum. En Churchill kvað Vestur-Þjóðverja vera banda- menn Breta í Atlantshafsbanda- laginu og því mundu Bretar styðja þá eftir megni. Einnig sagði hann, að Bretar mundu gera hvað þeir gætu til þess að styðja baráttu íbúa Vestur-Ber- línar fyrir frelsi og sjálfstæði. Hinn aldni stjórnmálaforingi hefur verið þingmaður sama kjör dæmis á fjórða tug ára. Skátafélag Akureyrar mun standa fyrir „Landsmóti skáta“ í sumar. Fer það fram í Vagla- skógi 3. til 7. júlí að þáðum dög- unum meðtöldum. Gert er ráð fyrir þátttöku frá flestum skáta- félögum hér á landi, og auk þess frá öllum Norðurlöndunum og víðar að. Mótsstaðurinn er óskaland allra skáta — Vaglaskógur — einhver yndislegasti bletturinn á íslandi. Tjaldbúðasvæðin verða tvö. Annað fyrir stúlkur og hitt fyrir drengi. Mótssetningin verður táknrænn leikur, sem seint mun gleymast þátttakendum mótsins, ef- vel tekst. Á mótinu fara fram leikir, keppnir, sýn- ingar og vai'ðeldar eins og vant er á skátamótum. Sunnudaginn 5. júlí verður al- menningi gefinn kostur á að skoða tjaldbúðirnar og kynnast útilegustörfum skátanna. Síðasta dag mótsins verður farin hringferð um Eyjafjörð til þess að skoða sögustaði. Þá verða einnig skoðaðir nokkrir merkisstaðir á Akureyri. Móts- gjaldið er 375.00 kr. Ef næg þáttaka fæst verða þessar ferðir farnar eftir mótið: 1. í Mývatnssveit. (Einn dag- ur.) 2. Mývatnssveit — Ásbyrgi — Húsavík. (Tveir dagar.) Þann 14. apríl samþ. sýslu- fundur Skagafjarðarsýslu álykt- un um kjördæmamálið, með 10 atkvæðum gegn 2 en 3 sátu hjá. Ályktunin er svohljóðandi: „í tilefni af frumvarpi því til laga um breytingar á stjórnar- skrá fslands, cr fram hefur verið lagt á Alþingi, samþykkir sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu svo- fcllda ályktun: Sýslunefndin leggur á það höf- uðáherzlu, að kjördæmi landsins, þau sem nú eru, haldi rétti sín- um, hvert og eitt, til að liafa sína sérstöku fulltrúa á Alþingi. Sýslunefnd telur rétt, að fjölgað sé kjördæmakjörnum þingmönn- um hinna fjölmennustu byggð- arlaga, þó svo, að tckið sé full- komið tillit til aðstöðumunar kjósenda í einstökum byggðar- lögum til áhrifa á löggjöf og stjórnarfar, enda falli þá og nið- ur gildandi ákvæði um uppbót- arlandskjör. Sýslunefnd lítur svo á, að ein- menningskjördæmi sé öruggast- ur grundvöllur að traustu stjórn- arfari, enda enn eigi þekkt nokk- ur sú skipan, er eins vel eða bet- ur tryggi sjálfstæði héraðanna og óskorað lýðræði í landinu. Sýslunefnd telur á miklu velta fyrir gervalla þjóð, að reynt sé til þrautar að ná sem víðtækustu samkomulagi um öll grundvall- aratriði væntanlegra stjórnskip- unarlaga. Er það álit sýslunefiul- 3. Mývatnssveit — Herðubreið- arlindir — Askja. (Þrír eða fjór- ir dagar.) Beztu æskuminningar fjöl- margra manna um allan heim eru tengdar störfum þeirra í skáta- reglunni. Allir skátar vita að þátttaka í stórum mótum er eitt mesta ævintýri skátalífsins. — Mótið í Vaglaskógi verður áreið- anlega merkasti viðburðurinn í skátastarfinu á fslandi á komandi sumri. Það verður ævintýri. Samkv. upplýsingum Kristjáns Géirmundssonar eru farfuglarn- ir fyrr á ferðinni nú í ár en í fyrra. Slæðingur af skógarþröstum var hér í allan vetur. En 15. marz sáust þess merki, að nýir bætt- ust í hópinn. 4. apríl fjölgaði þeim verulega og síðan nærri því dag frá degi. Fyrstu gæsirnar sáust hjá Reykhúsum 9. apríl og heyrzt hefur, að nokkru fyrr, eða seinni Dánardægur. Fyrra mánudag lézt hér í Fjórðungssjúkrahúsinu Axel Schiöth bakarameistari, eft- ir nokkurra mánaða legu þar. Hann var 89 ára að aldri. Jarðar- för hans fór fram síðastl. mánu- dag að viðstöddu fjölmenni. ar, að sérsíaklega kjörið stjórn- lagaþing niyndi bczt til þess fall- ið að Ieysa þann höfuðvanda, að gera stjórnskipunarlög svo úr garði, að við mætti hlíta til nokkurrar frambúðar. Skorar sýslunefnd því á Alþingi að gera nú þegar ráðstafanir til þess að slíkt þing verði kvatt saman — og eigi síðar en svo, að því hafi unnizt tími til að Ijúka störfum áður en þetta kjörtímabil cr á cnda. Sýslunefndin lýsir yfir furðu sinni á þeim fáheyrðu vinnu- brögðum, að ætla sér að knýja fram á Alþingi gerbreytingar á aldagömlum grundvelli kjör- dæmaskipunar landsins án alls samráðs við kjósendur og átelur slíkt gerræði svo harðlega, sem verða má. Skorar sýslunefndin á Alþingi að fella hið framkomna stjórnarskrárfrumvarp.“ Fyrsta loðnan í ár Jóhann Franklín og Eiður Bald vinsson veiddu fyrstu loðnuna á sunnudagsmorgun. Fengu þeir 15 tunnur, sem Haugsnesingar keyptu til beitu. — í fyrrinótt bárust svo 70—80 tunnur á land. Og þá voru íleiri um veiðina. Sendiherrar kvaddir heim til viðræðna Dr. Kristinn Guðmundsson sendiherra í London og Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur, sendiherra hjá NATO, hafa verið kallaðir heim til íslands til við- læðna við ríkisstjórnina um ýmis mikilsverð málefni. Dr. Kristinn mun hafa komið til Reykjavíkur í gær en Andersen kom fyrir helgi. — Heimkvaðning sendi- herranna hefur vakið eftirtekt og er hún meðal annars sett í sam- band við hin endurteknu ofbeld- isverk Breta á íslandsmiðum. Nýtt félagsheimili. Nýja félags- heimilið að Hrafnagili mun verða vígt 30. þ. m. partinn í marz, hafi þær sézt ann ars staðar. Er það óvenju snemmt. Urtendur komu 5. apríl og rauðhöfðaendur 8. apríl, en grafendur 13. apríl. Skúfönd sást fyrst 17. apríl og þúfutittlingur 18. apríl. Stelkurinn kom á Leiruinar 17. apríl, en þar er kjörstaður margra farfuglanna fyrstu dag- ana. Þann dag voru þar sex að morgni, en þeir voru orðnir tölu- vert margir um kvöldið. Gráönd (gargönd) var komin hingað 13. apríl. Síðast en ekki sízt má nefna lóuna, sem mörgum er mest fagnaðarefni að heyra. Hún kom 17. apríl og sumir þóttust jafnvel hafa séð hana nokkru fyrr. Sfyðjum barnaheimiiið Pálmholt Barnadagurinn - Almenn f jársöfnun hér í bæ til styrktar barnaheimilum Á morgun, sumardaginn fyrsta, leitar Kvenfélagið Hlíf enn til bæjarbúa vegna Barnaheimilis- ins Pálmholts. Þar er unnið að stækkun húsa- kynna og verður sú viðbót fok- held í vor, og þar verður starf- rækt barnaheimili í sumar eins og áður. Þetta segir nú Jónas: HAFA HAGSMUNIR REYK- VÍKINGA verið fyrir borð bornir á undanförnum árum, vegna þess að þeir hafa ekki átt nógu marga fulltrúa á Al- þingi? HAFA ÞEIR borið skarðan hlut frá borði af fjármagni og öðrum vcraldlegum gæðum? ÞAÐ ÞÆTTI hlægileg fásinna ef utanbæjarmenn, t. d. bænd- ur, færu að bjóða sig fram til þingmennsku í Reykjavík. Reykvíkingum myndi blöskra frekjan og smekkleysið. ÞAÐ ÞYKIR Reykvíkingum á hinn bóginn sjálfsögð kurt- eisi, að bændur og aðrir út- kjálkamenn kjósi þá til þing- setu. ER IIUGSAÐ ER um aðstöðu, rétt og vald í þessu þjóðfélagi, þá er nú ekki alveg sama, hvar maður á heima. Þessi staður er mikið sóttur og eru jafnan mörg börn á biðlista, enda hefur mánaðargjaldið ekki verið nema 350.00 krónur og mun það aðeins nægja fyrir bíla- kostnaði (börnunum ekið til og frá) og kaupi stai'fsfólks. Barnaheimilið Pálmholt hefur getað tekið á móti 60—70 börn- um. Styðjum gott málefni. Á morgun verða merki seld á götunum, kaffi og bazar að Hótel KEA, bíósýningar í kvik- myndahúsum bæjarins og barna- skemmtun verður svo fyrsta sunnudag í sumri. Allur ágóði af fjársöfnuninni á morgun gengur til Pálmholts og er fólk hvatt til að styrkja gott málefni, þegar barnaheimil- ið kallar á aðstoð. Varð hráðkvaddur í gærmorgun kom Akureyrar- togarinn Sléttbakur til Akureyr- ar með skipstjóra sinn, Vilhjálm Þorsteinsson, örendan. — Hann varð bráðkvaddur sl. mánudags- nótt. Vilhjálmur Þorsteinsson var hálffimmtugur að aldri, ættaður af Árskógsströnd, en hefur átt heima hér um alllangt skeið og verið stýrimaður og skipstjóri á togurum og öðrum skipum Akur- eyringa. — Hann var ágætlega kynntur og fráfall hans mikill mannskaðl. Landsmóf skáta í Yaglaskógi ekkrir íarfuglanna þegar komnir

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.