Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. apríl 1959 DAGUR kemur næst út .miðviku- daginn 6. mai. 23. tbl. fH5; Kófel KEA opnað m næstu helgi Gagngerð viðgerð hefur farið fram og er hótelið allt liið vistlegasta Brezkur logaraskipsfjóri kærður fyrir 25 íandhelgisbrof Fyrsti hrezki togaraskipstjórinn, sem lögsóttur er fyrir landhelgisbrot utan fjögurra mílna Réttarhöldin eru í Vestmannaeyjum Félagsheimili verka- lýðsfélaganna Verkalýðsíélögin á Akureyri, sem hafa nær 2 þúsund félags- menn innan sinna vébanda, hafa mikinn hug á að byggja nýtt og vandað félagsheimili fyrir starf- semi sína. Félögunum hefur verið úthlutuð Ióð fyrir bygginguna við Smáragötu, vestan við Lögreglu- stöðina. Mundi félagsheimilið verða vel sett á þessum stað. Fé- Iögin hafa þegar fengið fjárfest- ingarleyfi fyrir byggingafram- kvæmdum, og nú er unnið að teikningu heimilisins. Allur ágóði af 1. maí hátíða- höídunum rennur til félagsheim- iíisbyggingarinnar. Brezki togarinn Montgomery lávarður var staðinn að veiðum á Selvogsbanka 8,75 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna fimmtu- daginn 23. þ. m. Varðskipið Ægir kom að togaranum kl. 8,17 að kveldi, gerði staðarákvörðun og gaf stöðvunarmerki og skaut 3 lausum skotum að veiðiþjófnum og honum skipað að nema staðar. Skipstjóri hafði það að engu og hélt áfram veiðum. Herskipið H. M. S. Tenby var þá beðið að stöðva togarann og varð það við þeirri ósk, athugaði staðsetningu og leyfði honum síðan að halda veiðunum áfram í landhelgi. Síð- an setti herskipið sig í samband við flotamálastjórnna brezku, og varð niðurstaðan sú, að varð- skipinu var loks leyft að færa hinn brezka togara til hafnar „samkvæmt fyrirmælum eig- enda“ og með þeim skilyrðum að fangarnir yrðu látnir sæta góðri meðferð! Hótel KEA verður opnað um næstu helgi eftir gagngerðar endurbætur og viðgerðir. Það hefur verið lokað að mestu frá því í október í haust vegna gagn- gerðra viðgerða. Öll herbergin hafa verið máluð og eru þau hin vistlegustu, björt og snyrtileg, salurinn á annarri hæð er allur endurbættur og lít- ur mjög vel út. Fatageymslur eru nú mjög rúmgóðar og nauðsyn- legar snyrtingar settar upp. Frá- gangur á öllu þessu er mjög vandaður. Aðalviðgerðin er þó í því fólg- in að skipta algei’lega um hita- lagnir og miðstöðvarkerfið í húsinu, ennfremur fi’árennsli. Sú aðgerð þoldi ekki neina bið og var óumflýjanleg. En henni fylgdi mikil röskun og þurfti að brjóta upp gólf og veggi til þess að unnt væri að skipta um lagnir. Þá var ennfremur sett nýtt loft- ræstingarkerfi í húsið. Hótel KEA er fullkomnasta hótel utan Reykjavíkur og hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að það hóf starf undir stjórn Jónasar Lárussonar gestgjafa og til þessa dags. Hinir stöðugu ferðamannahópar, sem hingað leggja leið sína á sumri hverju, hafa áningarstað að Hótel KEA. Og yfir veturinn er einnig mikil þörf á þeirri þjónustu, sem hó- telið veitir. Sást það bezt á síð- astliðnum vetri, hver vandræði urðu vegna lokunar hótelsins. Hótel KEA leitast við að veita þá beztu þjónustu, sem kostur er á hverju sinni og hefur margt til þess að gera staðinn eftirsóttan, svo sem hin ágætu hótelherbergi, fjölbreytt og gott fæði, sem kimnáttumaðui’ fjallar um og hinn stóra og smekklega &<*n- komu- og borðsal, auk Gilda- skálans. Siðast, en ekki sízt, má svo nefna hvers konar fyrir- greiðslu hótelstjórans, Sigurðar Sigurðssonar, sem leggur sig íram við að leysa hvers manns jú Akureyrarmet seft á Sund- m&istaramóti Islands í Reykjavík .vandræði af. sinni þekktu hátt- vísi. Sennilegt er, að rekstur jafn vandaðs hótels og Hótel KEA er, sé ekki vænlegur iil gróða nema yfir sumarmánuðina. En að því .er menningarauki fyrir höf- uðstað Norðurlands og það veitir gestum og gangandi hina ómet- anlegu þjónustu og gerir það vonandi um langa framtíð. Þess vegna mun því fagnað þegar það tekur til starfa á ný. Sundmeisíaramót íslands hófst í Reykjavík sl. mánudag. Sund- fólk héðan frá Akureyri tók þátt í mótinu og náði ágætum árangri. Guðmundur Þorsíeinsson synti 400 m. bringusund á 6.33,2 mín, og er það 3,6 sek. betra en eldra Ak.metði, sem hann átti sjálfur. Björn Arason vann sinn riðil í 100 m. skriðsundi drengja á 1.12,6 og fékk 3. verðlaun i þeirri grein. Frammistaða Astu Pálsdóttur, sém er einn yngsti keppandi mótsins, aðeins 13 ára, var hin glæsilegasta. Af 12 keppendum í 50 m. bringusundi varð Ásta í 2. —3. sætu á 44,0 sek., sem er jafnt Ak.meti Helgu Haraldsdóttur. — Skömmu síðar keppti Ásta í 200 m. bringusundi kvenna og náði þar 3. verðlaunum á frábærum tíma, 3.21,3, sem er nýtt Ak.met, og bætti hún þar met Steinunnar Jóhannesdóttur, sem var 3.31,8, og staðið hefur óhaggað í 20 ár (sett á íslandsmóti 1939, og var þá íslandsmet). Þegar blaðið fór í pressuna voru ekki kunn úrslit eða tímar úr keppnum seinni dagsins. Réttarhöldin. Siðan hafa réttarhöld staðið yfir í Vestmannaeyjum, og kom þá í ljós, að George Harrison, skipstjóri á Montgomery, var ekki alveg ókunnur íslenzkri landhelgisgæzlu, því að þetta er gamall landhelgisbrjótur. Dundu nú á liann kærurnar og urðu þær 25 talsins, og hefur hann játað flest eða öll brot sín. Harrison var áður skipstjóri á Lord Plen- der og voru mörg brotanna fram- in þá. Bæjarfógetinn í Vestmanna- eyjum, Torfi Jóhannsson, hefur málið til meðferðar, en áheyrnar- fulltrúi dómsmálaráðuneytisins var Valdimar Stefánsson. Búizt var við því í gær, að dómur falli í máli þessu í dag. Munu sektir verða hinar hæstu sem lög heimila, enda er þetta umfangsmesta mál, sem höfðað hefur verið gegn togaraskipstjóra hér á landi. •Afsökun hins brotlega. George Harrison skipstjóri heldur því fram í réttinum, að hann hafi aðeins fiskað á þeim slóðum, sem sér hafi verið fyrir- skipað af útgerðinni og brezku herskipunum. ... ............... Eitt hinna nýviðgerðu hótelherbergja. (Ljósm.: E. Sigurgeirsson.), íkviknun í gær var slökkviliðið hvatt að Tunnuverksmiðjunni vegna elds, sem þar varð laus í rusli. Búið var að slökkva þegar slökkviliðið kom, þótt það væri fljótt í ferð- um, og urðu engar skemmdir. — Tveir sóttu Aðeins tveir menn sóttu um yfirlögreglsuþjónsstarfið hér £ bæ, sem auglýst var til umsókn- ar. Það voru þeir Björn Guð- mundsson og Gísli Ólafsson vakt- stjórar í lögregluliði bæjarins. Umsóknarfrestur var útrunn- inn hinn 25. þ. m. Hluti af aðalsal Hótels KEA. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.