Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 29. apríl 1959 HERJÓLFUR SKRIFAR HRINGSJÁ Óráð að leggja Akureyrarkjördæmi niður Þríflokkarnir sameinast um að rýra rétt höfuðstaðar Norður- lands, en Framsóknarfl. vill bæta við þingmannatölu bæjarins AKUREYRI LÖGÐ NIÐUR. Akurcyri verður svipt rétti sínum til sjálfstæðs þingfull- trúa, ef kjördæmatillögur þrí- flokkanan ná fram að ganga. Hin stækkandi höfuðborg Norðurlands er ekki látin njóta þess sjálfsagða réttar að vera áfram kjördæmi með eigin fulltrúa á Aíþingi. Er þó sýnilegt, að öll sanngirnisrök mæla með því, að Akureyri sé kjördæmi út af fyrir sig. Þetta munu allir viðurkenna, hvaða skoðun, sem menn annars kunna að hafa á kjördæma- málinu. Þeir, sem vilja stór og fá kjördæmi og sem mestan jöfnuð á milli kjördæma, hljóta að skilja, að það kjör- dæmi, sem Akureyri — hinn örtvaxandi bær — er í, mun innan skamms vaxa öðrum kjördæmum yfir höfuð og þannig verða orsök að þeirri mismunun, sem talinn er mik- ill annmarki á núverandi kjördæmaskipun og eitt af því, sem nauðsynlegt sé að bæta úr. Það Virðisí því næsta und- arlcg ráðstöfun og jafnvel grunsamleg, þegar svo er hagað málum, að Akureyri er tekin með í Norðurlandskjör- dæmi eysíra í stað þess að vera algerlega sjálfstætt kjör- dæmi, sem hún á allan rétt til vegna fjölmennis og sérstöðu sinnar sem höfuðstaður Norð- urlands. Þá var með því einu hægt að ná þeim tilgangi, scm flaggað er með í sambandi við kjördæmabrcytinguna, þ. e. nokkrum jöfnuði milli kjör- dæma. Vegna'. þessa r.stóirkbéí- lega galla á skipulaginu verð- ur svo komið eftir nokkur ár, að Norðurlandskjördæmi eystra, með Akureyri innan- garðs, verður algerlega úr sér vaxið miðað við örmur sam- bærileg kjördæmi. Þannig munu stóru kjördæmin alls ekki leiða til jöfnunar, fremur en sagt er um sýslukjördæm- in, og áður en langt um Iíður mun enn á ný koma krafa um stórkostlega breytingu kjör- dæmaskipunarinnar, og, ef að Jíkum lætur, verður markið sett „hærra“ en nú. Þá mun magnast áróðurinn fyrir því, að landið verði eitt kjördæmi, og það verður áreiðanlega auðveldara að koma því skipulagi á, eftir að yfirstand- andi breyting er um garð gengin og búið er að naga sundur og slíta burt þær ræt- ur, sem fastast héldu fomum stofnum íslenzkrar lýðræðis- skipunar. LOKATAKMARKIÐ. Oddvitar kjördæmabylting- arinnar gera sér fyllilega Ijóst, að sú breyting, sem að er stefnt að sinni, er ekkcrt endanlegt takmark. Eitt kjör- dæmi skal landið verða fyrr eða síðar. Það er markmiðið, sem stefnt er að. Þess vegna telja þeir ekki saka, þótt ójafnaðargerillinn sé að verki í því skipulagi, sem þeir í blekkingarskyni telja fólki trú um að miði að jöfnuði og rétt- læti, sem ekki náist undir nú- verandi grundvallarskipulagi. En þessir menn hafa í raun- inni alveg jafnlitla trú á ágæti fyrirhugaðrar breytingar og þeir hafa á héraðakjördæm- unum. Hitt vitta þeir aftur á móti, að um leið og búið cr að raska hinum foma grunni héraðakjördæmanna — slíta upp sjálfar rætur eins elzta lýðræðisskipulags í heimi. — efla flokksræði og drepa niður alla sjálfstæðisviðleitni Iands- liluta gagnvart ríkisheildinni, þá er næsta auðveldur Ieikur að ná því marki, sem að er stefnt. Núverandi breyting er ekki takmark í sjálfu sér, heldur aðeins áfangi að öðru, — lokatakmarkinu. — Þess vegna cr ekkert hikað við að koma fram með skipulag, sem veldur mikilli röskun frá því sem áður gilti, og felur þó í sér einn helzta ókost þess skipulags, sem verið cr að leggja niður, en geymir ekkert af kostum þess, enda sjá allir, sem augu hafa og vilja sjá, að ætlun byltingarmanna er að rífa fljótlega niður aftur það, sem nú er hrófað upp. Aðal- aíriðið í bili er að jafna við jörðu hinn forna grundvöll, n ii| li b i Is s k i p u I ag i ð skiptir í ’ y ý / •, * > ■. ¥- rauri ög verú éngu mali nema sem blekkingarhula til þess að veifa framan í gamla íhalds- menn í sveitunum meðan ver- ið er að venja þá algerlega við þá tilhugsun að ættbyggðir þeirra verði sviptar fornhelg- um rétti til sjálfstæðis. Nauðsyn kjördæma- breytingar Framsóknarmenn viður- kenna að sjálfsögðu nauðsyn kjördæmabreytingar, en þeirra stefna er sú, að breytingin verði gerð á grundvelli þess skipulags, sem haldizt hefur frá því að alþingi var endur- reist Framsóknarmenn vita, eins og aðrir, að sum þéttbýl- issvæði, sem risið hafa upp í landinu, njóta í mörgum til- fellum ekki þess réttar, scm þau þó eiga tilkall til. Úr þessu telja Framsóknarmenn sjálfsagt að bæta með því að lögfesta ný kjördæmi á þeim svæðum, þar sem fjölgunin hefur sérstaklega orðið. Þetta er sú stefna, sem ávallt hefur verið viðurkennd af löggjaf- anum og mótað hefur kjör- dæmaþróun Islendinga frá upphafi, þar til Sjálfstæðis- flokkurinn gekk í lið með Al- þýðuflokknum og kommún- istum um þá gjörbyltingu á lýðræðisgrundvelli íslendinga, sem nú stendur yfir. Ef farið hefði verið að til- lögu Framsóknarmanna, eða samið í þeirra anda um kjör- dæmamálið milli flokkanna, þá hefði hlutur Akureyrar verið bættur með fjölgun þing manna Akureyrarkaupstaðar, en nú sameinast kommúnistar og Sjálfstæðismenn um að rýra hlut Akureyrar sem þeir framast mega og vilja leggja hana niður sem sérstakt kjör- dæmi. Ætli það hefði verið Akureyringum síður að skapi að halda sínu sjálfstæða kjör- dæmi og bæta við þingmanni — eða .jafnvel ÞINGMÖNN- UM, ef svo hefði um samizt — hcldur en að renna saman við þetta konstrúeraða bákn, sem kommúnistar og kratar í Reykjavík hafa aðallega upp- liugsað, flokkum sínum til ímyndaðs framdráttar, og Sjálfstæðismenn taka undir vegna stundarhagsmuna í póli tískri vígstöðu? Vantrúin á landið Kosningarnar munu fyrst og fremst og nær eingöngu snú- ast um kjördæmamálið. Eins og Framsóknarmenn hafa oft- sinnis bent á, blandast þó inn í kjördæmamálið fleiri mál, sem segja má að sé ein aðal- kveikjan í öllu þessu mikla umstangi. Á undanfömum ár- um hefur æ meira tekið að gæta áhrifa þeirra manna, sem telja alhliða uppbyggingar- stefnu fyrir landið allt hina fávíslegustu framkvæmd. Telja þessir menn, að öll fjárfesting, sem átt hefur sér stað í þágu atvinnulífsins úti um land, sé óarðbær og sóun á Iandsfé. Telja þeir það eitt koma til greina, að öllu fólki sé stefnt saman á einn stað á landinu og þar skuli rísa það framtíð- ar-sæluríki, sem hvorki þekk- ir kreppu né bjargarskort. — Þessi vantrú á landiðogalhliða gæði þess, samfara virðingar- leysi fyrir sögulegri helgi, er svo nýtt fyrirbæri í íslenzkum stjórnmálaátökum, að varla verður hjá því komizt að minna sérstaklega á það, ef það skyldi verða til þess að menn hugleiddu betur, hvað hér er á ferðinni. Sérstaklega er nauðsynlegt, að fólkið, sem býr utan þessa svæðis, sem vantrúarpostularnir telja að eigi að vera miðstöð allra framfara og uppbyggingar,átti sig á því í tíma, hvað undir býr. «> „Ég er að vísu ekki orðinn f jörgamall“ RÆTT VIÐ BALDVIN HALLDÓRSSON LEIKSTJÓRA. Nú þessa dagana standa yfir hjá Le;kfélági Akureyrar æf- ingar á leikritinu Vakið og syngið eftir Clifford Odets. — Leikstjóri að þessu sinni er Baldvin Halldórsson, leikari frá Reykjavík, sem, þótt ung- ur sé að árum, hefir getið sér mjög gott orð í leiklistarlífi þjóðarinnar. Baldvin er aðeins 36 ára gamall, en á þó að baki alllangan feril sem leikari. — Hann stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Art í London á árunhm 1946—49, og hefir síðan verið starfandi leikari hér á landi. Nú er hann fastráðinn leikari hjá Þjóð- leikhúsinu. Fréttamaður þáttarins rabb- aði smástund við Baldvin og fer það hér á eftir. Hvað vilt þú segja okkur um leikritið Vakið og syngið, Baldvin? Þetta leikrit er alvarlegs eðlis og á erindi til allra, en sjón er sögu ríkari. Getur þú ekki sagt okkur eitthvað um höfundinn? Höfundurinn er bandarísk- ur og heitir Clifford Odets Hann er fæddur árið 1906 í Bronx-hverfinu í New York, en þar gerist einmitt leikritið Vakið og syngið. — Árið 1931 tóku allmargir ungir leikarar og leikkonur sig sarnan og stofnuðu Group-leikflokkinn í New York. — Flest höfðu þau starfað við þekkt leikfélag áð- ur, Guild-leikfélagið. — Þess- ir ungu og áhugasömu leikar- ar byggðu leikstarfsemi sína á kenningum Stanislavskys og reynslu Listaleikhússins í Moskva. Eftir nokkurra ára starf kom í ljós að meðal þeirra leyndust nokkrir ágæt- ir leikstjórar og leikritahöf- undar og ber þar hæst Clif- ford Odets. — Fyrsta leikrit hans var einþáttungurinn Waiting for Lefty og vakti hann mikla athygli fyrir raun- sæi og þekkingu á leikhús- tækni. — Næsta leikrit hans var svo Awake and Sing (Vakið og syngið) ' eða það sem nú er verið að æfa hér. — Seinna skrifar hann svo Rocket to the Moon (Brúin til mánans), ásamt mörgum öðrum leikritum. — Leik- flökkurinn Sex i bíl sýndi það víða um land árið 1950 við ágætar undirtektir. Clifford Odets hefir skrifað mörg önn- ur leikrit, eins og t. d. Vetrar- ferð, sem sýnt var fyrir nokkrum árum í Þjóðleikhús- inu og vakti mikla athygli. Um skéið gerðist Odets leik- ari, en síðan fór hann að skrifa leikrit, og á árunurn 1930—40 er hann talinn meðal efnileg- ustu leikritahöfunda Banda- ríkjanna. Hann einkennist fyrst og fremst af samúð með lítilmagnanum,einstakri tækni í leikritagerð og látleysi í framsetningu. Group-leikflokkurinn, sem Odets starfaði við í 10 ár, hafði ótrúlega mikil áhrif á leikhúslíf í Bandaríkjunum, og þar komu fram, ekki aðeins afburða leikarar, heldur einn- ig leikstjórar og leikritahöf- undar. Hvert cr álit þitt á lcikhúss- menningu okkar Akureyr- inga? Því miður get eg lítið sem ekkert um það dæmt, þar sem eg þekki svo lítið til, en mér gafst tækifæri, nú fyrir skömmu, til að sjá Delerium Bubonis og hafði óskipta ánægju af. Fannst mér sýn- ingin ótrúlega áferðarfalleg og gladdi það mig mjög hversu vinur minn og „kollegi", Flosi Ólafsson, hefir unnið vel. Hvernig ganga æfingar á „Vakið og syrigíð“. Ohætt er að segja að æfing-í- ar hafa gerigið fnjög vel. —> Það er ótrúlegt hvað fólk, sem vinnur ýmis störf frá 8—5 dag hvern, getur lagt á sig við æfingar að starfi loknu. — Allir taka æfingarnar mjög alvarlega og vinna af stakri samvizkusemi, jafnt þeir sem. reynsluna .hafa pg hin þrjú ungmenni,„áétn nú-reyna fjal- irnar í fyrsta sinni. Jæja, Baldvin, þetta cr nú þáttur unga fólksins. Hvað vilt þú segja okkur um ungu kynslóðina? Ekkert nema það bezta. — Eg er nú að vísu ekki fjör- gamall, en eg hefi ekki kynnzt duglegri, . áhugasamari . .eða gáfaðri ungmennum en þeim, sem nú eru að vaxa úr grasi. Til forráðamanna kvikmyndaliúsamia Hve lengi á sá ósómi að haldast við afgreiðslu að- göngumiða í kvikmyndahús- um bæjarins, að afgreiðslu- meyjarnar stöðva sölu að- göngumiða til þess að svara í símann og taka á móti pönt- unum á aðgöngumiðum, á meðan margir bíða afgreiðslu? í öðru kvikmyndahúsinu (Nýja-Bíó) hefir þetta gengið svo langt, að oft á tíðum eru tvær stúlkur við afgreiðslu, og svarar þá önnur í símann en hin afgreiðir þá, sem þreytt hafa sína tvo jafnfljótu og híma í biðröð. Á meðan geta aðrir setið í rólegheitum heima hjá sér og hafa jafnvel meiri möguleika á að ná í að- göngumiða. — Pöntunum í síma á ekki að veita inóítöku á meðan nokkur bíður eftir afgreiðslu. Þessu ættu forráðamenn kvikmyndahúsanna að kippa í lag, og það strax. Verð aðgöngumiða er orðið það hátt að þeir sem þá kaupa eiga kröfu á leiðréttingu í þessu máli. — G. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.