Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 4
4 ]W' DAGUR Miðvikudaginn 29. apríl 1959 .SkrifsKilil i HalnarM-r.ft! ‘»0 — Sími 1IIÍIÍ RJTSTJÓKI: ERLI N c; lí R I) A V í n S S o N AufjlyMUgaMjóti: J Ó N S.AMf ELS S O N irgangiirinn knslar kr. 7a.iK) ltlaóiA ki'Huir ú( ú iniAv ikiulögtim og laugardUguni, jirgnr «tni .itanda lil Ojaldrlagi rr 1. júli PKENTVERK OI)l)S IIJÖRNSSONAR H.F. Hvað þola flokksböndin? TIL ÞESS að lýðræðið verði sér ekki til minnk- unar verða hinir almennu kjósendur að fylgjast með stjórnmálunum á líkan hátt og réttlátur og samvizkusamur dómari. Dómarinn má aldrei sofna í réttinum og kjósendur verða líka að vaka. Eitt mál er nú fyrir rétti og gengur væntanlega í dóm um það bil tveim mánuðum eftir lok yfir- standandi Alþingis. En þá fara almennar þing- kosningar fram og 97800 borgarar geta þá neytt atkvæðisréttar síns. Er það rúmlega 6 þús. fleira en í kosningunum 1956. Á kjördegi skipar alþýða manna dómarasæti, en stjórnmálamennirnir bíða dómsins. Kjördæmabreytingin er aðalmálið og um það verður fyrst og fremst kosið í næstu kosningum. Kaupstaðaflokkarnir hafa komið sér saman um afgreiðslu þess á þann veg, að landinu verði skipt í 5 kjördæmi, sem hvert um sig kýs 5 þingmenn, 2 kjördæmi með 6 þingmönnum og Reykjavík með 12 þingmönnum, eða samtals 49 kjördæma- kosnum alþingismönnum og 11 uppbótarþingsæt- um. Samkvæmt þessu verða alþingismenn 60 í stað 52 nú. ENGIN ÓSK hefur komið fram um það, svo að vitað sé, úr nokkru kjördæmi landsins, að afnema gömlu kjördæmin og slengja þeim saman í fá og stór kjördæmi. Enda liggja engin rök fyrir hinni byltingarkenndu breytingu kjördæmaskipunar- innar, önnur en þröng, flokksleg sjónarmið kaup- staðaflokkanna. Hér er því ekki haldið fram, að breytinga hafi ekki verið. þörf á þessum lið stjórnarskrárinnar. En það þurfti fráleitt að gera á þann hátt, að leggja kjördæmin niður sem slík. Hægt var að fjölga þingmönnum þeirra staða, sem mest hafa vaxið að fólksfjölda, án þess að við það yrði skertur fornhelgur og sögulegur réttur hinna gömlu kjördæma. Kjördæmabreytingin er því naumast nokkurt réttlætismál eins og stjórnar- flokkarnir hugsa sér að framkvæma hana með að- stoð kommúnista, heldur pólitískt herbragð fyrst og fremst, sem, samkvæmt undanförnum umræð- um, er þó aðeins áfangi í þeirri fyrirætlan, að gera landið allt að einu kjördæmi. ÓHÆTT ER AÐ FULLYRÐA, að ef kjördæma- breyting sú, sem nú á fram að ganga, hefði verið lögð fyrir þjóðina á ópólitískum vettvangi, hefði landsfólkið risið upp sem einn maður og mótmælt. Hins vegar er á það treyst af stjórnarflokkunum, að flokksböndin bresti ekki og verði sterkari en almenn dómgreind og að þau nægi til þess að málið nái fram að ganga í áföngum, fyrst með nokkrum fáum, stórum kjördæmum og síðan með afnámi þeirra einnig og landið verði gert að einu kjördæmi. Án þess að kasta rýrð á höfuðborgina, er það kunnara en frá þurfi að segja, hve gífurlegt vald hennar er nú þegar orðið, svo að mörgum stendur stuggur af. En í hinum fyrirhuguðu, stóru kjör- dæmum er svipuð hætta fólgin og Reykjavíkur- valdið er þjóðinni. Mannmargir staðir hinna stóru kjördæma koma til með að ráða lögum og lofum hinna nýju kjördæma og útkjálkar myndast. — Tvennt virðist liggja mjög glöggt fyrir í hinu margumtalaða kjördæmamáli. Hið fyrra er það, að engin rödd hafði heyrzt um það út um land, að leggja bæri niður gömlu kjördæmin. Einnig er það viðurkennt innan stjórn- ai’flokkanna, að engar minnstu líkur væru til þess, að fólk sam- þykkti kjördæmabreytinguna ef tillagan um hana hefði verið fram borin af ópólitískum aðila. Þegar þetta er athugað verður að telja hæpið að flokksböndin reynist nægilega traust til þess að menn kjósi á móti sannfæi’ingu sinni og hagsmunum af pólitískri þægð. Una Hjaltadóttir Nokkur minningarorð Haustið 1957 sá eg Unu litlu Hjaltadóttur fyi'st, til að veita henni eftirtekt. Þá kom hún til mín í 5. bekk Barnaskóla Akur- eyrar. Eg man þessi fyrstu kynni okkar mjög vel. Hún kom inn í stofuna í fylgd með skólastjóran- um, heilsaði mér kurteislega og bi’osti sínu hógværa, fallega brosi. Hún vakti sti'ax athygli mína. Ekki var það þó fyrir það, að hún á nokkum hátt reyndi að vekja eftirtekt á sér, það gerði hún aldrei, hún reyndi aldrei að trana sér fram. Hvað var það þá, sem vakti eftirtekt mma á henni? Eg held, að það hafi verið hin látlausa, prúða framkoma hennar, sem var ekki utanaðlæi'ð, heldur hluti af henni sjálfri, hennar innra manni, því að aldrei var framkoma hennar öðruvísi þá tvo vetur, sem eg kenndi henni. Hún var að flestu leyti sérstakt barn og átti mjög þroskaða skapgerð, þó var hún bæði viðkvæm og tilfinn- ingarík. Henni lét mjög vel að skrifa stíla. Ef eg gaf börnunum frjálst val um stílsefni, valdi hún oftast söguform. Mai'gar sögurnar hennar las eg með óblandinni ánægju, því að bæði voru þær vel sagðar og í þeim kom oftast fram, hve hún átti ríka samúð með öllum smælingjum og þeim, sem eru á einhvei'n hátt afskiptir i lífinu. í vetur efndi Áfengisvarnanefnd Akureyrar til ritgerðasamkeppni í öllum deildum 6. bekkja í barnaskólunum á Akureyri. — Efnið var: Hvers vegna ber ungu fólki að forðast áfengi og tóbak? Una litla var ein þeirra, sem hlaut verðlaun fyrir ritgei'ð sína. En hún fékk aldrei þau verðlaun í hendur, því að sama daginn og verðlaununum var úthlutað í skólanum, var hún flutt fársjúk í sjúkx-ahúsið og dó þar eftir fárra daga erfiða legu. Eg las ritgerð hennar, og sér- staklega verða mér niðurlagsorð- in minnisstæð. En þar skorar hún á alla, sem útskrifast úr Bai’naskóla Akureyrar í vor, að taka þá ákvörðun að neyta hvoi'ki áfengis eða tóbaks. Þ^ssari áskorun hennar kem eg hér með á framfæi'i. Það er hennar síðasta kveðja til skóla- systkina sinna. Já, nú er þessi góða og elsku- lega stúlka dáin, aðeins tæpra 13 ára gömul. Það er ekki löng ævi, en samt skilur Una eftir sig dýpri spor en mai-gur, sem leng- ur hefur lifað. Við, sem kynnt- umst henni, gleymum henni ekki. Við geymum minninguna um hina hljóðlátu, prúðu og hjarta- góðu stúlku, sem öllum vildi gott gei'a. Um hana .eiga engir annað en góðar minningar, og þeir þó beztar, sem bezt þekktu hana. Þeii', sem skilja aðeins eftir þannig minningar, hafa ekki til einskis lifað. Bekkjai'deildin hennar úr 4. stofu Barnaskóla Akureyrar hef- ur ákveðið að stofna sjóð við skólann til minningar um hana. Skal hann heita Minningarsjóður Unu Hjaltadóttur, og er hlutverk hans það, að veita smáviðui'kenn- ingu árlega einu bai'ni úr hverri deild 6. bekkjar, sem skara fram úr í kurteisi og háttprýði. Þannig vilja þau að minning hennar lifi við skólann. Allir, sem þekktu Unu litlu, sakna hennar, en sárastur er söknuðurinn hjá nánustu ástvin- um hennar, sem hafa svo mikið misst. En, „enginn maður hefur vald yfir dauðadeginum,“ segir forn spekingur. Enginn maður er heldur megnugur að veita þeim, sém syrgja, huggun og frið. Þá eru öll okkar fallegu orð svo lítils virði. Það er aðeins Guð einn„ sem getur það. Eg vil að lokum biðja hann að senda Ijós sitt í hjörtu syrgjandi ástvinanna og kveðja þá með þessu versi Stef- áns frá Hvítadal: „Ó, Guð, án þín er létt vor list og lífið eftirsókn í vind. í trúnni á þig og kæx'leik Krists er kynslóðanna svalalind. Ó, lyftu oss yfir tap og tjón, því takmark vort er æðri sjón. Þitt ljós að handan ljóma slær. Ó, lyftu oss þínu hjarta nær.“ Guðyin Gunnlaugsson. 1. niðí hátíðahöld verkalýðsfélaganna á Akureyri: ÚTIFUNDUR VIÐ VERKALÝÐSHÚSIÐ KL. 2 E. H. Rceðumenn: Jón B. Rögnvaldsson, Hauknr Haraldsson og Guðmundur J. Guðmundsson. — Kröfuganga. Barnaskemmtun í Alþýðuhúsinu kl. 3.30 og dansleikir á sama stað að kvöldi 30. apríl og 1. maí. Styrkið byggingu félagsheimilis verkalýðsfélaganna með því að kaupa merki dagsins. Nánar í götuaugl. 1. MAÍ-NEFNDIN. ÁVARP “ frá 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri og Iðnnemafél. Akureyrar FYRSTA MAÍ NEFND verkalýðsfélaganna á Akureyrt hvetur meðlimi samtakanna og alla velunnara þeirra til þátttöku í 1. maí hátfðahöldunum, þannig að þatt verði verkalýðss.téttinni til sóma. Aðeins með slíkri þátttöku fjpldans ná hátíðahöldin þcim tilgangi sínum að sýna samtakamátt og samheldni þeirrar stéttar, sem hefur hclg aö sér daginn sem hátíðis- og baráttudag. Fyrsta maí minn- ist hún baráttu sinnar, starfs og sigra á liðnum árum, skýr- ir viðfangsefni líðandi stundar og markar djarfa og mark- vissa sókn hins vinnandi fjölda að frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi með öllum þjóðum. Við skorum á alla alþýðu þessa bæjar, að fjölmenna á útifnndinum og í kröfúgönguna, katipa og bera merki dags- ins og taka þátt í skemmtunum dagsins. Sá ágóði, sem verðttr af merkjasölunni og skemmtununum, færir okkur nær því marki, að akureyrsk alþýða cignist viðunandi liús- næði fyrir félagsstarfsemi sína. — að félagsheimili verka lýðsfélaganna rísi af grunni. Með þátttöku sinni í 1. maí hátíðahöldunum undirstrik- ar alþýðan kröfttr sínar um atvinnuöryggi, bætta lífsafkoinu og skilyrðislaust samningafrelsi verkalýðsfélaganna. Jafn- framt mótmælir hún afskiptum hins opinbera af samnings- bundnum kjörum launþeganna — eins og þeim er gerðar voru á síðastl. vetri, þegar Alþingi lækkaði stórlega um- samið kaup allra launþega í landinu með lögum. Þá ber að leggja höfuðáherzlu á fullkominn samhug allra iandsmanna í hinu mikla hagsmuna- og sjálfstæðis- máli lands og þjóðar — landhelgismálinu. Við fordæmum hið vopnaða ofheldi lirezka heimsvcldisins í íslenzkri land- helgi og stvaxandi ágengni þcirra og ögranir í garð lslend- inga, einna af þeim mörgu þjóðum, scm stækkað hafa laud- helgi sína í 12 mílur, og sem sýnilega er beilt við Islend- inga í skjóli hins mikla aflsmunar. Við heitum á stjórnar- völdin að bvika aldrei frá rétti okkar til tólf mílna fisk- veiðiiandhelgi og krefjast þess, að tafarlaust verði slitið stjórnmálasambandi við Bretland. í landhelgismálinu eiga tslendingar aðeins einn vilja. Þá vilja alþýðusamtökin enn á ný lýsa yfir, að þau tclja sjálfstæði þjóðarinnar bezt tryggt með því, að Islendingar sýni fulla djörfung í samskiptum við allar þjóðir og skipi sér við hlið hinna hlutlausu þjóða í átökum stórveldanna. Við viljum að ísland sé sjálfstætt og friðlýst land og krefj- mnst þess, að staðið verði við yfirlýsingu Alþingis frá 28. marz 1956 um brottför hersins. Alþýða Akureyrar vill fylla flokk með þeim samherjum sínum um allan heim, sem vinna að friði, farsæld og ör- yggi allra landa og þjóða. Þar á alþýða alls heimsins sam- slöðu og samleið. Lifi eining alþýðunnar! Lifi Alþýðusamband íslands! Akureyringar! Heiiir til liátíðar 1. maí! í 1. maí nefnd Frá Fulhrúaráði verkalýðsfélaganna: Jón Ingimarsson. Stefán K. Snæbjömsson. Frá Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar: Rósberg G. Snædal. Þorstcinn Jónatansson. Frá Bílstjórafélagi Akureyrar: Vilhjálmur Sigurðsson. Davíð Kristjánsson. Frá Sveinafélagi járniðnaðarmanna: Pétur Breiðfjörð. Jósef Kristjánsson. Frá Vörubílstjórafélaginu Val: Árni Stefánsson. Frá Iðju, félagi verksmiðjufólks: Ingiberg Jóhannesson. Jón Ingólfsson. Frá Sjómannafélagi Akureyrar: Tryggvi Helgason. Sigurður Rósmundsson. Frá Verkakvennafélaginu Eining: Elsa Grímsdóttir. Sigrún Finnsdóttir. Guðrún Guðvarðardóttir. Frá Vélstjórafélagi Akureyrar: Svavar Björnsson. Þórir Áskelsson. Frá Iðnnemafélagi Akureyrar: Haukur Haraldsson. Glæsilegur sigur Eyfirðinga í Drengjahlaupi Ármanns Drengjahlaup Ármanns í Reykjavík var háð sl. sunnudag. Þar sigraði Jón Gíslason frá Vallholti á Árskógsströnd með miklum yfixburðum. Annar Eyfirðingur, Birgir Marinósson, Engihlíð í sömu sveit, varð annar. Báðir kepptu piltar þessir fyrir Ungmennasambaixd Eyjafjarðar og var frammistaða þeirra með þeim ágætum, að mikla athygli vakti, sérstaklega yfirburðasigur Jóns Gíslasonai’, sem var tæpum 20 sek. fljótari en næsti maður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.