Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 29. apríl 1959 D A G U R 5 , Garðar Halldórsson, Rifkelsstöðum: „Segið þjóðinni sannleikann rr 79. gr. stjómarskrárinnar Jónas Jónsson frá Brekknakoti: Lýðræðið í liættu? hljóSar svo: „Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórn- arskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan sam- þykki fceggja þingdeilda, skal rjúfa Aiþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki báðar deildar ályktun- ina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög." Ekki ejr um það að villast, eftir lestur þessarar greinar stjórnar- skrárinnar, að til þess er Alþingi rofið, eftir að það hefur sam- þykkt breytingu á stjórnar- skránni, að þjóðinni gefist kostur á að leggja, sinn dóm á breyting- una, enda fær hún þá fyrst sitt gildi, þegar nýkosið Alþingi hef- ur samþykkt hana öðru sinni. Kosningar eftir þingrof eiga því eingöngu að snúast um stjórnarskrárbreytinguna. Hin- um almenna kjósanda ber, í það skipti, að greiða atkvæði ein- göngu eftir því, hvort liann er með eða móti fyrirhugaðri stjórnarskrárbreytingu, þ. e. hann kýs þann frambjóðanda eða frambjóðendur, sem eru skoð- anabræður hans um þetta atriði. Það er því hrein blekking og sagt mót betri vitund, þegar stuðningsmenn núverandi ríkis- stjórnar halda því fram, að væntanlegar kosningar í vor séu bara venjulegar kosningar, sem snúist um flokkapólitík og hin ýmsu dægurmál. Það er alrangt, sem Jón Pálmason sagði í út- varpsumræðum 14. þ. m. um kjördæmamálið, að kjósendur í vor gætu engu breytt um af- greiðslu þess. Kjósendurnir í vor eiga, geta og munu ráða því, hvernig fer um afgreiðslu þess. í landsfundarsetningarræðu Sjálfstæðisflokksins 11. marz sl. sagði Ólafur Thors að það ætti að „segja þjóðinni sannleikann“ og sannleikann allan, „það á að reyna að binda fyrir augu fólks- ins,“ sagði Ól. Th. Mundi þetta víst ekki vera það sem heitir að leika tveim skjöldum, eða að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri? En hvers vegna? Það kynni þó ekki að vera, að stjórnarflokk- arnir séu eitthvað pínulítið hræddir um, að kjósendurnir taki til sinna ráða um kjördæma- breytinguna, ef þeim er sagður „sannleikurinn allur“? En hver er þá sannleikurinn í þessu máli? Hver er tilgangur stjórnarflokkanna með þessari snöggsoðnu stjórnarskrárbreyt- ingu? Það er búið að ræða og rita all- mikið um málið frá báðum hlið- um, og þótt formælendur þess reyni af fremsta megni að dylja tilganginn, fela hann í moldviðri blekkinga og staðlausraa ásak- ana á Framsóknarflokkinn, þá vill nú samt svo vel til, að til- gangurinn, „sannleikurinn allur“, liggur ljóst fyrir. Formælendur breytinganna hafa í ofurkappi sínu sagt fleira en þeir vildu. Fyrir liggja „þeirra eigin orð“. í áðurnefndri landsfundarræðu sagði Ólafur Thors: ....... það sem við viljum minnka er kaup- máttur Framsóknargjaldeyrisins“ og ......leiðrétta misrétti og með því draga úr ofurvaldi Fram sóknarflokksins“. Garðar Halldórsson. í útvarpsumræðum um stjórn- arskrárbreytinguna sagði forsæt- isráðherra að Alþýðuflokkurinn vildi gera landið allt að einu kjördæmi og takmarkið væri að fækka fulltrúum Framsóknar- flokksins á þingi. Þennan sann- leika reyna þeir svo að fela í málskrúði um „réttlætismálið mikla“, það, að þéttbýlið á Suð- vesturlandi sé orðið svo afskipt um áhrifavald í þjóðfélaginu, samanborið við aðra landshluta, að vá sé fyrir dyrum, verði það ekki leiðrétt. Það munu nú raunar allir stjórnmálaflokkarnir sammála um, að rétt sé að fjölga þing- mönnum í þéttbýlinu, en það virðast ekki nema sumir flokk- anna viðurkenna þá staðreynd, að áhrifavald á Alþingi og ríkis- stjórn fæst á fleiri veg'u en í gegnum kosningarétt. Staðsetning Alþingis, ríkis- stjórnar og hér um bil allra ríkis- stofnana, svo og búseta flestra alþingismanna allt árið, og allra meðan þing stendur yfir, í Rvík, mesta þéttbýlinu, skapar því svo mikla áhrifaaðstöðu, beint og óbeint, umfram fjarlægari lands- hluta, að vart mun hægt að meta. Sannleikurinn um tilgang stjárnarskrárbreytingarinnar ligg ur fyrir samkvæmt eigin orðum forystumanna stjórnarflokkanna. Það er, að minnka áhrif Fram- sóknarflokksins. Tilgangurinn er flokkspólitískur en ekki þjóðar- umhyggja né réttlætismál. Og til þess að koma þessu „rétt- lætismáli“ fram ætla þeir að þiggja stuðning kommúnista, manna, sem Sjálfstæðismennhafa lýst með þessum orðum: ..... kommúnistar vúlja koll- varpa ríkjandi þjóðskipulagi með byltingu.“ „Kommúnistar virða að vettugi lög og rétt og mannúðarhugs- anir.“ „Að kommúnistar vilja brjóta niður efnahagsstarfsemi þjóðanna og láta sig engu varða hag al- þýðunnar." , „Kommúnistar boða frið eða stríð, hlutleysi eða varnarbanda- lag, hervæðingu eða varnarleysi, allt eftir því sem hentar hags- munum erlends herveldis á hverjum tíma.“ „Kommúnistar láta sig engu skipta þjóðleg verðmæti, frelsi eða sjálfstæði íslands.“ „Við megum ekki láta okkur nægja að vera andstæðingar kommúnista við kjörborðið, heldur verðum við að vinna gegn þeim opinberlega, á mannfund- um, í starfshópum og félögum. Við verðum að berjast við þá alltaf og alls staðar.“ Sjá: „Þeirra eigin orð“, útgef- andi Heimdallur (Félag ungra Sjálfstæðismanna) 1953. Það hallast ekki á, tilgangur stjórnarflokkanna og baráttuað- ferð. Fjölmörg félagasamtök og ein- staklingar út um land hafa látið frá sér fara mótmæli gegn fyrir- hugaðri breytingu stjórnarski'ár- innar. Meðal þeirra eru ýmsir mætir menn er ekki hafa hingað til skipað sér í fylkingu Fram- sóknarmanna. Þeir gera sér ljós- ar afleiðingar þær er verða munu fyrir landsbyggðina, ef tekst að draga úr áhrifum Fram- sóknarflokksins. Jafnvel þeir vita og viðurkenna í verki að Fram- sóknarflokkurinn er sverð og skjöldur hinna dreifðu byggða. Það er fyrir þrotlausa baráttu Framsóknarflokksins, að tekizt hefur nokkur leiðrétting á þeim aðstöðumun, sem var milli þétt- býlisins og sveitanna, og sem var á góðri leið með að leggja ýmsar sveitir í auðn, hefði ekki tekizt að spyrna við fótum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan þvælst fyrir umbótamál- um sveitanna, svo lengi sem hann hefur þorað, en síðan snúið blað- inu við og talið sig eiga upptök og allan heiður af framgangi málanna. Eru næg rök fyrir þess- um sannindum í Alþingistíðind- um og blöðum flokksins. Það yrði löng upptalning, ef nefna ætti öll slík mál, nægir að benda t. d. á héraðsskólana, jarðræktarlögin, Byggingar- og landnámssjóð, Ræktunarsjóð, afurðasölulögin 1934 og síðar lög um Framleiðslu ráð o. fl. og rafmagnsmálin. 011 þessi mál og miklu fleiri telja Sjálfstæðismenn nú, að sé þeim að þakka, þótt næg rök séu fyrir hinu gagnstæða. Slíkur hefur málflutningur Sjálfstæðismanna verið, er og mun verða. í fullu samræmi við þetta er svo málflutningur þeirra um kjördæmamálið. Þeir láta svo heita, að það sé mikið hagsmuna- mál sveitanna að það nái fram að ganga, en Framsóknarflokknum gangi ekki annað til en barátta fyrir eigin valdi, að standa gegn Framhald á 7. siðu, Frá daglegum störfum gefstl mörgum naumur tími til að lesa, og oft eru smábörn — og eldri — | að keppa við útvarpið, að láta til sín heyra. En flestir munum við þó, nú orðið, kjósendur út um hvipp og hvapp landsins, hafa komizt eitthvað á snoðir um „kjördæmamálið", — þetta mál lýðræðisins á íslandi, sem allir berjast nú fyrir: Að bjarga því, halda því, reisa það við eða vernda það! En hvernig? Hvert stefnir? Þegar eg kom heim að útvarps- umræðunum á þriðjudagskvöldið 14. apríl sl., var sjálfstæðið í há- marki, síðasti ræðumaður Sjálf- stæðismanna lét okkur vita skýrt og skorinort, að kjördæmamálið mætti nú heita afgreitt, samein- ing þeirra þriggja um það væri svo sterk og einlæg, að þar yrði engu um haggað! Við sama tón kvað svo á eftir í Morgunblaðinu og víðar. Þrátt fyrir mjög ákveð- in mótmæli hvarvetna að á land- inu, og frá ýmiss konar samtök- um úti í dreifbýlinu, skal þetta í gegn, og að sögn, án álits um vilja þjóðarinnar, þ. e. að ekki skuli um það kosið fyrst og fremst. Er þetta ekki myndin af „lýðræðinu“ sem á að koma, sem þarna er barizt fyrir? datt mér í hug. Frá Reykjavík er tilkynnt: Svona verður þetta. Við höfum talað. Þegið þið! Fornhelgi kjördæmanna. Það er oft og víða fárast yfir tali Framsóknarmanna um „forn- helgi kjördæmanna". En er slíkt nokkur fjarstæða? Er ekki hér um gamalt form að ræða, helgað af margra alda sameiginlegri bar- áttu við hvers konar erfiðleika, helgað af samstarfi sveitunga og oft mikils fjölda héraðsbúa i ýmiss konar félögum og sam- böndum. Helgað af baráttu fyrir hugsjónum, — vonbrigðum og sigrum þessara hópa, af gleði- stundum þeirra heima og heim- an, m. a. undir héraðsmerki á þúsund ára hátíð þjóðarinnar á fornhelgum þingstað hennar. Og mörg þessara kjördæma eru svo sérstæðar heildir — vegna framleiðslu, búnaðar- hátta, og möguleika í lífsbarátt- unni — og á vissan hátt sterkar heildir í ríkinu, að eðlilegt er, að sumir telji þeim heppilegra í flestum tilfellum og ákjósanlegra, að hafa sinn eigin fulltrúa á þingi þjóðarinnar, en að eiga aðgang að 5—6 fulltrúum, sem án fullrar ábyrgðar líta við og við hornauga til útkjálkakjördæmanna, og rétta þangað litla fingur, þegar hjálpar er vænst, — eða vísa til annars. — Eða myndi það heppi- legra, ef um 5 stórbú væri að ræða, að fela forsjá þeirra 5 manna hópi, er allir sjái um öll og enginn um neitt sérstakt, heldur en að velja einn mann til forsjár á hverju búi? — Og fyrir fáum árum töldu sterkir Sjálf- stæðismenn það réttilega líka lýðræði, að frá einu slíku kjör- dæmi mætti á Alþingi sá fulltrúi, er mest fylgi hlýtur við almenna þingkosningu. Því að þingmenn eru ekki valdir aðeins vegna fólksins, þjóðarinnar, heldur og landsins, framleiðslusvæðanna, auðlindanna á landi og við land- ið. Þess vegna á að hlusta á radd- ir þeirra, sem kalla utan úr kjör- dæmunum. Það lýðræði og líka skynsamlegt. Eða hvor er líklegri að sjá, hvað helzt hentar í Þingeyjarsýslu, sá sem nú er þar sýslumaður, eða hinn, sem áður var þar í því embætti, en nú um nokkur ár sterkur Reykjavíkur - Sjálfstæðismaður? Júlíus Havsteen vitnar mikið í ummæli frænda síns Hannesar Havsteens. En bæði Júlíus og hinir Sjálfstæðismennirnir, sem sífellt eru að vitna í ummæli Hannesar Havst., Jóns í Múla og Péturs á Gautlöndum, gæta þess eltki, að slíkt eru alveg haldlaus rök í þessu máli. Því að hafi þeir foringjarnir, Ólafur Thors og Bjarni Benediktss. í raun og veru skipt um skoðun í kjördæma- málinu — svo sem þeir láta — á síðustu 12—16 árum, má fullyrða, að hinir hafa gert það ekki síður á hálfri öld! Því að til þess hafa þeir margfalda ástæðu á móts við þá Ólaf og Bjarna. Og um alda- mótin síðustu kvað Hannes Hav- steen „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundum nýrra skóga.“ Já — en þetta kemur ekki af sjálfu sér, ekki með því að setjast við kjötkatlana við Faxaflóa og tala fagurt, því að — eins og H. H. segir áfram: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorð- ið, hvar, sem þér í fylking stand- ið, hvernig, sem stríðið þá og' þá er blandið það er: að elska, byggja og treysta á landið.“ Það er vissulega mögulegt að elska, byggja og treysta á landið, þótt búið sé í birtu og hlýju Reykjavíkur, en hvernig horfir þá með spádóminn um þétt- byggðar sveitir, akra, íslenzict brauð og vaxandi menningu í nýjum skógum? Myndu þeir, Hannes Havst., Jón í Múla og Pétur á Gautlöndum nú ekki hrópa — ef mættu: Snúið við! Hlustið á þá, sem enn lifa og berjast í hinum dreifðu byggð- um! En — þetta kemur bara ekki kjördæmamálinu við — munu sumir „umbótamennirnir“ segja. En það munu finnast mikil rök fyrir því, að kjördæmabreytingin, — ef til kemur, — hlýtur enn að auka á vald Reykjavíkur og skerða íhlutunarmátt dreifbýlis- búa, og afleiðingin verða augljós til óhagræðis fyrir alþjóð. (Meira síðar.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.