Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 29.04.1959, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudaginn 29. apríl 1959 Almennur áhugi fyrir byggingu íþróffa hallar á Akureyri r Frá aðalfundi Iþróttabandalags Akureyrar Kjördæmamáiið er sameiginfegt baráttumál en ekki fiokksmál Frá aðalfundi Framsóknarfél. Skriðuhrepps Aðalfundi íþróttabandalags Ak- ureyrar lauk sl. sunnudag. Þar voru fjölmörg mál, sem varða íþróttahreyfinguna, tekin til meðferðar. Stærsta málefnið, sem fundur- inn fjallaði um, var bygging íþróttahallar hér í bænum. — Margar stoðir renna undir nauð- syn þess, að hér verði byggt stort íþróttahús. íþróttamenn hafa engan stað, sem fullnægir þörf- um innanhússíþrótta og kapp- leikja, skólana á Oddeyri og Glerárhverfi vantar alla aðstöðu til íþróttaæfinga, og bæinn vant- ar tilfinnanlega húsnæði fyrir fjöldasamkomur, stórar sýningar, hljómleikahald o. fl. Stórt íþróttahús, sem væntan- lega yrði staðsett norðan íþrótta- vallarins leysti þessa þörf íþróttamanna og bæjarfélagsins. Fullkominn íþróttasalur þarf að vera 40x20 m. Tryggvi Þorsteinsson og Her- mann Stefánsson gáfu ýmsar upplýsingar um uppdrætti og til- lögur um fyrirhugaða byggingu, frá íþróttafulltrúa ríkisins, Þor- steini Einarssyni, sem þessu máli er mjög fylgjandi og upp- hafsmaður að. Aðalfundurinn var einhuga um nauðsyn málsins og að því bæri að hrinda í framkvæmd hið fyrsta. Kosnir voru 3 menn til að vinna fyrir þetta stórmál við yf- irvöld bæjarins. Skíðahótclið í Hlíðarfjalli var mjög til umræðu á aðalfundinum. Framkvæmdum þar hefur miðað mjög hægt undanfarið. Samþykkt var tillaga um að stjórn ÍBA reyndi eftir megni að styðja Ferðamálafélagið við að hefja nýja sókn í áframhaldandi fram- kvæmdum við byggingu skíða- hótelsins, svo að þar geti orðið viðunandi miðstöð vetraríþrótta Þetta segi ég nú: SÁ, sem gleymir að greiða afnotagjald af útvarpstæki sínu, eða dregur það fram yfir mánaðamótin, borgi til við- bótar 20 kr., takk! HVAÐ er 'það, sem ríkis- stofnanir mega EKKl gera sér til fjáröflunar? ALLIR Iandsmenn eru út- varpshlustendur. Gjald til út- varpsins ætti að verða nef- skattur, innheimt'ur með ein- hverjum öðrum gjöldum. Með því lagi myndi gjaldendum fjölga, og gjaldið því eigi þurfa að vera nema þriðjungur af BÚverandi upphæð. HVAÐ skyldi þurfa að kjósa marga menn til þings, til þess að fjárheimtumálum Ríkisút- varpsins verði loks komið í skynsamlcgt horf? — X. bæjarmanna innan fárra ára. En Ferðamálafélagið er, svo sem kunnugt er, í mikilli fjórþröng, og ennfremur í mikilli andlegri lægð. Hefur til dæmis ekki haft orku til að gera grein fyrir happ- drætti, sem það efndi til á sínum tíma og aldrei hefur, svo að kunnugt sé, verið dregið í. Er það mjög mikils virði fyrir fram- gang skíðahótelsíns, að íþrótta- hreyfingin í bænum skuli taka jákvæða afstöðu til þess, ef það mætti forða bænum frá þeirri hneisu, að gefist verði upp við Á tímabilinu frá 1. marz til 31. október má ekki draga fána að hún fyrr en kl. 8 árdegis, en á tímabilinu 1. nóvember til febrú- arloka ekki fyrr en kl. 9. Fáni má ekki vera uppi lengur en til sól- arlags og aldrei lengur en til kl. 8 síðdegis, nema flaggað sé á stað við útisamkomur, þá má láta fán- ann vera uppi meðan samkoman varir og bjart er. Þó ekki lengur en til miðnættis. Ef fáni er dreginn í hálfa stöng, er hann fyrst dreginn að húni, en síðan felldur svo, að 1/3 stang- arinnar sé fyrir ofan efri jaðar fánans. Við jarðarfarir á að draga fánann að húni, þegar greftrun er lokið og skal hann balkta þar til kvölds. Aldrei má draga nema einn þjóðfána í senn á sömu stöng. — Þegar fánastöng er fest í jörðu, á lengd hennar að vera fimm sinn- um breidd þess fána, sem notað- ur er. Á húsþaki á stöngin að vex-a þrisvar sinnum breidd fán- ans, en tvær og hálf fánabreidd, standi stöngin skáhallt út frá vegg eða glugga. Með fána á fastiú stöng er heilsað þannig, að hann er felld- ur hægt, en síðan dreginn hátíð- lega að húni. Með fána á burðar- stöng er heilsað þannig, að fána- hálfnað vei’k og hið fokhelda stórhýsi í Hlíðai-fjalli vei-ði eng- um að gagni. Stjórn ÍBA hefur nú til athug- unar, samkvæmt ályktun aðal- fundarins, að ráða sérstakan fx-amkvæmdastjóra fyrir banda- lagið og opna skrifstofu einhvei'ja daga í viku til að annast hina margþættu starfsemi. Aðalfundurinn vítti harðlega þá hlutdi’ægni, sem ríkjandi virt- ist vera meðal íþi'óttafréttaritara í Rvík í atkvæðagreiðslu um bezta íþróttamann ársins. En þar voru Reykvíkingar í 10 fyi-stu sætum, þrátt fyrir það að Magn- ús Guðmundsson á Akureyi'i væri tvöfaldur íslandsmeistai-i í Framhaid á 7. siðu. bei-i fellir stöngina fi-am í lái-étta stöðu. Með fána á burðai-stöng er einnig heilsað þannig, að stöngin er látin hvíla við fót og henni síðan hallað fram. Þessi kveðja er einkum notuð ef fánakveðjan varir lengi, svo sem þegar þjóð- söngvar eru leikniiv Fánadagar ei-u þessir: 1. Fæðingardagur forseta ís- lands. 2. Nýái-sdagur. 3. Föstudagurinn langi. 4. Páskadagur. 5. Sumardagurinn fyrsti. 6. 1. maí. 7. Hvítasunnudagur. 8. 17. júní. 9. 1. desembei*. 10. Jóladagui'. Þegar fáninn er dreginn að húni, ber fyrst að sjá um, að flagglínan liggi slétt og dragist auðveldlega gegnum trissuna. Þá er fáninn settur undir vinstri handlegg og bundinn við flagg- línuna. Bezt er að draga fánann upp þeim megin stangarinnar, sem undan vindi snýr, svo að hann vefjist ekki utan um hana. Þegar fáninn er kominn upp, er fyrst strengd sú línan, sem dreg- in var, en síðan hin. Rétt er að gefa flagglínunni gætur öðru Laugardaginn 28. marz sl. hélt Framsóknarfélag Skriðuhrepps aðalfund sinn. Á fundinum mætti alþingismaður Bernharð Stefáns- son og gerði ýtarlega grein fyrir stjórnarslitum í lok fyrra árs. — Einnig ræddi hann framkomnar tillögur stjórnarflokkanna um breytingar á kjördæmaskipun landsins. Til varnar lýðræði. Fundurinn leit svo á, að þótt Framsóknarflokkurinn hafi haft forystu um mótmæli gegn fram- komnum tillögum í kjördæma- málinu, ætti slíkt mál varla að teljast flokksmál, heldur sameig- inlegt baráttumál allra þeirra, er í sveitum búa, til varnar lýðræði í landinu og réttlátri dreifingu valdsins. Framsóknarflokkurinn mun flytja sínar tillögur í málinu, er Konur í Zontaklúbb Akureyr- ar varðveittu Nonnahúsið á Ak- ureyri og komu þar upp Nonna- sáfni, eins og oftlega hefur verið frá sagt. Æskuheimili Nonna, eða séra hvoru allan daginn, og herða á henni, ef hún slaknar mikið. Ef hvasst er í veðri, eða hætta á að fáninn festist á leiðinni upp, er hægt að draga hann samanbund- inn að húni. Gæta skal þess að fáninn snerti ekki jörðu þegar verið er að festa hann við fána- strenginn eða taka hann niður. Menn starfa berhöfðaðir að því að dragða upp fána og fella hann. Með fánanum er ekki skreytt, nema á virðulegum stöðum. — Hann má ekki nota í stað al- gengra hluta, svo sem glugga- tjalda eða dúka. Þegar fáni er trosnaður eða rifinn skal brenna honum, svo að dúkur hans verði aldrei notaður til annars en þess, sem hann var upphaflega ætlað- ur. Þegar íslenzki fáninn er borinn með öðrum fánum, á hann annað hvort að vera í miðju eða lengst til hægri. Sama gildir ef fánarnir eru á föstum stöngum. Ef fáninn er hengdur á vegg, skal hann liggja þar sláttur og krossmarkið annað hvort vera ofan til eða til hægri. Sé fána stillt upp við ræðustól eða borð, á hann alltaf að vera hægra megin. Séu fánarnir tveir, þá sinn til hvorrar handar. Þegar fáni er breiddur ofan á líkkistu, á krossmarkið alltaf að vera við höfðalagið. Sé skreytt með fánalitunum, á blái liturinn alltaf að vera efstur eða lengst til hægri. miðast við það, að viðhalda þeim réttindum er talin hafa verið hyrningarsteinar lýðræðis í land- inu og undirstaða að heilbrigðri skipan Alþingis. Samstaða gegn óréttindum. Ollum þeim, er í sveitum búa, ætti að vera þetta heilagt mál og telja sér skylt að svara hverri árás með órjúfandi samstöðu gegn óréttinum. Fundarmenn voru einhuga um, að efla sem mest fylgi Framsókn- arflokksins og styðja þar með að réttlátu lýðræðisskipulagi í land- inu. Stjórnin endurkjörin. Stjóm félagsins var endurkjör- in. En hana skipa: Einar Sigfús- son, Staðartungu, Guðmundur Eiðsson, Þúfnavöllum, og Þórir Valgeirsson, Auðbrekku. Jóns Sveinssonar hins víðfræga rithöfundar og góða íslendings, er þannig forðað frá gleymsku og algerri niðurníðslu. Nonnahúsið var opnað á ný á sunnudaginn og mun það fram- vegis verða opið á sunnudögum kl. 2.30—4 e. h. Þar eru meðal annars allar þær bækur Nonna, sem þýddar hafa verið á íslenzku, ennfremur út- gáfur bóka hans á 21 tungumáli. En alls eru Nonnabækurnar komnar út á 30 tungumálum, sem útgáfufyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir, og þar að auki er vitað um fleiri aðila, sem þýtt hafa og gefið út þessar heimsþekktu bækur. Þá hefur safninu borizt fjöldi mynda og teikninga og auk þess margir góðir gripir, sendibréf, málverk o. fl. — Síðar mun svo koma brjóstmynd af séra Jóni Sveinssyni úr eir. Hefur henni verið ætlaður sérstakur staður í suðurstofunni fyrir miðjum vegg. Það vekur sérstakar kenndir að ganga um lágar en viðkunn- anlegar stofur í hinu litla húsi við Aðalstræti, þar sem séra Jón Sveinsson dvaldi nokkur æskuár sín, áður en hann lagði undir sig lönd og álfur með sínum alkunna snilldarpenna. Trúlegt er, að ferðamenn, bæði innlendir og erlendir, muni í vaxandi mæli leggja leið sína í Nonnahúsið. Þá komast menn í nokkra snertingu við hinn af- kastamikla rithöfund, sem hefur sagt fleiri mönnum ævintýri frá sögueyjunni í norðri en nokkur annar. Lokun sölubúða Athygli skal vakin á því. að sölubúðum bæjarins verður lokað kl. 12 á hádegi 1. maí. — Sömuleiðis á laugardögum í suniar. Sjóður fil minningar um Hauk Snorrason rifstjóra Nokkrir norðlenzkir vinir Hauks heitins Snorrasonar ritstjóra hafa ákveðið að stofna minningarsjóð er beri nafn hans. Sjóður þessi styðji íslenzka blaðamenn á þann hátt, seni nánar verður ákveðið í skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Sömu aðilar höfðu áður ákveðið að heiðra minningu hins mæta manns á annan hátt, en horfið var frá því í samráði við ástvini hans. Þeir, sem óska að heiðra minningu Hauks Snorrasonar með því að efla sjóð þann, sem fyrirhugað er að stofnaður verði 10. maí, á andlátsdegi hans, vinsamlega snúi sér til Júlíusar Jónssonar banka- stjóra Útvegsbankans á Akureyri eða Erlings Davíðssonar ritstjóra Dags, Akureyri, sem veita gjöfum móttöku. Hin almenna nofkun íslenzka fánans Islenzki fáninn er tákn þjóðarinnar og helgidómur, sem allir eiga að sýna tilhlýðilega virðingu. Vegna ókunnugleika á reglum um meðferð hans er hann stundum notaður á óviðeigandi hátt. Fólki til leiðbeiningar um notkun fánans þykir rétt að benda á eftirfarandi: Nonnahúsið opnað á ný sl. sunnud. í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.