Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 7
Laugardaginn 30. maí 1959 D A G U R 7 BJORN STEFANSSON: Hvers á Norðurlandsslldin é gjalda? Senn líður að síldarve'rtíð — þessum áhættusama atvinnuvegi, sem jafnframt óvissunni ber í sér svo mikla vinningsmöguleika, að íslenzka þjóðin hefur ekki efni á öðru en að búa sig árlega sem bezt. undir síldarútgerð. Síldarútvegurinn er ekki veiga lítill þáttur í atvinnulífi þjóðar- innar. Einn velheppnaður síld- veiðidagur getur fært þjóðarbú- inu margra milljóna króna verð- mæti. En því miður hafa vel- heppnuðu veiðidagarnir orðið fá- ir síðustu 12 til 15 árin. Síldar- aflamagn síðastliðins sumars nam t.. d. ekki nema 1/3 af aflamagni ársins 1944, sem telja verður síð- asta verulega síldarsumarið. En jafnvel hin lélega síldveiði síð- astliðins sumars — nemur að verðmæti nokkuð á annað hundrað milljónir króna, svo að auðsætt er að þjóðarbúið getur munað um minna — og býsna varhugavert að gefast upp við að gera út á síld, þó að reiknað sé með „að síldin bregðist“ — eins cg yfirleitt hefur verið talið mörg síðustu árin. ' En það er nauðsynlegt að læra af reynslunni — og hafandi í huga hið litla síldarmagn og fáu veiðidaga mörg síðustu árin — virðist eðlilegt að rekna með líku ástandi eitthvað áfram — það er minna síldarmagni og langsóttari en áður var — og áætlanir og að- gerðir í síldprútvegsmálum, hljóta að eiga að mótast af ryenslu síðustu ára. Utgerðarmenn hafa reynt að mæta vandanum með betri skipakosti, og mun betri veiðar- færum og leitartækjum en áður þekktust. Þessi viðleitni hefur ef- laust haft töluygrð. áhrif til að halda, í horfinu þessu seinni ára aflamagni — og verður ekki um sakast að útgerðarmenn hafi ekki gert sitt bezta til að afla — þó að aflamagnið hafi ekki nægt til að fleyta meiri hluta . síldveiðiskip- anna yfir hallarekstur mörg síð- ustu árin. Undantekningar eru auðvitað örfáar afburða aflaskipa, sem jafnan hafa borið sig, en við slík verður ekki miðað þegar tekið er tUljt .til heildarinnar. Líka sögu mun að segja.af sílqj- arvinnslustöðvunum í landi — síldarverksmiðjunum og síldar- söltunarstöðvunum, sem miklu fleiri árin hin síðari hafa verið reknar með tapi. En sífelldur hallarekstur eins af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar er óhugsandi — og verður því að leita að orsökum tapsins — og úrbótum. Hlýtur það að vera verkefni ríkisvaldsins og ráðandi stofnana að stöðva hallann.. En það virðist varð verða gert á annan hátt en þann, að auka verðmæti þess síldarafla, sem á land berst hverju sinni. Þegar mjög nýtur atvinnuveg- ur stendur mjög höllum fæti, hlýtur það að vera lágmarkskrafa til stjórnarvaldanna, að verð- lagning eða skráning á gengi framleiðslu hans sé ekki neðan við eðlileg takmörk — eða að minnsta kosti ekki lakari en ann- arrar útflutningsframleiðslu. En það furðulega er, að um mörg undanfarin ár hefur bein- línis verið níðst á útflutnings- framleiðslu Norðurlandssíldar- innar. Síldarafurðir mun hafa verið sú útflutningsframleiðsla, sem allra síðast hlaut útflutn- ingsframleiðsla, sem allra síðast hlaut útflutningsuppbætur. Og sem dæmi um skilnings- leysi og lítilsvirðingu, ekki aðeins ríkisvaldsins, heldur og almenn- ings á þýðingu síldarútvegsins — má geta þess, að þegar fyrst var ákveðið að greiða útflutnings- uppbætur á síldarafurðir, sem að vísu voru miklu lægri en á aðrar sjávarafurðir — þá var algengt að sagt væri manna á milli, bæði í gamni og alvöru, að það væri nú gagn að ekki yrði verulegt síldveiðisumar, svo að ríkissjóður og þjóðin færi ekki bókstaflega á hausinn. Er það auðvitað stór- kostlegt alvörumál út af fyrir sig, að margt fólk í þessu landi skuli trúa slíkri fyrru, að þjóðin geti tapað á mikilli framleiðslu á eft- irsóttum útflutníngsvörum — og þar með ekki gera sér neina grein fyrir á hverju þjóðin lifir. Með setningu útfíutningssjóðs- laganna á sl. ári, var þess vænst, og reyndar talið lögunum rétti- lega til gildis, að aðstöðumunur útflutnings-framleiðslugreinanna yrði leiðréttur frá eldra uppbót- arkerfinu — þannig að hver út- flutningsgrein nyti síns . raun- verulega verðs. En þá gerðist það furðulega, að enn þá var níðst á Norðurlands- síldinni — og svo slórkostlega, að þegar útflutningsuppbætur á flestar fiskafurðir, og þar á meðal síld veidda úti fyrir Suður- og Vesturlandi, var ákveðin 80%, þá skyldu 55% vera nægilegar út- flutningsuppbætur á afurðir síldar, sem veiddist fyrir Norð- urlandi. Auk þess sem ráðstöfun þessi virðist reikningslega van- hugsuð meðan meiri hluti síldar- útgerðar á Norðurlandi er rekin með tapi — þá er hér um svo freklegt ranglæti að ræða — og misrétti milli landshluta — að ]jví verður ekki trúað, að löggjafar- samkoma þjóðarinnar leiðrétti ekki þegar á þessu þingi þá fjar- stæðu, að greiða 1/3 lægri út- flutningsuppbætur á síld veidda úti fyrir Norður- og Austurlandi, en greitt er á sömu vörutegund fangaða út af hinum fjórðungun- um. Hvenær myndi t. d. bændum hafa dottið í hug, að skrá verð á smjöri eða kindakjöti framleiddu í Eyjafirði 20% lægra en á sömu vöru í Árnessýslu — til þess að dæmí sé nefnt. En þó að sú sjálfsagða leiðrétt- ing verði gerð þegar, að afurðir Norðurlandssíldarinnar verði skráðar á sama gengi og aðrar útflutningsafurðir, þá er og hitt jafn mikils um vert,, að gera sem mest verðmæti úr síldaraflanum sem fæst hverju sinni. Gjörnýt- ing síldaraflans er það mark, sem keppa verður að. í því sambandi má minna á stórmerkilegt frum- varp Karls Kristjánssinar alþing- ismanns — um niðurlagningu og vinnslu síldarinnar hér heima, sem hlýtur að verða aðkallandi verkefni næstu missera. En jafnvel þó að miðað sé við þá frumstæðu aðferð, að flytja síldina út lítt unna, en saltaða eða frysta til manneldis í stað þess að setja hana í bræðslu — þá er munurinn á verðmætum geysilegur. Til skýringar má geta þess, að síldveiðiskip með þrjú þúsund tunnu veiði, miðað við verðlag síðastliðins sumars, fékk yfir 200 þúsund krónum verð fyrir aflann, með því að hann væri saltaður en lagður upp í bræðslu. Á 250 þúsund tunnum, sem saltaðar voru á sl. sumri, er verðmunur til útgerðarinnar því yfir 50 milljónir króna, miðað við að það aflamagn hefði allt farið í bræðslu, og mismunur á útflutn- ingsverðmætum þó miklu meiri. Er því auðsætt, að rnikils er um vert, að sem mest af síldaraflan- um sé selt og verkað í salt. Því miður er ekki öll síld, sem á land berst söltunarhæf. Síld til mann- eldis er viðkvæm vara — og slæm meðíerð getur gert gott hráefni ónothæft til söltunar. — Það er mál útgerðarmanna og sjómanna að gæta þar eigin hagsmuna með útbúnað báta og alla meðferð síldarinnar. Þá þar úrvals-saltsíld að hafa allt að 20% fitumagn. Hefur mikið á vantað mörg hin síðari ár, að Norðurlandssíldin öll hafi náð því fitumagni. En fleira er ætt en úrvalssíldin — og ýms- ar þjóðir vilja kaupa síld með lægra fitumagni, en þá fyrir eitt- hvað lægra Verð. Er ljóst, þegar hugleitt er, hversu miklu munar á verði saltsíldar og bræðslusíld- ar, að mjög þýðingarmikið er að fryggja sölu á síld með lægra fitumagni en krafizt er á úrvals- síld. Með öðrum orðum, saltsíld- ina þarf að selja í tveim eða þrem flokkum eftir gæðum. Hefur það lengi gilt um flestar fisktegundir að selja þær í fleirum en einum gæðaflokki — og ætti slíkt ekki síður að vera nauðsynlegt með síldina, sem í því sem öðru er breytileg — og sum árin reynist svo blönduð og fitulítil, að nær ekkert yrði saltað, ef ekki væri markaður fyrir nema úrvalssíld- ina. Á síðustu árum hafa opnast möguleikar á sölu á töluverðu magni af fiski til Austur-Þýzka- lands — þar á meðal saltsíld 14 til 18% feitri. Er mikils vert að síldin fái að sitja í fyrirúmi fyrir þeim markaði á meðan freðfisk- urinn er víða seljanlegur. Sem fullkomnust nýting síld- araflans, sem á land berst hverju sinni, og algert jafnrétti Norður- landssíldarinnar við aðra útflutn- ingsframleiðslu, er mál, sem enga bið þolir. Það er stórt hagsmuna- mál, ekki aðeins Norðlendinga og Austfirðinga, heldur og allrar þjóðarinnar. Þau þjóðarauðæfi, að landið liggur að einum beztu sildarmið- um í veröldinni — á ekki að lít- ilsvirða með hugsunarleysi — heldur búa þannig að síldarút- veginum að hann megi sem ljós- ast sýna hvaða þýðingu hann getur haft á batnandi þjóðarhag. Fyrsta keppnin á árinu var háð 10. maí sl. Var það 18 holu for- gjafarkeppni. Þessi fyrsta keppni ársins gefur góðar vonir um ár- angra í sumar. Virðast menn vera betri nú í fyrravor. Keppni þessi var afar hörð, og mátti ekki á milli sjá, hver sigra myndi. Oddur hafði tekið foryst- una eftir fyrri hring, en Gestur fylgdi fast á eftir, aðeins einu höggi verri. En í síðustu holun- um hefur Oddi hlekkzt eitthvað á, því að Gestur sigraði örugg- lega. Urslit urðu þessi: Gestur Magnússon 69 högg, Jóhann Þorkelsson 73, Hermann Ingimarsson 76. Hvítasunnukeppni var háð á annan í hvítasunnu í góðu veðri. Leiknar voru 18 holur með fullri íorgjöf. Þá keppni vann Gestur einnig. Lék hann af miklu öryggi eins og í hinni fyrri, en Ingólfur Þormóðsson veitti honum harða Hinn árlcgi kirkjugöngudagur Kvenfélagsins Hlífar er á sunnu- daginn kemur. Konur, göngum saman í kirkju og minnumst sumarstarfsins í Pálmholti. At- hugið breyttan messutíma. Karlakór Akureyrar. Áríðandi fundur og æfing í Lóni næstk. þriðjudag kl. 8.30 e. h. Mætið vel. Stjórnin. Guðmundur Halldórsson mál- ari á Akureyri varð sjötugur sl. miðvikudag, 27. þ. m. — Blaðið sendir honum beztu afmælis- kveðjur. Sláttur fer að hefjast Ef svo heldur sem horfir mun sláttur hefjast snemma í næsta mánu:ði. Sprettan hefur verið ör og tíð óvenju hlý og hagstæð að undanförnu, þótt jörð sé nú orðin of þurr. Leikið og suugið í gærkveldi í gærkveldi mun hafa farið fram sýning á sjónleiknum „All- ir synir mínir“, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir hér um þessar mundir og án efa mun vekja eft- irtekt. Þá söng Ámi Jónsson með undirleik Fritz Weisshappel á vegum Tónlistarfélags Akureyr- ar. Æskulýðsblaðið Æskulýðsblaðið, 1. hefti XI. árg., er nýkomið út. Efni: Unga fólkið í fréttunum. Frásaga frá segir frá Kongó. Hvernig ver reykvísk æska tómstundum sín- um (myndir). Biblían og þú. Smásögur, skrýtlur. í heftinu byrjar myndasaga um hinn mikla mannvin og kristniboða Albert Schweitzer. Ennfremur eru minn ingarorð um Stefán Hólm, sem var afgreiðslumaður blaðsins í Hrísey, keppni fram að síðustu holu. Úr- slit urðu þessi: Gestur Magnússon 70 högg, Ingólfur Þormóðsson 71, Sigurð- ur Gestsson 74. Áhugi er nú rnikill meðal kylf- inga fyrir keppnum þeim, sem í hönd fara. Um sl. helgi fór fram 18 holu forgjafaikeppni og hófst kl. 1.30 e. h. Veður var mjög gott til keppni og árangur góður. Sigurvegari varð ungur og efnilegur golfleikari, Sigurður Gestsson, en hann er aðeins 15 ára gamall og er þegar búinn að ná góðum tökum á golfinu. Sig- urður er sonur Gests Magnús- sonar, sem hefur mikið látið að sér kveða undanfarið með því að sigra í tveim fyrstu keppnunum í ár og náð prýðis árangri. Úrslit urðu þessi: 1. Sigurður Gestsson 73 högg 2. Gunnar Konráðss. 74 hcgg 3. Herm. Ingimarss. 77 högg Hjúskapur. Laugardaginn 23. mai voru gefin saman í hjóna- band af séra Jakob Jónssyni ungfrú Elsa H. Oskarsdóttir, Bragagötu 24, Reykjavík, og Jón Ragnar Björgvinsson, garðrykju- fræðingur, Hlíðargötu 3, Akur- eyri. Nonnahúsið verður opið fram- vegis á sunnudögum kl. 2.30— 4 e. h. Halldór Friðjónsson látinn Halldór Friðjónsson, einn af hinum kunnu Sandsbræðrum, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu hér í bæ á sunnudaginn var. — Hann var 77 ára að aldri. Hann var einn af merkari borgurum bæjarins um fjölda ára, tók mik- £ inn þátt í félagsmálum, var blaðamaður og baráttumaður fyrir bættum kjörum verkalýðs- ins, og hann var til margra trún- aðarstarfa kvaddur sökum hæfi- leika sinna og dugnaðar. - Réttindi kvenna ... Framhald af 4. siðn. Mörg kvenfélög hafa slegið því föstu, að ein af aðalástæðunum fyr- ir því, að konum gcngur illa að kontast í beztu stöður, sé sú, að karl- menn geti ekki hugsað sér að hafa konu fyrir húsbónda. Aðeins á pappirnum. Skýrslan um hlutskipti kvenlög- fræðinga í heiminum er Ityggð á upplýsingum frá ríkisstjórnum 35 landa og allmörgum félögum og stofnunum. Það kenmr greinilega í skýrslunum, að rnjög víða hefur tekizt að fá viðurkennd rétt- indi kvenna á borð við karla, það er að segja á pappírnum. En það er ekki alltaf það santa í framkvæmd- inni. En það er cins og segir í skýrslu frá írlandi, að það er ekki ávallt hægt að benda á* hvað það er, scm er að, eða livers vegna kven- lögfræðingar éiga örðugt uppdrátt- ar. F.nn ríkir sú skoðun víða, að konan cigi að.sinna heinþlinu ein- gqngu og ekk.i öðru. Aðrar .mótbár- ur heyrast, sem flestar eru skálka- skjól, er að er gætt, slegið fram vcgna ]>ess, að karlmcnn geta ekki fellt sig við að konur stundi lög- fræðistörf, því að það sé karlmanns- verk. Svo cr bent á, að ekki sé allt körl- um einum að kenna, heldur eigi konur sinn þátt í erfiðleikunum sjálfar. Margar konur nemi liig- fræði til þess eins að fá próf og án þess að hala nokkru sinni ætlað sér að stunda lögfræðistörf í alvöru. Aðrir kvenlögfræðingar komast að því, að það cr ekki hægt að þjóna tveimur herrunt, lögfræðinni og fjölskyldunni. Fátt er svo med öllu illt. .. Ekki er ástandið í þessum eínum alls staðar jafn slæmt og hér liefur verið lýst. í skýrslum lrá nokkrum löndum er þess getið, að kvenliig- fræðingar séu stöðugt að ryðja sér til rúrns og álits. FRÁ GOLFKLÚBBNUM Jk----L Ólympíumeistaranum Eric Lidd- ell. Felix Ólafsson kristniboði ljós í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.