Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 10. júní 1959 D A G U R 7 Heimssítóf sfúdenfa í Vínarborg SJÖUNDA heimsmót æsku og stúd- enta vcrður haldið í Vínarborg dag- ana 26. jr'ilí—4. ágúst í sumar. Mótið munu sækja um 17.000 æskufólks lrá um 130 löndum, þ. e. nálega öll- um þjóðlöndum lieims. Mótið er undirhúið og skipulagt af fjöl- mennri alþjóðlegri undirbúnings- nefnd, sem starfað heíur í Vínar- borg allt síðastliðið ár. A mótinu koma lram skemmtiat- riði frá hverri þátttökuþjóð, og reynir hver hópur einkum að sýna hið helzta, sem telja míí sérkenn- andi fyrir sitt land. Þar má sjá og heyra argentinska þjóðdansa, amer- íska negrasöngva, skozkan sekkja- pípuleik, rússneskan ballett, kín- verskan drekadans, indverska leik- hópa, arabiska kvennabúrsdansa, elddansa frá Mið-Afríku og ótal- margt fleira. Haídnir verða fundir flestra hugs anlegra áhugahópa og starfsstétta tir öllum heimi, þar sem sækjast sér unt líkir hvaðanæva. Þar fer fram alþjóðleg samkeppni ungra listamanna í vfir tuttugu list- greinum, og má því heyra og sjá marga af fremstu vngri listamönn- um heims t. d. í einsöng, píanóleik, fiðluleik, klarínettleik, gítarleik og jafnvel harmonikuleik, í ballett, lát- bragðsleik o. m. fl. Sérstök dóm- nefnd er fyrir hvérja listgrein, og munu eiga sæti í þeim ýmsir fræg- ustu listamenn heimsins, svo sem Tito Schipa og Paul Robson fyrir einsöngskeppnina og sjálf frægasta dansmær heimsins, Galina Ulanova lyrir ballettinn. Sérstök stúdentadagskrá er á mót- inu. Þar á tneðal verður alþjóðlegur stúdentaklúbbur allt mótið, og geta stúdentar þar hitt kollega sína frá flestum löndúm hcims. Á móflnii verður auk þess alþjóð- leg Iistsvning»;.ljósmyndasýning, írí- merkjasýning, kvikmyndahátíð og svo íramvegis. Örlagastund Á ÖRLAGARÍK.UM augnablikum hefur þjóðin tekið fram fyrir hend- urnar á stjórnarflokkunum og jafn- vel Alþingi. Aðeins einn maður úr sambands- nefndinni, Skúli Thoroddsen, var á móti uppkastinu 1908. Meiri hluti þings stóð að baki því. En hvernig fór. Þjóðin felldi frumvarpið svo rækilega við næstu Alþingiskosning- ar, að fjölmargir rótgrónir þing- mcnn kolféllu. Þá muna menn, hvernig foringjar stærstu stjórnmálaflokkanna ætluðu að velja þjóðinni forseta sem eftir- mann Sveins heitins Rjiirnssonar. En hvernig fór það? Þjóðin tók í taumana og kaus annan mann. Nú hefur meiri hluti Alþingis samþykkt að leggja k jördæmin utan Reykjavíkur niður. Með því á að rýra vald héraðanna, en fyrst að taka af þeim réttinn til að senda sérstaka fulltrúa á þing. Nú reynir á manndóm fólksins í dreifbýlinu. Það er að því vegið. En fylgi það skoðunum sínum og hrindi af sér þessari atlögu, er því sómi að. Það kcmur í ljós á kjördegi, 28. júní, livort þjóðin vill samþykkja kjördæmabreytinguna, efla Reykja- víkurvaldið að stórum mun á kostn- að dreifbýlisins eða íella afnám göntlu kjördæmanna, eins og upp- kastið 1908 og pólitíska loráetaelnið við síðasta forsetakjör. Skyldi maður eiga að trúa því, að maður hafi ekki lengur aðra sannfæringu en flokkssannfæringu? DAGUR kemur næst út miðviku daginn 17. júní. Margir stórir og frægir sirkýisar: verða á mótinu með aflraunamönn- um, loftfimleikum, töframönnum og öðru slíku. Síðast en ckki síztTrer að nefna hina miklu í])róttalt?tka, sem fram fara í sambandi við mótið og sumir nefna aðalæfingu ungra íþróttamanna fyrir Ólympíuleikiuia í Róm. Þar munu ýmsir frægjjustir íþróttamenn heimsins keppa. íslendingum er heimilt að senda 80 manns til mótsins, og er ölliwn á aldrinum 15—35 ára heimil bjýtt- taka. Þegar hafa borizt 65 umsóknir. IsJen/ka undirbúningsnefndin er skipuð fulltrúum frá eftirtöldúm samtökum: &*>**»* Félagi ísl. myndlistarmanua,' Fél. róttækra stúdenta, Iðnnemasam- bándi íslands, Gh'mudeild UMFR, Æskulýðsfylkingunni. Auk þess eiga sæti í nefndiK'ni aenedikt Gunnarsson listmálan, t,r- lingur Gíslason leikari og Haukúr Morthens söngvari. Farið verður utan með Gullfossi 18. júlí til Kaupmannahafnar og þaðan með járnbrautarlest yfir Þýzkaland og Tékkoslóvakíu ~ til Vínar. Þátttökugjald fyrir íslénd- inga er kr. 7.500.00, miðað viíLað farið sé með Gullfossi báðar leiðir. Umsóknir um þátttöku skal senda til skrifstofu íslenzku tuídir- búningsnefndarinnar, Bn'ittugiúTl '3 A, Reykjavík, sími 1-55-86, eða í pósthólf 238, Reykjavík. Nonnahúsið verðúr opið fram- vegis á sunnudögum kl. 2.30— 4 e. h. ................. NÝJA-BÍÓ i Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 e | FOLIES BERGERE | É Bráðskemmtileg ný, frönsk [ É litmynd, með hinum fræga i | Eddie Constantine 1 I („Lemmy"), i j Myndin gerist á hinum fræga i I skemmtistað „Folies Bergere“ i f í París. I lAðalhlutverk: i i Eddie Constantine, 1 Zizi Jeanmarie, i Í Nadia Gray. = i Sýningar föstudag kl. 9, laug- i i ardag kl. 5 og 9, sunnudag i É kl. 5 og 9. Í Sunnudag kl. 3: | KÁTIR KARLAR | (Teiknimy ndir.) | í næstu viku: ! Sumar og sól í Tyrol [ É Bráðskemmtileg og fjörug, é Í þýzk söngva- og gamanmynd i | í litum og Cinenrascop. — i É Myndin er tekin í hinum und- É Í urfögru hlíðum Tyrolsku Alp- i I anna. | ÍAðalhlutverk: í Gerhard Rierdmann, i Í Hans Moser, i Doris Kirchner. < É imililiiiiiiltlllllliiilii Bændur hart leikuir BÆNDUR landsins fundu fljótlega hvað að þeini sneri af liendi stjórn- arvaldanna, þegar núvérandi ríkis- stjórn svipti þá hluta af réttmætum tekjum sínum, samanb. 3.3% í verðlagsgrundvellinum. Þeir fundu það ekki síður, þegar stjórnin hóf hinar skefjalausu niðurgreiðslur landbúnaðarvara, sem valda því, að bændur sitja við annað pg verra borð en neytendur í kaupstiiðum. Þetta má öllum vera ljóst, ef þeir athuga, hvað mjólkurlítrinn -og kjötkílóið kostar 'í búðum og bera verðið saman við verðlagsgrundvöll- inn. Mismunurinn er talinn nema 14—15 millj. kr., og þessar tvær kjaraskerðingar samtals uin eða yíir 20 milljónir. En sumum hændum finnst þó bót í máli að Morgunblaðið lét orð falla á þá leið eftir þessar aðfarir, að það, þ. e. íhaldið, rétti bændun- um bróðurhönd og bað um aukið fylgi í sveitunum, svo að hin vin- samlega stefna flokksins gæti komið enn greinilegar í ljós. Fáir bændur munu taka í óhreina hönd íhaldsins í kosningunum 28. júní næstk. Þeir, sem enn cru í ein- hverjum efa um, hvern kjósa skuli, geta þá einnig minnzt þess, að þeir eru hreinlega sviknir um raforku- .frarnkvæmdir, innflutningur búvéla riiinnkaður; og svo öfan á allt þetta talið til stórrá vandræða ög þjóðfé- lagsvandræði, að framleitt er örlítið meira af mjólk og kjiiti en jijóðin þarf til viðurværis í góðærum. En umframframleiðsluna, kúfinn, þarf samfélagið að verðbæta, cins og aðr- ar útfluttar afurðir. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Guðfræðistúdentarnir Rafn Hjaltalín og Bolli Gústafsson munu annast messugjörðina. Sumarbúðir að Lönguniýri í Skagafirði. Ákveðið hefur verið að sumarbúðirnar að Löngumýri starfi í sumar sem undanfarið. — Verða þar fjögur námskeið, sem hér segir: Þann 27. júní til 10. júlí, drengir 8—11 ára. — Þann 13. júlí til 26. júlí, drengir tíu ára og eldri. — Þann 28. júlí til 10. ágúst, telpur 8—11 ára. — Þann 11. ágúst til 24. ágúst, telpur 10 ára og eldri. — Dvalarkostnaður er ákveðinn kr. 450.00 fyrir hvert námskeið. — Þátttakendum verður gefinn kostur á föndri, leikjum, sundi og öðrum íþrótt- um, ferðalagi um Skagafjörð auk annars, sem gert er til ánægju og skemmtunar í sumar- búðum. — Sóknarprestar taka á móti umsóknum. Skyggnilýsingar hefur frú Lára Ágústsdóttir í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 14. þ. m. kl. 4 e. h. Húsið opnað kl. 3.30. Handavinnusýning nemenda Húsmæðraskólans á Laugalandi verður laugardaginn 13. júní frá kl. 1—10 e. h. Iljóanefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðmunda Guðmundsdóttir, verzlunarmær, og Arnvid Hansen, starfsmaður hjá Mólkursamlagi KEA. Hjúskapur. Sunnudaginn 7. júní sl .voru gefin saman í hióna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Ingigerður Guðmundsdóttir, Grenivöllum 20, Akureyri, og Gunnar Sigmar Eðvaldsson, skipasmíðanemi frá Siglufirði. — Heimili þeirra verður að Greni- völlum 20. — Sama dag voru einnig gefin saman í Akureyrar- kirkju ungfrú Linda Kristjáns- dóttir frá Thorshavn og Björgvin Þorvaldsson, sjómaður, Hafnar- stræti 86, Akureyri. — Heimili þeirra verður í Hafnarstræti 86, Akureyri. I. O. G. T. Templarar! Há- templar kemur til Akureyrar n.k. mánulag. Er þess vænst, að sem flestir templarar mæti við Aðal- stræti 46 (Friðbjarnarhús) um kl. 9 síðdegis þann dag, þar sem afhjúpuð verður minningartafla. Eftir það verður móttökuhóf að Hótel Varðborg. Til Mývatns— sveitar verður farið daginn eftir. Þeir sem óska að taka þátt í þeirri ferð láti vita að Hótel Varðborg á mánudagskvöld. FYRIR OPNUM TjÖLDUM „Samvinnustefnan kom fram sem fullmótuð verzlunarhreyf- ing fyrir rúmum 100 árum. Ný viðhorf og sjónarmið bar hún í skauti sínu. Meðal þeirra var hinn opni verzlunarrekstur, sem svo mætti nefna. Allir máttu vera með og gerasí þátttak- endur. Engurn var burtu bolað vegna skoðana eða þjóðfélags- aðstöðu. Heiðarleiki og samvizkusemi var gert að kjörorði og einkunn. Dul engin skyldi hvíla yfir verzlunarrekstrinum eins og löngum hafði verið éinkemii þessa atvinnuvegar og er enn í höndum einkarekstursins. Unnið var fyrir opnum tjöldum." (Guðmundur Sveinsson.) Skrifsfofa Framsóknarflokksins í Hafnarsfræti 95. Opin kl. 10-10 minnir fólk á að athuga, hvort það sé á kjörskrá. Afrit af kjörskrá fyrir Ákureyri og Eyjafjarðarsýsln liggur frammi á skrifstofunni. — Vinsamlegast gcrið viðvart, cf þið hafið upplýsingar, sem að gagni mega verða fyrir kosningaundirbúninginn. Látið skrifstofunni í té vitneskju um fólk, sem líklegt er að verði fjarverandi á kjördegi. SÍMARNIR ERU 1443 og 2406 Heimasími Ingvars Gíslasonar er 1746. ... og þá loksins brosti hann. ísienzkir fanar þrjár stærðir. SAUMASTOFA GEFJUNAR Rddhústorgi 7. Bifreið til sölu AIERCURY ’47 til sölu. - Uppl. í Hólabraut 20 (að norðan) eftir kl. 8 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.