Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 10. júní 1959 Ymis fíSindi úr nágrannabyggðum Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga REYNIHLÍÐ, 8. júní. - Hdr var kuldastormur og krapahríð í gær. Jörðin var orðin íalleg og vel gróin. Hjónin Kristján Helgason og Soifía Jónsdóttir á Skútustöðum, áttu gullbrúðkaup í gær. Þau buðu ölhun Mývetningum heim til sín þann dag, jteim er þiggja vildu. Var mannmargt á Skútustöðum þennan dag og mikill gleðskapur, og voru hjónin heiðruð af sveitungum sín- um á margan hátt. Kristján og Soff- ía hafa búið á Skútustöðum síðan 1930 og búa enn. Búið er að vinna fjögur greni í ror og einn minkur var drepinn um daginn. Sauðburður gekk ágætlega, og var víða mikil frjósemi. A. m. k. sex ær voru fjórlembdar og margar þrílembdar. — Veiði ltefur verið sæmileg í vatninu. HRÍSEY, 8. júní. — Hér var bæði hvasst, kalt og úrhellisrigning í gær, á sjómannadaginn. Menn létu fara vel um sig innan dyra, því að segja má, að ekki væri hundi út sigandi. Þó brugðu margir sér á ball um kvöldið. Nýlega landaði Sigurður Bjarna- son 200 tn hér og Snæfell 50 tn. Atvinna hefur verið mjög mikil Og langtum meiri en í fyrra, enda talsvert mikill fiskur borizt á land. í vor keypti Sæmundur Stefáns- son, kaupmaður í Reykjavík, Yzta- bæ í Hrísey og hyggst klaéða landið skógi. Er það mikil og djörf áætlun eins manns og hin ágætasta fyrir- ætlun. ÓFEIGSSTÖÐUM, 8. júní. - Héð- an er fátt að frétta nema illt hret í gær með feikna mikilli rigningu, svo að lækir urðu að ám og snjó festi ttm stund. Nýlega er látin að Halldórsstöð- um í Bárðardal Halldóra Kristjáns- dóttir frá Geirbjarnarstöðum, kona á níræðisaldri. Hún var ein af hin- um kunnu Birningsstaðasystkinum. Mikið var um að vera á afmæli Jóns bónda í Yztafelli 4. þ. m. Fjöl- margir heimsóttu hann, færðu hon- um gjafir og fluttu honum þakkir. Vart hefur orðið minkaslóða við Djúpána, og verður leit hafin eins fljótt og við vcrður komið. Vorið var eitt hið bezta, er elztu menn muna. Ekki blotnaði hár á lambi áður en hretið gerði. Þar sent túnskákir voru friðaðar, er orðið allvel sprottið, og verður brátt hægt að fara að slá, ef tíð verður sæmileg. Trúlofanir eru engar það ég man. Slæðingur er af tófu. Eitt greni er unnið. RAUFARHÖFN, 8. júní. - Hér á Raufarhöfn snýst nú allt um vænt- anlega síld, eins og venja er til um þetta leyti. Verða 8—9 síldarsöltun- arstöðvar starfræktar hér í sumar, og er undirbúningur fyrir alllöngu byrjaður við þær. Við s/Idarverksmiðjuna er vcrið að byggja soðkjarnaverksmiðju, til að nýta betur síldarafurðirnar cn hægt hefur verið til þessa. Síldar- skipin mun yfirleitt hafa verið ætl- t»win að yrðu tilbúin til veiða með fyrra uióti í ár. Laugamótið. Þátttakendur í Laugamótinu eru beðnir að at- huga, að lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju kl. 1 e. h. á laugardag, og þarf því að mæta við kirkjuna með farangur 15 Mnínútum fyrir kl. 1. Verið er að endurnýja rafkerfi bæjarins, og er sú franikvæmd á vegum Rafveitu ríkisins. LÓMATJÖRN, 8. júní. - Gott út- lit er með sprettuna og betra en oftast áður. Séra Þorvarður Þormar, sóknar- prestur, hefur sagt af sér prestskap vegna vanheilsu. Um brauðið sækja prestarnir sr. Birgir Snæbjörnsson, Æsustöðum, og sr. Jöhannes Pálma- son á Stað í Súgandafirði. Prests- kosning fer fram þann 21. þ. m. Síðustu fréttir BLAÐIÐ hringdi í nokkra frétta- menn sína í morgun og fékk þá eftirfarandi fréttir: í Ólafsfirði var stórhríð frá því um hádegi á sunnudag og ]>ar til í gær, að upp birti. Þar er kominn töluvert mikill snjór. I kaupstaðn- um er snjórinn hnédjúpur. l'é bæj- armanna var komið á fjall og var verið að smala því í hríðinni og flytja heim á bílum. Hætt er við'að eitthvað hafi fennt. Bændur höfðu að því leyti betri aðstöðu, að hjá þeim var féð styttra undan og auð- veldara að koma því í hús. — Mikill snjór var og iill skip í höfn. Mörg skip eru tilbúin á síldveiðar. Fréttaritari blaðsins á Fosshóli segir svo frá, að þar hafi ekki fest snjó. Hins vegar hafi mikið snjóað fram í Bárðardal en misjafnt. Var þannig snjéilaust á Mýri, en fé fennti eitthvað í Svartárkoti. Ein ær fannst þar t. d. í snjó. Stóð höfuð hennar aðeins upp úr, þegar að var koniið. Ærin var tvilembd, og stóðu bæði lömbin hjá henni og voru lif- andi, þótt fennt væru. Svo bar við að Fellsenda nýlega, UM SÍÐUSTU helgi var nýr bátur frá Akureyri seldur til Flateyjar. Bát þennan smíðaði Guðmundur Bjarnason skipasmíðameistari, og er það fyrsti bátur lians. Hann gerði einnig teikninguna. Vélin er Petter dieselvél, 52 lia. Raflýsingu annað- ist Rafsegull h.f., en Vélsra. Oddi setti vélina niður. Báturion er bú- að Haraldur bóndi skaut tófu út um þvottahúsgluggann. Tófan var að leita sér ætis í rusli þar skammt frá. Sigurður grenjaskytta á Landa- móti var að hyggja að gretijum um daginn. Gekk hann þá fram á ný- gotna læðu milli steina. Urðu þar stuttar kveður, en refurinn slapp. Fréttaritari blaðsins í Haganesvík segir, að þar sé nokkur snjór, fé liafi verið komið tij fjalla og hætt sé við, að eitthvað hafi fennt. Siglufjarðarskarð lokaðist kl. 3 á sunnudaginn. Enn sitja fastir bílar, sem þar voru á ferðinni um það leyti. Byrjað er að ryðja veginn, og er búizt við að vegurinn verði opn- aður á föstudaginn. Drangur fór síðustu fiir sína að þessu sinni 27. maí, en fyrsti blllinn fór um Skarðið 28. maí, og er það óvenjulega snemmt. En eins og margir vita, hættir póstbáturinn að koma hér, um leið og vegurinn opn- ast til Siglufjarðar, sagði fréttaritar- inn. Nýlega er komið hingað timbur- skip og sementsskip. Fermd vortt á sunnudaginn í Barðskirkju tíu börn. Jarðarför hjónanna, sem fórust í flugslysinu fyrir skömmu, Bjargar Sveinsdóttur og Jóns Guðnasonar frá Heiði, fór frarn frá Hofskirkju á Höjðaströnd að viðstöddu fjöl- menni 4. júní sl. í Fnjóskadal kom dálítill snjór, og var þar vonzkuveður. Ekki er vitað um tjón þar af völdum veð- ursins. Vaðlaheiði varð ófær. A Árskógsströnd snjóaði nokkuð. Margt af fénu var kontið til afrétt- ar, og vita menn ekkert um afdrif þess ennþá. Skeð getur, að eitthvað hafi fennt, þótt ekki sé um það kunnugt ennþá. inn venjulegum siglinga- og öryggis- tækjum. Eigendur bátsins, sem heitir Sig- urbjrirg, eru þrír bræður úr Flatey, Jóhannes Jóhannesson, Hallur Jó- hannesson og Guðlaugur Jóhannes- son. Fjórði eigandinn er Björgvin l’álmason. Verð lains uýja báts or uru 406 Aðalfundur K. Þ. var haldinn 5. og 6. þ. m. Sátu hann 96 full- trúar frá 10 félagsdeildum auk stjórnar, framkvæmdastjóra, endurskoðenda og nokkurra gesta. Karl Kristjánsson, formaður félagsstjórnar flutti skýrslu stjórnarinnar. Helztu fram- kvæmdir: Bygging verzlunarúti- bús í Mývatnssveit og fiskverk- unarhúss á Tjörnesi. Gengið frá kaupum á nýjum vélum til mjólkurvinnslu. Fest kaup á eignum Pöntunarfélagsins. Þá var nýtízku bókhaldi komið á. Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri las reik-ninga og rakti störf liðins árs. Heildarsala félagsins varð 63,5 millj. króna og hafði aukizt um 11,5 millj. króna. Nær helmingur upphæðarinnar var fyrir sölu í búðum félagsins en hitt sala framleiðsluvara. Sameinaðir sjóðir félagsins námu í árslok um 3 millj. króna. Stofnsjóður félagsmanna var 8,4 millj. króna. Rekstur allra fyrirtækja fé- lagsins hafði gengið áfallalaust. Samþykkt var að endurgreiða í dag er síðasta undirbúningi lokið um borð í Ester hér á höfninni. En hún var tekin á leigu sem skólaskip. Fyrsti hóp- ur hinna verðandi sjómanna, sem jafnframt eru fyrstu hásetar fyrsta skólaskipsins á Akureyri, átti margar ferðir um borð og tilhlökkun og eftirvænting spegl- aðist á hverju andliti. Skipið á að leggja af stað á miðin í kvöld. Skipstjóri er Finnur Daníels- son, stýrimaður Sigurður Rós- mundsson, vélstjórar þeir Guð- mundur Amtonsson og Sigmund- þús. kr. með öllum útbúnaði. Sigur- björg er 10 brúttólestir að stærð og sýnist vandlega smíðuð og traust- byggð. Guðmundur Bjarnason hefur nú lokið sntíði á öðrum dekkbáti 5 lesta og er hann seldur til Siglu- fjarðar og fer þangað, þegar vélin hefur verið sett niður. félagsmönnum hálfa milljón af endurgreiðsluskyldri vöruúttekt, 6%, sem að hálfu er fært í við- skiptareikninga en að hálfu í stofnsjóð félagsmanna. Menningarsjóður K. Þ. úthlut- aði kr. 20 þús. til ýmsra menn- ingarmála í héraðinu, svo sem til sýslubókasafns vegna útgáfu bókaskrár, héraðssambandsins, búnaðarsambandsins vegna út- gáfu héraðssögu, til skógræktar, til myndamótasteypu við Héraðs- skólann að Laugum. Ennfremur til félagsheimilis á Tjörnesi og til Konráðs Vilhjálmssonar fræði- manns, án umsóknar. Ákveðið var að byggja nýtt sláturhús, sem tekið gæti á móti 2 þús. fjár á dag. Þetta hús verð- ur byggt sunnan við kaupstað- inn. Karl Kristjánsson átti að ganga úr stjórn félagsins, en var endurkosinn. Páll Jónsson kennari að Laug- um var beðinn að rita sögu söng- mála og tónlistarstarfsemi. Hann flutti erindi um þetta efni á fundinum. Gamanmál voru flutt í fundar- lok. ur Sigmundsson, en matsveinn Sveinbjörn Eiríksson. Mynd af sjómönnunum, sem tekin var síðdegis í gær, varð of síðbúin til prentunar, en verður birt síðar. Blessunaróskir bæjarbúa fylgja skipi og áhöfn. Hagrannsóknarnefnd skipuð SAMKVÆMT ályktun Alþingis 20. febrúar 1959 hefur fjármálaráð- herra skipað eftirtalda menn i ncfnd til að gera tillögur um skipu- lagningu hagrannsókna á vegum hins opinbera: Dr. Benjamín Eiríksson, eftir til- nefningu Framkvæmdabanka ís- lands, dr. Jóhannes Nordal, eftir til- nefningu Landsb. íslands, Klemens Trvggvasoii, hagstofustjóri, eftir til- nefningu Hagstofu íslands, Óíaf Björnsson, prófessor, eftir tilnefn- ingu laga- og viðskiptadeildar Há- skóla íslands, og Sigtrygg Klemens- son ráðuneytisstjóra, ;'u tilnefning- ar. Mætið á íþróttavöllinn Nú stendur yfir íþróttavika frjálsíþróttamanna (frá 8.—15. júní). íþróttamenn! Mætið á íþróttavellinum kl. 6—7.30 e. h. næstu daga. Síldarskipin bíða í hverri norðlenzkri höfn liggja síldarskipin tilbúin til veiða. Flestir hafa lagt áherzlu á að vera snemma viðbúnir komu síldarinnar á miðin fyrir Norður- landi. Framboðsfundir í Eyjafjarðarsýslu verða sem hér segir: Ólafsfirði þriðjudaginn 16. júní kl. 8.30 e. h. — Hrísey fimmtudaginn 18. júní kl. 8.30 e. h. — Dalvík föstudaginn 19. júní kl. 8.30 e. h. — Reistará laugardaginn 20. júní kl. 2 e. h. — Laugarborg, Hrafnagilshreppi, mánu- daginn 22. júní kl. 1.30 e. h. FRAMBJÓÐENDURNIR. Skólaskipíð Esfer lagði úr höfn Fimm fullorðnir og 16 unglingar um borð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.