Dagur - 13.06.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 13.06.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R KOSNINGARABB Hver verður dómur kjósenda? Sjálfstæðismenn vilja SEM MINNST ræða um kjördæma málið, sem þó er aðalmálið, sem kosið er um í næstu kesningum. Þeir segja flokks- mönnum sínum, að kjör- dæmabreytingin sé ÚT- KLJÁÐ MÁL, þrír flokkar hafi staðið að breytingartil- lögunum á síðasta þingi, og því sé til einskis að berjast gegn breytingunum. En þessi málflutningur er þó hin versta blekking. Kjör- dæmabreytingin er ekki út- kljáð mál fyrr en KJÓSEND- UR hafa kveðið upp sinn dóm í málinu. Það eru KJÓSEND- UR, sem hafa dómsvaldið í höndum, og verði breytingar á skipun næsta Alþingis, frá því sem var í vetur, hlýtur málið að vera fallið. r Urslitin velta á af- stöðu kjósenda Ef næsta Alþingi SAM- ÞYKKIR EKKI breytinguna, verða kjördæmatillögur Sjálf- stæðismanna og kommúnista ekki að lögum. Þetta skyldu þeir kjósendur athuga, sem andvígir eru kjördæmabreyt- ingunni. Þeir Akureyringar sem vilja halda sínu kjör- dæmi áfram, ættu að hug- leiða, AÐ ENN ER TlMI TIL STEFNU FYRIR ÞÁ AÐ RÁÐA MIKLU UM FRAM- GANG ÞESSA MÁLS með því að haga svo kosningu sinni í suniar, að enginn þeirra frambjóðenda, sem vilja leggja kjördæmið niður, komist að. Vilja kjósendur leggja Akureyrar- kjördæmi niður? Þrír af frambjóðendum á Akureyri koma nú fram fyrir kjósendur og biðja þá að kjósa sig TIL ÞESS AÐ LEGGJA AKUREYRI NIÐ- UR sem sérstakt kjördæmi. — Frambjóðandi SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKSINS vill leggja kjördæmið niður, frambjóð- andi ALÞÝÐUFLOKKSINS vill lcggja Akureyri niður sem kjördæmi og frambjóð- andi ALÞÝÐUBANDALAGS INS vill einnig leggja kjör- dæmið niður. En spumingin er þessi: Vilja gamlir kjósendur þess- ara manna láta leggja Akur- cyri niður sem kjördæmi? Léðu kjósendur Jónasar Rafn ars honum fylgi sitt til þess að vinna að því máli? Gáfu kjósendur Friðjóns Skarphéð- inssonar honum umboð til þess að leggjaAkureyrarkjör- dæmi niður? Og eru allir fylgismenn Bjöms Jónssonar honum sammála um nauðsyn þcss vað þurrka höfuðstað Norðurlands út úr tölu sjálf- stæðra kjördæma? Óánægja meðal Akureyringa Það þarf ekki mikinn kunn- ugleika hér i Akureyrarbæ til þess að verða var mikillar óá- nægju með meðferð kjör- dæmamálsins i höndum þrí- flokkanna. Einkum mun Sjálf stæðismönnum ofbjóða aðferð flokksforystu sinnar. Yfir- gnæfandi meirihluti Sjálf- stæðismanna er í hjarta sínu algerlega andvígur þeirri kjördæmaskipan, sem fyrir- hugað er að koma á, og það kom þv íeins og reiðarslag yfir alla Sjálfstæðismenn, þegar INNSTI IIRINGUR flokksins í Reykjavík ákvað að beita sér fyrir kjördæma- breytingu í þeim anda, sem boðað er og kosið verður um í sumar. Stefnubreyting Sjálfstæðisflokksins Kunnugt var, að Sjálfstæð- ismenn höfðu yfirleitt hallazt að eimjienningskjördæmum, og var Bjarni Benediktsson aðalfyrirsvarsmaður þeirra, sem héldu þeim fram, og taldi þeim flest til gildis. Þá var það víðfrægt, og liefur rifjast upp fyrir mönnum á undanförnum mánuðum, að Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti yfir því MEÐ SÉRSTÖKUM ÞUNGA í umræðum á Alþingi árið 1942, að Sjálfstæðisflokkurinn gengi ALDREI að þeirri lausn kjördæmamálsins, að leggja niður gömlu kjördæmin og taka upp hlutfallskosningar í stórum kjördæmum. Þcssum yfirlýsingum flokksforyst- unnar treystu heiðvirðir Sjálf stæðismenn, og eru því næsta illa undir það búnir að gefa samþykki sitt við svo stór- kostlegri STEFNUBREYT- INGU, sem felst í þeim kjör- dæmatillögum, sem Sjálf- stæðisforystan í Reykjavík hefur knúið þingmenn flokks- ins til fylgis við. Vilja drepa málinu á dreif Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa vissulega orðið varir við óánægju flokks- inanna sinna út af stefnunni í kjördæmamálinu. Helzta að- ferð þeirra hefur því verið að þumbast og láta sem minnst á málinu bera, samanber ræðu Bjarna Ben. í Nýja-Bíó í fyrradag, en þyrla í þess stað upp moldviðri í sambandi við önnur óskyld mál, til þess að drepa á dreif allri gagnrýni á AÐALKOSNINGAMÁLIÐ. Sjálfstæðismenn hafa skotið sér undan að rökræða kjör- dæmamálið, af því að þeir vita sem er, að þeir standa al- gerlega höllum fæti gagnvart hinum þungvægu rökum, sem Framsóknarmenn og aðrir andstæðingar kjördæmabylt- ingarinnar færa fram máli sínu til stuðnings. Þeim er Ijóst, að stefna Framsóknar- manna í kjördæmamálinu Á FYLGI LANGT INN I RAÐ- IR ANNARRA FLOKKA, ckki sízt Sjálfstæðisflokksins, og það eru fleiri en Fram- sóknarmenn, sem telja það óráð að leggja niður öll kjör- dæmi nema Reykjavík. Allur þorri akureyrskra kjósenda er í raun og veru ósammála þeirri stefnu að leggja Akur- eyrarkjördæmi niður. ÞAÐ ÞARF EKKI FRAMSÓKN- ARMENN TIL ÞESS AÐ HAFA Á IMÓTI SLÍKRI BYLTINGU. Vitanlega vilja Akureyringar veg og virðingu staðarins sem mesta, og gildir einu hvaða flokk þeir liafa stutt til þessa í alþingis- eða bæjarstjórnarkosningum. Kjördæmamálið á að vera hafið yfir flokkaríg Að sjálfsögðu eru margir kjósendur hér í bæ, sem ekki telja sig eiga samleið með F ramsóknarf lok knum í a 1 m e n n.u m þjóð- málum. Við því er ekkert að segja. Þar sem skoðanafrelsi rík- ir, er ekkert eðlilegra en að menn greini á um leiðir í stjórnmál- um og að menn skipi sér þar í stjórnmála- flokk, sem þeir telja að hagsmunum sínum sé bezt borgið. En það eru líka til mál, sem svo eru vax- in, að þau eru tæplega til þess fallin að vera einhliða stefnumál á- kveðins flokks. Þó að það sé staðreynd nú, að Framsóknarflokk- urinn stendur einn íslenzkra stjórnmála- flokka einhuga og ó- klofinn um afstöðuna til kjördæmabylting- arinnar, þá ætla Fram- sóknarmenn sér ekki þá dul, að menn í öðr- um flokkum eia[i ekki samleið með þeim í málinu. í raun og veru er kjördæmamál- ið sem slíkt hafið yfir Framhald d 7. síðu. Laugardaginn 13. júní 195$ Frá Gagnfræðaskóla Ákureyrar Á fimmta Iiundrað nemendur voru í skólanum í vetur - Skólanum sagt upp 2. júní sl. Gagnfræðaskóla Akureyrar var sagt upp mánudaginn 2. júní sl., kl. 5 síðdegis. Jóhann Frímann skólastjóri á- varpaði viðstadda og flutti síðan ylirlit um störf skólans a liðnum vetri, skýrði frá úrslitum prófa og afhenti' hrautskráðum gagnfræðing- um prófskírteini. Alls voru innritaðir í skólann á sl. vetri 414 nemendur í 17 bekkjar- deildum, 11 bóknámsdeildum og 6 verknámsdeildum. Kennarar voru alls 26, 18 fastráðnir og 8 stunda- kennarar. Gagnfræðaprófi 4. bekkj- ar luku 49 nemendur, 35 úr bók- námsdeild og 14 úr verknáms- deid. Landspróf miðskóla þreyttu 25 nemendur. Hæstu einkunn jiar hlaut Valdemar Ragnarsson, I. 8.48. Hæstu einkunn í skóla á vorprófi hfaut Álfhildur Pálsdóttir í 1. bekk, I. 8.92. Bókaverðfaun fyrir umsjónarstörf og dugnað í námi hlutu jressir nem- endur: Sveinn Jónsson, umsjónarmaður skóla, úr IV. bekk. Ragnar Sigurðsson úr IV. bekk. Helga Lára Hólm úr IV. bekk. Hjalti K. Steinþórsson úr III. b. Gagnfræðingar frá skólanum vorið 1953 færðu skólanum að gjöf fagra mynd með áletruðum silfur- skildi af látnum bekkjarfélaga sín- tim, Sveini heitnum Eirikssyni flug- manni, en jreir li.'ifa áður stofnað minningarsjóð um hann við skól- ann. Þá skýrði skólastjóri frá að nemendur hefðu safnað innan skól- ans nokkurri fjárupphæð lil Fclags lamaðra og fatlaðra hér í bænum, og yrði upphæðin afhent félaginu innan fárra daga. Þegar skólastjóri hafði afhent skírteini og verðlaunabækur, ílutii liann hinum nýju gagnfræðingum ágætt ávarp og sagði síðan skóla slitið. Áskell Jónsson stýrði söng við at- höfnina, sem var öll hin hátíðleg- asta. Ilér fara á eftir einkunnir við gagnfræðapróf í Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1959: Bóknámsdeild: Anna M. Björnsdóttir I. 7.35 Anna M. Sigurgeirsdóttir II. 6Í55 Axel Guðmundsson 11. 6.34 Árni Tómasson II. 6.62 Ásgerður Snorradóttir II. 7.07 Bergþóra Gústafsdóttir II. 7.09 Edda G. Bolladóttir I. 7.84 Elinborg Ingólfsdóttir 11. 6.14 Guðmundur Finnsson II. 6.66 GUðmundur S. Bergsson III. 5.59 Guðný Stefánsdóttir I. 7.34 Halla Þorvaldsdóttir II. 7.02 Hallfríður Tryggvadóttir II. 7.09 Hallgrímur Jónsson II. 6.68 Haukur H. Ingólfsson I. 8.49 Hákon Eiríksson II. 7.17 Helga Lára Hólm I. 8.20 Ilermann Larscn II. 6.54 ívar Sigmundsson I. 7.34 Jón Ævar Ásgrímsson II. 7.17 Jónas Stefánsson 11. 6.97 Jónas V. Torfason II. 6.94 Július Björnsson II. 7.02 Kristín Jónsdóttir III. 5.67 Kristín Kristjánsdóttir II. 6.73 Margrct H. Kristinsdóttir 11. 7.10 Margrét S. Kristjánsdóttir II. 6.95 María Sveinbjörnsdóttir II. 7.02 Níels B. Jónsson 11. 7.23 Ragnar Sigurðsson I. 7.60 Sigurður EI. Jónsson 11. 6.99 Stefán Tryggvason II. 7.05 Sveinn Jónsson 11. 6.67 Tómas B. Böðvarsson II. 6.48 Þorgerður Jörundsdóttir II. 7.00 V erknámsdeild: Auður Magnúsdóttir 11. 6.68 Birgir H. Þórhallsson II. 6.51 Fríða Aðalsteinsdóttir II. 7.06 Gunnar Jónsson I. 7.42 Hans N. Hansen I. 7.38 Helga S. Karlsdóttir 11. 6.77 Helgi B. Þórisson III. 5.75 Hildur Eiðsdóttir I. 7.46 Kristín Pétursdóttir III. 5.51 Pétur H. Sigurðsson 11. 6.22 Reynir Björgvinsson III. 5.56 Sigríður Gunnarsdóttir I. 7.32 Svala Eiðsdóttir I. 7.59 Svava Gunnarsdóttir II. 6.00 Hin þögla andstaða Bjarni Benediktsson o. fl. boð- uðu til fundar á Akureyri í fyrrakvöld. Þeim fundi lauk seint á ellefta tímanum. Enginn kvaddi sér hljóðs að ræðum frummælenda loknum og sýnir það eðlilegá deyfð Sjálfstæðis- manna. Þríflokkarnir mæta hvarvetná beinni andúð og þögulli and-í stöðu, enda sekir fundnir í aug- um fjöldans, bæði flpkksmanna sinna og annarra. Ráðherrafundur á Ak. I kvöld ætla 3 ráðlierrar Al- þýðuflokksins að rcyna að sann- færa Alþýðuflokksmcnn á Akur- eyri um ágæti þess að svipta kaupstaðinn sérstökum fulltrú- um á Alþingi og rcyna að sætta þá við, að fyrirliugað Norður- landskjördæmi cr ætlað cinum þingmanna færri en réttlátt er, miðað við önnur kjördæmi. Þetta hefur dómsmálaráðherra opin- berlega viðurkennt, en kcnnt kommum um! Vesalings kratarnir! Hræðsla kratanna við algera útþurrkun í kosningunum vex með degi hverjum. Ekki cr annað sýnna en að livcr einn og einasti frambjóðandi flokks ins falli við kosningarnar. — Emil forsætisráðhcrra er spáð falli, Áki hefur enga sigur- möguleika á Siglufirði eftir útreið flokksins í bæjar- stjórnarkosningunum, Friðjón dómsmálaráðherra fær þessi 500 krataatkvæði, sem teljast mega nokkuð „stabíl“ á Ak- ureyri, Steindór lætur hafa sig til vonlauss framboðs á ísafirði, hinu forna vígi Finns Jónssonar, og Bragi á að fiska þær kratasálir í Eyjafirði, sem kusu Magnús síðast. Eina von kratanna er, að Reykjavíkur- íhaldið skipuleggi lið til þess að kjósa A-listann og fleyia einum krata inn í þingið. En heldur er þetta veik von.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.