Dagur - 13.06.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 13.06.1959, Blaðsíða 8
8 Bagur Laugardaginn 13. júní 1959 Eru húsmæðrðfundimir æskilegir? Eyfirzkar konur svara þessari spurningu Samvinnumenn hafa öðru hvoru gengizt fyrir húsmæðrafundum víðs vegar um land. Fyrir skömmu voru nokkrir slík- ir haldnir liér á Akureyri og í nokkrum nágrannasveitum. Ungfrú Olga Ágústsdóttir, sem dvalið hefur í Svíþjóð og sérstaklega hefur kynnt sér matreiðslu og fræðslustarfsemi meðal kvenna, stjórnaði þessum fundum. Eftir því sem blaðið veit bezt voru þessir fundir svo vinsælir og svo ágætlega sóttir, að athugandi sýnist vera, að halda þeim áfram. En í því efni er að sjálfsögðu bezt að heyra hvað konurnar sjálfar liafa nm þetta að segja. í því skyni sneri blaðið sér til þeirra kvenna, sem hér á eftir segja álit sitt um húsmæðrafundi. En samkvæmt ummælum þeirra og margra annarra, vill blaðið beina þeirri ósk til Fræðsludeildar SÍS og kaupfélaganna, að framhald verði á húsmæðrafundunum. Hér koma svo svörin í jreirri röð, sem þau bár- ust skrifstofunni, við spurningun- um: Eru húsmæðrafundir æskilegir? Hafið þér tillögur um fræðslu eða annað í sambandi við Jrá? Frú Ingibjörg Bjarnadóttir á Núpufelli í Eyjafirði segir: „Húsfreyjustarfið er erfitt og stundum þreytandi. Húsfreyjan verður að kunna skil á svo mörgu og verkefni ern nærri óteljandi. Matreiðsla, upp- eldi barna og saumaskapur og þvottur og ræst- ing, og svo má lengi telja. Auk þess fer veruleg- ur hluti af tekj- um heimilisins i gegnum hendur húsfreyjunnar. Þess vegna tel ég húsmæðrafundi Þetta segi ég nú: ÞEGAR núverandi forseti Islands var kosinn, sællar minningar, komu um það fyr- irskipanir frá forustumönnum þriggja stjórnmálaflokka í Reykjavík, hvern kjósa skyldi. MIKILL hluti kjósenda gerði uppreist gegn foringj- unum. Kjósendur höfðu ekki beðið um fyrirmælin að sunn- an, og þeir hlýddu ekki í blindni. Þá riðluðust fylk- ingar. NÚ er líkt á komið. Forvíg- ismenn þriggja stjórnmála- flokka láta út ganga boð frá höfuðstaðnum: Kjósið gegn sjálfum ykkur, svo að hægt sé að leggja niður kjördæmin ykkar! ÞEGAR sjást þess glögg merki, að margir ætla að óhlýðnast. Foringjar íReykja- vík þyrftu sem oftast að koni- ast að raun uin, að kjósendur séu hugsandi verur, sem ekki hlýði í blindni öllum fyrir- skipunum að sunnan. — X. og aðra húsmæðrafræðslu æskilega. Þeir eru kærkomin tilbreyting, skemmtun og fræðsla, því þegar við hlustum á sérmenntaðar konur halda fvrirlestur eða hafa sýni- kennslu á Jjví, sem við höfum með höndum alla daga, fer aldrei hjá Jjví að við getum tileinkað okkur nýjungar sem fram koma og lagfært eitt og annað, sem betur má fara. Tilhögunin. Já, ég hef bara ver- ið á einum slíkum fundi, mér lík- aði hann vel — ágætlega. Eg hef séð í blöðunum að fleira hefur verið á dagskrá en matur, svo sem meðferð og notkun llutterik- sniða. Kannske við gætum fengið eitthvað af því líka, því klæðagerð er snar þáttur í starfi hverrar konu, sem börn á að minnsta kosti. Ann- ars langar mig til að nota tækifærið og |>akka þessa viðleitni til að létta okkur baráttuna og allar )>ær kon- ur sem ég hef átt tal við, ljúka upp einum munni um J>að, að óskandi væri að ]>essum fundum yrði haldið áfram.“ Frú C-uðbjörg Bjarnadóttir, Ak- ureyri, segir: „Auðvitað tel ég J>á mjög æski- lega, ef þeir heppnast vel. En til Launagreiðslur prent- smiðja hækkuðu um 7% Prentaraverkfallið leystist fyrir milligöngu sáttasemjara sl. ]>riðju- dag. Fundur prentara samþykkti með 109 atkv. gegn 57 að ganga að tilboði atvinnurckenda um stofnun lifeyrissjóðs og aukin laugardagsfri. Samkvæmt þessum samningunr greiða atvinnurekend- ur 6% af launum prentara í líf- eyrissjóð og prentarar fá fjóra laugardaga frá hádegi til við- bótar þeim laugardagsfríum, sem fyrir voru. Samsvarar það um 1% launahækkun. — Útgjaldaukning prentsmiðja vegna þessara samn- inga er um 7% áf launum og kem- ur í sama stað niður og bein 7% launahækkun, að þvi er snertir hækkun tilkostnaðar við prentun. Sókn snerist í vörn Á miðvikudaginn héldu íhalds- menn fund á Sauðárkróki og höfðu tvo frummælendur, Sigurð Bjarnason og séra Gunnar Gísla- son. Sókn snerist í vörn í höndum íhaldsins og kenndi hver öðruin um að fundi loknum. Ósigri íhaldsins á þessum fundi til afsökunar, má geta þess, að það hefur mjög erfiða aðstöðu til rökræðna um þjóðniálin vegna hins veika málstaðar. þess að svo verði þarf fræðslan að fela i sér ein- hverjar nýjung- ar, eitthvað ut- an við þetta góða garnla, sem allar húsmæður kunna og er að- aluppistaðan í þessum mat- reiðslubókum, sem til eru í hverju eldhúsi. Svo finnst n>ér nauðsynlegt, að efnið í matinn sé miðað við íslenzkar fæðutegundir eða önnur matvæli, sem fást hér í búðum á skaplegu verði. Ef þessa er gætt, efa ég ekki, að svona fund- ir eru ágætir. Þá má ekki gleyma því, að það er alltaf gaman fyrir okkur húsmæðurnar að koma sam- an, rabba yfir kaffibolla og smakka á gómsætum kökum eða öðrum rétt- um, sem við höfum ekki sjálíar þurft að stríða við að matbúa. Eg hygg, að við húsmæður, vær- um þakklátar fyrir alla fræðslu, sem stuðlar að því að auka hæfni okk- ar og getu. Það yrði langur listi, ef allt yrði talið, en ég get nefnt, auk fræðslunnar um mat og sauma: Allt sem snertir hirðingu og fegrun heimilisins, utan húss og innan, t.d. val og hirðing áklæða og teppa, hús- gögn og fyrirkomulag þeirra i stofu, smekklegar skreytingar á borðum og veggjum, ræktun matjurta og skrautjurta, skipulag og hirðing lóða og garða o. s. frv. Þá mundi ekki saka að fá fræðslu um hirð- ingu og meðíerð heimilisvéla. Þá kæmi til greina fræðsla og kynning á ýmsu föndri og fögrum hlutum, sem geta verið til fegurðar og yndis. Varðandi skemmtiatriðin veit ég færra. En góður söngur og falleg tónlist er ævinlega þegin með þökk- um. Ýmis konar sýningar mætti einnig telja til skemmtiatriðanna. Þá mundu húsmæður varla slá hend inni á móti góðum bíltúr upp á Vaðlaheiðarbrún um Jónsmessu- leyti til þess að horfa á miðnætur- sólina. Við erum nú alltaf svo rómó.“ Frú Kristin Benediktsdóttir, Ak.: „Fræðslufundir, eins og þeir, sem haldnir voru síðastl. vetur á vegum KEA fyrir húsfreyjur, tel ég mj<>g góða. Þeir eru í senn tilbreyting í önn hversdags- lífsins og færa okkur áþreifan- lega nýjungar í matargerð. Með því að sjá rétt- ina sjálfa, heyra um tilbúning þeirra og bragða á þeim, eins og gert var á þeim fundi, er ég sat, skapast meiri áhugi fyrir því að reyna þá, heldur en aðeins að fá einhvern bækling í hendur, líta að- eins lauslega yfir hann og síðan ekki söguna meir. Framhald d 7. siðu. Framboðsfundir í Eyjafjarðarsýslu verða sem hér segir: Ólafsfirði þriðjudaginn 16. júní kl. 8.30 e .li. Hrísey fimmtudaginn 18. júní kl. 8.30 e. h. Dalvík föstudaginn 19. júní kl. 8.30 e. h. Reistará laugardaginn 20. júní kl. 2 e. h. FRAMBJÓÐENDURNIR. Fundur í Eyjafirði, inraan Akureyrar, verða auglýstir síðar. Ihaldsblööm rökþrota í kjördæmamálmu: Segja, að Framsóknarmenn íýsi jarðýfunni sem óvini sveifanna! Aðalritstjóranum tókst að gera sig að viðundri ÁÐUR en hann konr til Akureyrar Sívaxandi andstaða mikils fjölda manna úr öllum flokk- um gegn kjördæmaílani Sjálf- stæðísforingjanna, kommúnista og Alþýðuflokksins veldur þessum forsvarsmönnum kjör- dæmabyltingarinnar sívaxandi hugarvíli. Eftir prentaraverk- fallið er skapvonzkunöldur íhaldsblaðanna orðið að geð- vonzkukasti, sem glögglega birtist alþjóð á síðum Morgun- blaðsins í fyrradag. Miðvikudagurinn var erfiður fyrir aðalritstjórann í Morgun- blaðshöllinni. Daginn eftir átti hann að skreppa til Akureyrar og segja Akureyringum, að þeir ættu að kjósa þingmanninn, sem vildi leggja niður bæinn sem kjördæmi og í forsíðugrein Morgunblaðsins átti hann að telja þjóðinni trú um, að engir nema Framsóknarmenn berðust á móti kjördæmabreytingumii. Og nú voru góð ráð dýr. í grein í Kjördæmablaðinu eftir Ulf Ragnarsson, lækni í Jarðvta — óvinar swUanna! Það er svo eitt glc-ggsta dazmiö urn glórulaust oístæki Framsókn- prinanna um þessar mundir. áð fsíðasta töiublað aukaútgáfu Tim- ans, sem kom út 2. júrú sL lýsir jaxðýtunni, stórvírkasta ræktun- arUc.ki c.g vegagerðarvél, sem þjóöin beiur eignazt, sem óvini sveitanna! „Má engu þyrma á þessaiý jarðýtuoid". ... Þannig hefst ein forsíðu^rein .Jfjörda.-mablaðsins'' þriðjðdag- finn 2. júnL Jarðýtan er þannig í augum f'ramsókjia rmaima orð'- inn að óvætt, sem „engu þyrtu- ir", hvorki þúfunum og órækt- inni né iúnni „forahelgu kjör- d:r.itt:-u:kipan‘“! _ _ _ _ ..,, V. ,, Rúsínan í pylsuenda aðalritstj. Hveragerði, sem mun vera óflokksbundinn maður, segir m. a.: „Má engu þyrma á þessari jarðýtuöld. Má hvergi sjást á fallega, gamla hlcðslu, sem minnir okkur á, að við höíum gróið upp úr íslenzkum jarð- vegi, eigum sögu að baki cg menningararf, sem okkur ber að skila í hendur komandi kynslóða?“ Eftir lestur þessarar greinar datt aðalritstjóranum snjallræði í hug. Hér hafði hann dottið niður á rúsínuna í pylsuenda forsíðu- greinarinnar. Framsóknarmenn voru á móti jarðýtum og nú tók Bjarni sér penna í hönd (Mbl. 11. júní, bls. 2): „Það er svo gleggsta dæmið um glórulaust ofstæki Framsóknarmanna um þessar mundir, að síðasta blað aukaút- gáfu Tímans (Kjördæmablaðið), iýsir jarðýtunni, stórvirkasta ræktunartæki og vegagerðarvél, sem þjóðin hefur eignazt, sem óvini sveitanna. . . . jarðýtan er þannig í augum Framsóknar- manna orðinn (?) að óv<ætt, sem engu þyrmir, hvorki þúfunum og óræktinni, að hinni „fornhelgu kjördæmaskipan.“ Hvað finnst fólki í sveitum um þennan mál- flutning?“ Það er von að Morgunblaðið spyrji. En hvað skyldi þjóðinni fitmast um þessa hundalogik íhaldsblaðsins? — Helztu rök þessa aðalforsvarsblaðs kjör- dæmabyltingarinnar eru nú orðin þau, að Framsóknar- menn hati jarðýtur! Aðalrit- stjórinn talaði yfir Dalvíking- um í gærkveldi. Skyldi hann hafa þrumað þessa postillu sína út yfir Svarfaðardal? Mjólkurfræðingar neita yfirvinnu Hætta á að mjólkurbúin verði að hella niður Mjólkurfræðingar hafa tilkynnt, að þeir muni ekki vinna eftirvinnu, nætur- eða belgidagavinnu meðan ekki hefur verið gengið að kröfum þeirra. Þeir niunu því aðeins vinna 6 stundir á laugardögum og á sunnu- döguni 5 stundir. Þetta er talin dagvinna ]>ví að mjólkurfraeðingat fá frídag fyrir hvern sunnudag. 17. júní munu ]>eir ekki vinna, þvl að hann er talinn írídagur. Von andi verður liaegt að gerilsneyða nægilegt niagp af neyzlumjólk, eí. ekki koina vélabilanir og aðrar tafir til sögunnar, cn ekki verðui hægt að fylla venjulegt magn aí ílöskum og verður ]>ví að táka upp aukna sölu á mjólk í lausu m.'lli meðati þetta ástand varir. (Frá Mjólkursamsölunni). Þctta tiltæki mun bafa í för með sér hættu á að undanrennu og jafn- vel nýmjólk verði hellt niður í mjólkurbúunum. Osta- og smjör- framleiðslan mun ]>á einnig dragast saraan. Kjaradeila mjólkurfræðinga er enn ekki leyst, en þeir hafa ákveð- ið að vinna álram á lausum samn- ingum. Kröfur þeirra voru 32% lamiahækkuu á grunnkaup og lleiii kjarabætur. Fjölmennir kjósenda- fundir Frámsóknarflokkurinn hefur að undanförnu efnt til kjósenda- funda um allt land, og hvaðan- æva berast fréttir af afbragðs- góðri fundarsókn og undirtektum fundarmanna. Á fundunum í Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarðar- sýslu og Akureyri hafa mætt á annað þúsund manns. DAGUR kemur næst út miðviku- dagiim 17. júní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.